Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.03.1975, Blaðsíða 11
Miðyikudagur 26. marz 1975. TÍMINN 11 FH-ingar mæta bikarmeisturum Vals I handknattleik I Laugar- dalshöllinni I kvöld i 8-liða úrslit- um bikarkeppninnar. Það má bú- ast við spennandi leik þegar liöin mætast, en þau léku til úrslita I bikarkeppninni 1974. Það lið, sem ber sigur ur býtum i kvöld, trygg- ir sér rétt til að leika í undanrúr- slitunum ásamt Fram, Leikni úr Breiðholti og Haukum, sem eru iiú þegar búin að tryggja sér rétt til að leika i undanúrslitun- um. Leikur Vals og/FH I kvöld hefst kl. 19.15. Körfuknattleikur: KROG ÁRAAANN í ÚRSLIT — í bikarkeppni KKÍ • HSK-liðið féll niður í 2. deild ÞAÐ verða bikarmeistarar KR og Ármenningar, sem leika til úr- slita í Bikarkeppninni i körfu- knattleik. KR-ingar mörðu sigur yfir stúdentum 80:78 I undanúr- siitunum og Ármenningar sigr- uðu KR-inga (B-liðið) — 77:67. tJrslitaleikurinn fer fram 3. april. HSK-liðið féll niöur i 2. deild um helgina, þegar það tapaði fyrir Ármanni 79:96. Jón Sigurðsson, hinn snjalli leikmaður Ármanns, skoraöi 43 stig i leiknum og var algjörlega ástöðvandi. Stúdentar unnu sigur yfir Njarðvikingum i 1. deildarkeppninni 89:83. Víking- ar r Höfða ÍSLANDSMEISTARAR Vikings verða krýndir meistaratitlinum I kvöld, I „Lokahátlð handknatt- leiksmanna", sem verður haldin I Sigtúni. Þar taka Vlkingar, Vals- menn og FH-ingar, ásamt ís- landsmeisturum Vals i kvenna- handknattleik við verðlaunum sinum. Birgir isleifur Gunnarsson, borgarstjóri héit hóf fyrir ís- landsmeistara Vikings i Höfða á sunnudaginn. Birgir ísleifurbauð þá Vikinga velkomna og lét i ljós ánægju yfir aö Vlkingar hefðu endurheimt íslandsmeistaratitil- inn aftur til Reykjavlkur. Hér á myndinni til hliðar, sem var tekin fyrir utan Höfða, sést Birgir Is- leifur (fremst fyrir miðju) i hópi Islandsmeistara Víkings. þjálf- ara Vikingsliðsins Karli Benediktssyni og Jóni Aðalsteini Jónssyni, formanni Vikings. (Tlmamynd Gunnar) KKTIR aðeins tvo mánuði eru væntanleg hingað til landsins tvö af fremstu landsliðum Evrópu I knattspyrnu, lið Austur-Þjóðverja, sem náði beztum árangri f landsleikjum 1974 af öllum þjóðum heims, og Frakka, en lið þeirra hefur verið I stöðugri framför. Keppnistlmabilið hjá þessum þjóðum stendur nú yfir og eru leikmenn þjóðanna komnir I topp-æfingu. A sama tlma stöndum við aðgerðalausir hér heima og enginn undirbúning- ur hafinn fyrir þessa landsleiki. Við hreinlega bfðum með berann rassinn, eftir þvi að A-Þjóðverjar og Frakkar komi og rasskelli okkur! Það er erfitt að átta sig á þvl, hvað dvelur stjórn Knatt- spyrnusambands íslands i landsliðsmálum. Menn eru orðnir hissa á slóðaskapnum hjá stjórn KSl og allir eru sammála um, að nauðsynlegt sé að hefja æfingar strax hjá landsliðinu — og reyndar hefði þurft að hefja þær fyrir löngu. En ekkert gerist — og við erum þegar búnir að missa ^r Landsliosmenn okkar í knattspyrnu bíða eftir „grænu Ijósi dýrmætan tima. Heyrzt hefur á stjórnarmönnum KSl, að stjórnin biði aðeins eftir Tony Knapp, sem hefur tekið lands- liðið að sér i sumar. En er það rétt að biða endalaust eftir enska þjálfaranum, sem seinkar stöðugt komu sinni til landsins? Ætlar stjórn KSÍ virkilega að biða aðgerðalaus i Iandslíðsmálunum, þar til að Tony Knapp kemur hingað til landsins — 1. april? Gerir stjórnin sér ekki grein fyrir því, hvað er framundan? Landsliðsmálin virðast vera I algjörlegum ólestri. Það er vitað, að mikið verður um að vera hjá landsliðinu strax i byrjun keppnistimabilsins. Það er greinilegt að stjórn KSl gerir sér ekki grein fyrir þvi, að það er erfiður róður framundan. Eftir hið óvænta jafntefli gegn A-Þjóðverjum i Magdeburg sl. keppnis- tlmabil, er ég hræddur um, að A-Þjóðverjar og Frakkar taki leikina gegn tslendingum alvarlega. Þvi er ekkert hægt að leika það aftur, að stefna fram óundirbúnu landsliði, eins og sl. keppnistlmabil og treysta á happa- og glappaað- ferðina. Nei, KSl-stjórnin verður að vakna af „Þyrnirós- arsvefninum" sem allra fyrst og gera eitthvað róttækt i landsliðsmálum okkar. Knattspyrnumenn okkar, sem eru allir af vilja gerðir tií að halda merki tslands á lofti á knattspyrnusviðinu, eru orðnir undrandi á sofanda- hætti stjórnar KSI. Þeir eru tilbúnir að hefja æfingar og það" fyrir löngu, þvi að þeir gera sér grein fyrir þvi, hvað blasir við. Eftir hverju er stjórn KSÍ að biða. Er ekki ástæða til að hefja undirbúning fyrir átök sumarsins i Evrópukeppni landsliða? - SOS. KNATT- SPYRNU- PUNKTAR Luton vann BIKARKEPPNIN: Ipswich-Leeds 0-0 1. DEILD: Liverpool-Newcastle 4-0 Luton-Arsenal 2-0 Birmingham-Carlisle 2-0 2. DEILD: Notts.C.-Nott. For 2-2 Sunderland-OIdham 2-2 Nánar á morgun Eyjamerm komnir á skotskóna EYJAMENN eru nú i miklum ham þessa dagana. A sunnuds,g- inn rassskelltu þeir nýliða FH 8:0 i æfingaleik i Eyjum. óskar Valtýssonskoraði „hat-trick" og nýliðinn Sigurlás Þorleifsson skoraði 2 mörk og hefur hann nú skorað 7 mörk i 4 leikjum. Þá skoraði örn óskarsson tvö mörk — örn hefur skorað 6 mörk i tveimur leikjum. FH-liðið náði aldrei að ógna Eyjamönnum — þeir komust vart fram yf ir miðjr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.