Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 20
10 TÍMINN Fimmtudagur 24. april 1975. Samgöngur á landsbyggðinni Vetur hefur kvatt og sumar heilsað. Arstiðir skiptast á, vetur, sumar, vor og haust. Hver árstið færir mörgum landsmönnum að höndum sér- stök viðfangsefni, þarsem mörg störf i atvinnulifinu þarf að vinna á vissum árstima. Þessi fjölbreytni eykur þroska þjóð- arinnar sem landið byggir og þekkingu hennar á landinu. Fjölbreytni á atvinnulifi og við- skiptum við land og sjó á sér einkum stað i landbúnaði og sjávarútvegi. Iðnaður og þjón- ustustörf eru einhæfari, svo að við þau störf verður litill munur sumars og vetrar. Skipting árstiða segir m.a. til sin I samgöngumálum. Ferða- lögin á íslandi með öllum þeim torfærum er landslagið lagði á vegina, hafa verið skóli i ýms- um greinum. Aldrei hefur sam- lifiö við náttúru landsins verið nánara en þá. Meðan vegi og brýr vantaði voru ferðalögin oft svaðilfarir og ekki heiglum hent. Með nýjum samgöngutækj- um, vega- og brúargerðum, flugvöllum og höfnum hefur tekizt að verulegu leyti að sigr- ast á samgönguerfiðleikum. Hinn mikli munur sumars og vetrar segir þó ávallt til sin á þessu sviði. Stóraukin viðskipti gera greiðar samgöngur og öruggar nauösynlegar. Teppist sam- göngur langan tima i senn lam- ast atvinnulifið að meira eða minna leyti á þeim stöðum, sem I hlut eiga. Ferðir á landi, i lofti og á sjó þurfa að haldast i hendur og samræmi vera á milli þeirra, svo að hvert byggðarlag hafi sem bezt not samgangnanna. Hin stóraukna bilaeign lands- manna knýr á um gott vegakerfi og aukið vegaviðhald. Bilar eru ekki keyptir til geymslu einung- is eða augnayndis, heldur til ferðalaga viðs vegar um landið. Vegagerð Að undanförnu hafa verið gerð stór átök i vegamálum. Með brúagerðum hefur tekizt að gera þurran veg umhverfis landið. Þvi takmarki var náð með hínum stóru mannvirkjum á Skeiöarársandi. Hringvegur- inn tengir saman landshluta, getur orðið lyftistöng atvinnulif- inu utan mesta þéttbýlisins og opnar allri þjóðinni greiða leið um landið. Afram þarf að halda þvi verki að gera hringveginn varanlegan og öruggan til um- ferðar á öllum timum árs. A Alþingi i vetur hefur það komið fram, að i þessu skyni hefur samgönguráðherra sérstaklega látið athuga og gera kostnaðar- áætlun um nýbyggingu eöa gagngerar endurbætur á þessum köflum á hringveginum umhverfis landið: Styrkur til náms við Stokkhólmsháskóla Háskólaárið 1975-76 veitir Stokkhólmshá- skóli islenzkum námsmanni styrk að upp- hæð 15 þúsund sænskar krónur. Styrkurinn verður veittur til námsdvalar við háskólann i Stokkhólmi, en er ekki bundinn við sérstaka grein eða áfanga i námi. Við Stokkhólmsháskóla eru þessar deildir: Lagadeild, heimspekideild, félagsvisindadeild og stærðfræði- og náttúruvisindadeild. Umsóknir, ásamt námsvottorðum, skal senda Háskóla íslands fyrir 20. mai 1975. GYRO kast- dreif- arinn fyrirligg jandi Sérlega hagstætt verð Vegur frá Hvammsvik I Brynjudalsvogi, rúmir 8 km., kostnaður 84 millj. kr. Vegur frá Hrafnabjörgum að Kalastaðahæð, tæpir 7 km., kostnaður 63 millj. kr. Vegur frá Fiskilæk að Hafnará, 5 km., kostnaður 37 millj. kr. Vegur frá Hrútatungu um Þórhall að Þóroddsstöðum i Hrútafirði 13.5 km., kostnaður 73 millj. kr. Vegur frá Nipukoti að Gröf i Húnavatnssýslu, 7 km., kostn- aður 62 milíj. kr. Vegur á Mýrdalssandi i fram- haldi af þeim vegi, sem búið er að leggjaþar,25 km., vegalengd, kostnaður 38 millj. kr. Vegur austur frá Skálm I Vestur-Skaftafellssýslu og brú á Kúöafljót, 43 km., kostnaður 158 millj. kr. Vegur á Breiðamerkursandi, vegalengd 25-30 km., kostnaður 56 