Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 18. marz 1975. Þegar Serafía var búin aö láta flíkur sínar og muni niður í spónakörf una, kom Katrín með tvær nýjar svunt- ur, sem hún hafði saumað handa henni. Hún opnaði körf- una og ætlaði að láta þær niður í hana. En þá rak hún augun í nokkuð, sem vakti athygli hennar. Það var Ijós- mynd af Gústaf, sem lá þar undir fötunum. Þessi mynd hafði staðið á dragkistunni, en horf ið þaðan á dularf ull- an hátt fyrir löngu síðan. Hun hafði séð mikið eftir henni, því að Gústaf var glaðlegur á svipinn á þessari mynd, þar sem hann stóð við vinnu á þilfarinu á skút- unni. Skyrtuermarnar voru uppbrettar, og það sást greinilega, hvernig vöðvarnir hnykluðust á framhand- leggjunum. Nú jæja! Fía hafði þá stolið henni og ætlaði að laumast burt með hana. Það var svívirðilegt athæf i. Katrin svip- aðist um, þar sem hún sat á hækjum sínum við körf una. Seraf ía sat við borðið og var að drekka siðasta kaff iboll- ann sinn í húsum Katrínar. Hún var kafrjóð. ,,Hérna er, sé ég, myndin af Gústaf, sem hvergi hefur fundizt i háa tíð", sagði Katrin. ,,Hég hef lá-hátið hana þarna óvart", laug Serafía. ,,Óvart? Nú lýgur þú. En þú mátt svo sem eiga þessa mynd, því að ég á fleiri þó að mér þætti vænst um þessa". Þegar Katrínu varð seinna hugsað um þenna atburð, rann henni reiðin, sem blossað hafði upp við f undinn. Nú fylltist hugur hennar innilegri meðaumkun. Hvers vegna hafði Seraf ia tekið myndina? Tilf inningar hennar i garð Gústafs hlutu að hafa knúð hana til þess. Vesalings stúlkan! Nú iðraðist hún þess sárlega, að hún hafði ekki alltaf verið umburðarlynd og vingjarnleg við þetta oln- bogabarn og hún hefði átt að vera. Hún fann, að hún hafði verið hlutdræg og gert mun á sínum börnum og annarra. Ávantanir hennar og misbrestir stóðu henni skýrt f yrir hugskotssjónum, og hún bað guð heitt og inni- lega að bæta úr þeim. Seraf ía var nú farin frá henni, en hún ætlaði að reyna að muna eftir henni og gleðja hana með einhverri smásendingu, þegar einhver frá Eikiey kæmi til Vesturbæjar. Haustið eftír fór Einar enn í sjómannaskólann í AAaríuhöfn. Þetta sama haustsagði Larsson Serafíu upp vistinni, þar eð hann þóttist ekki þurfa hennar við að vetrinum. Katrínu tókst að útvega henni vetrarvist á Eikiey, sem alltaf varð athvarf þeirra, er aðrir höfðu rekið frá sér. Hin nýja húsmóðir Seraf íu var sögð bera mikla umhyggju fyrir vinnufólki sínu, svo að Katrín vonaði, að hún yrði þar ekki leiksoppur lostafullra manna. Og litla barninu, sem nú var orðið skjólstæðingur hennar, skyldi hún veita alla þá umhyggju og ástúð, sem enginn hafði þurft á að halda síðan leiðir þeirra Jóhanns skildu. Og það giaddi Katrínu að finna, að hún elskaði barmð ekki aðeins vegna Gústafs, þvi að það var Seraf ía, sem horfði á hana gegnum dökk, tindrandi augu þess. Hún elskaði það líka vegna þess sjálfs, — vegna þess, að það var varnarlaus vera, sem átti alla velferð sína komna undir þróttmiklum höndum hennar og hlviu hjarta. 