Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2005 11 BANASLYS Umferðin hefur tekið sinn toll síðustu vikurnar en hvert banaslysið á fætur öðru hefur orð- ið á vegum landsins á örskömmum tíma. Banaslys hafa orðið í vélsleðaslysi við Veiðivötn, á Snorrabraut, Kópaskeri og það síð- asta varð á Suðurlandsvegi nú um helgina. Sigurður Helgason, verk- efnastjóri hjá Umferðarstofu, seg- ir að nokkur slys hafi orðið á vega- mótum Þrengslavegar og Suður- landsvegar. „Slysið á sunnudaginn átti sér hins vegar stað á Þjóðvegi 1 í mikilli hálku. Ég held að fólk lesi ekki rétt í aðstæðurnar og ætti kannski að velta fyrir sér ábyrgð- inni sem felst í að vera í umferð- inni og virðingunni sem maður þarf að bera fyrir umhverfinu og hálkunni,“ segir Sigurður. „Gatnamótin við Þrengslaveg eiga að leggjast af. Búið er að bjóða verkið út og stefnt er að því að klára framkvæmdir fyrir haustið. Þetta er bölvuð ólánsbeygja,“ segir Páll Halldórsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni. ■ GATNAMÓTIN VIÐ SANDSKEIÐ Stefnt er að því að breyta gatnamótunum við Sandskeið fyrir haustið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fjórir látnir á árinu: Slysalaust ár fram undir lok febrúar Taska í röngum höndum: Full af skyggnum LÖGREGLA Kennari við Listaháskól- ann í Reykjavík varð fyrir því óláni að gleyma stórri svartri leð- urtösku á bílastæðinu fyrir utan skólann í fyrrakvöld. Hún var horfin skömmu síðar þegar kenn- arinn ætlaði að vitja hennar. Væntanlega hefur þeim sem tók töskuna brugðið í brún þegar hann opnaði hana en þar var að finna 250 litskyggnur, svonefndar slides-myndir, með margs konar listaverkum. Kennarinn segir að þeim sem tók töskuna bjóðist fundarlaun með því að hringja í síma 861 5185. - jse

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.