Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. aprll 1975. TÍMINN 5 Starf skdtanna og annarra í Reykjavfk eru starfandi æskulýðsfélög, sem vinna gagnmerkt starf á sviði upp- eldismála. Má þar sérstaklega nefna skátafélög, Iþróttafélög, bindindisféiög og skák- og bridgekiúbba, auk annarra. Það hefur verið stefna borgar- yfirvalda að styðja við bakið á þessum félögum, en auk þess er starfandi á vegum Reykja- vikurborgar Æskulýðsráð Reykjavikurborgar. Enda þótt Reykjavikurborg styðji einstök félög, er sá stuðningur æði misjafn, og I sumum tilfeilum svo litill, að hann kemur áð litlu sem engu gagni. tþróttafélögin standa einna bezt að vigi i þessum efnum, en þó er það svo, að þau eiga langflest i hinum mestu erfiðleikum með dag- legan rekstur. Reykjavikurborg ver álit- legri upphæð til starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavikur- borgar, en sú stofnun hefur á að skipa launuðu starfsfólki. A sama tima er ekki ómerkara starf unnið viðs vegar um borgina af ólaunuðu fólki við mjög erfiðar aðstæður. Þannig á t.d. skátahreyfingin mjög erfitt uppdráttar vegna hiisnæðisleysis. Þúsundir ung- linga streyma á hverjum degi til skátastarfs, en enn þá fleiri, sem áhuga hafa, verða án þess, af þvi að skáta- hreyfingin hefur ekki mögu- leika á að sinna fleiri. Um starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavikurborgar er það að segja, að hún er i mörgu tilliti hin gagnlegasta. En vafasamt er, að hún geti komið i stað hinnar frjálsu félagastarfsemi I borginni, enda er það ekki ætlunin. Æskulýðsráð á að taka við þeim unglingum, sem ekki hafa áhuga á starfi félag- anna. En það er spurning, hvort ekki sé verið að sveigja óeðlilega langt út af þeirri braut, þegar svo er komið, að félagasamtök, eins og t.d. skátarnir, eru á hrakhólum með húsnæði, og geta þar af leiðandi ekki tekið á móti öll- um þeim fjölda, sem annars tæki þátt I starfi þeirra, en á sama tima er ekki spurt um kostnað við mannahaid eða húsnæði, þegar Æskulýðsráð er annars vegar. Þegar á það er litið, að það starf, sem skátahreyfingin vinnur hefur mikið uppeldis- legt gildi, en starfsemi Æsku- lýðsráðs er að miklum hluta bundin við skemmtanahald, er það engin spurning, að al- mannafé væri betur varið til skátastarfsins eða til annarra áþekkra félagasamtaka. Forráðamenn Æskulýðsráðs hafa unnið ágætt starf, en hér er um stefnumótandi atriði að ræða. Um það er að ræða að Rey kja vikurborg styðji myndarlega við bakið á hinni frjálsu félagsstarfsemi og geri henni kleift að lifa áfram, eða hvort Reykjavikurborg ver I vaxandi mæli fjármagni til Æskulýðsráðs á sama tima og ýmis félög eru I svelti og geta ekki haldið uppi fullri starfsemi. Þessi mál ber að skoða gaumgæfilega, og fyrst og fremst út frá þvi sjónarmiði hversu megnug skáta- og Iþróttahreyfingin og aörir slikir aðilar væru, ef betur væri stutt við bakið á þeim. Það er alger óþarfi að byggja upp kostnaðarsamt kerfi, þeg- ar fyrir eru aðilar, sem nýtt geta þetta fjármagn með betri hætti. —a-Þ- SLÁTTUÞYRLAN Um tvær gerðir er að velja: RO-135 vinnslubreidd 135 mm RO-165 vinnslubreidd 165 mm Byggingarlag beggja er eins - aðeins vinnslubreiddin er misjöfn Skurðhæð sláttudiskanna er hægt að stilla þreplaust frá 20-80mm Vandaðar vélar borga sig bezt RW 320 Ný gerð heyþyrlu sem rakar f garða Vinnslubreidd 320 mm HR 460 HEYÞYRLA Ein viðbótin við hinar vönduðu HEUMA heyvinnuvélar er nýja og stórvirka HR 460 heyþyrlan - Til hennar hefur verið vel vandað, enda gerð fyrir langa endingu Vinnslubreidd 300 og 460 mm HF HAMAR Véladeild Sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavik AR5 sérhæfð rakstrar- og múgavél HEUMA rakstrarvélin, sem sérstaklega er ætluð til samvinnu við heyþyrlu Hún fékk góða dóma hjá Bútæknideildinni á Hvanneyri og hefur þegar hlotið miklar vinsældir hjá íslenzkum bændum, enda er verð hennar ótrúlega lágt Raksturinn er hreinn, svo strá sér vart eftir og múgarnir beinir og jafnir Vélin er lipur í notkun og afkastamikil, því hratt má aka HELHTIH heyvinnuvélar ómissandi við heyskapinn AUGL/SINGACjF li-O TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.