Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.04.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. aprll 1975. TtMINN 7 Feilan Ó. Feilan (Erlingur Glslason) forstjóri Silfurtúnglsins og Mr. Peacock (Róbert Arnfinnsson) sem er forstjóri Universal Concert Incorporated, ræðast viðf einu atriðinu Ileikritinu. Þjóðleikhúsið 25 óra: Silfurtúnglið frumsýnt í kvöld gébé Rvik — t kvöld verður Silfurtúngiið eftir Halldór Lax- ness frumsýnt i Þjóðleikhúsinu, en það var einmitt á Sumardag- inn fyrsta fyrir tuttugu og fimm árum, þann 20. april 1950, sem Þjóöleikhúsiö hóf starfsemi sfna. Silfurtúnglið var fyrst sýnt 1954 i Þjóöieikhúsinu, en hefur ekki verit sviösett hér á landi siöan. Hins vegar hefur það verið sýnt er- lendis, nt.a. i Helsingfors og Moskvu. Halldór Laxness hefur gert nokkrar breytingar á leikritinu, t.d. styttist þaö, bætt viö nýjum hlutverkum, en allar helztu per- sónur eru þó þær sömu. Það er Jón Nordal, sem semur tónlistina viö verkið, og er hún einnig að nokkru breytt frá þvi sem upp- haflega var. Leikstjórar eru Briet Héöinsdóttir og Sveinn Einars- son, en leikmyndir eru eftir Sigurjón Jóhannsson. Meö helztu hlutverk fara Anna Kristin Arngrimsdóttir, sem leik- ur Lóu, Erlingur Gislason leikur Feilan Ó. Feilan, Mr. Peacock er leikinn af Róbert Arnfinnssyni, Isu leikur Ingunn Jensdóttir og Óli, bóndi Lóu, er leikinn af Sig- mundi Erni Arngrimssyni. Valur Gislason, Guðmundur Magnús- son, Hákon Waage, og Bryndis Pétursdóttir hafa einnig veiga- mikil hlutverk með höndum. Alls koma milli 35-40 manns fram i sýningunni. Leikritiö Silfurtúnglið er i fjór- um þáttum. Það hefst á heimili Óla og Lóu, en hún er gerö aö söngstjörnu i fjölleikahúsinu Silfurtúnglinu, þar sem leikritiö fer aö mestu leyti fram. Aðalfundur Mjólkursamsölunnar: TÓK Á MÓTI 61 MILLJ. KG. MJÓLKUR Á SÍÐASTA ÁRI Aðalfundur Mjólkursamsölunn- ar var haldinn f Reykjavik þriðju- daginn 22. april. t upphafi fundar- ins minntist formaður stjórnar- innar, Agúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, þriggja bænda, sem látizt höföu frá þvi að síðasti aðalfundur var haidinn. Þeir, voru Þorsteinn Sigurösson á Vatnsleysu, Sveinn Einarsson, Reyni og Jón Gisiason, Norður- hjáleigu. Þeir höföu allir mætt um árabil á aöalfundum Mjólkur- samsölunnar. 1 skýrslu formanns kom eftir- farandifram: Á árinu var ráðinn aöstoðarmaður forstjóra Guð- laugur Björnsson, viöskiptafræö- ingur. Akveðið er að hækka haustuppbót á mjólk um 1/3. Samtals tóku mjólkurbúin I land- inu á móti um 116 millj. kg. af Fréttatilkynningin um fóstureyðingar var ekki fró Ásatrúarfélaginu Af gefnu tilefni vill stjórn Asa- trúarfélagsins taka fram eftirfar- andi: Hvorki stjórn Ásatrúar- félagsins né einstakir félagar hafa rétt til þess að gefa út bind- andi yfirlýsingar f.h. Ásatrúar- manna. Stjórnin harmar að fréttatil- kynning sú um fóstureyðingar og fleira, er nýverið birtist i dag- blööum skuli hafa verið tengd nafni félagsins. Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoöi, bóndi á Draghálsi, Afmælistón- leikar á Akranesi SJ-Reykjavík Laugardaginn 26. april veröur skemmtun i Bióhús- inu á Akranesi á vegum Tón- listarfélags Akraness. A þessu ári eru liöin 20 ár frá stofnun félags- ins og er skemmtunin haldin i til- efni þess, eins konar afmælistón- leikar. Þar koma fram ýmsir þeir, er standa aö og taka þátt i tónlistarlifi bæjarins. Tónlistarfélagiö hefur unnið mjög gott starf á liðnum árum. Það stóö aö stofnun tónlistarskóla á sinum tima og á vegum þess hafa komið fram margir tón- listarmenn innlendir og erlendir. tekur fram, aö umræddur fundur hafi ekki veriö haldinn i sinum húsum, enda enginn slikur boðað- ur af stjórn félagsins. Þær skoöanir, sem fram koma i ofan- greindri fréttatilkynningu hljóta þvi