Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 26
Langþráður draumur eigenda SH um sameiningu fisksölu- fyrirtækja á Ameríkumarkaði varð að veruleika með samein- ingu SH og Sjóvíkur. Sjóvík keypti söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust, en margar til- raunir höfðu verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. Til hliðar við þessi viðskipti eignaðist fjárfestingarfélagið Grettir, sem var í eigu Trygg- ingamiðstöðvarinnar og Lands- bankans, 34 prósenta hlut í Keri, sem er stærsti eigandi Sam- skipa og Olíufélagsins Essó. Auk þess er Ker stærsti hluthafi Eglu, sem á níu prósenta eignar- hlut í KB banka. Stærstu eig- endur Sjóvíkur eru Nordica Partners og Sund, sem er eign- arhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís. Nordica Partners er meðal annars í eigu Gísla Reynissonar, kaupsýslumanns Riga í Lett- landi, og Jóns Þórs Hjaltasonar, viðskiptafélaga Ólafs Ólafsson- ar, stærsta eiganda Kers. Eftir viðskiptin ráða þessir aðilar 47 prósenta hlut í Gretti og eru stærstu hluthafarnir. Grettir á einnig sextán prósenta hlut í Straumi fjárfestingarbanka og benda viðskiptin nú til þess að áhugi Landsbankans á að ná tök- um á Íslandsbanka í gegnum Straum kunni að hafa minnkað. Stærstu eigendur Kers, þeir Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson, eru allt annað en ánægðir með þessi málalok. Með þessum viðskiptum skiptu eigendur Sjóvíkur um lið og Kristján Loftsson, stjórnarfor- maður Kers, segir að þeir hafi gengið gegn munnlegu sam- komulagi um forkaupsrétt hlut- hafa Kers. „Ég tel að þetta hafi verið lengi í undirbúningi. Á stjórnarfundum í Keri gengu á milli manna tillögur um út- færslu á forkaupsréttarákvæð- um og óánægja með orðalag kom í veg fyrir að frá tillögun- um væri gengið á aðalfundi.“ Hann telur því að fyrrverandi viðskiptafélagar hafi gengið gegn munnlegu samkomulagi með því að selja Gretti bréf sín án þess að bjóða bréfin núver- andi hluthöfum til kaups. Barátta skipafélaga Samkvæmt heimildum voru eig- endur SH, með Landsbankann í broddi fylkingar, afar áfjáðir í sameininguna við Sjóvík og hyggja á frekari sókn og sam- einingar í Kanada í kjölfarið. Þeim var því mikið í mun að landa þessari sameiningu. Sjó- víkurmenn settu söluna á hlut- unum í Keri á dagskrá og seldu þau bréf dýrt. Eigendur Grettis eru flís í auga ráðandi hluthafa í Keri og Grettismenn veðja á að þeir verði keyptir út með leið- indaálagi. Orðrómur er einnig á kreiki um að menn hafi haft hug á að kaupa einnig hlut Kristjáns Loftssonar, en við það hefði staða Ólafs Ólafssonar verið orðin þröng. Kristján á sautján prósenta hlut í Keri en Ólafur 41 prósent. Þeir standa hins vegar saman og ráða félaginu. Þeir geta því beðið með að kaupa Gretti út úr félaginu, þótt þeir séu ekki áfjáðir í félagsskapinn. Að tjaldabaki þessara við- skipta liggja einnig ríkir hags- munir í flutningastarfsemni. Samskip hafa verið að sækja í sig veðrið í samningum við inn- flutningsfyrirtæki, eins og Haga, en Eimskip náði samning- um um flutninga Samherja. Þeir sem gleggst þekkja telja að Eimskip sé eins og staðan er nú með betra jafnvægi í nýtingu skipa í inn- og útflutningi. Á móti hefur Samskip byggt hratt upp erlendan rekstur og er fé- lagið komið mun lengra á þeim vettvangi. Litlir kærleikar hafa verið milli félaganna og við þau við- skipti sem nú eru að baki munu átökin harðna. Ólafur og Krist- ján ráða yfir Keri og munu ekki gefa það eftir. Nú hefst störu- keppni í félaginu þangað til semst um að kaupa Gretti út úr félaginu. Eigendur Sjóvíkur hafa átt langt samstarf við Ólaf Ólafsson í viðskiptum en hafa nú skipt um lið. Líklegt er að rykið verði að setjast áður en menn taka til við að leysa úr nú- verandi stöðu. Ólafur Ólafsson hefur marga fjöruna sopið í við- skiptum og er vanur að bíta frá sér. Ýmislegt á eflaust eftir að ganga á í baráttu Ólafs og Björgólfsfeðga á næstu mánuð- um. Ólafur sneri á bankana þeg- ar reynt var að sameina SH og SÍF og er í viðskiptalífinu talinn hafa að minnsta kosti einu lífi meira en kötturinn. Hagsmunir Ólafs og SH fara saman að ein- hverju leyti því SÍF á fjögurra prósenta hlut í SH eftir samein- ingu við Sjóvík. Hin hliðin á þessum viðskipt- um er svo framtíðaruppbygging í fisksölu í Ameríku og Asíu. Þar eru spennandi sóknarfæri með sameiningunni sem vonandi verða enn að bera ávöxt löngu eftir að átökin á milli eigenda Eimskipafélagsins og Samskipa verða gleymd. ■ Stjörnur á Stamford Bridge Í kvöld verður háður í Lundúnum leikur Chelsea og Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verður