Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Miövikudagur 26. marz 1975. AAiðvíkudagur 26. marz 1975 Þ V ^J Vatnsberinn (20. jan—18. febr.) Vatnsberinn: Það yerður mikið áð snúast hjá þér i dag, og þú skait ætla þér nógan tíma. Það L«S^ f er annao>sem Þu skalt athuga: Þér kemur betur að beita lagi en eftirrekstri, og þú skyldir varast að setja nokkra afarkosti i dag. ^fSpstó za § Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Fiskarnir:Þúskalttaka daginn snemma, það er ýmislegt um að vera hjá þér, svo að þú kemst ekki hjá þvi að skipuleggja viðfangsefnin og ráð- ast á þau eitt i einu, unz öllu er lokið, ef þú mögu- lega getur komið þvi við. Hrúturinn (21. marz—19. april) Hrúturinn: Það er ekkert liklegra en dagurinn valdi þér einhverju hugarangri. Þetta er mikill amstursdagur, en þó er varla, að hann valdi þér beinum áhyggjum, nema þá ef það kynni að vera i einhverju sambandi við störf, sem þú hefur trassað. Nautið (20. april—20. mai) Nautið: Þessi dagur hefur alla möguleika tn þess að verða góður, en þó fylgir böggull skammrifi: Þú verður að hafa hemil á skaps- munum þinum og varast hvers konar geðshrær- ingar, jafnvel þó að þér finnist þó nokkurt tilefni til. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Tviburarnir: Það er aldrei að vita nema þetta verði eitthvað erfiður dagur framan af, en það mun rætast úr ýmsu, þegar frá liður, ef þú beitir lagni og hóflegri festu. Það er eitthvað sem þú tekur nærri þér, en ættir að gleyma. Krabbinn (21. júni—22. júli) Krabbinn: Það er ekki óliklegt, að að þér sæki eitthvert óyndi eða kviði. Þetta er þvi verra, sem þú gerir þér ekki grein fyrir ástæðunum, af hverju þetta stafar, eða hvernig þú átt að bregð- ast við. Flasaðu ekki að neinu. Ljónið (23. júli—23. ágúst) Ljónið:Það litur út fyrir, að þetta sé erfiðleika- dagur hjá þér. Að likindum ertu með einhverjar áhyggjur út af góðum vini eða nánum ættingja, og kannski eru raunverulegar ástæður. fyrir hendi, en hitt er þó miklu likegra, að svo sé ekki. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Jómfrúin: Þú kemst ekki hjá þvi að láta hendur standa fram úr ermum i dag, og það er ýmislegt, sem bendir til þess, að þú verðir að fylgjast held- ur betur með, ef þú átt ekki að verða af sérstak- lega góðu tækifæri. Vogin (23. sept—22. okt.) Vogin: Það er hætt við þvi, að þetta verði harla rólegur og viðburðarlitill dagur hjá þér. Það lit- ur ekki út fyrir neina stórviðburði, en ef þeir gerast, þá færðu að finna fyrir þeim. Að minnsta kosti verða þeir eftirminnilegir. Sporðdrekinn (23. okt—21. nóv.) Sporðdrekinn: Þú verður að hafa augun opin i dag. Það er aldrei að vita nema setið sé um þig, svo að þú skyldir fylgjast vel með öllu, sem ger- ist i kringum þig. Það gæti einhver orðið til þess að misnota tiltrú þina og traust. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Bogmaðurinn: Þetta ætti að geta orðið góður og notadrjúgur dagur, en það er alls ekki vist, að neitt sérstakt beri að höndum. ÞU skalt veita öðrum af þvi, sem þú átt, en þú ættir að varast að gefa nokkur loforð fram i timann. Steingeitin (22. des—19. jan.) Steingeitin:Þúskalthafa hægt um þig i dag, að svo miklu leyti, sem það kemur til greina, og þú ættir að láta hlutina gerast af sjálfu sér. Þú skalt gera þér grein fyrir þvi, að þú færð ekki alltaf allt, sem þú sækist eftir. UTBOÐ Tilboð óskast i lögn hitaveituæðar meðfran Suðurlands- braut I Reykjavik, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3. gegn 10.000.