Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 8. mars, 67. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 8.10 13.38 19.08 AKUREYRI 7.57 13.23 18.50 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Hildur Dungal, forstjóri Útlendinga- stofnunar, er komin í frí frá karate en hreyfir sig mikið með fjölskyldunni og reynir að eyða öllum frístundum með henni. „Ég er búin að æfa karate síðastliðið eitt og hálft ár. Nú er ég í smá hléi því ég var að taka við nýju starfi og er með tvö lítil börn. Ég ætla að taka mér frí fram á haust því ég vil gera þetta vel. Ég þarf að mæta sextíu prósent til að fá að taka próf þannig að ég tók mér frekar hlé en að gera þetta illa. Ég er komin með appelsínugult belti og mér finnst þetta mjög góð líkamsrækt. Ég var orðin þreytt á að kaupa mér líkamsræktar- kort og mæta fyrstu þrjá mánuðina og síð- an ekki meir. Svo sá ég auglýsingu frá Karatedeild Breiðabliks og ákvað að skella mér,“ segir Hildur, sem var liðtæk í körfu- bolta á sínum yngri árum. „Ég fer líka mikið í göngutúra með krakk- ana og finnst gaman að gera eitthvað til heilsubótar með þeim eins og að fara í sund eða hjóla. Þegar aðstæður bjóða upp á þá höfum við fjölskyldan líka farið á skíði,“ segir Hildur, sem reynir að eyða sem mest- um tíma með fjölskyldu sinni. „Ég og maður- inn minn vinnum bæði mjög mikið og þegar við eigum tíma aflögu viljum við eyða tím- anum með börnum okkar og ég læt þau ekki í pössun svo ég geti farið í líkamsrækt.“ Hildur og fjölskylda hennar spá líka að- eins í mataræðið á heimilinu. „Ég er mikill nautnaseggur, bæði í mat og sælgæti, þannig að ég hugsa ekkert þannig um hvað ég læt ofan í mig. Það er frekar að ég reyni að hreyfa mig til að geta á móti borðað góð- an mat. En við borðum frekar léttan mat á heimilinu því okkur finnst hann góður. Við borðum ekki mikið rautt kjöt heldur frekar kjúkling, ávexti og grænmeti.“ lilja@frettabladid.is Fjölskyldan heldur sér í formi saman heilsa@frettabladid.is Hávaði í umhverfi barna get- ur verið svo mikill að hann valdi heyrnaskaða, fyrir utan streitu, höfuðverk, truflun á málþroska og námsgetu. Niðurstöður há- vaðamælinga í skólum og leik- skólum benda jafn- framt til þess að hús- næði þar sem börn dvelja sé ekki alltaf nógu vel hannað hvað hljóðvist varðar og uppfylli ekki kröfur byggingareglugerðar um ómtíma. Til að vekja umræðu um þetta vandamál og leita úrræða til bóta mun Umhverfisstofnun ásamt Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands, Lýðheilsustöð, Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur og Vinnueftirliti ríkisins halda ráðstefnu undir yfirskriftinni Há- vaði í umhverfi barna hinn 1. apríl í Kiwanishúsinu Engjateigi 17. Fyrsta bílaapótekið á Norður- löndum var opnað í Kópavogi síðastliðin á laugardag en það er Lyfjaval sem á nýja bílaapótekið, sem er við Hæðasmára. Þar er afgreitt um lúgu og hægt að láta símsenda lyfseðla í apótekið, panta afgreiðslu á fjölnota lyf- seðlum sem geymdir eru í bíla- apótekinu eða með því að leggja þá inn að morgni og sækja lyfin síðar. Þrátt fyrir að bílaapótekið sé hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum er þó nokkur reynsla af rekstri slíkra apóteka í Bandaríkjunum þar sem lúgu- apótekum hefur fjölgað síðustu ár. Bílaapótek Lyfjavals er skammt frá Smára- lind í Kópavogi og að- koman er greið. Af- greitt er um lúgu frá klukkan 10 á morgn- ana til miðnættis, alla daga vikunnar. Litlar stúlkur eru óánægðar með lík- ama sinn og vilja vera grennri en þær eru. Þetta kemur fram í niðurstöðum ástralskrar rannsóknar sem voru birtar í Brit- ish Journal of Developmental Psychology. Rannsóknin var unn- in af vísindamönnum við Flind- ers-háskóla í Ástralíu. Stúlkurnar, sem voru allt niður í sex ára gamlar, töldu flestar að því grennri sem þær væru, því vin- sælli yrðu þær. Í rannsókninni var talað við 80 stúlkur á aldrinum fimm til átta ára og í ljós kom að 47% stúlknanna vildu vera grennri en þær voru og 45% kváðust myndu fara í megrun ef þær fitnuðu. Samkvæmt upplýs- ingum frá átröskunarsamtökum Bretlands hafa allt niður í átta ára börn greinst með lystarstol. Hildur með börnum sínum, Lönu Kristínu sem er á fjórða ári og Andra Páli sem er á sjöunda ári. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég er ekki að gráta af því mig langar ekki í skólann. Ég er að gráta af því að mig langar svo að vera hjá þér!! Varar við ræktun erfðabreyttra lífvera BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Sólblómaolía gegn sýkingum HÆGT ER AÐ KOMA Í VEG FYRIR SÝKINGAR HJÁ UNGBÖRNUM MEÐ ÞVÍ AÐ NUDDA ÞAU MEÐ SÓLBLÓMAOLÍU. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Breskir læknar segja það ódýra og einfalda lausn gegn sýking- um að nudda ungbörn með sólblómaolíu. Húð fyrirbura er sérstaklega viðkvæm fyrir sýk- ingum þar sem hún er ekki fullmótuð, en nýleg rannsókn í Bretlandi sýndi að ef sól- blómaolía væri borin á húð þeirra daglega styrktust varnir hennar til muna. Læknar telja þetta sérstaklega góðar fréttir fyrir þróunarríkin, en um 13 milljónir barna fæðast fyrir tímann um allan heim, mörg þeirra í þróunarríkjunum. Sýk- ingar hjá börnum í þessum löndum eru stórt vandamál og er dánartíðni ungbarna há. Á meðan á rannsókninni stóð var sólblómaolía borin á fyrir- burabörnin þrisvar á dag í 14 daga og svo tvisvar á dag þar til börnin voru útskrifuð af spít- alanum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.