Tíminn - 15.04.1975, Page 1

Tíminn - 15.04.1975, Page 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐVR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 FRIÐRIK SIGRAÐI Friðrik Ólafsson vann Rodrigu- es f sjöundu umferð skákmótsins á Kanarieyjum i gærkvöldi. Er Friðrik þá kominn með 4 vinn- inga. Danski stórmeistarinn Bent Larsen hætti i gær þátttöku í mót- inu og á Friðrik þvi fri i dag, þar sem hann átti að tefla við Larsen. önnur úrslit í gærkvöld urðu þau, að Lubojevic vann Visier, Tal vann Debarnot, Mecking vann Hort, og Corcloso og Pomar gerðu gerðu jafntefli. Skák Femandez og Tatai fór i bið og skák Petrosjans og Bellon var frestað. Lubojevic og Mecking eru nú efstir með 5 1/2 vinning, Tal hefur 5 vinninga, Hort 4 1/2 og Friðrik kemur næstur með 4 vinninga, en fleiri hafa sömu vinningatölu og hann. n---------:-------- Utflutningsvero okkar lækkar um þriðjung Viðtal við Einar Ágústs- son um Rússlandsferð o i»» % SLONGUR BARKAR TENGI iÉJ*, 85. tbl. — Þriðjudagur 15. aprill975—59. árgangur J L -J — II. I Landvélarhf Vísir ÍS 171 hét áður Hafdís og er myndin tekin þegar báturinn var sjósettur hjá Stálvik 1967. Mikill leki kom að Vísi ÍS: DULARFULLU SPORIN EFTIR VARÐSKIPSAAANN Gsal-Reykjavik — Svonefndur huldumaður i Loðmundarfirði er umræðuefni margra um þessar mundir.og margar tilgátur eru á loftium það, hver maðurinn sé og í hvaða tilgangi hann hafist við i eyðifirðinum eystra. Mönnum kann þvi að bregða i brún, þegar VÉLARRÚAAIÐ FYLLTIST EN ÞILIN HELDU Gsal—Reykjavík — Um klukkan 9.30 I gærkvöldi kom vélbáturinn Kristján Guðmundsson ÍS-77 frá Suðureyri með vélbátinn Vfsi ÍS til hafnar á Flateyri, en um miðj- an dag f gær kom mikill leki að Vísi, þar sem báturinn var á lfnu- veiðum um 4 sjómilur út af Barða, en Barði er fjallið milli Dýrafjarðar og önundarfjarðar. Vélbáturinn Kristján Guð- mundsson var staddur á svipuð- um slóðum og Visir og kom hann bátnum þegar til aðstoðar. — Vélarrúm Vísis fylltist af sjó, en þil á milli vistarvera og lesta hélt og það hefur sennilega orðið til þess að báturinn sökk ekki, sagði Kristinn Snælandi, frétta- ritari Tímans á Flateyri, þegar við töluðum við hann stuttu eftir að bátarnir voru komnir að bryggju á Flateyri í gærkvöldi. Kristján Guðmundsson tók Visi I tog siðari hluta dags i gær og hélt af stað til Flateyrar. Þá hafði varðskip samband við bátana og bauö fram aðstoð sina. Laust eftir kl. 8 i gærkvöldi kom varðskipið að bátunum og fylgdi þeim eftir inn i Flateyrarhöfn. Vélbáturinn Bragi,' sem var á veiöum nálægt landi brá skjótt við þegar fréttist af þvi hvernig komið væri fyrir Visi, og hélt til Flateyrar og sótti dælur slökkvi- liðsins. Hélt báturinn siðan til móts við Visi og Kristján. Strax og Bragi kom að bátunum var byrjað að dæla úr Visi og var þvi verki lokið þegar bátarnir komu til hafnar. Kristinn Snæland sagði að viögerð á bátnum myndi óefað taka mjög langan tima, þvi að taka þyrfti upp vélina, skipta um raflagnir og annað. Visir 1S er eign Útgerðarfélags Flateyrar. SPANVERJAR FJORFALDA INNFLUTNINGSGJÖLD Á SALTFISKI OÓ-Reykjavík. Spánverjar hækk- uöu f gær verulega innflutnings- gjöldá saltfiski, og á sú ráðstöfun eftir að hafa ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir útflutning á þess- ari vöru frá tslandi. Óttazt er, að mikil lækkun verði á útflutnings- verðinu. Nýverið var samið um sölu á 6 þúsund lestum af saltfiski til Spánar. Innflutningsgjöld á saltfiski voru 5 þús. pesetar fyrir tonnið, og sfðan 1,5% verðtollur. Um helgina hækkuðu Spánveriar fyrirvaralaust magngjaldið i 20 þúsund peseta, og verðtollurinn var hækkaður i 7%. Er þetta fjór- földun á innflutningsgjöldum. Söluverð á þeim saltfiski, sem bú- ið er að semja um sölu á til Spán- ar, hefur ekki verið gefið upp, en ef að likum lætur, þýðir