Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Pimnitudagur 24. april 1975. Jónas Guðmundsson Snör handtök eru viö aö ferma og afferma CARGOLUX vélarnar. Þota, sem stendur á flugbrautinni og hreyfist ekki.kostar fyrirtækiö um 350.000 krónur á sólarhring, svo þaö er viökunnaniegra aö tefja þær sem minnst á jöröu niöri. Regntími Við höfðum verið á flugi mjög lengi. Klukkustundum saman. Lengst af yfir Arabiska- hafi, Indlandshafi og yf- ir Indland og nú nálguð- umst við Nicobareyjar, sem eru skammt norðan við Súmötru. Höskuldur tók fram sextantinn, stakk sjónaukanum upp i gegnum gat á þakinu á flugstjórnarklefanum og byrjaði að leita að sól- inni Benglaflóinn var breiður, óumræðanlega breiður, og frá ströndum Indlands til Malayja, eða Malakkaskaga, eins og hann var nefndur i landafræðitimum i Mið- bæjarbarnaskólanum, eru rúmlega 2000 kiló- metrar, eða svipuð vegalengd og frá Kaup- mannahöfn til Rómar. Samt var þetta aðeins örlitill áfangi af flugleið okkar til Kuala Lumpur, sem var 6000 kilómetra ferðalag. Með sundur- soðinn haus Ég hefi heyrt, að það sé hægt að sjóða egg með örbylgjum, og við vorum einhvernveginn svoleiðis i kollinum. Soðnir upp úr hávaða frá fjórum Rollc Royce túrbinu- hreyflum. Meðan við vorum yfir Indlandi var lok á suðupottinum, myrkur, en svo þegar við vorum byrjaðir að meyrna, var lokið tekið af okkur og heit sólin brauzt fram með nýjan dag i fanginu. Með dagsbirtunni fengum við nýja uppörvun á hinu óendanlega flugi. Lóa hitaði kaffi, og ég stakk úlfaldasteik i óninn. Kannski var það ekki úlfaldasteik, en mér fannst ég hafa fengið kryppu, þegar ég var búinn að borða, svo ég.... en nóg um það. Já við höfð- um fengið nýja von og þá ekki sizt hann Höskuldur, sem nú fékk að mæla sólina aftur. t siðasta þætti þessarar sögu var sagt frá þvi, hvernig nýjar talstöðvar komu i staðinn fyrir loftskeytamennina á flugvélun- um, og hvernig litill tölvukassi kom i staðinn fyrir hann Höskuld. Hann varð þá að fara að vinna á kontór, eftir að tölvan tók af hon- um vængina. En nú var enginn tölva, til að treysta á, heldur aðeins sól, og Höskuldur haföi nóg að gera að skila okkur yfir Bengalflóa og Indlandshafiö allt. Og með ná- kvæmni hins faglærða manns, skilaöi CARGOLUX-skrúfuþotan okkur upp að ströndum Malaysiu. Framundan var Malakkasund og Kuala Lumpur. Höfuðborg Malaysiu. Við kenndum sársauka i höfð-' inu, þegar Guðjón, flugstjóri dró af hreyflunum og beindi málm- fuglinum mikla niður i hvita skýja hafið fyrir neðan okkur og grátt regnið umlauk okkur. Það var regntimi núna á þessum slóð- um, enda skammt til miðbaugs. Svo komum við út úr skýjunum og dökkgrænt landið blasti við. Ku- ala Lumpur stendur umlukt fjöll- um og Kúalafljótið streymir gegnum borgina á leið sinni til sjávar. Það er á litinn eins og Jökulsá á Fjöllum, eða vegui inn i norðanverðum Hvalfirði er eftir stórrigningar. Það var heitt og milt og það hvein i hjólbörðunum þegar skrúfuþotan snerti glóandi mal- bikið á flugbrautinni. Það var sunnudagur og mikill mannfjöldi var i