aö vera persónulegar skoöan- ir þess, sem hana skrifaði. Til frekari áréttingar skal tekið fram að Ásatrúarfélagið hefur enga afstööu tekiö, fyrir hönd félagsmanna sinna, i þessu viö- kvæma deilumáli. Afstaða ein- staklinga, hvort sem þeir eru Asatrúar eöur ei, hlýtur i þessu máli, sem öörum aö vera á þeirra eigin ábyrgð. Eölilegt er i þessu sambandi að visa til siðaskrár Asatrúar- manna, en þar segir, grundvöllur vors siðar er full ábyrgð einstak- lingsins á sjálfum sér og gjörðum sinum. Stjórn Ásatrúarfélagsins. mjóik á si. ári, þar af voru rúm 61 millj. kg. á svæði Mjólkursamsöl- unnar 3.85%. Útsölustaðir mjólk- ur eru 165 á svæöinu, þar af eru 71 á vegum Mjólkursamsölunnar, kaupfélög reka 34, en kaupmenn og bakarar 60. Á þessu svæði eru um 900 neytendur á hvern útsöiu- stað mjólkur. Mjólkurbúið i Grundarfirði var lagt niður á ár- inu og vélarnar fluttar I Búðar- dal. Geiradalshreppur og Reykhólasveit eru nú ' teiigdir samsölusvæðinu, það nær þvf frá Skeiöarársandi og að Þorskafirði. Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Stefán Björnsson, flutti itarlega skýrslu um reksturinn á liðnu ári. Hér verður drepiö á nokkur atriöi úr skýrslu hans: Minnst af mjólk barst til mjólkurbúanna i febrú- ar, 3.335.746 litrar, en mest i júli, 6.934.2421. Fyrstu 4 mánuði ársins var mjólkurmagniö 349 þús. litr- um minna en sömu mánuöi árið áöur, en næstu 8 mánuði var það 2.549 þús. litrum meira. Fjöldi mjólkurinnleggjenda á árinu 1974 var 1.453. Þeim hafði fækkað frá árinu áður um 62. A árinu jókst framleiðsla neyzlumjólkur um 568 þús:l eða 1.6%. Framleiðsla á neyzlurjóma jókst um tæplega 24 þús. 1. Smávegis samdráttur varð i skyrneyzlu, eða um 0.08%, en 22% aukning i neyzlu jógurt. Hafin var sala á kryddsósum á árinu og sið- ustu4mánuði ársins seldust tæp 7 tonn af þessum sósum. Onnur nýjung á árinu var að hætt var við hyrnurnar, en i staðinn kom á markaöinn mjólk i 1 1 fernum. Skyrmysa var seld i fernum I stað plastpoka áður. Söluaukning Forsetinn heiðurs- doktor í Björgvin Forseti Islanas hefur verið kjörinn heiðursdoktor viö háskólann i Björgvin i tilefni af 150 ára afmæli skólans. Forsetinn mun verða viðstaddur á háskólahátiðinni i Björgvin hinn 25. april. Forsetahjónin fara utan föstudagsmorgun og munu koma heim sfðdegis á mánu- dag. Skátar og Sumar- gjöf fagna sumri BH-Reykjavik. — Sumardagur- inn fyrsti verður að venju hátið- legur haldinn i dag. Skátamessur verða á fjórum stöðum I borginni og Sumargjöf gengst fyrir skrúð- göngum og inniskemmtunum meö leiksýningum og söngvum. Skátamessurnar verða haldnar i Neskirkju kl. 11.00, þar sem As- laug Friöriksdóttir, skátaforingi, prédikar, i Hallgrimskirkju kl. 10.30, þar sem Arnfinnur Jónsson, skátaforingi, prédikar, og i Fella- skóla og Breiðholtsskóla kl. 10.30, þar sem sóknarprestarnir pré- dika. Kl. 13.30 safnast skátar saman á Rauðarárstig og fylkja liði að Laugardalshöll, þar sem sumarfagnaöur skáta hefst kl. 14.30, og verður hann meö varö- eldasniöi. Sumargjöf gengst fyrir sex skrúðgöngum. 1 Breiðholtshverfi kl. 13.15, Arbæjarhverfi kl. 14.15, Bústaðahverfi kl. 14.15 Háaleitis- hverfi kl. 13.15 og Vogahverfi kl. 14.15. Inniskemmtanirnar verða á fjórum stöðum. Austurbæjarbiói kl. 2 og kl. 3.30, en þar veröur leiksýning með söngvum, byggö á ævintýrum, og er hér um að ræöa hópvinnu leiklistarnema SAL með aðstoð fleiri. I Réttarholts- skóla kl. 2 og kl. 4 veröur brúöu- leiksýning, þar sem Leikbrúðu- land sýnir, og I Breiöholtsskóla kl. 2 og Arbæjarskóla kl. 4 sýna nemendur úr Fósturskóla tslands leikþætti meö fjölda söngva. Þá veröa kvikmyndasýningar i kvikmyndahúsum á vegum Sumargjafar. Loks verða merki og fánar seldir á vegum Sumargjafar. Þá gengst Framfarafélag Breið holts III fyrir skrúðgöngu kl. 9.30 frá