þessi hækkun eitthvað á fimmta hundr- að dala lækkun á útflutningsverð- inu frá íslandi. Segja má, að þessi tollur leggist ofan á kaupverðið fyrir innflytj- andann, en það þýðir i rauninni ekkert annað en að seljendur verða að slá af söluverðinu þvi sem þessu nemur, eða hátt i það, ekki sizt vegna þess hve sam- keppnin á þessum markaði er hörö. Forráðamenn SIF voru sæmi- lega ánægðir með samning þann, er þeir gerðu á Spáni um saltfisk- sölu, en nú mun láta nærri, að veröiö hafi rýrnað um 30%. Ef slá þarf verulega af sölu- verði á saltfiski til Spánar, er ekki séð fyrir, hvaða áhrif það kann að hafa annars staðar. 1 sömu ferð og samiö var á Spáni, sömdu þeir SIF-menn um sölu á 18 þús. tonn- um i Portúgal. Undanfarnar vik- ur hafa stjórnvöld þar verið að gefa yfirlýsingar um að draga mikið úr innflutningi vegna hrið- versnandi efnahags þar i landi, og má allt eins búast viö aö þeir feti i fótspor Spánverja. SIF hefur undanfarna daga birt aðvaranir til saltenda um að verka ekki smáfisk, þvi hann er allt að þvi óseljanlegur, og ekki batnar ástandið i þeim efnum nú. Friðrik Pálsson, skrifstofu- stjóri SIF, sagði i gær, að ekki væri gott að sjá, hve slæmar af- leiðingarnar hækkunin á Spáni heföi, en hann kvað ástandiö vera mjög alvarlegt. Tómas Þorvaldsson, formaður i stjórnar SIF, og Helgi Þórarins- son framkvæmdastjóri eru nú i söluferð i Miðjarðarhafslöndum, þó ekki á Pyreneaskaga. Eru þeir væntanlegir til Islands um næstu helgi. upplýst er, að huldumaðurinn sé varöskipið Týr og sporin i snjón- um séu eftir einn af skipverjun- um!! Eins og menn rekur minni til, voru það skipverjar á bátifrá Fá- skrúðsfirði, sem sáu ljós í Loð- mundarfirði á fimmtudag i fyrri viku, og var það upphaf málsins ásamt frásögnum fólks i Hjalta- staðaþinghá, sem greindi frá feröum manns þar eystra, sem hefði hegðað sér mjög undarlega. Nú er komið upp úr dúrnum, að varðskipið Týr var einmitt statt inni á Loðmundarfirði þennan dag, frá kl. 14 til miðnættis. Á þessu timabili fór stýrimaðurinn i land og gekk um fjörðinn, a.m.k. að Stakkahlíð og Sævarenda. Sporin, sem fundust við Stakka- hiiö, eru því að öllum likindum af hans völdum. Þessar upplýsíngar gefa þó enga fullnægjandi skýringu, þvi að skipstjórinn á Ottó Wathne frá Seyðisfirði sá ljós i firðinum laugardaginn fyrir páska. A þeim tima er ekki vitað um mannaferð- ir i Loðmundarfirði. Að sögn Richards Björgvins- sonar, lögreglumanns á Seyðis- firði, er næsta skrefið i málinu að taka það fólk tali, sem sá ókenni- lega manninn fyrir nokkru. ErTiminn náði tali af Richard i gærkvöldi sagði hann, að á laugardaginn hefðu leitarmenn fariði Húsavik, sem er fjörðurinn fyrir norðan Loðmundarfjörð. — Þar fóru leitarmenn inn i annað húsið af tveimur, sem i firðinum er, en þau eru bæði i ágætuástandi. I húsinu hafði auð- sjáanlega verið legið i rúmi fyrir skömmu, og eins mátti greina, að maður hefði setið við borð og fengið sér kex. Sagði Richard, að leitarmönn- um hefði þótt liklegt, að þessi um- merki væru nýleg. Málið viröist þvi bæði skýrast að nokkru og gerast dularfyllra. 1 sambandi við þetta mál hafa sumið komið með þá tilgátu, að þarna geti einfaldlega verið veiöiþjófur á ferðinni. Austfirðingar telja samt, að þessi timi árs sé mjög erfiður fyrir veiðiþjófa, og þvi óliklegt, að þar eystra hafist við hrein- dýraskytta. 