Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.03.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 18. marz 1975. TÍMINN 17 VALS- STÚLK- URNAR HALDA SÍNU STRIKI ÞÓRSSTÚLKURNAR kvöddu 1. dcildar kcppnina i handknatt- leik mcð sigri. Þær sigruðu Vik- ingsstúlkurnar 12:11 i siðasta leik sinum, sem fram fór á Akureyri á laugardaginn. Vals- stúlkurnar halda sinu striki i deildinni — unnu yfirburðasigur i viðureign við Ármann (21:12), og KR-stúlkurnar lögðu FH að velli — 18:15. Staðan er nú þessi i deildinni: Valur.......13 13 0 0 160:222 26 Fram........ 12 11 0 1 104:135 22 Ármann.... 13 6 1 6 166:148 13 FH..........13 5 0 8 177:195 10 Breiðablik .13 5 0 8 121:181 10 KR......... 13 4 1 8 155:177 9 Vikingur ... 13 4 0 9 123:154 8 Þór........ 14 3 0 11 135:230 6 ★ ★ STOR- SIGUR HJÁ KR KR-INGAR unnu stórsigur gegn Framörum i æfingaleik i knatt- spyrnu. Leiknum, sem fór fram á Melavellinum, lauk 5:1, og voru KR-ingar mjög friskir i leiknum. Mörk liðsins skoruðu Atli Þór Héðinsson (2), Guðmundur Þorvaldsson, Arni Steinsson og Baldvin Eliasson. Mark Fram skoraði Marteinn Geirsson úr vitaspyrnu. KR-ingar hafa æft vel að und- anförnu, en þjálfari KR-liðsins, Tony Knapp, er væntanlegur til landsins um næstu helgi. Þá verða allir erlendur þjálfarnir komnir til landsins, nema þjálfari Vikingsliðsins, Tony Sanders, sem kemur hingað i april. — SOS. ★ ★ JAFNTEFLI Breiðablik og Keflavik gerðu jafntefli (0:0) i fyrsta leik litlu- bikarkeppninnar, sem fram fór i Kópavogi á sunnudaginn. Aðstæður voru mjög slæmar — og völlurinn blautur og erfiður yfirferðar. VIGGÓ SIGURÐSSON. ERLENDUR VALDIMARSSON....hefur ekki slegið slöku við I vetur. Hann hefur æft lyftingar af fullum krafti. SKIPTIR ERLENDUR UM FÉLAG? -ÞAD KEAAUR í LJÓS FLJÓTLEGA ri — segir kringlukastarinn snjalli, Erlendur Valdimarsson „Ég hef veriö aö hugsa um að breyta eitthvaö til", sagði kringlukastarinn snjalli úr ÍR, Erlendur Valdimarsson, þegar við spurðum hann, hvort eitt- hvað væri hæft i þeim sögusögnum, að hann væri að ganga yfir í raðir KR- inga. Erlendur sagði, að hann gæti ekkert sagt um þetta mál að svo stöddu — það kæmi fljótlega í Ijós, hvort hann skipti um félag i Reykjavik, eða færi jafn- vel að keppa fyrir eitthvert félag úti á landsbyggðinni. — Keppnistímabilið hefst ekki fyrr en í maí, og þá verður maður að vera HEIAAS- Lmet J félagi í einhverju félagi, til að fá að keppa á mótum, sagði Erlendur. Erlendur kvaðst ekki hafa slcgið slöku við i vetur, þvi að hann hefði æft lyftingar af fullum krafti. Hann sagðist vona, að æfingaaðstaða i Laugardalnum yrði til reiðu, þegar keppnistima- bilið hæfist. — Hingað til, höfum við kastararnir fengið litinn stuðning I baráttu okkar fyrir bættri æf ingaaðstöðu yfir sumartímann og æfingum innan- húss yfir vetrartimann. Þess vcgna er ég tilbúinn að ganga yfir i það félag, sem sér sér fært að veita mér góða aðstöðu til æfinga. Það kemur i ljós fljótlcga, hvort ég skipti um félag, sagði Erlend- ur að lokum. Þeir, sem hafa fylgzt með Er- lendi undanfarin ár, skilja hann vel. Hann hefur ár eftir ár barizt fyrir þvi að fá viðunandi aðstöðu til æfinga, en sú barátta hefur litinn árangur borið. Erlendur hefur þurft að æfa á gamla Mela- vellinum, sem er orðinn of litill fyrir hann, þar sem það hefur oft komið fyrir, að hann hafi grýtt kringlunni yfir grindverkið um- hverfis Melavöllinn, og þar að auki skemmt margar kringlur, sem eru orðnar mjög dýrar. -SOS. ÍSFIRÐINGAR MÓTMÆLA ÍSFIRÐINGAR hafa mótmælt þeirri ákvörðun stjórnar KSt að láta Reyni frá