Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 38

Fréttablaðið - 08.03.2005, Side 38
30 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR Lárétt: 1 fer vel með, 6 tímabila, 7 kyrrð, 8 átt, 9 farfa, 10 uppistaða, 12 beita, 14 kassi, 15 sérhljóðar, 16 góðgæti, 17 reiðihljóð, 18 umgjörð. Lóðrétt: 1 ráma, 2 karlfugl, 3 skamm- stöfun, 4 lítil rigning, 5 veiðitæki, 9 fugl, 11 stynja, 13 nag, 14 nár, 17 varðandi. LAUSN. Lárétt:1hagsýn,6ára,7ró,8sa,9lit, 10lón,12agn,14 lár, 15ua,16ís, 17urr, 18karm. Lóðrétt: 1hása,2ara,3ga,4ýringur, 5nót,9lóa,11mása,13nart, 14 lík, 17 um. K v i k m y n d a g e r ð a r k o n u r n a r Dörthe Eickelberg og Katinka Kocher komu síðast til Íslands í maí árið 2003 og luku tökum á heimildarmynd sinni Fairies & Other Tales, sem fjallar um álfa- trú á Íslandi. Þær eru nú loksins komnar aftur með myndina full- kláraða í farteskinu og ætla að frumsýna hana á Íslandi. „Við erum búnar að bíða lengi eftir þessu og erum mjög spennt- ar fyrir því að sýna myndina á Ís- landi,“ segir leikstjórinn Dörthe Eickelberg. Við ætluðum okkur alltaf að koma með myndina hing- að og ætlum að fara með hana austur og sýna hana þar sem við tókum hana, á Skriðuklaustri og kannski líka á Egilsstöðum og í Borgarfirðinum. Goethe-stofnun- in hafði milligöngu um fjárstyrk handa okkur en að öðru leyti greiðum við fyrir Íslandsheim- sóknina sjálfar. Við hefðum gert þetta fyrr ef við hefðum haft tíma en nú er loksins komið að þessu. Við vildum ekki koma hingað að sumri til þar sem við erum svo hrifnar af íslenska vorhimninum. Við erum líka miklir aðdáendur ís- lenska vetrarins og ég vona að við fáum smá snjó líka.“ Dörthe segist vera með ýmis járn í eldinum um þessar mundir. „Þetta er auðvitað hjá mér eins og öllum öðrum atvinnulausum kvik- myndagerðarmönnum að ég er með mörg verkefni í pípunum. Þau eru öll á frumstigi og bíða eftir alls konar grænum ljósum frá fjármögnurum og fleirum.“ Fairies & Other Tales verður frumsýnd á laugardaginn klukkan 20 í Goethe Zentrum í húsi Máls og menningar á Laugavegi 18 og ef aðsókn gefur tilefni til verður önnur sýning klukkan 22. ■ Með álfa í farangrinum „Við getum ekki beðið eftir því að komast út á land og fáum vonandi að sjá einhverj- ar dramatískar skýjamyndanir,“ segir þýska Íslandsvinkonan Dörthe, sem heyrði fyrst af landinu í sögunum af Nonna og Manna. Hún og Katinka, sem er frá Sviss, skiluðu álfamyndinni Fairies & Other Tales sem lokaverkefni í þýskum kvikmyndaskóla. Rithöfundurinn og grínistinn Þor- steinn Guðmundsson er afar ósátt- ur við kerfið sem notast er við þegar listamannalaunum er út- hlutað einu sinni á ári. Laununum var úthlutað í síð- ustu viku og fékk Þorsteinn engan styrk frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að hafa verið iðinn við kol- ann á undanförnum árum. „Þessi úthlutun síðast var korn- ið sem fyllti mælinn varðandi mína persónulegu afstöðu til lista- mannalaunanna,“ segir Þorsteinn. „Ég geri ekki tilkall til neinna pen- inga eða viðurkenninga. Ég er bara orðinn langþreyttur á ástand- inu og þessu kerfi sem við þurfum að búa við. Ég held að þetta kerfi bjóði ekki upp á neitt annað en klíku, sama í hversu mikinn fag- legan búning það er sett. Á endan- um verður það smekkur fárra sem ræður,“ segir hann og vísar þar í þriggja manna nefnd sem velur þá sem fá listamannalaunin. „Valdið á að vera hjá þjóðinni því þessi nefnd er búin að koma sér upp á milli þjóðarinnar og listamanna. Ef ríkið hefur til dæmis áhuga á að styðja við bakið á rithöfundum á það fyrst að að- stoða forlögin og útgáfufyrirtæk- in. Þau sjá síðan um að ráða til sín rithöfunda. Það er ekki rétt að rík- ið sé með einstaklinga á launa- skrá. Þetta stendur líka nýsköpun fyrir þrifum því það er erfitt að komast að fyrir ungt fólk.