Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 17. april 1975. Forystu- menn sjómanna ræða við ráðherra BH—Reykjavik —Viðtókum þá ákvöröun að fresta verk- fallinu um viku i gærkvöldi, þegar ljóst var, að bráða- birgöasamkomuiagið haföi verið fellt, sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjó- mannasa mbandsins i gær, þegar biaðið ræddi við hann. Boðað var til fundar með sáttasemjara þá um kvöldið, og það gerðist svo sem ekk- ert, en þennan frest áiitum við nauðsynlegt að hafa i þeirri von, að unnt yrði að ná samkomulagi á þeim tima. Samningafundur um kjör bátasjómanna er næst boöaður á fimmtudag og um kjör togarasjómanna næst- komandi þriöjudag. Við náðum ekki i sátta- semjara i gær til þess að spyrja hann, hvort ekki bæri enn svo mikið i' milli varð- andi samninga togara- manna, að ástæða væri að halda fund fyrr en á þriðju- dag, en eins og kómið hefur fram i fréttum, virðist svo sem harla skammt eða ekk- ert hafi miðað i samkomu- lagsátt. Forystumenn sjómanna, þeir Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, Tryggvi Helgason, formaður Sjómannafélagsins á Akur- eyri og Hilmar Jónsáon, for- maður Sjómannafélags Reykjavikur, gengu i gær á fund forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra, en af þeim fundi eru þær fregnir einar, að rætt hafi verið um málið á við og dreif, en engar niðurstöður fengizt. Léleg síldveiði í Norðursjó Skdk Friðriks fór í bið BH-Reykjavik — Níunda um- ferö skákmótsins á Kanarieyj- um var tefld i gær. Skák Frið- riks og Anderson fór i bið, og mun staða Friöriks vera lak- ari. Debarnot vann Fern- andez, Tal vann Rodriguez, Bellon vann Pomar og Hort og Petrosjan gerðu jafntefli. Aðr- ar skákir fóru i bið. Úrslit bið- skáka er tefldar voru i gær, urðu þau, að Tatai vann Fern- andez og Cardoso vann Dc- barnot. Staðan i mótinu er nú sú, að Tal er efstur með 6 1/2 vinning, Mecking og Luboje- vic eru í 2. og :t. sæti með 6 vinninga og biðskák hvor. F’riörik er i S. sæti. — sjómenn segja upp og eru tregir til að róða sig gébé Rvik — Heildarloðnumagniö á nýlokinni vcrtið, reyndist vera 5.682 lestum minna en í fyrra, eða 456.125 lestir. Nú undirbúa út- gerðarmenn báta sína og skip til síldveiða i Norðursjó, en þar hefur veiði verið treg undanfarið. Eitt skip, Súlan frá Akureyri, er þegar farið til sildveiða og fleiri fara þegar liða tekur á aprflmán- uð. Sjómenn munu mjög tregir að ráða sig til veiða i Norðursjó og hafa margir þeirra sagt upp á bátunum, sem þeir voru á á loönuvertiöinni. Aflahæstu skipin á loðnuvertið- inni i ár urðu þessi: Sigurður RE 4 með 14.359 lestir, Gisli Arni RE 375 með 13.074 lestir. Börkur NK 122 með 12.808 lestir, Guðmundur RE 29 með 12.562 lestir og Loftur Baldvinsson EA 24 með 10.897 lestir. Alls stunduðu 107 skip loðnuveiðar i ár, en 136 árið 1974. Hæstu löndunarstaðir voru Vest- mannaeyhar með 76.480 lestir, Norglobal með 74.148 lestir og Seyðisfjörður með 34.986 lestir. Timinn ræddi við Pál Guð- mundsson skipstjórá á Guðmundi RE 29. en skipið mun halda á veiðar i Norðursjó um næstu helgi. — Það eru tæplega 4000 tonn, sem vantar upp á kvótann, Skógræktarfélaginu berzt vegleg gjöf NÝLEGA barst Skógræktarfélagi