47 klst í næturvinnu á sólarhring! gébé Rvik — Pyngja júgóslavnesku verktakanna fær að kenna A þvi, hve eftirgefanlegir þeir eru viö starfsmenn og aðra, sem fyrir þá vinna við Sigölduvirkjun, sagði Halldór Eyjólfsson eftirlitsmaður við virkjunina I viðtali viö Tfm- ann. — Verkalýösfélögin hafa gengið einum of vakslega fram I lýsingum sinum á ástandinu, sagði Halldór enn- fremur, — margt af þessu eru „heimamál”, sem trúnað- armenn ættu aö vera færir um að leysa. — Margt þaö, sem komið hefur fram i fjölmiðlum und- anfarið, er heldur oröum aukið og sýnir of mikiö aöra hlið málsins, sagði Halldór Eyjólfsson. Þó viðurkenndi Hall- dór, að mörgu væri ábótavant I öryggismálum á vinnu- stað, en sagði, að Júgóslvararnir væru ágætir i daglegum viðskiptum, þótt þeir væru oft seinir til að taka ábending- um. Starfsmenn við virkjunina eru þó ánægðir með fæði, húsnæöi og aðbúnað allan, enda er þarna ágætiskaup og miklar timaskriftir. Eins og kunnugt er hefur Energopro- jekt átt I miklum fjárhagslegum öröugleikum og farið fram úr áætlunum. —- Það er ekkert nýtt hér á landi, að verklegar framkvæmdir dragist saman aö vetrinum til, en venjulega er þetta unnið upp að sumrinu, sagði Hall- dór. —= Þegar útboö i verk sem þetta fer fram, byrjar það á svokölluðu forvali, en þá eru þau fyrirtæki, sem til greina koma, þaulkönnuð, bæði fjárhagur þeirra og verkreynsla, sagði Halldór. — Það er engin ástæða til að vantreysta okkar mönnum, enda er borið fyllsta traust til þeirra manna, sem stóðu að útboðum og vali verktakans. Þetta er ekki timabært, þvi að komandi sumar og næsta ár skera úr um þaö, hvort teljandi tafir verða á verkinu. Þá sagði Halldór, að verkalýðsfélögin hefðu gengið full vasklega fram i að lýsa ástandinu viö Sigöldu, þvi mörg málanna væru „heimamál”, sem trúnaðarmenn starfs- manna ættu að vera færir um aö leysa. 1 þvi sambandi nefndi Halldór tvö dæmi: Tvei- menn vinna viö eina vél, sem er I gangi allan sólarhringh n, og þeir fá hvorki meira né minna en 47 klst. i næturvinnu borgaða, eöa 94 klst. samtals fyrir þá báða. Mennirnir fá tvöfalt kaup daginn eftir, ef þeir vinna án þess að fá átta tima hvild. Hitt dæmið, sem Halldór nefndi, var það, aö sl. fimmtu- dag vann Suöurverk hf. að þvi að flytja sand, og var aðeins rúmt dagsverk eftir, þegar verkalýðsfélögin stöðvuðu vinnuna og neituðu að láta i té mann, sem átti að telja bil- hlössin og sjá um aö þau yrðu látin á réttan staö. Stöövuðu verkalýösfélögin þar með verkið, en ástæðan til þessa, gagnvart Suðurverkí, er ókunn. Biístjórarnir voru m jög ó- ánægðir með að þurfa aö vinna þetta verk nú eftir helgina, en trúnaðarmaðurinn var ekki á staðnum, sem kemur alltof oft fyrir, að sögn Halldórs. — Kuldakastið um og eftir páska dró úr framkvæmd- um, en vonandi fer sumarið að koma, og þá verður unnið af fullum krafti á vöktum allan sólarhringinn fram á næsta haust, sagði Halldór. Nokkrum mönnum er bætt við yfir sumarmánuðina. Þá sagðist Halldór búast viö að þetta yrði siðasti erlendi verktakinn hér á landi, sem tæki að sér meiriháttar fram kvæmdir, en þeir hafa verið þrir til þessa: við Búrfells- virkjun, Straumsvikurhöfn og svo viö Sigöldu. — 1 öllum þessum tilfellum hafa skapazt meiri og minni vandræði. Spurningin er, hvort ekki ætti að virkja Hrauneyjarfoss með Islenzkum vinnukrafti, en undirbúningur fyrir þá virkjun hlýtur að hefjast á komandi sumri, sagði Halldór. Þá sagöi Halldór enn fremur: — Hinum almenna raf- magnsneytanda finnst það undarlegt hjal, þegar verið er að tala um virkjanir hér og þar um landið, litt rannsakaða staði,en forsenda fyrir þvi, að ráðizt var I kostnaðarsama miðlun við Þórisvatn var sú, aö sama vatniö yröi notað I gegnum fjórar stöðvar, er eru ofan frá aö telja: Sigalda, (150 mgw), Hrauneyjarfoss, (165 mgw), Tangafoss (100 mgw) og Búrfell (210 mgw), eöa samtals 625 megawött. Tangafossvirkjun er forsenda fyrir öruggum rekstri Búr- fellsstöðvar. Þessa dýru miðlun, sem viö erum búnir að byggja upp I hálendinu (576 m yfir sjávarmáli), verðum viö að nýta til þess að fjármagniö skili sér, sagði Halldór Eyjólfsson aö lokum, en Halldór hefur unniö við Sigöldu frá byrjun, og auk þess unniö viö rannsóknir að virkjunum siðan árið 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.