Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 13
Þri&judagur 18. marz 1975. TÍMINN 13 L /1 /V Æ S S i M / / S Frumrit 13.1 i: 74 HE. VHF- METRABYLGJUR Staðsetning og langdrag stóöva Lí til vibskipta vi Teiknab 17.1 Z.‘74 S.E Eins og glöggt sézt á þessu korti skortir enn mikið á að metrabylgjustöövar nái umhverfis landið. Póst- og símamálastjórnin: Athugasemd vegna fréttaskrifa um strand Hvassafells VEGNA fréttaflutnings f sam- bandi við strand M/S Hvassafells hefur Póst- og sfmamálastjórnin sent Tfmanum eftirfarandi grein- argerð um standarstöðvaþjón- ustu: ,,í tilefni umtals og blaða- skrifa um erfiðleika m.s. Hvassa- fells að komast f samband við strandarstöðvar Pósts og sima, þegar skipið strandaði þann 7. þessa mána&ar við Flatey á Skjálfanda, óskar Póst- og sfma- málatjórnin eftir að koma eftir- farandi upplýsingum á framfæri: A síðustu 10-15 árum hafa f jar- skipti erlendis við skip og báta á VHF tiðnisviðinu milli 156 og 162 megaherz aukizt mjög. Tfðnisvið þetta hefur meðal islenzkra sjómanna verið nefnt örbylgjusvið, sem er rangnefni, þar eð bylgjulend er yfir 1 metra og rétt heiti er metrabylgjusvið. Póst- og simamálastjórnin hefur talið æskilegt, að fjarskipti skipa og báta við islenzkar strandar- stöðvar færðust að einhverju leyti yfir á metrabylgjusviðið. Var hafizt handa árið 1968 við að reisa stöð á Þorbirni (við Grindavik), sem fjarskiptastöðin i Gufunesi annast afgreiðslu fyrir. Síðan hafa verið reistar metra- bylgjustöðvar I Vestmannaeyj- um, á Háfelli, Höfn i Hornafirði, Dalatanga og Þverfjalli á Breiða- dalsheiði. Einnig er rekin tilraunastöð á Akranesi. Notkun þessarar nýju þjónustu var lítil fram á árið 1972, en hefur siðan vaxið mjög ört, og hefur metra- bylgjustöðvum i skipum og bát- um fjölgað mikið á sama tima. Má t.d. benda á, að á fyrsta heila starfsári stöðvarinnar á Þorbirni voru afgreidd um stöðina 71 skeyti og 1249 simtöl, en árið 1974 voru skeytin 1934 og simtölin 21221. Eins og meðfylgjandi kort ber með sér, skortir enn mikið á að þjónustusvæði metrabylgju- stöðvanna nái umhverfis landið, og ýmsar strandarstöðvar t.d. Patreksfjörður, Brú, Siglu- fjörður, Húsavik og Raufarhöfn, hafa ekki aðgang að metra- bylgjustöðvum. Póst- og sima- málastjómin stefnir að þvi, eftir þvi sem fjárhagur leyfir, að fjölga stöðvunum, en vegna þess að langdrægi stöðvanna er ekki nema skammt út fyrir sjóndeildarhringinn, er æskilegt að reisa stöðvarnar hátt yfir sjávarmáli. Eru stöðvarnar þvi að jafnaði kostnaðarsamar, nema heppileg aðstaða sé þegar fyrir hendi. Þar að auki er viðast hvar •hörgull á simalinum til að tengja sendistöðvarnar við afgreiðslu strandarstöðvanna. Má þvi búast við að nokkur bið verði á þvi, að hægt verði að hafa samband á metrabylgum við strandar- stöðvar Pósts og sima hvaðan sem er af ströndum landsins og hafinu umhverfis. Metrabygljustöð á Siglufirði er ofarlega á lista yfir næstu stöðvar I kerfinu. Hins vegar er alls ekki öruggt, að stöð þar hefði komið að gagni viðFlatey, þar eð háir fjall- garðar eru þar á milli. Póstur og simi gefur út leiðbeiningar til sæfara um viðskipti við strandarstöðvar og vinnutiðnir þeirra.Ber þeim,sem ábyrgir eru fyrir fjarskiptastöð skipanna, að kynna sér þessar leiðbeiningar. Loftskeytamenn stunda tveggja ára nám, þar sem m.a. eru kennd viðskipti við strandarstöðvar og ráðstafanir i neyðartilfellum. Enda þótt notkun metrabylgju- sviðsins hafi, eins og áður er Áður en fqrið er í vinnuna: Tíminn og morgun- kaffið ■- - I með endurskini getið, aukizt mikið. er enn i gildi sú regla, að neyðarköll skuli send á tiðnunum 5Ó0 kilóherz, þegar um skeytasendingu er að ræða, en 2182kilóherz, þegar notuð er tal - sending. Strandarstöðvum og skipum og bátum (nema litlum opnum bátum) ber skylda til að hlusta á neyðartiðnir, og er með þvi móti reynt að tryggja, að skip i neyð, geti alltaf komið á fjar- skiptasambandi. Allar islenzkar strandarstöðvar hafa viðtæki fyrir tiðnina 2182 kilóherz, og stærstu stöðvarnar hafa vakt allan sólarhringinn. Með fáeinum undantekningum er alls staðar undan ströndum landsins hægt að ná til þessara stöðva. Sæfarendum ber þvi að nota fyrst og fremst 