Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 17. aprll 1975. Jónas Guðmundsson: Nú er rétt að hækka sólskinið á Spáni til jafns við fiskinn ÞAÐ á ekki af þessum heimi að ganga þessa dagana, þessi árin. Ný og ný tiðindi berast og dapurleg upp til hópa; nauðsynjar og munað- ur hækka, en vinna og afurðir lækka. Olían hefur hækkaö fimm sinnum, og ódýra raforkan lika, vegna samstöðu i OPEC, og núna seinast hafa Spánverjar lækkað fyrir okkur verð á salt- fiski — einu afurð þjóðarinnar, sem haldizt hafði í verði. Rétt i þann mund er vetrar- vertið er að ljúka og menn eru búnir að salta þúsundir tonna af vænum, drifhvitum vertiðar- þorski, þá dynur ógæfan yfir: Spánverjar fjórfalda innflutn- ingstolla á saltfiski. Verðtollur á saltfiski hækkar svo á Spáni úr 1% i 7, eða fimmfaldast. Að sögn er hér um að ræða 25—30 prósent innflutningstoll, sem mun nema um það bil 400 milljónum króna. Mjög kænlega er að þessu fariö suður á Spáni, þvi þetta dynur yfir i lok vetrarvertiðar, þegar búið er að semja um sölu á 6000 tonnum af blautverkuð- um fiski þangað. A siðasta ári nam heildarútflutningurinn á blautverkuðum fiski frá Islandi 5,4 milljörðum króna, og má ætla, að af þvi magni hafi um 25% farið til Spánar, eða fyrir um það bil 1.4 milljarða. Ef aðr- ar þjóðir, sem kaupa saltfisk, feta i fótspor Spánverja, sem liklegt má teljast, skaðar þetta rikisbúskapinn og sjávarútveg- inn um hálfan annan milljarð króna, að þvi er bezt verður séð. Minna munar nú um. Þótt Spánverjar hafi selt okk- ur ódýra togara, sem legið hafa i þanghafinu vikum og mánuð- um saman út af havarium, sem stafa af smiðasvindli, höfum við verið seinþreyttir til vandræða. Þúsundir islenzkra ferðamanna kaupa þjónustu og varning I sól- arferðum til Spánar og spænskra eyja árlega, en er nú ekki mælirinn fullur? Verðum við ekki lika að hækka sólskinið á Spáni um viðlika upphæð? Nú fer aðalvertiðin brátt i gang i ferðaiðnaðinum. Hvers vegna setjum við nú ekki 25—30% gjöld á Spánarferðir, hækkum sólina I verði til þess að jafna muninn. Þessa peninga gæti útgerðin fengið, eða menn gætu bara reynt að ferðast eitthvað annað. Við lifum i nýjum heimi, þar sem menn verða að bera hönd fyrir höfuð sér. Við verðum nú að ræða þetta tollamál við Spán- verja hið fyrsta, og ef ekki fæst leiðrétting á tollamálinu, þá ber aö setja samskonar hömlur á sólskinið suður á Spáni og nú hafa verið settar á fiskinn. Spánarferð, sem nú kostar 100.000 krónur, kostar þá 130.000, og framleiðsluatvinnu- vegimir fengju mismuninn. Það er varla nema sanngjarnt. Sýr í ískönnunarflugi gébé Rvik — TF-Sýr, flugvél Landhelgisgæzlunnar, fór sl. mánudag i iskönnunarflug fyrir Vestur- og Norðurlandi. Athugað var svæðið frá 26° V að 16° V. Við þessa athugun kom i ljós, að meginisröndin var um það bil 65 sjómilur frá Deild, 50 sjóm. frá Horni, 65 sjóm. frá Grímsey og 85 sjóm. frá Melrakka- sléttu. Fyrir sunnan meginisröndina voru dreiföir jakar og isspangir frá 5-25 sjómflur. Meðfyigjandi kort frá Landhelgisgæzlunni sýnir svo isinn. Vaka eða víma Félagslíf og bindindis- semi Við höfum trúað þvi, að ýmis konar félagsstörf væru vörn gegn áfengisástríðu. Við vitum að leiðindi og tómleiki leiðir oft til drykkjuskapar. Þvi héldum við að hin andlega fullnæging sem fylgir iþróttum, sporti og félagslifi almennt væri vörn gegn drykkjuskap. Þvi kemur það mörgum á óvart þegar athugun á drykkju- skap og drykkjuvenjum unga fólksins með frændþjóð okkar leiðir annað i ljós. En allt á sina skýringu. Við vitum að hestamennska og það útilif, sem henni hlýtur að fylgja er heilsusamlegt sport, bæði andlega og likamlega. Þó fer þvi fjarri að allir hestamenn séu bindindismenn. Hitt höfum við lesið i blöðum að til væri hestamannafélag, sem nánast væri drykkjuklúbbur, svo að oft færi fegurðin af þvi sporti sem þeirfélagar iðkuðu. Þetta hefur kannske verið einsdæmi. Engan dóm kann ég að kveða upp um hestamenn