Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Með Íslensku og ensku tali Sendu SMS skeytið BTL STF á númerið 1900 og þú gætir unnið Aðalvinningur er: Mustek DVD spilari og SHARK TALE á DVD Sjúddirarírei! Þ að er svo skemmtilegt þegarfólk finnur sér göfug baráttumál – drífur sig af stað með kyndla á lofti til að berjast fyrir jafnræði, réttlæti og bættum heimi. Það yljar svo um hjartarætur að sjá að enn er til fólk sem stendur á stórum skoð- unum og er tilbúið að berjast til sig- urs. Nýverið var stofnuð björgunar- sveit fyrir erlenda skákmeistara og baráttusamtök um ódýrt vín í sjopp- um hafa tekið til starfa. Aðstandend- ur þeirra fagna menningarlegu framfaraskrefi sem stigið var þegar baráttunni, frelsum bjórinn úr frí- höfninni, lauk. NOKKRUM ÁRUM eftir bylting- una héldu þó sérfræðingar blaða- mannafund og sýndu sláandi tölur um aukna unglingadrykkju svo framfaraskrefið virtist vera minnst ein kloflengd aftur á bak. Furðulegt að Frónverjinn geti ekki hagað sér eins og fínn Fransmaður – setið prúður með sinn þrúgusafa í einni tá í stað þess að þamba fram á kamba, fá sér í allar tær og langt upp í legg. Þó er þar nú sögulegar skýringar að finna því þegar bruggið ruglaði lopa- hausa í ríminu í moldarkofum voru evrópskir bændur allsgáðir að klippa vínberjarunna í sólvermdum görðum. ERLENDIR GESTIR hafa orð á unglingadrykkju í miðbænum. Finnst ykkur þetta bara í lagi? spyrja þeir undrandi. Við yppum öxlum. Er eitthvað að þessu? Við höfum nú öll verið ung, segjum við og glottum. Þetta eru nú bara kálf- arnir okkar að leika sér. En það er bús í spenum Búkollu sem endist fram undir morgun og búllurnar sjá sér hag í því að horfa framhjá ung- um aldri viðskiptavina. Spjallþátta- drottning vill skoða íslenskt nætur- líf, sem þykir með því magnaðasta norðan Alpafjalla. OG SJÚDDÍRARÍREI! Við höld- um áfram að finna okkur merka mál- staði að berjast fyrir. Það er verðugt baráttumál að bæta vínmenninguna með því að frelsa sopann og koma honum í Krónus og Dónus. Hvaðan kemur krafan um að frelsa búsið? Kemur hún frá foreldrasamtökum eða skólafélögum? Nix, það eru pen- ingar sem tala – valdið sem fullyrðir að aukið aðgengi minnki drykkju. Við stöndum okkur enda vel á heims- vísu. Við sækjum á Dani og Finna og stöndum jafnfætis Svíum. Ef búsið fer í búðirnar verðum við kannski heimsmeistarar. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.