millj. kr. Vegur fyrir Hvalneshorn, kostnaöur við veg og brýr áætl- aður samtals 173 millj. kr. Vetrarferðir Flugið leysir mikinn vanda i samgöngumálum Islendinga. En veðurfar, einkum á vetrum, er þar illur þrándur i götu. Veð- urskilyrði eru ekki til flugferða á suma lendingarstaði dögum saman og flugvellir verða ónot- hæfir um sinn af ýmsum ástæð- um. Orlofsferðir um landið eru til ánægju, hressingar og auka þekkingu ferðamanna á land- inu. Vegna þeirra er knúið á um vegageröir, meira að segja upp til fjalla og I óbyggðum. Slikar ferðir eru þó aðallega farnar á sumrum, þegar bezt gegnir um' samgöngur. Sú hliðin, sem snýr að lands- byggðinni í þessu efni er þó mikilvægari og alvarlegri. Samgöngukerfið er lifæöar byggðanna. Það er ekki full- nægjandi gagnvart landsbyggð- inni, þó að þjóðbrautin um- hverfis landið verði vel úr garði gerð. Sæmilegt vegakerfi þarf að ná um allar byggðir — heim á hvern bæ. Mjög mikið af nauð- synjavörum verður að flytja frá Faxaflóasvæðinu út um allar byggðir landsins. Miklu vöru- magni erlendis frá er skipað upp I Reykjavik og dreift þaðan tillandsmanna. Og við Faxaflóa eru áburðarverksmiðja og sementsverksmiðja, en þær hafa einkarétt á að framleiða áburö og sement. Áburðinn nota bændur fremur en aðrir og hann veröur að flytja heim á sér- hvern sveitabæ. Ætla má, að meðalbú þurfi ekki minna en 10- 15 smálestir af áburði árlega. Ef samgöngur teppast innan héraðs á m jólkursölusvæðum og miólkurflutningar falla niður, nemur afurðatap bænda af þeim sökum óðar en varir háum fjár- hæðum. Og þvi lakara sem vegakerfið er, þvi meiri verður kostnaður við snjóruðning og þeim mun meiri bensineyðsla og slit á farartækjum. Þeir, sem i þéttbýli búa, eru Hka háöir flutningum á landi. Ef vegir teppast, verður fljótlega mjólkurskortur i þéttbýli. Én sjálfsbjargarhvötin er rik i skapgerð íslendinga, ekki sizt með þeim, sem búa úti um land og vanir eru áreynslu og erfið- leikum. Einstaklingar eða félög hafa sýnt það framtak að kaupa ýmis tæki til samgangna f snjó, gera tilraunir með þau og ann- ast rekstur þeirra. Má þá nefna snjóbila og vélknúna snjósleða. A Akureyri er rekið tæki af sér- stakri gerð, svonefndur snjóköttur. A Egilsstöðum hefur verið gerð tilraun með belti á jeppabifreiö til ferða i snjó o.s.frv. Enn fremur eru I sum- um landshlutum notaðar litlar flugvélar til ferða milli staða innan landsfjórðungsins. Allt er þetta sönnun þess, að árstiðaskiptin hafa mikil áhrif á þjóðlifið. Veturinn heldur riki sinu á landi hér nokkra mánuði ár hvert. En maðurinn með tæknina I sinni þjónustu lætur ekki vetrarrikið beygja sig. Orð dr. Sigurðar Nordals Landið hefur verið þjóöinni, sem það byggir, hollur skóli, en nokkuð strangur með árstiða- skiptum og fjölbreyttu náms- efni. Enn i dag eiga fjöllin að kenna fólkinu að ná torsóttum gæðum og Ægir að bægja burt kveifarskap. Dr. Sigurður Nor- dal, hinn stórvitri fræðimaður, fjallaði um islenzka menningu — landiö og þjóðina með skarp- skyggni, djúpum skilningi og traustri þekkingu. 1 einni af rit- gerðum dr. Sigurðar Nordals dr. S.N. segir svo: ,,Það er eitt af boðorðum llfs- ins að fara eins langt og það kemst. Hvar á hnettinum, sem til er hnefafylli af gróðurmold, hefur verið nóg af jurtum til þess að festa þar rætur. Á sama hátt hefur mannkynið fyllt jörð- ina og gert sér hvern byggilegan blett undirgefinn. í þeirri fylk- ingu, sem leitaðhefur út á endi- mörk hins byggilega heims, erum vér Islendingar meðal frumherjanna. Ef vér drægjum saman byggðina i landinu, afneituðum vér þvi lögmáli, sem hefur skapað þjóðina og ekki verður numið úr gildi með neinni