íslands peningagjöf að upphæð sextiu þúsund krónur úr dánarbúi Astfriðar Johnson, Victoria I Brezku Kolumbíu. Astfriður fæddist 16. júni 1895 að Ketils- stöðum i Hjaltastaðaþinghá og var aðeins sex ára gömul þegar hún fluttist vestur um haf með foreldrum sinum, Jóhannesi Jónssyni og ólöfu Jónsdóttur. Fyrst bjó fjölskyldan við Lundar i Manitoba, en siðar að Vogum I sama fylki. Astriður starfaði lengst af sem hjúkrunarkona, fyrst i Winnipeg en siðar i Victoria, en þar lézt hún I marz 1974. Astrlður kom til ís- lands 1968 og kynntist þá mörgu frændfólki sinu, ræktarhug Astriðar til ættlandsins var við- brugðið, sem m.a. kemur frami þessari dánargjöf. 1 þessu sambandi vill Skóg- ræktarfélag Islands geta, aö á hverju ári hefur félaginu borizt fjárstuðningur frá Islendingum vestanhafs. Fé þessu hefur verið safnað með frjálsum framlögum einstaklinga og deilda Þjóðrækn- isfélagsins og hefur þvi verið var- iðtil gróðursetningar trjáplantna I sérstakan reit vestan i hallinu undan Hrafnagjá á Þingvöllum. Milli hinna árlegu þinga Þjóð- ræknisfélagsins starfar sérstök skógræktarnefnd, sem hefur haft forgöngu um fjársöfnun til stuðn- ings islenzkri skógrækt, og er formaður þeirrar nefndar nú dr. Richard Beck, sem hefur unnið að þessu máli af einstakri elju og fómfýsi. Stjórn Skógræktarfélags Is- lands þakkar innilega fyrir þessa dánargjöf og um leið þann stuðn- ing og hlýhug, sem Islendingar Vestanhafs hafa sýnt skógrækt- armálum hér. Starf íslandsdeildar Al ber órangur: Pólitískir fangar í S-Afríku lótnir lausir ÍSLANDSDEILD Amncsty Inter- national hefur verið tilkynnt frá höfuðstöðvum samtakanna i London, að fangelsuð blökkuhjón i Suður-Afriku, sem islenzka deildin hefur verið að leitast við að lijálpa á undanförnum vikum, hafi nú loks verið látin laus. Þau voru handtekin i september siðast liðnum, og hafa siðan setið i strangri gæzlu i Pretoriu, án þess þó að ákæra væri borin fram á hendur þeim, nc að þau væru leidd fyrir rétt. Manninum, að minnsta kosti, var frá öndverðu haldið i algerri einangrun, og var jafnt meinað að liafa samband viö ættingja sina sem lögfræðinga. Nöfn hjónanna, sem eru um þritugt, eru Lindelwe og Brigitte Nabandla. Handtaka þeirra og fangelsun vakti þegar athygli viða um lönd, auk þess sem hin frjálslyndari öfl i heimalandi þeirra reyndu af alefli að leggja þeim lið. Grunurlék ennfremur á, að eiginmaðurinn sætti pynding- um, og leitað var til dómstólanna á staðnum af þvi tilefni, en án árangurs. Lindelwe Nabandla starfaði að verkalýðsmálum þeldökkra, þeg- ar hann var fangelsaður, og er raunar einn af forystumönnum þeirra i Suður-Afriku. Brigitte kona hans starfaði við stofnun i Durban, sem berst gegn kynþáttamisrétti. Þau hjónin urðu skjólstæðingar Islandsdeildar AI nokkru eftir stofnun hennar á si'ðast liðnu ári, oghöfðu félagar hérlendis skrifað nokkur bréf til Suður-Afriku, þar sem háttsettir ráðamenn voru hvattir til þess, i nafni samtak- anna, að hlutast til um að þau hjónin yrðu látin laus, eða að minnsta kosti, að þeim yrði tjáð, hva 5 þau hefðu brotið af sér. A.I. á tslandi mun nú halda áfram að fylgjast með högum þeirra. Það eru höfuðstöðvar Amnestý International i