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuö á sama stað, þriðjudaginn 15. april kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 >¦¦..........Illlliinl Landfari verður að biðjast af- sökunará þvi, að bréfin, sem nú birtast, hafa beðið nokkuð. Or- sökin er sú, að hann hefur ekki haft undan við birtinguna. Eru þeir lika hér? Við byrjum á bréfi frá S.E. Hann segir: „Það virðist komið upp úr kafinu, að CIA, leyniþjónustan bandarlska, sé ekki aðeins með starfslið I löndum eins og Chile og Grikklandi, heldur einnig i Vestur-Evrópulöndum. Fjöl- mennur hópur brezkra þing- manna hefur borið það blákalt fram, að tfu slikir náungar leynist I sendiráði Bandarfkja- manna i London, og þegar þetta er skrifað, hefur þvi að minnsta kosti ekki verið andmælt. Flestum hefði sennilega þótt það óllklegt, að CIA væri með starfsemi sina I Bretlandi, og lái mér hver sem er, þó að ég spyrji: Eru þeir kannski lika hér, þessir CIA-menn? Spyr sá, sem ekki veit." Sædýrasafnið til skammar Vesturbæingur, sem fór með börn sin I Sædýrasafnið gefur þviheldurslæmaeinkunn. Hann segir: Óþverraleg framkoma gesta ,,Um helgar reyni ég eins og aðrir barnakallar að samneyta börnum mlnum meira en timi gefst til fyrir brauðstritinu virka daga. Stundum er þá brugðið á það ráð að fara i smá- skemmtiferðir til þess að skoða eitthvað það, sem krökkunum leikur forvitni á. Eina slika ferð fórum við I Sædýrasafnið svokallaða fyrir skömmu og er skemmst af þeirri ferð að segja, að hún varð litill ánægjuauki. ömurlegri aðbúnað að saklaus- um skepnum er vart hægt að hugsa sér. Dýrin lokuð inni i þröngum búrum og allt vaðandi i skit, enda leyndi sér ekki að kvikindin undu illa hag sinum. Mér skilst, að safn þetta njóti opinberra styrkja, en hafa þeir góðu herrar, sem styrkina veita af almannafé, nokkru sinni gert sér ferð á staðinn og hugað að aðbúnaði dýranna? Eru ekki i inffliiffmmmiiiffliiiifflTiiiNffiirwriiiiTfflMiiiiiii gildi i þessu landi lög og reglur um meðferð dýra? Ég veit ekki betur en svo sé — og þá held ég að þeir, sem bera ábyrgð á þvi, að þeim sé framfylgt ættu að takast á hendur ferð i Sædýra- safnið. Ég held, að flestir, sem séð hafa hljóti að vera mér sam- döma um að nær einu dýrin, sem þokkalega sé búið að, séu hvítabirnirnir og er þó ekki nógu rumt um þá greyin. Þetta læt ég nægja um almennan aðbúnað að dýrunum af hálfu safnsins. En svo er annað — eftirlit með framferði gesta virðist ekk ert vera og væri þó full þörf á eftir reynslu minni þennan sunnudag að dæma. Á einum stað I safninu eru saman i húsi tveir apar og tvö ljón — auðvitað sin tegundin i hvoru búri, sem bæði eru þó þröng og sóðaleg. Ekki leyndi sér af hátt- erni kvikindanna að þau hafa öll geðbilazt af aðbúðinni, þvi að þau æða linnulaust fram og aftur um búrin — og óhugnan- legt var að heyra eymdarvælið i öpunum. En