almennt i þessum efnum. En þetta er nefnt hér til að benda á þá staðreynd, að sé sportið eða tómstundastarfið samofið drykkjutizku er það engin hjálp til bindindis eða hóf- semi. Félög og félagsstarf l verður ekki jákvætt i sambandi 7 við áfengismál nema þar riki sá \ andi, sem er gagnstæður áfeng- ( isnautn. Sé félagsandinn sá, að sálfsagt sé að neyta áfengis á hverju skemmtimóti, verður árangurinn sé að félögin verða hættuleg útbreiðslutæki drykkjuskapar og þeirrar ógæfu sem af honum leiðir. Þar breyt- ir það engu þó að félögin séu fyrst og fremst ætluð til að stunda eitthvað jákvætt og hollt svo sem iþróttir, hestamennsku eða annað útilif. Nú liggja fyrir skýrslur um þá reynslu i Noregi að þátttaka unglinga i sumum félögum, sem kölluð eru æskulýðsfélög og ætl- uð til menningarauka leiðir þá út á drykkjuskaparbraut. Svona 1 er þetta ef félögin ætla að vera hlutlaus og „ofstækislaus” og treysta að það komi af sjálfu sér að áfengið verði algert aukaat- riði en skemmtanalif þeirra mótast af drykkjutizku. Þó að engar rannsóknir eða skýrslur 7 séu til um þetta hér á landi er eflaust óhætt að treysta þvi að sömu lögmál gildi hér og þar. Æskan verður ekki bindindis- söm nema hún taki sjálf afstöðu til áfengis og áfengismála. Hér duga engar tilviljanir eða hálf- leikur. Æskan verður ekki bindindis- sinnuð fyrir einhverja tilviljun. Hlutleysi og hálfvelgja gerir ekki ungu kynslóðina bindindis- sama. Ábyrgðartilfinning og félagsþroski leiðir hins vegar til hugsunar um mannfélagsböl og hvetur til að taka afstööu til þess. — H.Kr. Fjársöfnun til hjálpar- starfsins í Indókína gébé Rvik — Endurteknar hjálp- arbeiðnir hafa borizt Rauða krossi islands og Hjálparstofnun kirkjunnar frá þeim aðilum, sem þessar stofnanir hafa samstarf við f Indókina. Rauði kross is- lands er i nánu sambandi við Alþjóða rauða krossinn, og Hjálparstofnun kirkjunnar er i beinu sambandi við Alkirkjuráð- ið,en báðar hafa þessar stofnanir aðsetur I Genf. Sofnun til hjálparstarfsins i Vietnam og Kambódiu er nú i gangi um allt land, og standa Hjálparstofnunin og Rauði kross- inn sameiginlega að auglýsingum þar að lútandi. Siðan munu þessir aðilar senda allt það fé, sem berst i söfnunina, óskipt til hjálpar- starfsins, hvor aðili til þeirra hjálparverkefna, sem unnið er að á hverjum tima af samstarfsaðil- um þeirra. Alkirkjuráðið og alþjóðaráð Rauða krossins hafa starfsfólk á öllum þeim svæðum, sem um ræðir. Þvi má treysta, að fullt eftirlit verður haft með þvi fjár- magni eða vörum, sem héðan kynnu að verða sendar. Sams konar safnanir eru nú hafnar eðá eru i undirbúningi um allan heim. Hjálparstofnunin og Rauði krossinn skora á íslendinga að leggja fram sinn skerf ilndókina- söfnunina, og munu þessir tveir aöilar gera sitt itrasta til að féð komi að sem beztu haldi og renni til hjálpar, þar sem þörfin er mest. Tekið er á móti framlögum á giróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar nr. 20002, og glróreikning Rauða krossins nr. 900002, i pósthúsum, bönkum og sparisjoðum, og einnig á skrif- stofum Rauða krossins, Nóatúni 21 og öldugötu 4, og skrifstofu Hjálparstofnunarinnar að Klapp- arstig 27. Buxtehude-tónleikar í Selfosskirkju Sunnudaginn 20. april kl. 16 mun Kirkjukór Selfoss, ásamt Kammerhljómsveit, Sigriði E. Magnúsdóttur söngkonu og Árna Arinbjarnarsyni orgel- leikara halda Buxtehude-hljóm- leika i Selfosskirkju. Á efnis- skránni eru eingöngu verk eftir Dietrich Buxtehude. Kórinn syngur tvær kantötur, Allt, sem gjörið þér og Eins bið ég þig, ó Guð — fyrir kór, einsöngvara, hljómsveit og continuo. Kantöt- urnar eru báðar sungnar á is- lenzku, ritningartextar og sálm- ar hafa verið felldir að lögun- um, en flesta textana hefur Öli Ágústsson frumort. Árni Arin- bjarnarson leikur og einleik á orgelið verk eftir Buxtehude, en Arni er jafnframt fiðluleikari i Kammerhljómsveitinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.