London, sem velja þá fanga, er hinar ýmsu deildir viðsvegar um heim taka siðan að sér að starfa fyrir. Amnesty International er sem kunnugt er stofnað i þeim tilgangi að berjast fyrir vemdun mannréttinda og gegn hverskonar pólitiskri kúgun, hvar sem er I heiminum. Islenzka deildin var stofnuð s.l. haust og telur nú um 150 manns. sem leyfður var til 1. júli. sagði Páll, en veiðisvæðið er að vestan frá linu, sem dregin er Hanst- holm-Lindesnes, að fjórðu gráðu vesturlengdar, en vestan peirrar linu, eru um 3000 tonn eftir af kvóta, sem settur hefur verið þar I fyrsta skipti. Þessi kvóti er svo Htill, að skamman tima tekur að fylla hann. Þá sagði Páll, að á siðastliðnu ári hefði afkoma sjómanna, sem veiðar stunduðu i Norðursjó, ekki verið betri en það, að þeir voru með tryggingu. Þá óttast sjó- menn að meira verði tekið af ó- skiptumafla, en verið hefur, áður en til skipta áhafnarinnar kemur, sem er 36,5% af brúttó afla. — Nú þegar eru tekin 40% af aflanum áður en til skipta kemur, en óttazt er að það verði meira. Þetta munu aðalástæðurnar til þess hve sjómenn eru tregir til að ráöa sig á báta, og hafa þeir sagt upp I mörgum tilfellum. — Loðnu- vertiðin hefur gefið meiri hluta af árstekjum sjómanna undanfarin ár, en sökum lækkandi verðs á loðnu i ár, hafa tekjur þeirra ver- ið um 1/3 minni og stundum meira en það i krónutölu á þessu ári, sagði Páll. Heildarfiskafli fyrstu 3 mán. ársins svipaður og í fyrra gébé Rvik — Samkvæmt afla- fréttum ÆGIS, hefur Fiskifélag Islands gefið út bráðabirgðatölur um fiskafla á timabilinu janú- ar—marz 1975. Heildaraflinn er heldur minni en á siðast liðnu ári, eða 559.047 lestir á móti 565.199 lestum árið 1974. Þorskaflinn hjá bátaflotanum var i ár 72.037 lest- ir, en togaraaflinn 44.476 lestir, samtals 116.513 lestir, sem er miklu betra en á sl. ári, en þá var aflinn 97.950 lestir. Sfldaraflinn 1974 var 154 lestir, en stendur nú á núlli, á sama tima i ár. Þá var rækju- og hörpudisks-f' veiöin heldur betri 1974 en i ár. Áætlunarferðir Smyrils: Tíu sinnum til Aust- urlands í sumar FYRSTA ferð færeyska skipsins Smyrils til tsiands verður 21. júni nk., en hingað kemur skipiö tiu sinnum I sumar, og verður slöasta ferðin 22. ágúst. Við- komustaður Smyrils hér á landi verður annað hvort Seyðisfjörð- ur eöa Reyöarfjöröur. Tveir Færeyingar eru staddir hér á landi til að undirbúa áætl- unarferöir skipsins. Eru það þeir Tomas Arabo, fram- kvæmdastjóri útgerðarfélags- ins Strandfararskip landsins, og Sigurd Simonsen ferðaskrif- stofustjóri. Þeir sögðu á fundi meö blaðamönnum i gær, að góðar vonir stæðu til að áætlun- arferðirnar milli íslands, Fær- eyja og Noregs gæfu góða raun, og að i framtiðinni yrði hægt að halda uppi ferðum fleiri mánuði en áætlað er i sumar, en fyrsta sumariö, sem Smyrill siglir á þessari leið, kemur hann til Is- lands á hverjum laugardegi og hefur aöeins nokkurra klukku- stunda viödvöl, á meðan bilum er skipað i land og aðrir teknir um borð. Eins og sagt hefur verið frá i Timanum, er Smyrill byggður sem bilferja, og er nú verið að breyta skipinu nokkuð og bæta við svefnklefum. Skipið tekur 110 bila og alls um 360 farþega, en þeir geta ekki allir fengið