Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. april 1975. TÍMINN 13 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Heigi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö i iausa- sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. V____________________________________________J Hvað er réttlátast? Það hefði einhvern tima þótt tiðindum sæta, að þeir, sem telja sig i einhvers konar forsvari fyrir verkalýðshreyfinguna i landinu, vildu siður þekkj- ast lækkun tolla og söluskatts á brýnum lifsnauð- synjunum heldur en einhliða lækkun tekjuskatts. Rikisstjórnin hefur gefið fyrirheit um það að draga stórlega úr álögum i landinu, og þær ráða- gerðir eru uppi, að ásamt tiltekinni skattalækkun verði felldur niður eða lækkaður tollur og sölu- skattur á sumum flokkum almennra neyzluvara. Slikt myndi hamla gegn verðþenslunni i landinu, og ekki sizt vera hagkvæmt barnmörgum fjöl- skyldum, sem margar eru láglaunaðar. Ætla mætti, að flestum þætti, réttlátt að létta bagga þeirra, er örðugast eiga um vik. En nú bregður svo við, að sumir forystumenn Alþýðusambands íslands vilja aðeins lækkun beinna skatta. Alþýðublaðið og Alþýðuflokkurinn vaða jörðina upp að knjám við að telja fólki trú um, að það sé i andstöðu við hagsmuni láglauna- fólks að nokkuð af þeim tveim milljörðum, sem um er að tefla, gangi til þess að lækka tolla og sölu- skatt, og Alþýðubandalagið er tvibent, en hnigur þó að meginhluta á sveif með Alþýðuflokknum. Þeim, sem eru i hinum hærri launaflokkum i þjóðfélaginu, kemur sjálfsagt betur, að hirt yrði um það eitt að lækka beina skatta. En skritið er, að þeir, sem einkum orða sig við verkalýð, skuli ráða sig þar i skiprúm. Að telja upp að fjórum Höggormurinn hefur klofna tungu. Þjóðviljinn er sextán siður. Fimmtiu og þrir islenzkir námsmenn i Osló hafa sent fjöllesnustu dagblöðum i Reykjavik auglýs- ingu, þar sem þetta unga fólk lýsir þvi, hvaða spor það telur að islenzk stjórnarvöld eigi að stiga i sambandi við framvindu mála i Indó-Kina. Morgunblaðið aftók að birta auglýsinguna. Á forsiðu Þjóðviljans i gær er ofstæki Morgun- blaðsins vitt, og eðlileg viðbrögð Timans notuð til þess að veita snuprunum þunga: „Timinn tók orðalaust við auglýsingunni”. í forystugrein á fjórðu siðu kveður við annan tón. Þar er sérstaklega veitzt að Timanum fyrir sjálfsagða birtingu þessarar auglýsingar. Og allt I einu er það orðin sök, að blaðið veitti viðtöku þvi gjaldi, sem fylgdi þessari auglýsingu eins og öðr- um, er til birtingar eru sendar. Ekki hefur farið neinum sögum af þvi, að Þjóðviljinn hafni aug- lýsingatekjum, og enginn ætlast heldur til þess. En ritgarpar blaðsins þyrftu að læra að telja frá ein- um upp i fjóra og vera sjálfum sér samkvæmir á ekki lengra skeiði. Þar að auki hefur Þjóðviljinn engin efni á dylgj- um i garð Timans. Timinn hefur fulla einurð á að taka af skarið á réttri stundu, en þar kann nokkuð á að bresta i sögu Þjóðviljans, ef grannt er skoðað. Ekki er heldur nema stuttur timi siðan fjallað var um Lon Nol, Thieu og þá fósa i forystugrein i Timanum. Það sætti auðvitað ekki neinum stórtið- indum, þar sem flest blöð veraldar lita þá næsta svipuðum augum. Aftur á móti sýnir það, hve litilmótlegt og tilefnislaust nagg Þjóðviljans er. — JH Time: ísraelsmenn eru í vanda staddir Sadat hefur snúið á þá og deilur þeirra innbyrðis um stefnu og aðferðir harðna sífellt UM