Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 16

Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 16
Margt er okkur vel gefið Íslend- ingum. Við búum í gjöfulu landi, höfum óheftan aðgang að hreinu vatni, bæði heitu og köldu. Önd- um að okkur hreinu lofti, veður- far er vel ásættanlegt og þjóðin er almennt vel menntuð og hef- ur greiðan aðgang að öllum helstu lífsins þægindum. Það er svo önnur saga hvort og hvernig við kunnum að meta allar gjaf- irnar sem okkur eru gefnar og hvernig við förum með þær. Það er því væntanlega gott að vera Íslendingur. Vonandi er það raunin fyrir flesta. Það er samt ekki á það að treysta að það sé gott að vera gamall Ís- lendingur. Ítrekað fáum við fregnir af vanrækslu gamals fólks. Annað er ekki hægt að kalla það þegar aldraðir sjúk- lingar þurfa að vera upp á fjöl- skyldu sína komnir með umönn- un og þjónustu. Enn síður þegar fólk getur legið beinbrotið árum saman án viðeigandi aðgerða. Vonandi er slíkt tilvik þó eins- dæmi. Það er stór gjöf að þurfa ekki að vita hvað morgundagurinn færir okkur, að þurfa ekki að vita hvernig ellin sækir okkur heim. Flest viljum við þó vænt- anlega verða gömul. Við viljum eldast og njóta samvista við fjöl- skyldu og vini. En þá viljum við helst halda þokkalegri heilsu og vissulega getum við aukið lík- urnar á því með heilbrigðu og heilsusamlegu líferni. Engin leið er þó fyrir nokkurt okkar að tryggja góða heilsu fram í síð- búið andlát. Allt getur gerst. Við höfum lagt á okkur ómælda vinnu til að byggja hér upp gott samfélag. Samfélag sem tryggir fólki vinnu, börnum skólagöngu og sjúkum aðhlynningu. Í flest- um tilvikum uppfyllum við þetta allt saman með sóma og búum vel að þegnum þessa lands. En sú er þó ekki alltaf raunin og of mörg dæmi virðast sýna að aldr- aðir séu afgangsstærð. Öll getum við átt eftir að standa í þeim sporum að missa stjórn á lífi okkar vegna sjúk- dóms og líkurnar aukast með hækkandi aldri. Sjálfsvirðingin er hverjum manni mikilvæg og kannski aldrei mikilvægari en þegar á móti bjátar. Margir aldraðir þurfa að láta þar í minni pokann þegar þeim er boðið, fársjúkum, jafnvel ekki með sjálfum sér, að dvelja lang- dvölum í tveggja til fjögurra manna herbergjum með blá- ókunnu fólki sem er jafnilla eða verr á sig komið. Það er lág- markskrafa að við fáum að takast á við slíka erfiðleika í einveru ef við óskum þess og fáum aðstoð við að halda sjálfs- virðingunni eins og unnt er. Það getur verið erfitt að takast á við sjúkdóma, hrörnandi líkama, minnkandi starfsgetu, skert minni og skerta einbeitingu. Flest eigum við eftir að glíma við það verkefni að eldast og það er í höndum þeirrar kyn- slóðar, sem nú rekur þetta sam- félag og stjórnar því, að búa svo að öldruðum að þetta verkefni verði eins auðvelt og ánægju- legt og kostur er. Þá þarf að huga fyrst að óskum fólks og þörfum en síðan að kostnaði. Stundum virðist nefnilega fyrst hugað að sparnaðarleiðum en síðan leitað leiða til að mála sparnaðinn fögrum orðum og dulbúa hann sem bætta þjónustu og aukin lífsgæði. Slík er ekki alltaf raunin eins og dæmin sanna. Það fólk sem nú tilheyrir hinni svokölluðu eldri kynslóð á það inni hjá okkur sem yngri erum að við búum vel að því, hlustum á óskir þess og aðstoð- um það síðasta hluta leiðarinnar. Þetta eru foreldrar okkar, afar og ömmur, sem komu okkur á legg, ólu önn fyrir okkur og skópu þetta samfélag sem við búum nú í. Ef vitneskjan um