Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. april 1975. TÍMINN 3 FLUGLEIÐIR LOFUÐU AÐ LEIÐ- RÉTTA MÁL FLUGSTJÓRANNA SEAA LÆKKAÐIR HÖFÐU VERIÐ í TIGN BH-Reykjavik Eftir að flug- verkfall hafði staðið frá miðnætti aðfaranótt miðvikudags til há- degis, hófst flug að nýju og aflýst var verkfallinu, samkvæmt sam- komulagi, sem bæði flugmenn og flugfélögin staðfestu. Akveðið var i nótt að halda áfram viðræðum um kjör flugmanna, en meginá- stæða þess, að verkfallinu var af- lýst var þó sú, að flugstjórum þeim, sem lækkaðir höfðu verið i tign og þar með í kaupi, þegar Loftleiðir fækkuðu vélum sinum um áramótin, var heitið verulegri leiðréttingu vegna kaupmissisins. Sem kunnugt er var vélum Loftleiða fækkað um eina umára- - mótin végna örðugleika sem steðjað hafa að flugreksti og nokkrum flugmönnum sagt upp. Þetta bitnaði fyrst og fremst á þeim, sem unnið höfðu skemmstan tima hjá félaginu, en leiddi til þess, að nokkrir menn — sjö alls — sem áður höfðu verið flugstjórar voru gerðir að flug- mönnum og lækkuðu þar með i Indriði skrifar Þjóðhó- tíðarsögu Forsætisráðuneytið hefur nú skrifað Indriða G. Þorsteins- syni, rithöfundi, og fyrrver- andi fra m kvæmdastjóra Þjóðhátiðarnefndar, bréf með tilboði um, að hann riti sögu Þjóðhátiðarinnar á sfðasta ári. Þjóðhátlðarnefnd 1974, ályktaði á sinum tima, að mjög væri æskiiegt, að Þjóðhátiðarsaga yrði skrifuð og óskaði eindregið eftir þvl, að Indriði G. Þorsteinsson yrði fenginn til verksins. Forsætisráðuneytið hefur nú ákveðið að framkvæma þessa ályktun nefndarinnar, og verður gengið frá samningum þar um á næstu dögum. Heimili handa van- gefnum stúlkum SJ-Reykjavík. 1 haust tekur væntanlega til starfa á veguni Styrktarfélags vangefinna heimili fyrir 4-5 stúlkur hér i Reykjavik, Þetta er hugsað sem tilraunastarfsemi, og i ráði er að stofna stærri heimiii fyrir vangefið fólk og þá sennilega festa kaup á ibúðarhúsi i því skyni. Stúlkurnar, sem á heimilinu verða, eiga ekki athvarf hjá fjölskyldum sin- um, sumar þeirra eru for- eldralausar, og þær geta ekki búið sér heimili einar og óstuddar. Stúlkurnar munu ýmist vinna úti á daginn eða vera á dag- og vinnu- heimilinu i Bjarkarási. Þessar stúlkur, eins og fleiri vangefnir hér á landi, hafa ekki þörf fyrir hælisvist, en þarfnast stuðnings til að geta lifað sinu eigin lifi. Einn starfsmaður verðúr á heimili vangefnu stúlknanna, e.k. húsmóðir, sem verður þeim til halds og trausts. kaupi, þegar liðinn var sá þriggja mánaða frestur, sem samningar kváðu á um. Þessir menn fá nú verulega uppbótog það loforð varð til þess, að aflýst var verkfallinu. Hins vegar var ekki samið um neinar almennar kauphækkanir i nótt heldur einungis, að umræðum skyldi haldið áfram. Sem stendur er um þrjá kaupflokka að ræða hjá flugstjór- um og flugmönnum eftir flug- vélagerðum. Flugstjórar á DC-8 þotum fá nú lægst kr. 200.981 kr. á mánuði, en vilja frá '318.032 Hámarkslaun flugstjóra á þessum vélum eru 324.659 Krafan hljóðar upp á 513.740 Flugmenn á DC-8 fá nú lægst 140.687 Krafan er 241.704. Hámarkslaun