71 Einar Kapteinn. Einar kom heim frá AAaríuhöfn stuttu eftir að ísa leysti með fyrstu hringferð ,,Álandsins" þetta vorið. Hann hafði lokið skipstjórapróf i, og ein af skútum Norð- kvists beið á Bátvíkinni eftir nýjum yfirmanni. En hún átti ekki að láta úr höfn í fyrstu ferðina fyrr en eftir nokkrar vikur. Þangað til átti að vinna af kappi að við- gerðum og endurbótum á þessari gömlu skútu. Katrín gat ekki leynt stolti sínu, er hún virti son sinn fyrir sér. Það var eins og öll barátta og von heimsins hefði snúizt um þetta eina: að Einar yrði kapteinn. Þar að auki hafði hún orðið fyrir áhrif um af þeirri almennu lotningu, sem fólk á Þórsey bar fyrir kapteinstitlinum. Og enginn vissi betur en hún, hversu mikið sonur hennar hafði lagt á sig til þess að ná þessu próf i, allf f rá því, að hann réðst fyrst á skip sem léttadrengur. Hún vonaði, aðeins að það hefði ekki kostað hann of mikið. Hinn ungi skipstjóri sýndi sömu skyldurækni og kost- gæfni í þessu nýja ábyrgðarstarfi sem öllu öðru. Hann þorði varla að yf irgef a skútuna stutta stund, þegar menn hans voru þar við vinnu. En þó létti það þunga ábyrgðar- arinnar, hann var þaulvanur sjómaður og hafði þegar tamið sér mikla stjórnsemi. Það var í mörgu að snúast. Hann þurfti að ráða háseta og láta skrá þá á skipið, og hann þurfti að birgja það að vistum og öðrum nauð- synjum. Katrínu varð oft starsýnt á, er hann f lýtti sér að heiman f rá Klif inu, og niður að búðinni og f rá búðinni heim til Norðkvist og þaðan til skips. Hún vék ævinlega úr vegi fyrir honum, ef þau mættust og þorði ekki að ÞRIÐJUDAGUR 18. marz 7.00 Morgunútvarp. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjall kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur þáttinn. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. Þáttur Gunnars Guðmundss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét , Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 Ahrif kvenna á lög um al- mannatryggingar. Adda Bára Sigfúsdóttir veður- fræðingur flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Upphaf heimspekilegrar hugsunar/Jón Hnefill Aðal- steinsson fil. lic. flytur sið- ara erindi sitt. 20.00 Lög unga fólksins.Sverr- ir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur i um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. Gunn- ar Guðmundsson segir frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar Islands i vikunni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (44) 22.25 Kvöldsagan: „Færey- ingar” eftir Jónas Arnason. Gisli Halldórsson leikari les fimmta hluta frásögu úr „Veturnóttakyrrum”. 22.45 Harmonikulög. Veikko Ahvenainen leikur. 23.00 A hljóðbergi. Sagan um Dauðadal (The Legend of Sleepy Hollow) eftir Wash- ington Irving. Ed Begley les. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18. marz 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Helen — nútimakona Bresk framhaldsmynd. 4. þáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 3. þáttar: Helen kannar möguleika sina til að halda áfram efna- fræðinámi. Ilenni verður ljóst, að fyrra nám hennar er orðið úrelt og kemur henni að litlum notum. Henni er þó gefin von um úrlausn. Frank kemur i heimsókn, og þau gera sitt besta til að komast að sam- komulagi, en allt kemur fyrir ekki. Aö nokkrum tima liðnum er Helenu tjáð, að hún geti fengið skólavist og vinnu i tengslum við námið. 21.30 Hver er hræddur við óperur? Að þessu sinni er flutt efni úr „Rigólettó” eftir Verdi. Joan Sutherland velur efnið og kynnir. Þýð- andi er Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.00 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.30 Spámenn og dýrlingar Heimildamynd frá Egypta- landi um moskur og forn grafhýsi, þarlend. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 23.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.