svefnklefa, enda tæpast þörf á þvi, þar sem ferðin milli Austurlands og Færeyja tekur aðeins 15 klukkustundir og ferö- in milli Þórshafnar og Bergen 18 klukkustundir. Þeir sem fara alla leiö milli tslands og Bergen, þurfa þó helzt að hafa svefn- pláss, þvi skipiö stanzar yfir nótt f Þórshöfn i báðum leiðum, en alls eru 200 kojur i skipinu. Þessar ferðir verða einkar þægilegar fyrir þá, sem vilja hafa bila sina meðferðis, og hiólhýsi, fyrir þá sem þau eiga. Simonsen ferðaskrifstofustjóri sagði, að það væri ekkert vandamálfyrir ferðamenn, sem koma til Færeyja, að hafa bila sina meðferðis, 'þvi að sam- göngur milli eyja væru góðar, ýmist brýr eða bllaferjur, og væri þvi hægt að aka um mest allar eyjarnar. Nokkur galli væri það aftur á móti, að hótel- herbergi eru fremur fá og erfitt að fá inni um mesta ferða- mannatimann og yrði þvi að panta slikt meö fyrirvara. Fargjald með Smyrli er rúm- lega 10 þús. kr. fyrir manninn I tveggja manna klefa til Færeyja og rúml. 17 þús. kr. til Bergen. I 6 til 8 manna klefum er far- gjaldiö um 9 þús. kr. til Þórs- hafnar en um 15 þús. kr. til Bergen. Flutningskostnaður fyrir bil er um 3.500 kr. til Þórs- hafnar og um 6.500 kr. til Berg- en. Þessar tölur eiga við um verö fyrir aöra leiðina. Sé svefnpláss ekki þörf, er far- gjaldið talsvert lægra. Um borð I skipinu eru veitingasalir, svo aö þeir sem ekki hafa að- gang að klefa, þurfa ekki að standa á dekki I öllum veðrum. Geta má þess, að frá Færeyj- um er auðvelt að komast með öðrum ferjum til Danmerkur eða Englands, ef vill. Eimskipa- félag Islands hefur umboð fyrir Smyril hér á landi, og annazt ferðaskrifstofan Úrval sölu á farmiöum. Þar eru veittar allar upplýsingar um feröirnar, en aö sjálfsögðu er einnig hægt að kaupa farseðla með Smyrli hjá öörum ferðaskrifstofum. Smyrill er nýlegt skip, og er nú verið að breyta þvi nokkuð, sem fyrr segir, áöur en áætlun- arferðirnar hefjast. Kaupverð þess er 26 millj. d. kr., og breyt- ingarnar kosta um 3 millj. d.kr. Árni einleikari Ashkenazy stjórnar Fjórtándu reglulegir tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands verða haldnir fimmtudaginn 17. april I Háskólabiói kl. 20:30. Stjórnandi er Vladimir Ashkenazy og einleikari Arni Egilsson kontrabassaleikari. Eftirtalin verk verða flutt: Þættir úr Rómeo og Júliu eftir Prokofieff, „Niður”, nýtt verk fyrir bassafiölu og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- björnsson, og Sinfónia nr. 4 eftir Tsjaikovsky. Myndina tók G.E. á æfingu í Háskólabiói á miðvikudaginn. Frá vinstri er Vladimir Ashkenazy, Guöný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari og Arni Egilsson kontrabassaleikari. Stakk sig hnífi Gsal-Reykjavik — Síðdegis I gær stakk maöur sig með hnifi I kviðinn inni I verzlun I miöborginni, og var skurður- inn alldjúpur. Maðurinn var þegar fluttur á slysadeild Borgarspitalans, og I gær- kvöldi var hann talinn úr allri Iifshættu. Tildrög þessa atburðar eru ekki ljós, en i umræddri verzlun vinnur fyrrverandi eiginkona mannsins, og er taliö, að hann hafi ætlað að hræða hana með verknaðin- um. Maðurinn er einn af „góð- kunningjum” lögreglunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.