Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,39 60,67 115,63 116,19 79,77 80,21 10,72 10,78 9,70 9,76 8,82 8,87 0,57 0,58 92,24 92,78 GENGI GJALDMIÐLA 7.3.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109,36 +0,09% 4 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR MANNRÉTTINDAMÁL Skýrsla mann- réttindasamtakanna Amnesty International um áhrif skotvopna á líf kvenna var kynnt í gær. Þar er reynt að sýna fram á áhrif smá- vopna á líf kvenna í heiminum. Talið er að um 650 milljónir skotvopna séu í umferð í heimin- um í dag og í langflestum tilfell- um séu þau í eigu karlmanna. Skýrsluhöfundar segja að reynsl- an sýni þó að konur verði oftar en ekki fyrir barðinu á þessum vopn- um. Mikilvægt sé því að fækka þessum vopnum og koma böndum á sölu þeirra. Nú þegar hafi þjóðarleiðtogar nokkurra ríkja lýst yfir stuðningi við þessa stefnu samtakanna, þar á meðal leiðtogar Finnlands og Bretlands. Með útgáfu skýrslunnar vilja samtökin einnig minna almenning á að hann getur lagt sitt af mörk- um til að draga úr mannréttinda- brotum sem tengjast margs konar vopnaburði á hendur konum í heiminum með því að taka þátt í undirskriftarsöfnun á slóðinni www.controlarms.org. - gg Nefskatturinn bitnar á barnafjölskyldum Tekjur Ríkisútvarpsins haldast óbreyttar ef afnotagjöldin verða felld niður og nefskattur verður tekinn upp. Nefskatturinn yrði tekjubót fyrir flestar fjöl- skyldur í landinu. Tekjuskerðing yrði hjá allra stærstu fjölskyldunum. LAGABREYTING Í menntamálaráðu- neytinu er til umræðu að fella niður afnotagjöld Ríkisútvarpsins og taka í staðinn upp nefskatt og verður frumvarp þess efnis að öll- um líkindum lagt fram á næstu vikum eða mánuðum. Tillögurnar eru ekki fullmótað- ar en í dag er miðað við að taka upp nefskatt á alla Íslendinga 16 ára og eldri og undir sjötugu. Til viðbótar eru svo um 10 þúsund fyrirtæki sem myndu greiða skattinn. Miðað við 208 þúsund einstaklinga og 10 þúsund fyrir- tæki sem greiða rúmar 12 þúsund krónur á ári haldast tekjur Ríkis- útvarpsins óbreyttar. Verði skatt- urinn lagður á 18 ára og eldri hækkar skatturinn en þó ekki mikið. Nefskatturinn virðist koma ágætlega út fyrir fjölskyldurnar í landinu. Afnotagjöldin eru í dag 2.164 krónur á mánuði. Einhleyp- ur einstaklingur á aldrinum 16 til 67 ára greiðir í dag 32 þúsund krónur á ári en mun greiða 12 þús- und krónur nái tillögurnar fram að ganga. Tveggja manna fjöl- skylda græðir líka á breytingun- um en strax og fjölskyldan stækk- ar verður nefskatturinn óhag- stæðari. Þannig greiða fjölskyld- ur með uppkomin börn sem búa heima mest. Fimm manna fjöl- skylda þar sem öll börnin eru 16 ára og eldri greiðir til dæmis rúm- lega 5.000 krónur á mánuði í stað þess að greiða rúmlega 2.000 krónur í dag. Hækkunin nemur um 140 prósentum. Eldri borgarar koma ágætlega út úr breytingunum ef af verður. Sjötugir og eldri greiða ekki skattinn og fá því 12 þúsund króna tekjuaukningu yfir árið. Einstak- lingur á aldrinum 67-70 ára borg- ar í dag tæpar 26 þúsund krónur en færi í 12 þúsund krónur á ári. Bjarni P. Magnússon, inn- heimtustjóri Ríkisútvarpsins, segir að tekjur RÚV haldist óbreyttar ef nefskatturinn verði tekinn upp. 80 milljóna króna inn- heimtukostnaður sparist og sömu- leiðis komi sér vel að aflétta líf- eyrisskuldbindingum og framlagi til Sinfóníunnar. ghs@frettabladid.is Eldur í fangelsi: Rúmlega 120 fangar fórust SANTO DOMINGO, AP Í það minnsta 120 manns fórust í eldsvoða í fang- elsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Tildrög