Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 2
2 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sýrlenskar hersveitir í Líbanon: Ekkert ákveðið um endanlegt brotthvarf DAMASKUS, AP Forsetar Sýrlands og Líbanons tilkynntu í gær að Sýrlendingar myndu fyrir lok mánaðarins safna hersveitum sínum í Líbanon saman í Bekaa- dalnum, sem er við landamæri ríkjanna. Bashar Assad og Emile Lahoud, forsetar Sýrlands og Líbanons, hittust í Damaskus í gær og ákváðu þetta og hófust herflutningar frá norður- og mið- hluta Líbanons strax í kjölfarið. Engin ákvörðun var þó tekin um endanlegan brottflutning hersins frá landinu heldur sögðust leið- togarnir ætla að ákveða hann síð- ar. Forsetarnir sögðust í yfirlýs- ingu sinni ætla að virða ályktan- ir öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna án undanbragða en hún kveður á um að Sýrlendingar hætti afskiptum af málefnum Líbanons. Með þessu sendu þeir Ísraelsmönnum tóninn sem hafa virt að vettugi ályktanir þar sem þeir eru hvattir til að skila aftur landsvæðum sem þeir tóku í stríðinu árið 1967. Mótmæli gegn stjórninni héldu áfram í Beirút í gær. Í dag hafa Hizbollah-samtökin hins vegar hvatt til friðsamlegra mót- mæla Sýrlendingum til stuðn- ings. ■ Stofnfé í SPRON verður stóraukið Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins. VIÐSKIPTI Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðal- fundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mán- uðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í sam- ræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir mark- aðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigenda- fundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að mark- miðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Spari- sjóðsins. „Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn,“ segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arð- greiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guð- mundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tíma- bært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. „Við erum að blása til sóknar,“ segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. thkjart@frettabladid.is Barnaþrælkun: Fundu 60 börn í gámi LAGOS, AP Rúmlega sextíu börn á aldrinum 5-14 ára fundust í gámi í Lagos, stærstu borg Nígeríu, í gær. Grunur leikur á að þau hafi átt að selja í þrældóm en barnaþrælk- un er landlæg í Afríku eins og svo víða annars staðar í heiminum. Talið er að 200.000 börn séu árlega hneppt í þrælkun í álfunni. Lögreglan í Lagos handtók konu sem talin er viðriðin málið. Hún starfar fyrir munaðarleysingja- hæli í borginni en þar fundust á dögunum tíu unglingsstúlkur sem þar var haldið gegn vilja þeirra. ■ Banaslysið á Suðurlandsvegi: Nafn manns- ins sem lést ANDLÁT Maður- inn sem lést í bílslysi á Suður- landsvegi síð- astliðinn sunnu- dag hét Helgi Fannar Helga- son. Hann var fæddur 4. júlí 1986 og bjó á Heiðarbrún 2 á S t o k k s e y r i . Helgi var nemandi í Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. -jse SPURNING DAGSINS Sigurbjörn, er ekki málið að stækka golfvöllinn í staðinn? „Allar hugmyndir eru vel þegnar.“ Snjóleysi ógnar helsta skíðabæ landsins og fróðir telja snjóframleiðslukerfi bráðnauðsynlegt. Sigur- björn Sveinsson er í forsvari fyrir áhugafélagið Vini Akureyrar, sem vill veg bæjarins sem mestan og bestan. ■ NORÐURLÖND ■ EVRÓPA HEIÐURSVÖRÐURINN SKOÐAÐUR Forsetar Sýrlands og Líbanons, Bashar Assad (t.v.) og Emile Lahoud, hittust í Damaskus í gær og ræddu brottflutning herliðs Sýrlendinga. STÝRIMAÐURINN VAR FULLUR Stýrimaðurinn sem sigldi skipinu sem klessti á Stórabeltisbrúna á fimmtudaginn var að sögn Berl- ingske Tidende talsvert ölvaður þegar slysið varð. Maðurinn beið bana við áreksturinn. ÞRÍR LÁTNIR EFTIR SKÍÐAGÖNGU Hin fornfræga Vasa-skíðaganga í Svíþjóð sem fór fram um helgina snerist upp í sorgaratburð. Afton- bladet hermir að þrír skíða- göngumenn á aldrinum 30-81 árs hafi ofreynt sig í göngunni og lát- ist. MEINTUR STRÍÐSGLÆPAMAÐUR GEFUR SIG FRAM Momcilo Per- isic, fyrrverandi hershöfðingi í júgóslavneska hernum, gaf sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann er sakaður um hafa skipulagt fjöldamorð í Króatíu og Bosníu á árunum 1993-1998. VILJA STYRKJA STÖÐU SPRON Með þvi að margfalda stofnfé í SPRON er unnt að styrkja fjárhagslega stöðu og auka starfsemina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FANGELSISMÁL „Sjálfsvíg eru eðli- lega öllum aðstandendum erfið og margir þurfa aðstoð og hjálp þegar slíkt á sér stað,“ segir Þór- arinn Viðar Hjaltason, sálfræð- ingur hjá Fangelsisstofnun. Gæsluvarðhaldsfangi á Litla- Hrauni fyrirfór sér aðfaranótt laugardags og efla hefur þurft alla sálgæslu fyrir aðra fanga og starfsmenn síðan þá. Er þetta annað sjálfsvígið inn- an veggja íslenskra fangelsa á skömmum tíma en í nóvember síðastliðnum fyrirfór þrítug kona sér í kvennafangelsinu að Kópa- vogsbraut. Fram að því höfðu sex ár liðið frá því að slíkt átti sér stað. Þórarinn segir enga einhlíta skýringu á þessu en segir sjálfs- víg innan fangelsa hérlendis þó fátíð. „Ef fólk ætlar sér að fremja sjálfsvíg er yfirleitt hægt að finna leiðir til þess en venjan er sú að ef ótti er um að fangar séu þung- lyndir eða líklegir til að taka eigið líf er vakt um það fólk aukin. Það sem gerir þetta erfiðara er að þessir einstaklingar eru lokaðir inni og því vekur það athygli út fyrir fangelsisveggina.“ - aöe Gæsluvarðhaldsfangi svipti sig lífi á Litla-Hrauni: Sálgæsla fyrir aðra fanga efld FANGELSIÐ AÐ LITLA-HRAUNI Þar stytti fangi sér aldur aðfaranótt laugardags en í nóvember átti hliðstætt atvik sér stað í kvennafangelsinu í Kópavogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON Segir að endurskoða þurfi hlutverk Byggðastofnunar enda sæki fleiri lán sín til bankanna en áður. Byggðastofnun: Tæplega 400 milljóna tap BYGGÐASTOFNUN „Miðað við þann fjölda fyrirspurna og beiðna sem okkur berst er Byggðastofnun ekki ofaukið enn sem komið er,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson for- stjóri, en í ársreikningi stofnunar- innar sem birtur var í gær var 385 milljón króna tap á rekstri hennar á síðasta ári. Er þetta mikil breyting frá ár- inu 2003 þegar aðeins varð sjö milljón króna tap á rekstrinum en ástæðurnar segir Aðalsteinn vera afskriftir vegna útlána, lágir vextir viðskiptabankanna og gengisþróun. - aöe

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.