Arskógs- strönd leika i 2. deild næsta keppnistimabil, I staðinn fyrir IBA, sem hætti keppni. Stjórn Knattspyrnuráðs tsafjarðar hefur sent stjórn KSt eftirfar- andi bréf: „Stjórn Knattspyrnuráðs Isafjarðar mótmælir þeirri á- kvörðun stjórnar KSl 06.03.75 að láta lið Reynis frá Árskógs- strönd leika i 2. deild sumarið 1975. Stjórn KRI vill benda á, að þegar fjölgað verður i 1. og 2. deild 1976 og 1977, mun liðið, sem er neðst i 1. deild, leika við lið nr. 2 i 2. deild, og neðsta liðið i 2. deild leika við liðið sem tapar úrslitaleiknum i 3. deild, um lausu sætin i deild- unum. Ekki óllk staða hefur komið upp nú, þar sem lið IBA hefur hætt þátttöku i 2. deild, og þvi ekki annað átt að koma til greina en að liðið, sem féll úr 2. deild sumarið 1974, lið IBÍ léku við lið nr. 2 i 3. deild. lið Reynis frá Árskógsströnd, um lausa sætið i 2. deild á kom- andi sumri. Ef ekki verður fallizt á þess- ar sjálfsögðu kröfur, er það krafa stjórnar KRl, að stjórn KSl gerði opinberlega grein fyrirþeim rökum, sem lágu til grundvallar ákvörðun þeirra 06.03.75. Með iþróttakveðju, Knattspyrnuráð isafjarðar”. Dankersen úr leik? Suður-Afrikumaðurinn John van Reenen setti nýtt glæsilegt heimsmet i kringlukasti á móti i Stellenbosch i Suður-Afríku um helgina. Hann kastaði kringlunni 68.48 m, og bætti þar með met Svians Ricky Bruch og Banda- rikjamannsins Jay Silvester, sem var 68.40 m. John van Reenen er 28 ára gamall námsmaður, sem hefur stundað nám og æft i Bandarikjunum siðustu ár. AXEI. AXELSSON og félagar hans i Dankersen töpuðu tveimur dýrmætum stigum á laugardag- inn, þegar þeir töpuðu fyrir TuS VVellinghof (21:23) á útivelli. Axel lét litið að sér kveða i ieiknum, skoraði aðeins 3 mörk. Með þessu tapi eru möguleikar Dankersen á að komast i 4-liöa úrslitin um V- Þýzkalandsmeistaratitilinn orðn- ir hverfandi litlir. Dankersen á eftir að leika tvo leiki á heima- velli — aftur gegn Wellinghof og siðan Bad Schwartau. Dankersen mætir Wellinghof annað kvöld, og siðan leikur liðið gegn Svartár-liðinu á laugardag- inn kemur, og verður Dankersen að sigra i báðum leikjunum til að komast i úrslitakeppnina. Ef þeim Axel og félögum tekst það ekki, fer Bad Schwartau i úrslitin, ásamt Gummersbach. — SOS. Viggó og Stefón ílandsliðshópinn Vel heppnuð keppnisferð landsliðsins til Akureyrar V'ÍKINGURINN Viggó Sigurðs- son og Valsmaðurinn Stefán Gunnarsson léku með landsliðinu I handknattleik um helgina, þegar það lék tvo leiki á Akureyri. Keppnisferð landsliðsins heppnaðist m jög vel, og voru leik- menn liðsins og Birgir Björnsson landsliðseinvaldur mjög ánægðir með hana. Auk þcss að leika tvo leiki, gegn KA og Þór, notaði Birgir ferðina til að ræða ýms vandamál við leikmennina, og einnig til að æfa. Landsliðið bar sigur úr býtum i báðum æfingaleikjunum, sigraði Þór 27:22, og siðan KA — 29:20. Allir landsliðsmennirnir, sem léku gegn Tékkum, tóku þátt i keppnisferðinni, nema Björgvin Björgvinsson, Ólafur Benedikts- son og Einar Magnússon, sem er nú staddur i V.-Þýzkalandi, þar sem hann ræðir við forráðamenn v-þýzka liðsins llamburger SV. Þeir Viggó og Stefán bættust i landsliðshópinn. Tveir landsleikir verða leiknir við Dani i Laugardalshöllinni um næstu helgi, og i dag mun Birgir Björnsson birta nöfn þeirra leikmanna. sem eiga að mæta Dönum. Að öllum likindum mun Birgir ekki gera miklar breytingar á liðinu, sem leikur fyrri leikinn, en búast má við að hann geri einhverjar breytingar á liðinu fyrir siðari leikinn. — sos. STEFAN GUNNARSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.