Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. april 1975. TÍMINN 5 Nýting dveitu- og flæðiengja landsins Nýlega flutti Þdrarinn Sigurjdnsson alþm. athyglis- veröa þingsályktunartillögu um athugun á þvi, hvort ekki sé unnt og timabært að nýta betur en nú er gert áveitu- og flæðiengi landsins til fdður- framleiðslu, en áveitu- og flæðiengin eru ekki nýtt nema að litlu ieyti hérlendis. i framsöguræðu með tillögu sinni sagði Þórarinn m.a.: „Vitað er, að allt fram að árinu 1932 var meirihluti heyöflunar iandsmanna tekinn af ó- ræktuðu landi, og sennilega að stærstum hluta á engjalöndum. Fyrstu heyöflunarskýrslur, sem ég veit um, eru frá árinu 1882, og var þá engjaheyið 2/3 hlutar heymagnsins. Árið 1932 er það orðið rúmiega helmingur af heymagninu, sem afiað er á landinu, en 40 árum seinna, eða árið 1972, er það ekki nema 0,5% af heyskapnum. Hefur þvi stöðugt dregið úr fdðuröflun af engjalöndum, og þá sérstaklega eftir að tilbú- inn áburður kom á markaðinn og stórvirkar vélar og tæki voru tekin i þágu ræktunar og heyöflunar. Nú, þegar við ráð- um yfir stöðugt betri og meiri vélakosti til þess að nýta engjaiöndin, og tilbúinn á- burður hefur farið stöðugt hækkandi I verði, og aldrei meira en nú, er fyllilega á- stæða til að sú athugun fari fram, sem hér er lagt til, með flutningi þessarar þingsálykt- unartillögu. Svo og vegna þess, að ekki hefur farið fram, svo ég viti, gagngerð athugun á þvi, hvort þessar harðgerðu fdðurjurtir séu ekki sam- keppnisfærar við aðra fóður- framleiðslu, með þeirri tækni, sem við ráðum nú yfir. Vísindalegar dveitutilraunir Jafnframt þvi, að gerð væri athugun á efnainnihaidi fdðurs af engjalöndum, væri æski- legt, að fram færi athugun á þvi, hvort raunhæft væri að nota einhverja tegund af til- búnum áburði til þess að auka uppskeruna, t.d. með því að blanda honum I áveituvatn eða dreifa honum á annan hátt. Telja má vist, að áveitur séu elztu jarðræktarfram- kvæmdir sem þekktar eru, eða svo hefur verið talið. Hér á landi munu^veitur hafa verið stundaðar siðan á landnáms- öld, og þá aðallega til frjóvg- unar, þdtt eitthvað hafi þær verið notaðar til vökvunar. Ekki er mér kunnugt um, að hér á landi hafi farið fram vis- indalegar áveitutilraunir. Má 0 Indriði G. „Hvað þvi viðkemur að ég hafi notað í bókinni orð og orðastef, sem Tómas á að hafa viðhaft i réttar prófum, þá hef ég ekki gert það, enda tel ég, að mál Tómasar hafi tekið mörg ár, og tímafrekt hefði verið fyrir mig að leita uppi og fara i gegnum þau réttar- skjöl,” sagði Indriði G. Þorsteins- son. „Hins vegar getur verið, að munnlegar geymdir, sem fljóta manna á milli, komi fram i skáld- sögunni. Ég tel mig ekki hafa farið út fyrir nein þau mörk, sem prentfrelsislög heimila. Ef svo færi, þá þyrfti vist að segja lögbann á helftina af skáldsögum, sem gefnar hafa verið Ut á íslandi.” það þd merkilegt heita, þar sem þjóðin hefur varið miklu fé I áveitufyrirtæki á liðnum árum. En þrátt fyrir vankunn- áttu okkar um hagnýtingu á- veituvatna, hafa áveitur þó um aidirnar verið hinar traustustu stoðir landbúnað- arins, þar sem þær hafa verið notaðar. Mest hefur verið veitt á mýrarlönd og flóa, og hefur uppskeram jafnan stóraukizt við áveiturnar, og mun al- gengast, að fengizt hafa 10—30 hestburðir af hektara, en þó I sumum tilfellum meira. Flóadveitan Fyrstu áveiturnar munu hafa verið einstaklingsfyrir- tæki, og mun áhugi manna hafa verið meiri á áveitufram- kvæmdum en túnrækt allt fram á 20. öld, og hafa áveitur tiðkazt um allt land meira og minna. Stærsta áveita lands- ins var Flóaáveitan, en á henni var byrjaö 1922, og var veitt á Flóann i fyrsta sinn 1927. Var hún þá talin stærsta áveitan i Evrópu, norðan Alpafjalla. Lengd skurða I Flóaáveitunni mun hafa verið um 300 km. Flóðgarðar voru um 800 km, og ábúendur, sem bjuggu við þetta áveitusvæði, voruum 200. Áveitan á Flóann jók uppskeruna mjög mikið, og varð til þess að búskapur- inn tók miklum framförum. Gróðurfarið tók miklum breytingum. Mýrarstörin og gulstörin voru algengastar, og reyndust að flestra dómi gott fóður og ódýrt, þangað til þurrkun mýranna og tilbúinn áburður kom til sögunnar. Eftir það hefur stöðugt dregið úr nýtingu áveitunnar. Upp- skeran á áveitusvæðinu varð árvissari, og höfðu vetrar- hörkur og vorkuldar litil áhrif á uppskeruna. Nú er Flóaá- veitan lítið sem ekkert notuð til áveitu, en skurðakerfið meira og minna notað til framræslu. t ölfusi mun þó ennþá vera heyjað i flestum árum eitthvað á engjum, sem veitt hefur verið á, og eflaust viða um landið. Tel ég, að sjálfsagt sé, að nú þegar verði undirbúin sem vlðtækust at- hugun á þessari fóðuröflunar- leið, svo að úr þvl fáist skoriö, hvort æskilegt sé að auka aft- ur þessa fóðurframleiðslu.” Mól, sem skoða þarf gaumgæfilega Tillaga Þórarins Sigurjóns- sonar er athyglisverö. Við lif- um i harðbýlu landi, og stund- um hefur veöráttan valdið okkur miklum erfiðleikum, svo að þjóðin og búpeningur landsmanna hafa goldið veru- legt afhroð, þegar verst hefur gengið, en trúlega hafa á- veitur og fiæðiengi alltaf stutt llf dýra og manna. Þess vegna ber að skoða þennan þátt gaumgæfilega með tilliti til framtiðarinnar. —a.þ. Þaö er auðvitaö allur gangur j á því, en hvort þaö er satt eöa ósatt sem þú sérö í sjón- - / Skipholti 19 sími 23800 Klapparstíg 26 sími 19800 B ú Ð I N Sólheimum 35 sími 21999

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.