Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Miðvikudagur 26. marz 1975. HÆGRI HÖND Faisal Hér fer á eftir viðtal James Fox við Fahd prins. Viðtal þetta var tekið áður en Faisal konungur var myrtur. Konungsfjölskyldan, sem fer með æðstu völd i landinu, — kaus Khalid Ibn Abdul Aziz arftaka Faisals konungs. Khalid konung- ur útnefndi svo bróður sinn Fahd prins sem krónprins, en álitið er að Fahd muni ráða einna mestu um stjórn landsins, eins og i stjórnartfð Feisals — en hann var nefndur ,,Hægri hönd kon- ungsins". Prinsinn hi'tur til þessa staðið i skugganum, svo að ekki er úr vegi, að lesendur Timans kynnist nánar þessum næstæðsta manni ollurikisins. Svo einkennilega hefur æxlazt, að athygli heimsins beinist nú að athöfnum konungsf jölskyldu I af- skekktri höfuðborg, sem umlukin er eyðimörk. Faðirinn var sá frægi Abdul Aziz Ibn Saud, konungur, faðir Saudi Arabisku þjóðarinnar. Eldheitur trúmaður og bardagamaður, sem tókst að sameina þjóðflokka Arabiu, árið 1952, að loknum nokkrum her- ferðum, sem farnar voru undir merki Islams, með hross, úlfalda og riffla. Það var Ibn Saud, sem seldi fyrstu oliuna með samningi við Rockefellers Standard Oil i Kalifornlu. Verðið var 50.000 pund I gulli, en á þeim tima var Saud illa staddur fjárhagslega. Feisal er elztur sona Ibn Saud. Feisal konungur stjórnar fyrst og fremst utanrikispólitik Saudi Arablu. Hann fór sjálfur á fund Nixons til að kynna honum áhyggjur Araba skömmu fyrir október-stríðið. Einnig hótaði hann ollubanninu. Sú ofanlgjöf sem hann fekk i Washington er Nixon vildi ekki hlusta á orð hans forherti sál og hjarta þessa þráhyggna einvaldsherra. Draumur hans er áV'fara ti'l Jerúsalem og oiojasi ifm « helgistöðunum, áður en hann deyr. Dagleg stjórn mála er ekki falin krónprinsinum, Khalid, sem næstur stendur til valda; heldur Fahd Ibn Abdul Aziz hinum 54 ára gamla bróður hans. Fahd prins er einn mikilvægasti maður Saudi Arablu. Hann er í rauninni for- sætisráðherra, þar eð hann stjórnar rikisráðinu. Hann er einnig formaður ollunefndarinnar og þess vegna yfirmaður Yamani fursta. Einnig er hann innan- rlkisráðherra. Mikilvægast er þó, að næstum er öruggt að hann tekur við af Feisal. Khalid krónprins er sjúkur maður og hefur aldrei krafizt valda. Þótt f jölskyldan sættist á að gera hann konung verður það Fahd, sem mun fara með raunveruleg völd. Hann hefur þegar safnað um sig hóp hirðgæðinga — ungum tæknisérfræðingum, sem settir eru I lykilembætti rikisins. Skömmu fyrir komu okkar til Riyad birtust fréttir I brezkum fjölmiðlum.sem virtust hneyksla mjög Arabana. Var þar rætt um þá aköfu löngun Fahd prins, að sprengja bankann í spilavíti Monte Carlo — með þvi að hætta gifurlegum fjáruppbðum við spilaborðin. Virtist þeim eina ástæðan fyrir birtingu þessarar fréttar vera árás á Araba- þjóðina. Talið var að áróður þessi væri runninn undan rótum Gyð inga. Er deilur milli Gyðinga og áhangenda Islams eru annars vegar er Aröbum ekki sama um hvað og hvernig skrifað er I frétt- um. Einn af ráðgjöfum Fahd sagði við mig: „Brezkir stjórn- málamenn ættu að vera þjóðræknari. Þeir ættu að athuga hvar raunverulegir hagsmunir Bretlands eru." En embættis- maður I Jeddah sagði, að þrátt fyrir ótraustan efnahag Bret- lands og samúð Wilson-stjórnar- innar með málstað gyðinga ætti Bretland nokkurn stuðning í Saudi Arabíu. Einkum er þar um að ræða aðdáun arablska aðalsins á London. Fahd prins er nú að endurbyggja hús, sem snýr að Hyde Park. Þar eru öll hvers- dagsleg þægindi, en Hka sund- laug, garður á þakinu, lyftur og gufuböð. Minni háttar krankleiki hefur oft leitt til þess að hann sækir heim læknamiðstöðvar I London. Þær eru þótt undarlegt sé — hornsteinn ensk-arabískra samskipta. Svo sem aðrir Saudi-prinsar af hans kynslóð er Fahd prins menntaður