Tíminn - 24.04.1975, Síða 23

Tíminn - 24.04.1975, Síða 23
Fimmtudagur 24. april 1975. TÍMINN 23 O Kuala Lumpur hér og þar. Við vorum einmitt að losa slatta i Kuala Lumpur niina. Á morgun átti að fara til Brunei á Borneo og losa afganginn af farminum. 1 Miðbæjarskólanum nefndu þeir þetta land Malakkaskaga og þar var grafin út tin sögðu bækurnar,en það var m.a. notað i tindáta. Þótti Malakkaskaginn þvi dálitið merkilegt land i yngri bekkjum skólans. Enn loddi þetta við mig, eins og saumnálarnar i Newcastle og þverár Rinar. Mér fannst stundum, að landið væri bókstaflega allt úr tini. Þetta var meðan heimurinn og landafræðin voru auðveld. Landamærin breyttust þá ekki svo mikið, þrátt fyrir styrjaldir. Nú þyrfti að gefa landafræöina út daglega, eða bæði á morgnana og á kvöldin, svo ört breytist heimurinn. Malayjar ganga i fötum með Lundúnasniði og amerisku sniði, og þeir minna dálitið á amerl- könsku útgáfuna af Japönum, sem svo algengir eru á Vestur- löndum, hlaðnir Samsonite — ferðatöskum og rándýrum myndavélum. Það er að segja sjálfir Malayjarnir, eða Malakkarnir, en núna er mikið af Indverjum i landinu og talsvert af svertingjum. Veitingabúðin var full af fólki og þjónustuliðið hélt niðri öllum hávaða með mýkt sinni og hæversku. Þetta var mjög ungt fólk og fallegt. Horaðasti maður i heimi — maðurinn með stóra hausinn Gestirnir voru af öllum þjóðernum, öllum stSerðum og gerðum, einsog verða vill á al- þjóðlegu hóteli, og þótt það þyki ekki mikil kurteisi, þá var gaman að virða það fyrir sér. Mesta at- hygli vakti negri nokkur, sem bókstaflega raskaði allri kenn- ingu um manneskjuna umfang hennar og útlit. Hann var á að giska 180 sentimetrar að hæð. Út- limirnir voru eins og mjó rör, 2 1/2 tommu rör, þ.e.a.s. hendurn- ar, fæturnir voru eins og þriggja tommu rör og búkurinn var álika breiöur og ljðsastaurarnir á Njarðargötunni. Yfir hreyfingum þessa grannvaxna ungmennis var samt þokki og tjáningarfull fegurð. Höfuöið var litið, andlits- fallið minnti svolitið á fjölkvænis- menn millistriðsáranna, svart yfirskegg og draumlynd köld augu. -En svo var það hárið, það var kolsvart og stóð allt út I loftið og var ekki minna um sig en bjarnarskinnshúfurnar á lifvörö- um dönsku drottningarinnar. Höfuðið — með hárinu — var á stærö við haustlamb. Myndi ég áætla að þvermál hársins hafi verið á að gizka 50 sentimetrar — ekki minna — og það var alveg hnöttótt. Hann minnti á svarta jurt. Þessi merkilegi maður, sem vafalaust hefur verið um tvitugt, kom dansandi inn salinn og framm istöðustúlkurnar og þjónarnir „fóru strax i kerfi”. Hann hló og dansaði og æpti og pantaöi sér i svanginn. í raun og veru var maður mest hissa á að svona horaður maður skyldi yfir- leitt neyta fæðu, en hann pantaði sér stóra steik með frönskum, hló og skrikti, en þjónustufólkið gekk fram og aftur af fáti. Ekki vissum viö nein deili á þessum fallega hárprúða manni. Regntimi Um sexleytið byrjaði aö rigna. Dapurleg skýin söfnuðust saman I fjallshllðunum og svo komu fléiri grátandi ský siglandi sunnan frá hafinu og þau fylltu brátt dal- verpið þar sem Kuala Lumpur (borgin) stóð. Fólkið hvarf að mestu af götunum og leitaöi skjóls I súlnagöngum, sem gjarn- an eru á neðstu hæð húsa, svipað og gerist i sunnanveröri Evrópu og I S-Ameriku. Þetta var regn- timi og þá rignir á kvöldin með uppstyttum. Þessu fylgdu þrum- ur og eldingar, og ljósagangurinn hélzt langt fram á kvöld. Við gengum til hvilu um klukk- an 10 um kvöldið, þvi að það átti að vekja okkur klukkan sex, næsti áfangi var olfufurstadæmið Brunei á Bomeo. Jónas Guðmundsson VERÐTILBOÐ til l.mai F 5v af tveim i^^af fjórum 7 dekkjum IV7 dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 640—13 Kr'. 5.090 Kr. 4.820 700—13 5.410 • 5.130 615/155—14 4.020 3.810 5,0—15 3.570 3.330 560—15 4.080 3.870 5?0—15 4.730 4.480 600—15 5.030 4.770 Jeppahjólbarðar • • 600—16/6 0 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 ° 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 o 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980o 10.400 0 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 4.150 3.930 O TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ISLANDIH/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.