Hólabrekkuskóla að Fella- skóla. Fyrir göngunni leikur Lúörasveit Breiðholts og Arbæj- ar. BÖRNIN FÁ AD FARA Á HESTBAK — og skoða geitur og kiðlinga Kvennadeild Fáks gengst fyr- ir HLAÐBORÐI i Félags- heimiji Fáks viö gamla Skeið- völlinn við EUiðaárnar i dag kl. 3 til 6. Er þetta I fjórða skiptið sem konurnar sjá um kaffiveitingar i vetur, en þar hefur jafnan veriö margt um gesti, enda veitingar sérstak- lega góðar. í HLAÐBORÐI Fáks mega aliir fá nægju sina, en veröiö er samt mjög sann- gjarnt. Að þessu sinni ætla konurnar aö gleðja börnin sér- staklega i tilefni af deginum. Frá kl. 3 til 5 geta börnin feng- ið að fara á hestbak nálægt féiagsheimilinu. Munu Fáksfélagar aðstoða þau, undir stjórn Guðrúnar Fjeldsted, sem veitir reiö- skóla Fáks forstööu, viö aö fara á hestbak eða teyma hest ana eöa þá bara við að klappa þeim. Þá verða sýndar þarna nokkrar geitur og kiðlingar og forkunnarfagur geithafur. Eigandi þeirra er Karl Kristjánsson. Er það von Fáksfélaga, aö sem flestir liti inn i félags- heimili'ð i dag — leyfi börn- um aö skoða geiturnar eða aö skreppa á hestbak. Þeir full- orðnu geta séö þarna og skoö- að marga glæsta gæðinga — suma af beztu hestum lands- ins og fengið sér siöan kaffi- sopa og kræsingar. á mysu var rúm 6% Sala á undan- rennu jókst einnig um tæp 8%. tsgerö Mjólkursamsölunnar fluttist I nýtt húsnæði á árinu. Meöbættri aðstöðu isgerðarinnar skapast möguleikar á aukinni fjölbreytni i framleiðslu. Engin mjólk var keypt frá búum utan svæðisins og nam salan rúmum 35 millj. 1. Af seldum rjóma komu um 72 þús. 1 frá búum á Norður- landi. Heildarsala á svæöinu var 934 þús. 1. Þaö er um 10 þús. 1 aukning frá árinu áður. Smjörbirgðir minnkuðu um 63 tonn á árinu. Um áramót voru að- eins 128 tonn til af smjöri. Aö meðaltali á svæðinu var greidd haustuppbótá innvegna mjólk 115 aurar á 1. Meðal útborgunarverð til bænda var kr. 34.37 á 1. Það vantar þvi 25.2 aura upp á, að verölagsgrundvallarverðið næö- ist. Bændur hafa fengið 71.5% af söluandvirði mjólkurinnar. Það er nálægt þvi hlutfalli, sem veriö hefur um langt árabil. Beinn reksturskostnaður M.S. af sölu nam 12.26% árið 1974. Starfsmenn Mjólkursamsöl- unnar voru 322. Þeim hafði fjölg- að um 5 á árinu. Samtals eru starfsmenn við fyrirtæki Mjólk- ursamsölunnar og Mjólkur- stöðvarinnar i Reykjavik 431. Samtals var fjárfest á vegum M.S. fyrir rúmar 62 millj. kr. á siðastliðnu ári, þar af var fjárfest i byggingum fyrir 25 millj. kr. Mjólkursamsalan keypti ásamt mjólkurbúi Flóamanna vélar og tæki til meðhöndlunar á mjólk og mjólkurvörum til langtima- geymslu. M.S. lagöi I þessa fjárfestingu 7.7 millj. kr. Gert er ráö fyrir, að fyrsta framleiðslan með þessari nýju aðferð komi á markaðinn i næsta mánuöi. Það er kakómjólk, sem á að vera hægt aö geyma við stofuhita I 4 mánuði eða jafnvel lengur og gæöin hald- ist óbreytt. Rannsóknarstofa M.S. hefur veriö rekin með svipuöu sniði og undanfarin ár og gert ómetanlegt gagn I baráttunni gegn júgur- bólgu. Til rannsóknarstarfsem- innar veitti rikissjóður 1 millj. kr. á árinu. Samkvæmt rekstrarreikningi voru seldar mjólkurvörur á árinu fyrir 1.927.782.696.55 kr. Niöur- stöðutölur reikningsins voru tæpar 2.161 millj. kr. I byggingarsjóði voru i árslok 142 millj. kr. Þetta voru nokkur atriði, sem komu fram I skýrslu forstjórans. Ur stjórn áttu að ganga þeir Eggert Ölafsson, Þorvaldseyri og Oddur Andrésson, Neöra-Hálsi. Þeir voru báðir endurkjörnir. I varastjórn voru kosnir þeir Ölaf- ur Agúst Ólafsson. Valdastööum og Magnús Sigurðsson, Birtingar- holti. Stjórn Mjólkursamsölunnar. Lengst til vinstri er Eggert ólafsson, þá Gunnar Guðbjartsson, Agúst Þorvaldsson, formaður, Einar Óiafsson, Oddur Andrésson og Stefán Björnsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.