það dugir ekki til að kalla á bætta þjónustu við aldraða ættum við a.m.k. að geta bætt þjónustuna við aldraða út frá okkar eigin forsendum. Við færumst nefni- lega sjálf nær þessari stöðu með hverjum deginum sem líður, hvort sem við erum nú tvítug eða fertug. Og þá viljum við ör- ugglega ekki þurfa að deila her- bergi með ókunnu fólki eða liggja einmana og án nauðsyn- legrar aðhlynningar. Nú er það auðvitað ekki svo að allir veikist sem eldast, öðru nær, sem betur fer. Margir ná háum aldri frískir og kátir með óskerta eða lítt skerta starfs- orku. Enn erum við þó að senda fólk út af vinnumarkaðnum fyrir þær sakir einar að hafa náð ákveðnu aldurstakmarki. Sumir vilja draga sig út af vinnumarkaðnum með fyrra fallinu, aðrir eins seint og kost- ur er. Er það ekki hluti af sjálfs- virðingunni að eiga slíkt val? ■ Nefnd á vegum samgönguráðherra hefur lagt til að í stað bens-ín- og olíugjalds verði á næstu árum tekin upp notendagjöldsem byggist á akstursskráningu með GPS-staðsetningar- tækjum sem komið verði fyrir í öllum bifreiðum. Telur nefndin að nú- verandi tekjustofnar vegakerfisins séu að ganga sér til húðar og því nauðsynlegt að finna aðrar og hagkvæmari leiðir til tekjuöflunar. Auk akstursgjalda leggur nefndin til að hugað verði að því að taka upp veggjöld í ríkari mæli en nú. Ágreiningslaust er að miklar breytingar eru að verða á tekjukerf- inu sem viðhald og rekstur samgöngukerfisins byggir á. Tekjustofn- arnir; bensíngjaldið og olíugjaldið sem kemur í stað þungaskatts, fara lækkandi þrátt fyrir aukinn akstur. Skýringarnar eru þær að bílar verða æ sparneytnari. Á næstu árum munu síðan nýir orkugjafar koma til sögunnar sem eru óháðir þessum gjöldum. Í löndunum aust- an hafs og vestan íhuga stjórnvöld leiðir til að mæta þessari þróun. Fram kemur að nefnd samgönguráðherra sækir hugmyndir sínar til Evrópusambandsins. Notendagjöld eru að jafnaði hagkvæmari og réttlátari en gjöld sem menn eru látnir greiða óháð notkun. Hugmyndin um að framlag einstakra manna til samgöngukerfisins byggist á notkun þeirra á vegunum og öðrum mannvirkjum er þess vegna ekki óeðlileg. En ástæða er til að staldra við áður en lengra er haldið. Ekki ætti að stíga skref í þessa átt fyrr en búið er að íhuga og ræða vandlega eftirlits- kerfið sem notað yrði. GPS-staðsetningarkerfið, sem nefndin mælir með, er afar fullkomið en það býður heim hættu á stórkostlegri mis- notkun og óhóflegu eftirliti með borgurunum. Með GPS-tækjum er hægt að fylgjast með öllum ferðum ökumanna og halda skrár yfir þær. Með tengdum búnaði er að auki hægt að fylgjast með hraða öku- tækja og tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að sekta menn með sjálfvirkum hætti brjóti þeir reglur umferðarlaga um hámarkshraða. Hafa nokkur bílaleigufyrirtæki í Bandaríkjunum tekið upp slík vinnubrögð. Eftirlit með almennum borgurum hér á landi verður æ umfangs- meira með hverju árinu. Eftirlitsmyndavélar eru í opinberum stofn- unum, bönkum og verslunum, á almannafæri í miðborginni og á fjöl- förnum gatnamótum. Tæknilega er hægt að rekja ferðir fólks og neysluvenjur af mikilli nákvæmni með skoðun á notkun greiðslu- korta og farsíma. GPS-staðsetningartæki í alla bíla yrði nýtt stig í þessari þróun. Rétt er að geta þess að nefnd samgönguráðherra leggur áherslu á að gætt sé að persónuvernd við upptöku GPS-kerfis í bíla. Hún segir að tryggja verði að kerfið taki hvorki á móti né geymi