Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 30

Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 30
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Miðvikudagur MARS ■ ■ LEIKIR  19.15 Þór Ak. og ÍBV mætast í Höllinni á Akureyri í DHL-deild karla.  19.15 Stjarnan og Fram mætast í Ásgarði í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Grótta/KR og FH mætast á Seltjarnarnesi í 1. deild karla.  20.00 Afturelding og Selfoss mætast á Varmá í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í fótbolta.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Bein útsending frá leik AC Milan og Manchester United í Meistaradeildinni í fótbolta.  21.40 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik AC Milan og Manchester United í Meistaradeildinni í fótbolta.  21.40 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Útsending frá leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni í fótbolta.  23.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Lyon og Werder Bremen í Meistaradeildinni í fótbolta. Chelsea hefur harma að hefna 22 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR > Við hrósum ... ... taekwondo-kappanum Birni Þorleifssyni sem gerði frábæra hluti á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hann vann yfirburðasigur í -78 kg flokki og var jafnframt valinn maður mótsins. sport@frettabladid.is > Við hrósum ... ... forráðamönnum HSÍ fyrir að mæla með bragarbót á starfsreglum aganefndar, sem legið hefur undir mikilli gagnrýni að undanförnu fyrir væga dóma. Agareglurnar voru barn síns tíma og er það gleðiefni að menn ætli að kasta refsistiga- kerfinu svokallaða fyrir róða og taka upp nútímalegra kerfi. Aðal leikur dagsins Chelsea-Barcelona Sennilega stærsti leikur ársins enn sem komið er og má lofa taumlausri skemmtun. Chelsea verður að skora til að komast áfram og Barcelona hefur ekki verið þekkt fyrir að legga mikla áherslu á varnarleik. Blússandi sóknarbolti á Brúnni í London. Leikurinn verður í beinni á Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen leikur sinn stærsta leik á lífsleiðinni í kvöld gegn Barcelona og má fastlega gera ráð fyrir því að fjölmargir Íslendingar verði límdir við skjáinn til að fylgjast með þjóðar- gersemi sinni. Móðir Eiðs, Ólöf Einars - dóttir, er þar engin undan- tekning. „Að sjálfsögðu ætla ég að sjá strák- inn. Hann er búinn að vera í dúndurfomi að undanförnu og ég er alveg viss um að Chelsea fari áfram,“ segir Ólöf, sem lét eftir sér ferð á völlinn fyrir bróður sinn, sem nýlega varð fertugur. „Ég fer á völlinn ef liðið kemst í úrslitaleikinn. Það er alveg hægt að bóka það,“ segir Ólöf. Ólöf segir að sem móðir upplifi hún alla þá gleði og allar þær sorgir sem strákurinn fær að kynnast. „Ég fæ þetta beint í æð og þar er það móðureðlið sem ræður mestu. Ég fylgist meira með öðrum þáttum, eins og til dæmis að vona að hann slasist ekki, hvort hann sé vel stemmdur fyrir leiki og fleiri slíkum hlutum,“ segir Ólöf. Hún segir tilfinninguna sem fylgdi því að horfa á son sinn lyfta enska deildabikarnum um daginn hafa verið ólýsanlega. „Að sjá hann uppi á palli með fullt af fólki í kringum sig og flugelda springandi, þetta er ótrúlegt og ég fæ hreinlega gæsahúð þegar ég hugsa um þetta. Það má alveg segja að ég sigri og gráti með honum. Mér finnst með ólíkindum að hann skuli hafa náð svona langt,“ segir stolt móðirin. Þrír leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og beinast flestra augu að leik Eiðs Smára Guðjohn- sen og félaga hans í Chelsea gegn Barcelona á Stamford Bridge. EIÐUR SMÁRI Í ELDLÍNUNNI Í KVÖLD: MÓÐUREÐLIÐ SEGIR TIL SÍN HJÁ ÓLÖFU EINARSDÓTTUR Fer á völlinn ef hann kemst í úrslit FÓTBOLTI Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt eins- lega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ron- aldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. „Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge,“ sagði Ronald- inho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðs- ins. „Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af,“ sagði Ronald- inho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Erfitt hjá United Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska lið- ið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir hönd- um er erfitt. „Ég hef engar efa- semdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik – það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli,“ sagði Ferguson. Lyon með góða stöðu Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæm- ist áfram. „Ég held að þetta sé síð- asti leikur okkur í Meistaradeild- inni,“ sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. „Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skor- um snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið,“ sagði Ismaël. oskar@frettabladid.is Hildur Sigurðardóttir frábær í sænska körfuboltanum: Kvaddi heimavöllinn með stæl og skoraði 22 stig í lokaleiknum KÖRFUBOLTI Hildur Sigurðardóttir, körfuknattleikskona með sænska liðinu Jämtland, kvaddi áhorfend- ur á heimavelli sínum með stæl þegar liðið mætti Sallén. Hildur skoraði 22 stig í leiknum og átti stóran þátt í sigri gestgjafanna. Lokatölur urðu 95-69 en Jämtland náði ekki sæti í úr- slitakeppninni og leiktíð- in því nánast á enda. Eftir að úrslita- sætið var úr s ö g u n n i á k v a ð f é l a g i ð að end- u r n ý j a e k k i samninginn við Hildi og Dionne Brown, sem var einnig at- vinnumaður hjá liðinu. Hildur sagði í samtali við sænska blaðið Länstidn- ingen að hún hefði, ólíkt Brown, ákveðið að leika síðasta leikinn áður en hún héldi á braut. „Mér líkar mjög vel hér og þess vegna vildi ég spila síðasta heimaleikinn,“ sagði Hildur og bætti því við að hún útilokaði ekki að halda áfram hjá Jämtland. „Eins og er held ég öllu opnu en ég verð fyrst að sjá hvern- ig liðið verður á næsta ári. Það er alveg mögulegt að ég verði áfram enda líkar mér mjög vel hér.“ Hasse Widell, þjálfari Jämtland, sagðist vilja halda Hildi í Svíþjóð. „Hún hefur staðið sig frábærlega hér en á næsta tímabili verðum við að fá einn bakvörð til við- bótar til að létta undir með henni. Það er erfitt að spila 40 mínútur í hverjum leik,“ sagði Widell. Hildur sagðist hafa orðið fyrir von- brigðum með gengi liðsins. „Við hefðum átt að komast í úr- slit með þetta lið,“ sagði Hildur. „Það fór eitthvað úr- skeiðis eftir ára- mót en við vitum ekki alveg hvað það var.“ Lokaleikur Jämtland verður gegn 08 Stock- holm annað kvöld. smari@frettabladid.is HILDUR SIGURÐARDÓTTIR Hefur staðið sig frábærlega í Svíþjóð og Svíarnir vilja halda henni áfram. MEISTARADEILDIN Í KVÖLD AC MILAN - MAN. UTD MILAN VANN FYRRI LEIKINN, 1–0. CHELSEA - BARCELONA BARCELONA VANN FYRRI LEIKINN, 2-1 LYON - WERDER BREMEN LYON VANN FYRRI LEIKINN, 3–0. SAMUEL ETO’O OG RONALDINHO Þessir tveir leikmenn verða í eldlínunni með Barcelona gegn Chelsea í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.