að öllu leyti i Saudi Arabiu — nánar til tekið i Riyatí. Menntun hans laut að öllu kenningum Kóransins. Gagnstætt þvl sem var um Yamani fursta lærði Fahd aldrei við erlenda há- skóla Einkakennarar kenndu honum félagslega- og pólitiska heimspeki Islams. Faðir hans, Abdul kenndi honum að stjórna. Synir hans voru aldir upp eftir ströngum hefðum og máttu þola likamlegt harðræði og helgisiði arablskrar hestamennsku. Eldri bræðurnir fengu einnig að kynnast striði. Meðan samtal okkar stóð spurði ég hann um æsku slna. Fahd prins svaraði stutt og laggott: „Hinn látni konungur, Abdul Aziz, einbeitti sér að því að ala börn sin upp til skilnings á karlmennsku, sjálfs- trausti, þolinmæði og umburðar- lyndis." Sérhver prinsanna hefur hús sitt opið fyrir bedúiana (flökkuaraba og hirðingja) sem koma utan af eyðimörkinni til ráðstefnu við syni Abdul Aziz — eða til að krefjast fjár. Mátlið er alltaf til reiðu fyrir þessa óvæntu gesti. Þó að Fahd sé ekki greindastur sona Abdul Aziz er hann áhrifa- mikill og umfram allt stjórnkænn, reiðubúinn til a hlusta, sem er sannarlega mikilvægur kostur fyrir sérhvern þann mann, sem er i forsæti nefndar, sem Yamani fursti á sæti I. Hann var fyrsti mennta- málaráðherra Saudi Arabiu undir stjórn föður sins — en svo I stjórn bróður sins, Saud konungs. Þo'tt hann hafi staðið sig vel og sannað hæfni sina hvarf hann úr sviðsljósinu i þrjú ár, eftir að Saud var rekinn i útlegð, þar til hann var kallaður til starfa á ný — og þá sem innanríkisráðherra. Eftir að Fahd prins lauk námi sérhæfði hann sig I málefnum ættflokkanna, en þar næst I þróun og öryggi, sem I hans augum fara saman. Hann er verndari kerfisins og hvatamaður þeirrar hröðu þróunar og framfara, sem fyrstogfremst miðast viðaðefla og viðhalda konungsættinni. Eini hugsanlegi keppinautur hans er yngri bróðir hans, Sultan prins, varnarmálaráðherra. En fram- koma hans einkennist fremur af grimmd hauksins en stjdrn- kænskunhi. Höfuðborg Saudi, Riyad, er engin móttökumiðstöð. Henni er heldur ekki ætlað það hlutverk. Flugvöllurinn við Dhahran, oliu- veitu austursins er stórkostleg meistarasmið. En flugvöllurinn við Riyad er ekkert slíkt. Flug- móttakan er stórt, rjómalitt skýli. Hvergi ber á Iburði. Aðkoman er eins og við herstöð. Sendiráð eru aðeins i Jeddah, og diplómatar verða að fara að öllu með mikilli leynd, ef þeir ætla að hafa samband við höfuðborgina og stjórnaraðila. Ætlazt er til þess að hafa samband við höfuð- borgina og stjórnaraðila. Ætlazt er til þess, að útlendingar aðlagi sig að sérkennilegum siðum og venjum þessa siðvanda virkis Wanabite konungdómsins á skaganum miðjum. Borgin Riyad er umlukin eyðimörk. Gips- og sementsverk- smiöjur eru á víð og dreif I útjaðri borgarinnar. Þar fyrir utan tekur við hinn eilifi sandur. Hinum ströndum lögum og siðareglum Kóransins er fylgt i hvivetna. Kvikmyndahús eru engin og sjónvarp er ekkert. 'Eina menningartækið, sem er vinsælt, það er Islam. Konur sjást sjaldan á götum úti. Neyzla áfengra drykkja er bönnuð. ÞÓ varðar það ekki lengur útlegð ef upp kemst um ólöglega drykkju. Slíkur varningur er þó rándýr. Við ræddum saman á einkasetri Fahd prins. En þetta hús hans er einkum teiknað með tilliti til þess að hýsa. Saudi prinsana og tekur miö af óskum þeirra um hið „opna hús". Þetta hefur þau áhrif að öryggi og eftirlit virð ist með öllu skorta, hvort heldur það var opinbert eða leynilegt. Þegar prinsinn birtist var hann klæddur viðum skrautklæðnaði að arabasið, með skrautlegum glit- vefnaði. Okkur var færður appelssinusafi. Hann fór að ræða framþróunina af mikilli ákefð. „Fyrir tiu árum var hér ekkert nema eyðimörkin og gamli bærinn." Viðfeðmi allra áætlana er furðulegt. Það er engu likara en Saudi Arabía eigi á fimm ár.um að breytast i velferðardraum sænska