Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 20
* 1 ........................' Fimmtudagur 17. april 1975. - FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 8S694 & 85295 fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS . Óðum dregur að leikslokum í Kambódíu: Kambódíustjórn býðst til að afsala sér völdum í hendur skæruliða Pochentong-flugvöllur og ndgrenni algerlega á valdi hinna rauðu „khmera" NTB/Reuter—Phnom Penh/Tók- ió/Genf/Bangkok/Hong Kong. — Japanska fréttastofan „Kyodo” skýrði svo frá siðdegis i gær, að skæruliðar hinna rauðu „kh- mera” hefðu náð á sitt vald Poch- entong-fhigvelli, sem er aðalflug- völlur Phnom Penh. bá tilkynnti ráð Alþjóða Rauða krossins i gær, að Kambódiustjórn væri nú að reyna að koma á vopnahléi með þeim skiknálum, að hún afsalaði Reuter—Moskvu — Tilkynnt var i Moskvu i gær, að Alexander N. Shelepin, feiðtogi sovézka verka- sér öllum völdum i hendur skæru- liða. Það er nú ljóst, að fall Kambód- iustjórnar er skammt undan. í gær fór stjórnin þess á leit við ráð Rauða krossins i Genf, að það hefði milligöngu um að koma á friði i Kambódiu. Jafnframt lýsti hún sig reiðubúna til að afsala sér öllum völdum i hendur hinna rauðu „khmera”. Talsmaður kambódiska sendi- lýðssamhandsins, hefði horfið úr flokksráði s'óvézka kommúnista- flokksins. Taliö er vist, að með ráðsins i Bangkok, höfuðborg Thailands, staðfesti i gær, að Kambódiustjórn væri að reyna að binda enda á striðið i landinu, en gat ekkert sagt um þá frétt, að stjórnin hefði boðizt til að afsala völdum i hendur skæruliða. Tals- maðurinn kvað stjórnina hafa komið saman til fundar i gær- kvöldi, en ekki var ljóst, hvað komið hefði út úr þeim fundi. Sem fyrr sagði tóku skæruliðar þessu sé stjórnmálaferill Shele- pins á enda — mannsins, sem eitt sinn var álitinn liklegastur arf- taki Leoníd Bresjnefs, aðalritara kommúnistaflokksins. Shelepin — sem er „aðeins” 57 ára að aldri — var yngstur þeirra, er sátu i flokksráðinu, en hann var kjörinn i ráðið eftir fall Nikita Krúsjeffs, árið 1964. Shelepin hafði áður gegnt ýmsum valda- stöðum innan sovézka kommún- istaflokksins, m.a. verið yfirmað- ur leyniþjónustunnar KGB um árabil. 1 tilkynningu var tekið fram, að Shelepin hefði horfið úr flokks- ráðinu að eigin ósk. Fréttaskýr- endur i Moskvu eiga þó erfitt með að trúa þvi, t.d var opinberlega skýrt frá á sinum tima, að Krus- jeff hefði lagt niður völd að eigin ósk, en siðar kom i ljós, að brott- vikning hans var liður i valda- baráttu innan múra Kremlar. Fréttaskýrendur velta nú mjög fyrir sér, hvers vegna Shelepin hafi verið vikið úr flokksráðinu. Ein skýringin er sú, að sovézkum leiðtogum, sem að undanförnu hafa stefnt að nánari samvinnu við verkalýðsleiðtoga vestan járntjalds, hafi fundizt Shelepin — fyrrum yfirmaður KGB — óheppilegur sem fremsti verka- lýðsleiðtogi Sovétrikjanna. önnur er á þá leið, að Shelepin hafi snú- izt gegn þeirri stefnu Bresjnefs að bæta sambúð austurs og vesturs. Pochentong-flugvöll með áhlaupi i gær. Þeir lögðu að sögn eld i fjölda mannvirkja stjórnarhers- ins, þ.á.m. flugvélar, og strá- felldu þá stjórnarhermenn, er voru til varnar á vellinum. Flugvöllurinn og næsta ná- grenni er nú algerlega á valdi skæruliða. Þaðan sækja þeir að Phnom Penh, og óstaðfestar fréttir hermdu i gærkvöldi, að bærinn Tuol Kork, sem er aðeins i tveggja kilómetra fjarlægð frá höfuðborginni, væri i þann veginn að falla þeim i hendur. Þá teygðu eldtungur sig til him- ins frá einni af bækistöðvum stjórnarhersins á bökkum Mekong-fljóts. Herstöð þessi er sömuleiðis i tveggja kilómetra fjarlægð frá Phnom Penh, og var i gærkvöldi búizt við, að skæru- liðar legðu hana undir sig þá og þegar. Vopnahlé í Beirut Reuter-Beirut. Leiðtogar „fal- angista” og palestinskra skæruliöa lýstu þvi yfir I gær- kvöldi, að þeir hefðu oröiö á- sáttir um að gera hlé á átökum þeim, er staðið hafa I fjóra daga og kostað a.m.k. 110 manns lifiö. Rashid Al-Solh forsætisráð- herra hélt útvarpsræðu I gær og skýrði svo frá, að vopnahlé hefði verið gert. Engu að siöur mátti enn heyra skothvelli I úthverfum Beirut síðdegis I gær. Shelepin. Myndin er tekin fyrir skömmu — meðan á Bretlandsheim- sókn hans stóð. Stjórn Wilsons d enn í vök að verjast: Verkalýðsleiðtogar og vinstrisinnar ráðast gegn fjár- lagafrumvarpinu Reuter—London — öflugustu verkalýðssambönd Bretlands og vinstrisinnar innan Verkamanna- flokksins réðust I gær harðiega gegn fjárlagafrumvarpi þvl, er brezka stjórnin lagði fram i fyrradag. Meginefni frumvarps- ins eru auknar álögur og niður- skurður rikisútgjalda. Verkalýðsleiðtogar hafa sakað Denis Healey fjármálaráðherra um að hafa lagt fram fjárlaga- frumvarp i anda auðvaldsins, en búizt er við, að framfærslukostn- aður aukist verulega vegna auk- inna álaga. Sumir leiðtoganna, hafa gefið i skyn, að verkalýðs- hreyfingin hljóti að krefjast veru- legrar kauphækkunar vegna þess ama. Engu að siður virðast þing- menn Verkamannaflokksins — hvort sem þeir standa yzt til hægri eða vinstri i flokknum —ætla sér að stuðla að framgangi frumvarpsins á þingi. Og málgögn ihaldsmanna hafa hrós- að-Healey fyrir hugrekki hans. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, að verðlag á svokölluðum munaðarvarningi — svo sem raf- tækjum og viðtækjum, skartgrip- um og tizkufatnaði, áfengi og tó- baki — hækki verulega. Verð- hækkunin á að taka gildi 1. mai n.k., svo að enn er nokkur timi til stefnu, enda hefur almenningur brugðið skjótt við — i gær voru flestar verzlanir i London yfir- fullar og fólk keypti nánast allt, Eru miklar breytingar á æðstu stjórn Sovétríkjanna í aðsigi? Shelepin vikið úr flokks- ráði kommúnistaflokksins London 26 29 22 27 Skipuleggjum ferðlr fyrii Férðamiðstöðin hf. ein . f f *. AðalstrsBtÍ 9 Srmar 11255 og 12940 Utn altan heim Apríl Maí September * r r Juni Agúst j Bemdorm — og V fl fi London — 15 d. Spá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.