flugmanna á DC-8 eru nú 196.962. Krafa þeirra er 338.386. Flugstjórar á Boeing fá nú lægst 172.577. Krafan er 291.496. Hámarkslaun flugstjóra er 278.776. Krafan er 470.874. Flug- menn á Boeing hafa nú lægst 120.804. Krafan er 221.537. Há- markslaun flugmanna á Boeing eru nú 169.135 en þeir kefjast 310.151. Flugstjórar á Focker fá nú lægst 150.142, en hæst 242.535. Flugmenn fá lægst 114.108, en hæst 159.750. Krafan er sú, að kaup á Fockervélum verði hið sama og krafizt er fyrir Boeing, þe. að kaupflokkum fækki um einn. Hámarkslaun öðlast flugmenn og flugstjórar eftir 25 ára starf. HAFNARFJORÐUR: Öll aukavinna felld niður FELLD hefur verið niður öll aukavinna hjá Hafnarfjarðarbæ og stofnunum hans, en þessi furðulega ákvörðun var tekin af bæjarstjórnarmeirihlutanum og voru flutningsmenn tillögunnar Arni Gunnlaugsson og Arni Grét- ar Finnsson. Samkvæmt ákvörðuninni er þó verkamönn- um heimilt að vinna daglega eina klukkustund og 15 mln. I eftir- vinnu. A fundi i bæjarstjórninni I fyrrakvöld urðu mjög harðar umræður um þessa ákvörðun. Timinn hafði I gær tal af Ragn- heiði S v e i n b j ö r n s d. bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins og sagði hún, að ákvörðun þessiværi tekin einhliða og án nokkurs samráðs við þá, sem ráðstafan- irnar bitnuðu á. Engar athuganir hefðu farið fram á þvi hvaða upphæðir hér væri um að ræða, né hvernig ákvörðunin kæmi i raun niður á nauðsynlegum fram- kvæmdum 1 bænum. Ragnheiður kvað flutnings- NATTURU- VERNDARÞING UAA HELGINA SJ-Reykjavik. Annað náttúru- verndarþingið hér á landi verður haldið um helgina I Kristalssa! Hótel Loftleiða og hefst kl. 9 á laugardagsmorgun. A þinginu verður fjallað um náttúruvernd landsins og gerðar tillögur um röðun þeirra verkefna, sem þing- heimur telur brýnast að leysa. Fjölmargar tiliögur verða lagðar fyrir þingið og flutt verða nokkur erindi um náttúruverndarmál. Menntamálaráðherra Vil- hjálmur Hjálmarsson flytur ávarp i þingbyrjun. Formaður náttúruverndarráðs Eysteinn Jónsson og framkvæmdastjóri Ámi Reynisson flytja skýrslur. Páll Lindal borgarlögmaður flyt- ur erindi um stjórn umhverfis- mála, Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur talar um land- nýtingu og Vilhjálmur Lúðviks- son efnaverkfræðingur um um- hverfisrannsóknir. Arnþór Garðarsson fuglafræðingur talar um votlendi og Agnar Ingólfsson um f jörur og grunnsævi. Skýrsla náttúruverndarráðs verður lögð fram og rædd. Geta þingfulltrúar vit jað skýrslunnar á skrifstofu Náttúruverndarráðs á föstudag. Þingið kýs sex menn i Náttúru- vemdarráð og sex varamenn, en formann og varaformann skipar menntamálaráðherra. Um 120 manns verða á þinginu, fulltrúar frá náttúruverndar- nefndum i sýslum og kaupstöðum landsins, fulltrúar allmargra annarra náttúruverndarsam- taka, sérfræðingar Náttúrufræði- stofnunar og Háskólans, fulltrúar þingflokka, náttúruverndarráðs- menn og embættismenn, sem fara með mál, sem snerta náttúruvernd. Náttúruverndarþing eru haldin þriðja hvert ár. menn tillögunnar færa m.a. þau rök fyrir gerðum sinum, að