flugstöðinni og á götunum. Flugvöllurinn stendur dágóðan spöl frá miðborginni og er tviskiptur malbikaður þjóð- vegur alla leið. Þaö fyrsta sem vekur athygli þina er hvað fólkið er rólegt og kyrrlátt með sig. Það liggur við að öll þessi rólegheit „stressi mann upp” og tungumálið virðist hljommikið og i ósamræmi við alla þessa kyrrð. Jafnvel dauðýfli frá Islandi minna á örlyg Sigurðsson listmálara, þegar komið er i hina stóisku ró Mala- ysiu. Málið, sem þeir tala, heitir hvorki meira né minna en Bahasa Malaysia, eða Malay, sem er ná- skyld indónesisku, sagði maður- inn sem var að segja mér þetta og ég kinkaði kolli, eins og ég skildi samhengið i þessum tveim tungu- málum. Kuala Lumpur og Malaysia minna á Vesturlönd. Þetta var brezk nýlenda áður og evrópsk áhrif leyna sér ekki. Flestir tala lika hrafl i' ensku. Já og svo tala þeir Iban i Sarawak og Kadazan i Sabah, hélt maðurinn áfram og ég hélt áfram að kinnka kolli, og sannfæra hann með þvi um að þetta siðasttalda hefði ég nú i rauninni vitað, eða að minnsta kosti hefði ég reiknað með þvi. Vegurinn til hótelsins lá með- fram Kualafljóti, sem streymdi fullt af óþverra til sjávar. Þetta var leir. Dökkur lögurinn hafði næstum ógnvekjandi áhrif á okk- ur i bilunum. Handan við fljótið sáum við stjórnarráðið, sem margir telja vera fegurstu bygg- ingu i heimi sinnar gerðar. Þar rétt fyrir norðan er svo moskan Masjid Negara, sem er án efa lfka ein fegursta bygging á þessari jörð, þótt ekki sé þess getið i nein- um bókum,sem ég hef séð. Þarna mega menn fara inn, ef þeir taka af sér skóna, eins og á hótelinu i Holsteinsborg á Grænlandi. Rólegheitin þjóðareinkenni Malakkanna? Farkosturinn fyrir framan flugstöðina i Kuala Lumpur. Vélin hefur nú numið staðar eftir nær 11 klukkustunda flugyfir lönd og höf. 6000 kfló- metrar hafa veriö lagöir aö baki, þetta var lengsti áfangi ferðarinnar. Hilton Kuala Lumpur tbúar Kuala Lumpur munu vera á að gizka 1.2 milljónir. Ég held að þeir hafi allir verið úti á götu á sunnudagsgöngu þegar flugsveitina frá CARGOLUX bar að garði. Götulifið var fjörugt, marglitir borðar og fánar, kin- versk tákn, en svo risu skýja- kljúfar úr stáli inn i milli. Við fór- um á Hilton Kuala Lumpur hótel- ið, sem er spánýtt og þykir með afbrigðum frumlegt og vandað. Þar inni var hressandi kylja frá rafkælum, sem stakk i stúf við mollulegt loftið utan dyra. Loft- hitinn úti var um 27 gráður og rakinn var gifurlegur. Við vorum þreytt eftir þetta langa flug. Nú átti að stoppa i 18 klukkustundir. Það var i raun og veru of blóðugt, ab koma i svo fagra borg og hrjóta þar svo upp i bæli. Þess vegna- ákváðum við Gunnlaugur að fá okkur bað og eitthvað i svanginn, siðan ætluð- um við út að skoða okkur um. Ég stóð við gluggann og virti fyrir mér borgina, sem i raun og veru var mikið tií falin i laufmiklum skógi. Þetta var landið þar sem gúmmitréð óx og dafnaði. Áhöfn- in ætlaði öll að borða saman og við mæltum okkur mót i matsaln- um, sem var i laginu eins og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.