“ Þorsteinn telur það engin rök þegar því er haldið fram að sátt ríki um núverandi kerfi. „Alvöru lýðræði gengur ekki út á sátt, held- ur deilur og umræður og að fólk taki þátt. Þegar Saddam Hussein var kjörinn forseti í Írak með 98% atkvæða var talað um að það ríkti sátt. Málið er bara ekki svona ein- falt.“ Þorsteinn bætir því við að með því að láta svo fámennum hópi í té svo mikið vald verði smekkurinn í menningarheiminum miðstýrður. „Það er hættulegt menningunni þegar listamenn þurfa að fara að stíla inn á réttan smekk í bókmenntum eða myndlist til að geta lifað af. Þetta fólk í nefndinni er allt prýðisfólk og ynd- islegt. Það er kerfið sem er rotið og það verður aldrei gott svona.“ Athygli hefur vakið að rit- höfundar á borð við Hallgrím Helgason fengu aðeins styrk til hálfs árs þrátt fyrir að vera mjög afkastamikill. „Hallgrímur átti allt gott skilið. Hann er mikið les- inn og metinn að verðleikum. Hann er mikilvægur fólki enda er það aðalatriðið að listamenn nái til þjóðarinar. Það er hins vegar dap- urlegt að rithöfundar sem selja í 300 eintökum á þriggja ára fresti séu á þriggja ára starfslaunum. Hendum þessu kerfi og gerum eitthvað sem er vit í og samræm- ist nútíma hugsun,“ segir Þor- steinn. „Það þarf ekkert að taka fram fyrir hendurnar á þjóðinni því fólk er ekki bjánar.“ freyr@frettabladid.is ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn vill að nýtt kerfi sem samræmist nútímahugsun verði skapað fyrir úthlutun listamannalauna. ... fá Guðmundur Gunnarsson og hans fólk hjá Rafiðnaðarsam- bandi Íslands fyrir að vilja skoða breytingar á hátíðarhöld- unum 1. maí og færa þau nær nútímanum. HRÓSIÐ 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Dótið: Trommukjuðar sem þurfa ekki trommur. Sem er? Fyrir alla þá sem finnst gaman að tromma út í loftið en hafa kannski ekki áhuga á að hafa stóra trommu í eftirdragi. Í kjuðunum eru hátalarar og þegar þú sveiflar þeim í loftinu heyrist trommu- hljómur. Til dæmis geturðu notað kjuðana þegar einhver segir brandara og þú vilt hrósa honum með trommuslætti. Þá þarftu ekki lengur að búa sjálfur til trommuhljóðið heldur sjá kjuðarnir alger- lega um það. Hægt er að stilla kjuðana þannig að þeir hljómi eins og venjulegar trommur, rafmagnstrommur eða snerill. Einnig eru ljós á endanum á hverjum kjuða sem kvikna þegar þeim er sveiflað. Er þessi kostur til að mynda upplagður fyrir næturtrommuslátt. Falleg laglína fylgir með kjuðunum sem hægt er að tromma við. Lengd þeirra er 35 cm og fylgja fjórar rafhlöður með. Gallar? Engin heyrnartól fylgja með kjuðunum, sem gæti valdið einhverjum trommurum vonbrigðum. Engu að síður eru kjuðarnir hannaðir til að allir geti heyrt í þeim því hver vill ekki heyra svona skemmtilegan trommuleik í strætó á leið- inni í skólann eða vinnuna? Kostar? Kjuðarnir kosta aðeins um 1.500 krónur og fást meðal annars á heimasíðunni iwantoneofthose.com. Sendingarkostnaður hækkar verðið þó eitthvað. DÓTAKASSINN TROMMAÐ Í LOFTIÐ Kjuðarnir eru bráðsniðugir enda þurfa þeir ekki að styðjast við trommur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON: ÓSÁTTUR VIÐ ÚTHLUTUN LISTAMANNALAUNA Íslendingar eru ekki bjánar Nýtt í DV Borgarstjórinn tognaði á skíðum og fékk verkjalyf – hefur þú séð DV í dag? Mamma Heiðu stolt af dóttur sinni Róbert Marshall Slasaðist í skíðaferð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.