hér væri verið að taka tillit til hinnar miklu fjármagnsþarfar bæjar- sjóðs i gatnaframkvæmdum tengdar hitaveitulagningu i bæ- inn. — Þessi röksemd þeirra Arn- anna er frekleg móðgun við bæjarvinnumenn, sagði Ragn- heiður, en þeir hafa einmitt unnið með miklum ágætum að áður- nefndum gatnaframkvæmdum, og m.a. leyst af hendi slik verk- efni i gamla bænum, þar sem óhægt hefur verið um vik að fela verktökum framkvæmdir. Ragnheiður taldi áhrif þessarar furðulegu ákvörðunar vera tviþætta. 1 fyrsta lagi væru nauðsynjaframkvæmdir bæjar- vinnunnar skornar niður á þeim tima seip útivinna væri með betra móti ogiannanstaðværi ráðizt að afkomumöguleikum þeirra alþýðuheimila i bænum, sem byggðu afkomu sina á launum starfsmanna, og ættu þó allir að vita, aö vegna núverandi ástands i efnahagsmálum þjóðarinnar mættu þau sizt við þvl. — Það er sérstök ástæða til aö benda á þá hættu, sem þvi er samfara að stjórnmál bæjar- félags verði rikra manna „hobbý” eða tómstundaiðja rikra manna, sem hvorki hafa haft hugmynd um, hvað þá skilning á Hfskjörum láglaunafólks i bæn- um, sagði Ragnheiður. Staöreynd væri að forsvars- menn meirihlutans hefðu ekki kunnað nein svör viö þvi, hvaða upphæðir væri hér um að ræða, enda hefði það ekki verið kannað. Þeir hefðu aðspurðir ekki kunnað nein svör við þvi, hver væru kjör þeirra manna sem hér væri verið að veitast að og ekki hefðu þeir viljað svara þvl, hvort þeir treystu sér sjálfir til að reka heimilisín fyrir þann hlut er þeir nú skömmtuðu þessum þegnum sinum. Að lokum sagði Ragnheiður: — Það er sorglegt að ákvarðanir sem þessar skuli vera teknar svo einhliða og flausturs- lega sem hér hefur gerzt. Það er einnig sorglegt, að öllum tillögum um lágmarksathuganir mála skuli visað á bug með einni handauppréttingu og skoðanir at- vinnumálanefndar bæjarstarfs- manna og fjögurra bæjarfulltrúa að engu hafðar. Þess má geta að starfsmenn Ahaldahúss Hafnarfjarðarbæjar, 34 að tölu, hafa sent bæjarstjórn Hafnarfjarðar svohljóðandi bréf: „Við undirritaðir starfsmenn Ahaldahúss Hafnarfjarðarbæjar mótmælum harðlega framkom- inni tillögu meirihluta bæjarráðs, þ. 17.4. 1975, um, að eftirvinnu- timi skuli skertur sem nemur klukkutima á dag hjá öllum starfsmönnum Ahaldahússins. Við teljum að hér sé um freklega árásaðræðahjá meirihl ■ bæjar- ráðs i garð hinna lægst launuðu, sem hjá bæjarfélaginu starfa. Sérstaklega þegar þess er gætt á hvaða árstima þessi tillaga er fram borin. Þá viljum við enn- fremur vekja athygli bæjar- stjórnar á hinum gengdarlausu og oft á tiðum ótimabæru. út- boðum.sem átt hafa sér stað hér i bæjarfélaginu á undanförnum mánuðum, á sama tima og vélar og starfsmenn Ahaldahússins hafa skort verkefni. Þá viljum við ennfremur tilkynna háttvirtri bæjarstjórn, að komi til boðaðrar kaup- skerðingar mun engin eftir- og næturvinna unnin, umfram þann tilskylda tima sem i tillögunni felst. Virðingarfyllst”. ,,Ferðataska" útilegumanns finnst eystra Gsal—Reykjavik. — Skammt frá bænum Teigarhorni i Búlands- hreppi hefur fundizt „útilegu- mannsbúnaður”. Bóndinn