Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 17. april 1975. því, að hún tókst þessa ferð á hendur. Daginn eftir sendi hún Sögu símskeyti og lét hana vita, að hún væri komin heilu og höldnu til Vesturbæjar. I sömu ferðinni kom hún í póst bréf i til Gretu, í því var myndin af Gústaf. Haustið leiðóðfluga, laufið bliknaði og dagarnir stytt- ust. Katrín átti fullt í fangi með að bjarga sér, þegar veður tóku að spillast, stormarnir herjuðu og regnið buldi á klöppunum, svo að þær urðu sleipar og viðsjálar völtum fótum. Svo fékk hún gigt í skrokkinn og varð a hírast meginhluta sólarhringsins í rúminu. Dætur Lydíu komu iðulega hláupandi til þess að vita, hvernig henni liði og hlynna að henni. Þær þrábáðu hana að gera boð eftir Sögu. ,,Þú verður að f lytja til Maríuhafnar, Katrín. Þú getur ekki verið hér ein í vetur", sögðu þær. En Katrín sat við sinn keip, og Lydia bað dætur sínar að þreyta hana ekki með þessari rekistefnu. ,,Katrín fer héðan aldrei", sagði hún. Þær mæðgurnar útveguðu Katrínu brenni og kveiktu upp í eldavélinni á morgnana, því að haustvindarnir urðu kaldari og áleitnari með hverjum degi. ,,Nú er hætt að loga og komin góð glóð", sagði ein af dætrum Lydíu við Katrínu eitt nistingskalt haustkvöldið. „Ég skrepp hingað út seinna í kvöld og sný spjaldinu". „Þakka þér fyrir, barnið mitt", tuldraði gamla konan. „En þú þarft ekki að koma aftur. Þú hefur við nóg að snúast heima. Ég bjarga mér sjálf. Ég reyni sjálf að snúa spjaidinu". ,, En ertu viss um að þú getir það, Katrín?" „Já-já. Farðu nú heim, barnið mitt. Ég bjarga mér sjálf. Guð blessi þig, barnið mitt". Telpan bauð góða nótt og fór, og Katrín varð ein eftir. Það var hrollkalt inni, þrátt fyrir glóðina í eldavélinni, og vindurinn gnauðaði ömurlega í reykháfnum. Það er bezt, að ég setji spjaldið fyrir, hugsaði gamla konan og skreiddist með erfiðismunum fram úr rúminu og staulaðist að eldavélinni. Hún tók í spjaldkeðjuna, togaði rösklega í hana, lokaði eldhólfinu vandlega og lagðist siðan fyrir. Hún hnipraði sig saman undir ábreiðunni til þess að njóta ylsins sem bezt. Það seig á hana mók, en svo vaknaði hún aftur við einhverja undarlega tilfinn- ingu. Hana sárverkjaði í höf uðið, og þegar hún ætlaði að rísa upp við olnboga, snerist allt f yrir augunum á henni. Hún hneig út af. Henni hafði f undizt vera reykjarstybba inni, en það gat varla verið, það hlaut að súga nóg utan með gömlu og slitnu spjaldinu. Það seig aftur á hana mók, og nú dreymdi hana hina Ijúfustu drauma. Það var sumar, hásumar, kornuppskerumánuðurinn, og sólin skein í heiði. Unaðsf ögur sveit blasti við sýn, það var í senn bæði Álandseyjar og Austurbotnar. Hamingju samt, syngjandi fólk stóð á akri og skar korn og skrýfði. Það dansaði með bundinin í fanginu, og það voru blóm í hárinu á stúlkunum. Lítil börn léku sér í brekku við stórt tré, greinar trésins svignuðu undan þunga stærri og feg- urri epla en nokkurt mannlegt auga hefur litið. Silfur- tærir lækir liðuðust milli blómaskrýddra bakka, og fugl- ar kliðuðu í skógi. Og nú bar Katrín kennsl á fólkið. Þarna var faðir hennar. Hann hélt á vænu rúgbundini, sem hann vó í hendi sér, og hafði stungið upp í sig bleik- gullnu hálmstrái, og það