Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 28
NTB-Saigon. Bandarlskir, franskir og vietnamskir emb- ættismenn vinna nú baki brotnu að þvi að reyna að koma á vopna- hléi, svo að ekki verði af loka- orrustu um Saigon — orrustu, er gæti kostað þúsundir — jafnvel tugþúsundir — • anna llfið. Á meðan héldu svcitir þjöðfrelsis- liða og Norður-Vietnamhers áfram sigurgöngu sinni i átt til Saigon. Stjórnarhermenn hrökkluðust i gær frá hafnarborginni Ham Tan og voru fluttir sjóleiöis til Saigon. Ham Tan er i 120 kilómetra fjar- lægð frá Saigon. Hernaðarsér- fræðingar búast við, aö þjóðfrels- isliðar hef ji nú sókn að Vung Tau, sem er aðalhafnarborg Saigon. Falli Vung Tau i hendur þeim; er Saigon svo að segja einangruð, þar eð stærstur hluti aðdrátta til höfuðborgarinnar af sjó fer um Vung Tau. Sem fyrr segir er nú lagt kapp á að koma á vopnahléi — og það sem fyrst. Bráðabirgðabyltingar- stjórnin hafnaði að visu tillögu frá Saigonstjórninni um, að hlé yrði gertá bardögum.en þau viðbrögð komu ekki á óvart. Að sögn vilja leiðtogar þjóðfrelsisfylkingarinn- ar innst inni komast hjá að gera úrslitaárás á Saigon, en spurning er, hvort I tæka tið tekst að koma á laggirnar stjórn, er þeir telja samningshæfa um vopnahlé, og hvort sú stjórn telur sér fært að ganga að skilmálum þeirra. Þúsundir flóttamanna — aðal- lega Suður-Vietnamar — eru fluttar dag hvern til flotastöðvar Bandarikjamanna á eynni Guam á Kyrrahafi. Búizt er við, að frá og með deginum i dag verði alls fimm þúsund flóttamenn þannig fluttir flugleiðis til Guam, en yfir- menn flotastöðvarinnar segjast i allt reiðubúnir til að taka á móti allt að fimmtiu þúsund manns. Vegna bilunar I sæsímastreng milli Islands og Skotlands varð ekki úr neinum sending- um frá Reuter-fréttastofunni hingað til tslands I gær. Biðst Timinn þvi velvirðing- ar á þvi, að erlendar fréttir eru af skornum skammti I blaðinu i dag, en vonar, að úr rætist meö nýbyrju sumri. STEFNUMOT VIÐ VORIÐ f VÍNARBORG UM HVÍTASUNNUNA Nánari upplýsingar á skrifstofunni Framsóknarfélögin í Reykjavík TOYOTA saumavélin: 2 Overlock saumar, 2 teygjusaumar, beinn saumur, zig-zag, hrað- stopp (3ja þrepa zig- zag), blindfaldur, sjálf virkur hnappagata- saumur, faldsaumur, tölufótur, útsaumur, skeljasaumur. Fjöl- breytt úrval fóta og stýringa fylgja. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildvcrzlun Siðumúla 22 Símar 8S694 & 85295 SIS-FOMJK SUNDAHÖFN Nordli ÁRMÚLA 23 - REYKJAVÍK TOYOTA þjónusta TOYOTA húsið TOYOTArÞ/ónusfa í Ármúla 23 TOYOTA varahlutir: Traustur og stór varahlutalager ávalltfyrir hendi í sama húsi og Toyota-þjónustan. TOYOTA þjónustan: Stillum mótora, hjól og Ijós. Réttum og málum. Allar almennar viðgerðir á Toyota. 10 ára sérhæf ing í Toyota-viðgerðum. iT’J fyrir góéan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Mólamiðlun á þingi Verkamannaflokksins NTB-Osló. Á flokksþingi Verka- mannafiokksins norska var Reiulf Steen, fyrrum varafor- maður flokksins kjörinn flokksfor maður i stað Trygve Bratteli, for- sætisráðherra. Og það, sem meira var, að Steen náði kjöri mótatkvæðalaust. Það tókst sem sagt á siðustu stundu að ná samstöðu um Steen sem formann gegn þvi, að helzti keppinautur hans — Odvar Nordli, formaður þingflokks Verkamannaflokksins — tæki við embætti forsætisráðherra, þegar Bratteli léti af störfum. Annars voru skiptar skoðanir meðal þingfulltrúa um, hvort slik mála- miðlun hefði verið gerð. Formaður uppstillinganefndar flokksþingsins, Leif Skau, sagði i umræðum i gær, að uppstillinga nefndin liti svo á, að Nordli væri sjálfsagður sem forsætisráð- herraefni flokksins, að Bratteli frátöldum. Skau sagði, að Steen ætti hins vegar að einbeita sér að sjálfri flokksstarfseminni, enda veitti ekki af. (Verkamanna- flokkurinn stendur nú höllum fæti i norskum stjórnmálum og hefur á siðustu árum tapað miklu fylgi, bæði til miðflokka og hins sósialska kosningabandalags.) Nokkrir þingfulltrúa andmæltu þessum skilningi Skau á sam- þykkt uppstillinganefndarinnar og sögðu hana fyrst og fremst fela I sér stefnuyfirlýsingu er ekki bæri að skoða sem lið i einhverri málamiðlun og væri að sjálfsögðu ekki bindandi fyrir flokkinn i framtiðinni. NTB-fréttastofan telur þó liklegt, að skilningur Skáu verði ofan á, enda var Nordli ákaft fangað af þingheimi i gær. Þá var Gro Harlem Brundt- land, umhverfismálaráðherra, kjörin einróma varaformaður Verkamannaflokksins, svo og var samstaða um kjör nokkurra ann- arra i framkvæmdastjórn flokks- ins. Kosningar í Portúgal á morgun NTB-Lissabon. Kosningabar- áttan fyrir kosningar þær til stjórnlagaþings, er fram fara I Portúgal á tnorgun, náði há- marki i gær. t dag er svo aliur kosningaáróður bannaður, svo að kjósendur geti velt hlutun- um fyrir sér i ró og næöi. Tólf flokkar (mega) bjóða fram viö kosningarnar, sem eru þær fyrstu í landinu siðan hinni hægrisinnuðu einræðis- stjórn var steypt af stóli i byltingu fyrir ári. Stórir fjöldafundir voru haldnir um allt land i gær, enda hefur kosningabaráttan verið hörð, þrátt fyrir þá staðreynd, að herinn fari einn með öll völd næstu ár. TOYOTA prjónavélin: 5 kostir umf ram aðrar prjónavélar: 1. Prjón með knipplingamynstri. 2. Prjón meðtveimur litum. 3. Sjálfvirkt nálaval. 4. óþarftað telja út. 5. Búnaður fyrir brugðið prjón. * ............... 1' Fimmtudagur 24. april 1975. - Tekst að ná vopnahléi í S-Víetnam í tæka tíð? Báðir aðilar vilja forðast lokaorrustu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.