miðjan þennan mánuð komust Israelsmenn allt i einu að raun um, að þeir voru komnir i varnarstöðu i stjórn- málum. í hléinu, sem varð þegar friðarumleitanirnar milli Egypta og tsraelsmanna strönduðu, tókst Anwar Sadat Egyptalandsforseta að ná frumkvæðinu. Sadat tilkynnti, að hann ætl- aði að láta opna Súezskurðinn 5. júni, jafnvel þó að ísraels- menn flyttu ekki hersveitir sinar á Sinai-skaga. Siðan til- kynnti hann, að hann féllist á framlengingu umboðs 4000 manna friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna, en það átti að renna út 24. þessa mánaðar. Enn tilkynnti Sadat, að hann ætlaði að skila likum 39 ísraelsmanna, sem féllu i Októberstyrjöldinni. Israelsmenn létu i ljós, að engin af þessum ákvörðunum Sadats táknaði fórn af hans hálfu. Hann léti þess til dæmis ekki getið, að fyrir likin 39 fengi hann 112 Egypta, sem setið hefðu i fangelsi i Israel. En frumkvæði Sadats olli Israelsmönnum eigi að siður nokkrum áhyggjum. En fleira amaði að. Sam- band valdhafanna i Jerúsalem og Washington hafði versnað vegna opinberra ásakana Fords forseta og einkanöldurs Henrys Kissingers utanrikis- ráðherra um, að ísraelsmenn hefðu átt meiri sök á þvi en Egyptar, að friðarumleitan- irnar fóru út um þúfur eftir látlausa viðleitni i rúman hálf- an mánuð. RIKISSTJÓRN Yitzhaks Rabins forsætisráðherra ákvað þvi um daginn að taka rögg á sig. Hún lét þær fréttir berast frá Jerúsalem, að stjórnin væri að hugleiða nýj- ar tillögur um tilhögun á Sinai til þess að viðræður Kissingers utanrikisráðherra við ráða- menn gætu hafizt að nýju. Yigal Allon utanrikisráðherra ætlaði til Bandarikjanna i fjáröflunarleiðangur, og hon- um tókst að fá viðtal við Kiss- inger i Washington, til þess að hann gæti fært sönnur á vilja Israelsmanna til þess að hefja viðræður að nýju. 1 Israel geisar hörð deila um, hvað hafi bundið enda á viðræðurnar um daginn og hvaö beri að gera næst. Svo undarlegt, sem það kann aö virðast, þá reyndust slit við- ræðnanna Rabin forsætisráð- herra afar hagstæð. Siðan hann neitaði að ganga að skil- málum Sadats, eru vinsældir hans meiri en þær hafa nokkru sinni orðiö, siðan að hann tók við embætti i fyrra. En þrátt fyrir það sætir rik- isstjórnin ákúrum bæði frá hægri og vinstri fyrir skort á framsýni og skýrri stefnu. ,,Við erum geggjuð þjóð”, sagði Yoram Kaniuk rithöf- undur, en hann gagnrýnir sem vinstri maður. „Viöræðurnar stranda, og Yitzhak Rabin for- sætisráðherra er gerður að þjóöhetju.” DEILAN stendur einkum milli „dúfnanna” til vinstri, sem vilja samninga við Araba, og „haukanna” til hægri, sem eru helzt á þvi, að Israelsmenn eigi ekkert að slaka til. Þeim kemur ekki saman um nema það tvennt, að Rabin forsætisráðherra hafi i raun og veru enga stefnu Ariel Sharon hershöföingi Arie Eliav þingmaður og Israelsmenn megi ekki láta unnið land af hendi nema frið- arsamningar fáist. Þeim ber hins vegar mikið á milli um, hve mikið land Israelsmenn eigi að láta af hendi, og hvernig eigi að fara að þvi aö koma á friði. Tvær mælskustu „dúfurn- ar” eru Uri Avneri, 51 árs, rit- stjóri vikublaðsins Ha’olam Hazeh, og þingmaðurinn Arie Eliav, 53 ára. Hann var fram- kvæmdastjóri Verkamanna- flokksins, en gekk úr flokkn- um fyrir rúmum mánuði og lýsti yfir, að samsteypustjórn Rabins, sem Verkamanna- flokkurinn er uppistaðan i, brysti „alla framsýni.” AFNERI hefur lengi staðiö i sambandi við egypzka