eldsvoðans voru átök á milli glæpagengja um hverjir fengju að annast sölu á fíkniefnum og tóbaki innan fangelsins. Enduðu átökin með því að eldur var borinn að koddum og rúmfatn- aði fanganna og breiddist hann hratt út. Fangaverðir fengu ekkert við ráðið enda voru margir fang- anna vopnaðir byssum og öðrum vopnum. Aðeins náðist að bjarga 26 af 148 föngum tukthússins en ástand fangelsismála er slæmt í landinu. ■ STRÆTÓ Á AKUREYRI Nýi vagninn tekur 60 farþega en vagninn á myndinni aðeins 40. Akureyri: Nýr strætó SAMGÖNGUR Sex tilboð bárust í nýj- an strætisvagn fyrir Strætis- vagna Akureyrar (SVA) og átti Kraftur lægsta tilboðið, rúmar 17 milljónir króna. Nýi vagninn getur flutt 60 far- þega og er stefnt á að taka hann í notkun fyrir septemberbyrjun. SVA á fimm vagna og verður einn tekinn úr umferð þegar sá nýi kemur. Stefán Baldursson, for- stöðumaður SVA, segir nýtingu á vögnunum fremur slaka en far- þegafjöldinn er 6 til 800 manns á dag. - kk Eistar og Litháar: Hunsa boð Rússanna TALLINN, AP Forsetar Eistlands og Litháen hafa ákveðið að hunsa boð rússneskra stjórnvalda um að taka þátt í hátíðahöldum í Moskvu í maí vegna loka síðari heimsstyrjaldar- innar. Forseti Lettlands hefur hins vegar þegið boðið. Árið 1941 náðu Þjóðverjar Eystrasaltslöndunum á sitt vald en þremur árum síðar lagði Rauði herinn þau undir sig og innlimaði í Sovétríkin. Andstaða íbúanna var alltaf mikil enda voru Kremlverj- ar óvandir að meðulum þegar kom að því að eiga við þá. Því voru lok heimsstyrjaldarinnar lítið gleði- efni fyrir Eista, Letta og Litháa. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÆKKUM VOPNUM Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, kynnti skýrsluna um vopnaeign og áhrif hennar á konur. Amnesty International: 650 milljón skotvopn í umferð AFNOTAGJALD EÐA EKKI? Rætt er um að afnema afnotagjaldið og taka upp nefskatt. Hann virðist koma ágætlega út hvað snertir kjör fjölskyldnanna í landinu. BREYTINGAR Á GREIÐSLUM Á ÁRI (KRÓNUR) Afnotagjöld Nefskattur Einstaklingur 16-67 ára 25.000 12.000 Fimm manna fjölskyldameð börn 16 ára og eldri 25.000 60.000 Eldri borgari 67-70 ára 25.000 12.000 Eldri borgari 70 ára og eldri 25.000 0 Staða öryrkja myndi líklega ekki breytast en þeir fá undanþágu frá afnotagjöldum í dag. Akureyri: Dyraverðir dæmdir DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt tvo dyra- verði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum stað- arins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Að auki voru dyraverðirnir dæmdir til að greiða öðrum gest- inum rúmar 100 þúsund krónur, ásamt vöxtum, dráttarvöxtum og verðtryggingu, en bótakröfu hins gestsins var hafnað. - kk Gamalt morðmál: Tekið upp eftir 162 ár ADELAIDE, AP Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa hafið rannsókn að nýju á morði á ónefndum Englend- ingi, 162 árum eftir að hann var myrtur. Á dögunum fannst bréf í húsi í bæ rétt utan við Adelaide, en verið var að gera húsið upp. Í bréfinu ját- ar útfararstjóri bæjarins að hafa tæpum níutíu árum áður stungið mann til bana og grafið lík hans undir tré. Enda þótt ártölin virðist ekki koma heim og saman ákvað lögregl- an að grafa upp tréð og í gær fund- ust bein undir því. Þau verða nú rannsökuð af meinafræðingum. ■ ENDAÐI NIÐRI Í FJÖRU Ökumaður sem fór um Suðureyrarveg missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún endaði niðri í fjöru og stórskemmdist. Maðurinn slasaðist lítillega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.