hagfræði. Það er auðvitað i sjálfu sér gott og blessað að fá vald yfir náttúrunni, minnka áhættuna og striðiö fyrir daglegu brauði. En þó þvi aöeins, að maðurinn vaxi svo, að hann skapi sér jafnóðum nýja og meiri erfiðleika, auki kröfurnar til sjálfs sin með vax- andi valdi, setji sér alltaf mark við efstu brún, sem hann eygir. Sjómenn vorir, sem sækja svo út á háskans þröm, að nýtizku eimskipum hvolfir undir þeim úti á rúmsjó eins og róörarbytt- unum undir forfeðrum þeirra, sýna dæmi manna, sem láta ekki tækin smækka sig. Enginn neitar þvi, að borgarmenning bjóði rikari þroskakosti en sveitalif. En hversu margur bæjarbúa færa sér þá kosti i nyt? Menn gleyma að skoða þægindin sem skyldur, heldur heimta þau sem réttindi. Þvi fer það einatt svo, að mennirnir minnka sjálfir með þeim örðug- leikum, sem rutt er af braut þeirra. Þeir heimta þægindin, þurfa þeirra og njóta, en gleyma að krefja sjálfa sig um full iðgjöld fyrir þau. Þess vegna veslast svo mikið af ágætum hæfileikum upp i um- búðum nútima-tækninnar”. Fréttir frá landsbyggðinni Rikisútvarpið hefur I vetur stundum birt fréttir frá lands- byggðinni. Þar hefur m.a. kom- iðfram, að á Norður- og Austur- landi hefur fannfergi orðið svo mikið, að simalinur og raflinur hafa fennt i kaf. Vakin hefur verið sérstök athygli á slysa- hættu I grennd við kaupstaði og kauptún, ef menn snertu raf- linur eða rækjust á þær i snjó. Vegir i byggð ófærir dögum saman. Fjallvegir s.s. Odds- skarð og Fjarðarheiði lokaðir mánuðum saman. Flutninga- erfiðleikar hafa tafið stórfram- kvæmdir, s.s. Lagarfossvirkj- un. Rafmagnsskömmtun þrá- sinnis I sumum landshlutum, bilanir á sjónvarpi tiðar. Húsa- hitun sums staðar ekki fullnægj- andi, þegar skortur verður á rafmagni. En I fréttunum segir fleira. Þar hefur einnig komið fram, hvemig þrekmikið fólk bregst við erfiðleikunum. Bilstjóri frá Húsavik hefur ’i sjónvarpi lýst vetrarflutningum milli Reykja- vikur og Norðurlands. Stjórn- endur snjóbila leggja saman nætur og daga i feröum yfir fjallvegi milli byggða á Austur- landi til að leysa af hendi allra brýnustu verkefni á sviði sam- gangna. 1 sjónvarpi var sýndur þáttur af tækniþjónustu á Austurlandi. Myndin sýndi vaska menn að verki, er notuðu tilferða um læknishérað jöfnum höndum jeppabifreiðir, snjóbila eða litla flugvél. Veðurfari hefur verið svo háttað, að þeir, sem búa á Faxaflóasvæðinu, hafa lika orð- ið varir við þá erfiðleika sem snjóþyngslin valda. Og hrað- brautir eru ruddar jafnóðum og snjór fellur. Fyrir þvi er hætta á, að þjóðin I heild sýni ekki nægilegan skilning á aðstöðunni sums staðar úti á landsbyggð- inni. „Menn gleyma að skoða þægindin sem skyldur, heldur heimta þau sem réttindi. — Þeir heimta þægindin, þurfa þeirra og njóta, en gleyma að krefja sjálfa sig um full iðgjöld fyrir þau”. ísland er stundum nefnt velferðarriki og þjóðin telur það sér til gildis, að það nafn má til sanns vegar færa. Tryggingafé er greitt þeim, sem höllum fæti standa og fjölskyldubætur þeim, sem ala upp börn. A svipaðan hátt ber að tryggja svo sem kostur er afkomu þeirra, sem eiga viö mesta erfiðleika að búa af völdum vetrarrikis, með þvi að gera vegakerfið á lands- byggðinni sem fullkomnast og auka fjárhagslega aðstoð til þeirra, sem reka vélknúin tæki til vetrarferða, þegar vegir eru lokaðir. Páll Þorsteinsson ttttti.....!............... :ii!i!!j!iiiii:i!!! RAFGEYMAR • • FRAMLEIÐSLA PÓLAR H.F. ÞÓRp Kl SÍMI ai50a-ÁRMÚL.A11 UIÍH m v* Siilli Oruggasti RAFGEYMIRiNN á markaðnum Fást í öllum kaupfélögum || og bifreiðavöruverzlunum ||| NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.