ég ætlaði að ræða fram- ferði gestanna. Þegar ég kom I húsið, var annar apinn að jórtra tyggigúmmi, sem einhver hafði gefið honum sér til gamans, en skepnunni til óþurftar. Meðan ég staldraði við bar þarna að fleira fólk, sem gerði sér það til dundurs að gefa hinum apanum tyggigúmmi, svona eins og til þess að hann yrði nú ekki af- skiptur. Og ekki nóg með þetta — konukind, sem þarna kom, gerði sér leik að þvi að rétta öðrum apanum logandi sigar- ettustubb, sem greyið kastaði auðvitað frá sér, þegar hann fór að finna fyrir glóðinni. A búr- gólfinu er sag, og má mildi kallast að ekki kviknaði i þvi. Einhverjum kann að þykja ótrúlegt að til sé fólk á borð við þessa gesti Sædýrasafnsins — sem eru réttnefndir fantar og illmenni — en þetta er samt dagsatt. Og raunar mætti drepa á fleira, sem bar fyrir augu min og barnanna þennan dag — þarna valsaði lika um krakka- stóð og gerði það sér til gamans að kvekkja kvikindin með þvi að kasta I þau snjóboltum, allt átölulaust af hálfu starfsmanna safnsins. Og bágt á ég með að trua þvi, að gestir safnsins þennan dag hafi verið stórlega frábrugðnir þvi, sem gerist aðra daga. Ekki kæmi mér á óvart , þótt svör ráðamanna safnsins við þessari ádrepu, — ef einhver verða — yrðu á þá lund, að safn af þessu tagi sé dýrt I rekstri og ekki sé unnt að gera allt i einu. Það er sjálfsagt satt og rétt, en sé fjárhagur safnsins bágur, væri þá skömminni til skárra að hafa I safninu færri dýr og búa þá betur að þeim, og sjá svo um að þau fái frið fyrir samvizku- lausum niðingum." íslenzk orðabók að gjöf Svava Valdimarsdóttir, Kleppsvegi 50, skrifar á þessa leið. „Virðulegi Landfari! Hvort sem ég er sendibréfsfær eða ekki, langar mig til þess að koma tillögu á framfæri. Hún er sú, að öllum nemendum I tólf ára bekk sé gefin islenzk orða- bók. Rlkisútgáfa námsböka ætti að velja stærðina og sjá um út- breiðslu. Þá ættu allir að geta leitað til þessarar bókar, ef þeir væru í vafa um orð og orðasam- bönd. Hvað getum við gert fyrir móðurmálið? Þegar min börn voru tólf á^a, fengu þau Nýja testamentið að gjöf. Hvers vegna er ekki hægt að gefa öll- um orðabók — islenzka? Ég veit til þess, að fullorðnir samvinnuskóla- og verzlunar- skólanemendur —nemendur frá fyrri tið — hafa komið með minus út frá prófi, sem lagt var fyrir nemendur I Verzlunar- skólanum fyrir nokkru — I Is- lenzku. Þessi próf eru erfið, en mér finnst samt, að z eigi að haldast áfram vegna uppruna orðanna, sem þá er farið að hugsa út i. En þá ekki höfð eins þung. Menn eiga misjafnlega gott meö að koma fyrir sig orði. Mér finnst oft áberandi, hvað óskóla- gengið fólk á gott með að tjá hugsanir sinar — að minnsta kosti i kunningjahópi. Það væri bót* ef hægt væri að kenna slikt. Mætti þá sleppa einhverju ár- talinu, sem notað er á prófum til pess að fella krakkana. Þeir muna slikt, er hafa sjónminni. En það hafa ekki allir." I Electrolux Frystikista 3IOItr. Electrolux Frystikista TC114 310 litra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. ARDURÍ STAÐ 0 SAMVINNUBANKINN ¦ URVAL VASARAFREIKNA til fermingar gjafa VERÐ FRA KR. 4.590.- itaiijjyiftnt^ ÞORHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.