menntamenn. Hann heldur fram, að Israelsmenn eigi að viðurkenna Frelsishreyfingu Palestinu-Araba, áður en valdhafarnir i Washington veiti þeim viðurkenningu, en sú viðurkenning gæti þrengt kosti ísraelsmanna. Hann er og þeirrar skoðunar, að tsraelsmenn ættu að hörfa inn fyrir landamærin frá 1949, viðurkenna Palestinuriki á vesturbakka Jórdan og skrifa undir friðarsamninga til endurgjalds fyrir viðurkenn- ingu Araba á tilverurétti sjálf- stæðs Israelsrikis. Avneri sakar Rabin forsæt- isráðherra um að vera bæði andvigur Sovétrikjunum og neikvæður i afstöðunni til til- lagna Kissingers, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna. „Vilji rikisstjórn Israels ekki viðurkenna rétt Palestinu- manna og ætli sér einnig að vera andvig Sovétmönnum, hvernig getur hún þá talið sig hafa efni á að hætta á vinslit við Bandarikjamenn?” spyr Avneri. „Rabin vill ekki eiga neins annars kost en að hörfa, og það getur að siðustu orðið honum að fótakefli.” VINIR Arie Eliav kalla hann Lyova eða ljónið, og hann segist sjálfur vera „dúfa með klær”. „Rikisstjórn Israels þurfti ekki neinn sér- stakan kjark til þess að visa Kissinger frá, enda var hann meira en litið miður sin, þar sem Vietnam var að hrynja ofan á hann”, segir Eliav. „En rikisstjórnin þyrfti kjark til þess að mynda sér ákveðna stefnu. 1 þvi efni eru aðferðir sennilega miklu mikilvægari en inntak stefnunnar”. Eliav er sammála Anveri i þvi, að Israelsmenn ættu að eera Aröbum vfðtækt tilboð. Þeir ættu að bjóðast til að skila öllu herteknu landi fyrir fullan frið, sem feli i sér samninga, stjórnmálasam- skipti, efnahagstengsl og frið- uð svæði. „Við ættum að segja Sýr- lendingum, að þeir geti fengið Gólanhæðirnar. Við ættum að segja Palestinu-Aröbum, sem eru hálf þriðja milljón, að þeir geti fengið fullan sjálfs- ákvörðunarrétt i sérstöku riki austan við Israel, ásamt vesturbakka Jórdan og Gaza- svæðinu.” Eliav vill þó halda umráðum Israelsmanna á allri Jerúsalemborg, en færa út mörk hinnar stækkandi borgar og láta hana ná noröur til Ramallah og suður til Betlehem. „Ef til vill gæti orðið rúm fyrir höfuðstað Araba i Jerúsalem ef hún yrði stækkuð með þessum hætti”, segir Eliav. HAUKARNIR svonefndru þafna flestum skoðunum Eliav. Meðal framámanna þeirra má nefna Airel Sharon hershöfðingja, sem sneri und- anhaldinu á Sinai 1973 upp i sigur með þvi að fara með her sinn yfir Súezskurð. „Viö hljótum að verða að skýra fyrir Aröbum, hvað sé okkur lifsnauðsynlegt og gera þeim tilboð, sem þeir veröa annað hvort að ganga að skilyröis- laust eða hafna,” segir hann. Hann segist til dæmis vilja viðurkenna fullan umráöarétt Egypta á Sinai, en þó meö þvi skilyrði, að Israelsmenn hörfi smátt og smátt með her sinn næstu tuttugu ár. Hann vill og innlima vesturbakkann i ísrael, en „eftirláta Palest- inumönnum landið austan Jórdanár” — og á þá við Jórdaniu. „Hussein konungur er eini útlendingurinn i Palestinu”, segir hann. „ísraelsmenn og Palestinu- menn hafa átt hér heima öld- um saman.” „Gyðingarikið Israel verður að horfast i augu við þann óumflýjanlega veruleika,” segir hann, „að verða að sætta sig við fjölmennan minnihluta Araba.” Sharon vill gefa Aröbum einfalt og ákveðið val milli þriggja kosta. Þeir geti i fyrsta lagi orðið fullgildir þegnar Israelsrikis, i öðru lagi geti þeir verið um kyrrt, sem Framhald á bls. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.