i Teigarhorni fann fyrir skömmu ýmsan búnað, sem gæti bent til þess að væri eign útilegumanns. Hér var um að ræða tvo striga- poka úttroðna af hagalögðum og voru lagðarnir hnýttir saman, ennfremur var þar kagbættur koddi og segl aö þvi er virtist ævagamalt. EKKERT TAL- SAMBAND VIÐ ÚTLÖND — bæði lcecan og Scotice sæ- strengirnir slitnir gébé Rvik — Sæsimastrengurinn Scotice slitnaöi um hundrað milur norður af Færeyjum klukkan fimm á miðvikudagsmorgun. — Það er að öllum likindum togari, sem slitið hefur strenginn, sagði Þorvarður Jónsson verkfræðing- ur hjá Pósti og sima. Það mun taka allt að einni viku að lagfæra þcssa bilun, ef veður léyfir. Sæ- slmastrengurinn Icecan, er lika slitinn, en viðgerð hans mun sennilega hafa lokið siðastliðna nótt eða i niorgun. A timabilinu frá kl. 4:58 til 13:18 i gær, var Island nær alveg sam- bandslaust við umheiminn. Það var aðeins um Grænland, sem hægt var að ná sambandi, en við- skiptavinir landsimans gátu ekki notfært sér það. — Mjög takmörk- uð radióvarasambönd voru kom- in i notkun um kl. 15:40 i gær, sagði Þorvarður Jónsson. Voru það þó 1-2 linur um London, sem viðskiptavinir fengu samt ekki afnot af nema að mjög takmörk- uöu leyti, og ekki nema að brýn nauðsyn bæri til. Ritsimasam- band og telex var á örfáum linum seinnihluta dagsins i gær. — Það tekur um 5-7 daga að út- búa kapalskip sigla þvi á staðinn og gera við, sagði Þorvarður, en það er þó að sjálfsögðu algjörlega undir veðri komið. Icecan- sæsimastrengurinn slitnaði við Nýfundnaland þann 30. janúar sl., og viðgerð við hann hófst ekki fyrr en fyrir 10-12 dögum, hélt Þorvarður áfram, en viðgerö seinkaði vegna mikillar isingar, sem var á þessum slóðum. Það var einnig togari sem sleit þann streng. Búizt er þó við að viðgerð á honum ljúkiá þessumsólarhring og verður þá aftur unnt fyrir við- skiptavini Pósts og síma að ná sambandi við umheiminn, þvi aö þá komast i samband nokkrar lin- ur við London. HEIMIMS Heimilistlminn kemur út I þessari viku. ekki Opnuð hefur verið að Kjarvalsstöðum umfangsmikil sýning á klnverskri graflist. Þessa Tlmamynd tók Gunnar I gær, þegar klnverski ambassadorinn á tslandi og Kristján Eldjárn forseti skoðuðu sýninguna. Sjá nánari frásögn á bls. 12. EFNAHAGSAAÁL OG FÓSTUREYÐINGAR: ERU KOAAIN í EFRI DEILD AÞ-Reykjavík. — Tvö stór frumvörp voru afgreidd frá neðri deild til efri deildar i gær, frumvarp rlkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir og fóstur- eyðingarfrumvarpið. Við þriðju umræðu voru gerðar breytingar á efnahags- frumvarpinu samkvæmt tillögum meirihluta fjárhags- og viðskiptanefndar, m.a. um aukna heimild til erlendrar lántöku um 800 millj. króna, sem repna eiga til fjárfestingarsjóða atvinnuveg- anna. Hins vegar voru allar breytingartillögur við fóstur- eyðingarfrumvarpið felldar. Igær var frumvarpið um járn- blendisverksmiðjuna til umræðu I neðri deild og gerði þá Ingólfur Jónsson (S) grein fyrir afstöðu meirihluta iðnaðarnefndar. FRETTIR ERU LÍKA Á BLS. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.