glitraði á það í gráu skeggi hans. Katrín brosti, gamli maðurinn var eins og nægju- semin sjálf, íklædd holdi og blóði. Og hún þekkti þarna marga aðra, bæði Álendinga og Austurbotnafólk. Var ekki Sandra litla þarna á hlaupum meðal barnanna? Bláu augun tindruðu af gleði. Nú litu allir upp og störðu veifandi og hlæjandi niður yfir akurinn. Neðan sjávargötuna kom hópur ungra manna. Það voru áreiðanlega sjómenn. Þeir kölluðu glaðlega til fólksins á akrinum og byrjuðu að syngja f jörugan sjómannasöng. Katrin þekkti suma í hópnum — já, flesta. Uss, hafiðekki hátt! Varekki Elríkur þarna — og hló svo sekin í fallegu tennurnar hans? og Gústaf gekk við hliðina á bróður sínum og hélt handleggjunum um hálsinn á honum. Svo sungu þeir og hopppuðu eftir hljóðfallinu. Já, hér var söngur í lofti. Geimurinn ómaði af himneskum söng, sem bergmálaði í allra hugum, og lyfti þeim á vængjum sínum til hæstu hæða. Katrín fann, að hún elskaði alla, alla, og hana langaði til þess að þrýsta þeim að hjarta sínu, án þess að gera sér nokkurn mannamun. En nú beindist hugur hennar að öðru. Lítið skip sigldi þöndum seglum inn víkina. Það glampaði á stefnið eins og gull, og seglin voru drifhvít að sjá í sól- skininu. Oldurnar freyddu við kinnungana eins og glitr- andi silfur. Hár og gervilegur maður stóð við stjórnvöl- inn. Katrín flýtti sér til strandar. Nú kom Jóhann sigl- andi, nú var biðin á enda, nú var allt f ullkomnað. Sögulok FIMMTUDAGUR 17. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (15). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Þórhall Hálfdánarson starfsmann rannsóknar- nefndar sjóslysa. Popp kl. 11.00: Gisli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Viðlegan á Felli”. Eirikur Sigurðsson rithöfundur talar um Hall- grim Jónsson skólastjóra og barnabækur hans. 15.00 Miðdegistónleikar. Ger- vase de Peyer og Daniel Barenboim leika Sónötu i Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Brahms / Elisabeth Schwarzkopf syngur lög eft- ir Richard Strauss, hljóm- sveit Berlinarútvarpsins leikur með George Szell stjórnar / Paul Lukacs og Ungverska rikishljómsveit- in leika Konsert fyrir lág- fiðlu og hljómsveit eftir Bartók, Janos Ferencsik stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Ágústa Björnsdóttir stjórnar. Vorið kemur: Frásagnir og ljóð. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Leikrit: „Óli plukkari” eftir Inge Jobansson. Áður útvarpað 1962. Þýðandi: Þorsteinn O. Stephensen. Leikstjóri: Indriði Waage. Persónur og leikendur: Óli skósmiður, Gestur Pálsson. Selma, kona hans, Arndis Bjömsdóttir. Britta, dóttir þeirra, Helga Bachmann. Klara, grannkona, Nina Sveinsdóttir. Jón granni, Jóhann Pálsson. Frits bila- sali, Helgi Skúlason. Larson þingmaður, Jón Aðils. 20.30 Orkumál og stóriðja. Páll Heiðar Jónsson stjórn- ar umræðuþætti i útvarps- sal. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason. Höfundur les (6). 22.35 Létt músik á siðkvöidi.a. Leo Ferre, Julietti Greco og Felix Leclerc syngja frönsk lög. b. Joshua Rifkin leikur lög eftir Scott Joplin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrálok. SJÁIST með endurskini

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.