2182 kilóherz til neyðarviðskipta. Að lokum má benda á, að i reglugerð um eftirlit með skipum og öryggi þeirra eru ákvæði um neyðartalstöðar og lifbátastöðvar sem hafa að sjálfsögðu eigið loft- net. Er þannig reynt að tryggja sem bezt, að einhverjir mögu- leikar á neyðarfjarskiptum séu alltaf fyrir hendi.” O íþróttir Þrir Ieikmenn Fram-liðsins, þeir Hannes Leifsson, Kjartan Gísla- son og Sveinn Sveinsson, voru ekki látnir leika með Fram-liðinu vegna agabrots. Forráðamenn Fram fengu ekki að vita um aga- brotið fyrr en á síðustu stundu, og var þá of seint fyrir þá að boða aðra leikmenn til leiksins. ÍR- ingum tókst að jafna (19:19) rétt fyrir leikslok, en þá skoraði Arnar Guðlaugsson sigurmark Fram —20:19. Mörkin i leiknum skoruðu: Fram — Arnar 5, Pálmi 5, Pétur 3, Sigurbergur 2, Ragnar 2, Arni 2 og Guðmundur Þ. eitt. IR — Asgeir 4, Brynjólfur 3, Hörður H. 3, Agúst 3 (2 vfti), Vilhjálmur 2 (1 vfti), Sigurður 2, Gunnlaugur 2 og Hörður A. eitt. — SOS. Dregið í bikcrkeppni í gærkvöldi var drcgið um, hvaða lið skyldu keppa i undanúrslitum Bikarkeppni Körfuknattlcikssambandsins. Stúdentar lentu á móti bikar- meisturum KR og b-lið KR mætir Armanni. Gjöf Jóns Sigurðssonar Á fjárlögum fyrir árið 1975 er veitt ein milljón króna til sjóðsins Gjafar Jóns Sig- urðssonar. Frá fyrra ári er og til ráðstöf- unar af fé sjóðsins eitt hundrað þúsund krónur, Um verðlaunaveitingar og úthlut- un fjár úr sjóðnum gilda þærreglur, að fénu skuli verja til: „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slíkra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heim- ildarrita”. Heimilt er og að ,,verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störf- um höfunda, sem hafa visindarit i smið- um”. öll skulu rit þessi ,,lúta að sögu ís- lands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum”. Á siðastliðnu ári hlutu þrir menn verðlaun úr sjóðnum, 300 þúsund krónur hver. Þeir voru þessir: Haraldur Sigurðsson bókavörður, fyrir Kortasögu íslands, I. bindi og til að ljúka II. bindi verksins. Jón K. Margeirsson fil. lic., til að ljúka riti um Hörmangarafélagið. Sveinbjörn Rafnsson fil. dr., fyrir ritið Studier i Landnámabók og til að halda á- fram rannsóknum á Landnámu og rann- sóknum á rústum Sámsstaða i Þjórsárdal. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stil- aðar til verðlaunanefndar, en sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. mai n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit i smíðum. Reykjavik, 15. marz 1975 1 verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðsson- ar Gils Guðmundsson, Magnús Már Lárusson, Þór Vilhjálmsson. N Rafgeyma- KAPLAR í rúllum 25 og 35 sq.mm. Ennf remur í lengdum 20 — 31 40 — 50 — 60 — 70 — 80 — 90 og cm. Jarðsambönd— Pólskór og ai Sendum gegn póstkröfu k A ARAAULA 7 - SIAAI 84450 við þá óvissu, er nú rikir i portúgölskum stjórnmálum. Og það eru fleiri, sem hafa áhyggjur af stjórnmálaþróuninni i Portúgal. 1 aðalstöðvum At- lantshafsbandalagsins i Briissel fylgjast menn með þróuninni með sivaxandi ugg i brjósti. Enn sem komið er hafa herforingjar þeir, er i raun og veru fara með öll völd i Portúgal, lýst yfir þvi, að þeir virði allar skuldbindingar portú- galska rikisins út á við, þ.ájn. skuldbindingar þær, sem bundnar eru aðild að NATO. En ekki kæmi á óvart, þótt þessi afstaða yrði endurskoðuð, ef áhrif kommún- ista og annarra afla lengst til vinstri á stjórn landsins ykjust til muna. Það yrði stórt áfall fyrir NATO, Ráðstefna ef Portúgal segði sig úr banda- laginu. Þýðing herstyrks NATO á Miðjarðarhafi og i nánd hefur farið vaxandi á siðustu árum, bæði með átökunum i Miðjarðar- hafslöndum, og nú siðar Kýpur- deilunni. Þessi herstyrkur styðst aftur að verulegu leyti við her- flugvelli og flotalægi i Portúgal. Og Azor-eyjar, sem tilheyra Portúgal, eru mikilvæg herbæki- stöð á sunnanverðu Norður-At- lantshafi. Siðustu fréttir frá Lissabon hermdu, að leiðtogar byltingartil- raunarinnar yrðu leiddir fyrir herrétt á vegum byltingar- ráðsins. Aftur á móti sagði talsmaður ráðsins, að hinum ákærðu yrði tryggð réttlátleg málsmeðferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.