borgarkerfisins. Gert er ráð fyrir byggingu 85 nýrra borgarsvæða og 10.000 þorpum og nýnumdum landsvæðum bedúiana hirðingjanna en þeirra er þegar freistað með farand - skólum, spítölum, og kaffisölum, svo þeir geti lifað reglubundnara Hfi, Kostnaðurinn vegna borgar- svæðanna nemur einn sér milli 7- 10 billjónum sterlingspunda (ein billjón = milljón milljóna) Aðeins einn kostnaðurliður ríkisins er hærri. Það eru landvarnir. „Við erum aðeins háðir timanum," sagði embættismaður nokkur. Fahd prins hafði þetta að segja: „Við munum útvega og koma á allri nauðsynlegri al- menningsþjónustu. Við munum veita vatni rafmagni og byggja skóla. Við reynum að hjálpa fá- tæka fólkinu með þvi að rífa niður heilsuspillandi og gamalt hús- næði. Við bætum þetta húsnæðis- tjón auk þess sem við útvegum nýtt IbUðarhúsnæði og verzlunar- miðstöðvar. Þó við útrýmum gömlum hiisum munum við skilja eftir nokkrar byggingar, þessa gamla tima svo komandi kynslóðir megi sjá og vita hvern- ig búið var hér i eina tið. 1 Riyad nemur Ibúafjöldinn um 700.000 manns. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun nema hér alls um 400 milljónum sterlingspunda. Sá sem vill reisa sérhiis fær lóðina án endurgjalds. Islam-trúin bannar lánavexti. Þess vegna verða um 70 prósent verksins unnin vaxtalaust af stjórninni. Endurgreiðsla verður innt af hendi á 20 árum. 1 góðgerðaskyniverðurslegiðaf 20 prósentum skuldarinnar. „Þetta er ætlað þvl fólki sem býr við all- góö kjör. Stjórnin mun hins vegar reisa fátæku fólki. húsnæði er kostar það i raun ekki neitt. Stjórnin mun reisa heilsusamlegt og nýtiskulegt húsnæði fyrir hiröingjana. Þar munu þeir hafa öll skilyrði til að lifa nútimalifi i þorpum og bæjum. Þetta á að vera þeim hvatning til að hætta hirðingjalifinu. Hirðingjalífið er viss lifsafstaða. Það er þvi erfitt að telja þeim hughvarf." Prinsinn sagði ennfremur, að valdakerfinu eigi ekki að viðhalda með kúgun. „Fólk held- ur oft dauðahaldi i róttæka hug- myndafræði af þvi það skortir venjulegar llfsnauðsynjar. En þegar fólkið fær allar Hfs- nauösynjar — hvort heldur er I lýöveldi eða einveldi — þá er engin ástæða til að láta blekkjast af Utlendum og róttækum fræðikenningum." Einmitt þess vegna stendur Fahd prins fyrir þvl að billjónum bandarikjadala er veitt inn I efnahagskerfi Saudi Galvanís- eruð kör á hjólum til sölu. Einn- ig stór kökusöluskápur og fleira tilheyrandi bakaríisrekstri. Upp- lýsingar í síma 2-29-58 og 3-82-59 í dag og næstu daga. Vatnshita- dúnkur 60 I. til sölu. Einnig Stcwell thermostat fyrir olíukyndingu. Upplýsingar í síma 2- 29-58 og 3-82-59 í dag og næstu daga. Vestfirðingar endur- heimta flugþjónustuna Ernir hafa hafið flugio ab nýju þessa mánaðar, er Ernir hóf flug á ný með flugvélinni, TF-STP er tekin var á leigu I þessu skyni. S.E.—Þingeyri. — Eins og kunn- ugt er af fréttum, skemmdist Pip- er Aztec flugvél flugfélagsins Arna I bruna er upp kom i flug- skýlinu á isafjarðarflugvelli 18. desember s.l. Vestfirðingar hafaþvifarið á mis við mikilvæga flugþjónustu fyrirtækisins um þriggja mánaða skeið, þar til 18. Siðan þá hefur verið nóg að starfa hjá félaginu og m.a verið fluttir um 200 farþegar þessa viku, auk mikils magns af pósti og vörum. Óhætt mun að fullyrða, að Vestfirðingar fagna endurheimt þessarar þjónustu við byggðar- lagið, og þá ekki siður hinu að Ernir hafa nú fest kaup á Helio Courier flugvél i Bandarikjunum og mun hún nú biða byrjar til flugs hingað við fyrsta tækifæri. Flugdagar frá Isafirði um Vest- firði verða hinir sömu og fyrr þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum eftir komu áætlunarflugvélar Flugfélags íslands til ísafjarðar. Þessmáaðlokum geta,aðflug- vél Arna lenti hér á Þingeyri þrisvar sinnum i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.