aðrar upplýs- ingar en nauðsynlegar séu til útreiknings á gjöldunum til vegakerfis- ins. Ekki eigi að skrá akstursferil ökutækja heldur einungis eknar vegalengdir. Jafnframt verði eigendur bifreiða að geta sannreynt að upplýsingarnar séu réttar. Þessi fyrirvari nefndarmanna er að sjálf- sögðu afar mikilvægur. En alkunna er að kerfi af þessu tagi vaxa mönnum iðulega yfir höfuð. Góður ásetningur í upphafi er ekki trygging fyrir réttri breytni í framtíðinni. Þess vegna þarf að fara vandlega yfir það með hvaða hætti er hægt að koma í veg fyrir mis- notkun. Í því sambandi ættu menn að íhuga að gera tækin þannig úr garði strax í upphafi að tæknilega sé ekki hægt að lesa akstursferil- inn heldur aðeins kílómetrafjöldann. Og þá er stutt yfir í þá spurn- ingu hvort ekki sé einfaldara að lesa reglulega af hefðbundnum öku- mælum bifreiða og láta GPS-kerfið lönd og leið. ■ 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ríkið mæli kílómetrana en fylgist ekki með akstursferli. Bifreiðar og GPS FRÁ DEGI TIL DAGS Nýsköpun Mikil gerjun og nýsköpun á sér nú stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Eitt dæmið um það er ályktun Rafiðnaðar- sambandsins um að leggja af hefð- bundna kröfugöngu 1. maí og efna í staðinn til fjölskylduhátíðar í Laugar- dalnum. Annað dæmi um ný vinnu- brögð er ákvörðun stjórnar Verslunar- mannafélags Reykjavíkur undir forystu Gunnars Páls Pálssonar að leggja til við aðalfund að endurgreiða félagsmönnum fram- vegis hluta af félags- gjöldum og sjúkra- og orlofssjóðsiðgjöldum. Nái tillagan fram að ganga verður féð lagt inn á séreignarsjóð við- komandi félags- manns hjá félaginu og nýtist honum til ákveðinna verkefna að eigin vali svo sem símenntunar, orlofs, forvarna, end- urhæfingar eða framfærslu við atvinnu- missi eða heilsubrest. Orlofshús hækka Á heimasíðu VR kemur fram að 350 til 400 milljónir munu árlega renna í þessa séreignarsjóði en í upphafi fái þeir rúman milljarð sem nokkurs konar startgjald. Félagsmenn eru um 22 þús- und og verður meðaltalsinneign hvers og eins um 45 þúsund krónur, sumir eiga þó meira og aðrir minna eftir því hve mikið þeir hafa greitt til félagsins. Ef rýnt er í smáa letrið kemur í ljós að í kjölfarið munu leigugjöld orlofsbústaða félagsins hækka. Það verður um hvorki meira né minna en 20 þúsund krónur fyrir vikudvöl í orlofshúsi, þannig að strax lækkar nú verulega í sjóðum hjá fjölda félagsmanna. Af hverju ekki lækka? Gott er þegar gamlar og grónar stofn- anir eins og verkalýðsfélögin hafa metnað til að endurskoða hlutina og fara nýjar leiðir. En ákvörðun VR vekur óneitanlega upp þá spurningu hvort ekki sé eðlilegra að lækka viðkomandi gjöld í stað þess að ráðstafa þeim inn á sérstaka reikninga í anda svolítið gam- aldags forsjárhyggju. Minnir á skyldu- sparnað ríkisins hér áður fyrr. Getur ekki bara verið að stéttarfélögin séu farin að innheimta alltof mikil gjöld af launþeg- um og tími sé til kominn að endur- skoða í heild tekjukerfi þeirra? gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG ALDRAÐIR INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Flest eigum við eftir að glíma við það verkefni að eldast og það er í höndum þeirrar kyn- slóðar, sem nú rekur þetta samfélag og stjórnar því, að búa svo að öldruðum að þetta verkefni verði eins auðvelt og ánægjulegt og kostur er. ,, Er gott að vera Íslendingur?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.