sennilega í liði Chelsea. Vörn Barcelona er ekki talin helsti styrkur liðsins og því gæti Eiður Smári átt ágæta von til þess að gleðja áhorfendur á heimavelli með marki eða tveimur. Eiður Smári mun í öllu falli verða hvattur áfram af stórum hópi íslenskra bankamanna en stjórnendur KB banka, Landsbank- ans og Straums hafa allir krækt sér í þægileg sæti við völlinn á morgun. Auk þess verður stór hluti starfsmanna innheimtuþjónustunnar Intrum á vellin- um. Chelsea tapaði á Nývangi í Barcelona en býr að því í leiknum á morgun að hafa skorað mark á útivelli og nægir því að sigra 1-0, en það eru ekki óalgeng úrslit hjá Chelsea. Íslendingar taka yfir van Geest-veldið Hollenska skipafélagið Geest bættist í síðustu viku í sívaxandi stokk erlendra fjárfestinga hinna kaup- glöðu Samskipamanna. Nafnið vekur athygli hér á landi því annað öflugt útrásarfyrirtæki á Ís- landi, Bakkavör, hyggur einnig á uppkaup á fyrirtæki sem heitir Geest. Það fyrirtæki er breskt og framleiðir matvöru. Tengslin milli hins breska og hollenska Geest eru þó mjög sterk. Fyrirtækin voru eitt og hið sama þar til matvælafyrirtækið Geest var skráð í kauphöll í Lundúnum árið 1986. Forsagan er sú að þrír garð- yrkjubændur – van Geest-bræður – höfðu haslað sér völl í matvæla- framleiðslu í Bretlandi og hófu siglingar milli landanna til vöru- flutninga. Nú er útlit fyrir að veldi Geest-bræðra verði innan tíðar óskipt komið í hendur íslenskra athafna- manna. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.777 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 207 Velta: 1.310 milljónir +0,80% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Landsbankinn tilkynnti í gær að öllum fyrirvörum vegna yfir- töku bankans á breska fjármála- fyrirtækinu Teather & Greenwood væri aflétt. Kaupin munu því ganga í gegn og hluta- bréf í Teather & Greenwood af- skráð úr kauphöll í Lundúnum. Tap Byggðastofnunnar í fyrra var 385 milljónir króna. Árið 2003 var hagnaður stofnunarinnar 7 milljónir. Verð bréfa í deCode hafa lækkað síðan félagið birti ársupp- gjör sitt á föstudag. Skömmu fyrir lokun markaðar í gær stóðu bréf- in í 5,92 dölum á hlut. FTSE í Lundúnum lækkaði um 0,18 prósent í gær. Dax í Þýska- landi hækkaði um 0,1 prósent og Nikkei í Japan hækkaði um 0,44 prósent. 18 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,10 -0,51% ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 28,00 +0,72% ... Burðarás 13,55 – ... Flugleiðir 14,70 +2,08% ... Íslandsbanki 11,70 -0,43% ... KB banki 51500 +0,78% ... Kögun 56,50 +2,73% ... Landsbankinn 14,85 +2,41% ... Marel 56,80 – ... Medcare 5,95 -0,67% ... Og fjarskipti 3,84 – ... Samherji 11,50 +1,77% ... Straumur 10,05 +1,01% ... Össur 83,50 - Átök S-hópsins og Björgólfsfeðga SH 15,51% Kögun 2,73% Landsbankinn 2,41% Austurbakki -1,33% Medcare -0,67% Actavis -0,51% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. mars n.k. á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 16:00. Sterkt sameinað félag Sameining SH og Sjóvíkur er að mati aðstandenda félaganna mikilvægt skref í framþróun þeirra og skapar sóknarfæri. Sjóvík hefur sterka stöðu í Asíu og mun SH njóta þeirrar stöðu. Miklir hagræðingarmöguleikar eru taldir vera á Ameríkumarkaði og Sjóvík ræður yfir nýjustu og fullkomnustu fiskréttaverk- smiðju í Bandaríkjunum. Sameiginleg velta félaganna er áætluð hátt í hundrað milljarðar króna. Fyrir- tækið verður leiðandi á Bandaríkjamarkaði og markmið eigenda fyrirtækisins er frekari útrás. Hafa fyrirtækjakaup í Kanada verið nefnd í því sambandi. Gunnar Svavarsson segir langþráðu markmiði náð með sameiningunni „Nú verður til mun öflugra fyrirtæki sem hefur alla burði til að vera leiðandi á markaðnum.“ Sameining Sjóvíkur og SH er til sóknar á erlend- um mörkuðum. Bak við sameininguna krauma átök milli S-hópsins undir forystu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Sam- skipa, og eigenda Lands- bankans og Eimskipa- félagsins. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SAMEINING SH OG SJÓVÍKUR OG BARÁTTA VIÐSKIPTABLOKKA MENN FYRIR BORÐ Með sameiningu Sjóvíkur við SH og sölu eigenda Sjóvíkur á hlut í Keri hefur Ólafur Ólafsson, stjórnar- formaður Samskipa, misst viðskiptafélaga í „hitt liðið“. Ólafur er mikill baráttujaxl og hefur marga fjöruna sopið í viðskiptum. LANGÞRÁÐ MARKMIÐ Eigendur og stjórnendur Landsbankans og Burðaráss hafa lengi leit- að leiða til að sameina starfsemi íslensku fisksölufyrirtækjanna í Ameríku. Það hefur nú tekist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.