Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 20
Háskólinn í Cambridge rannsakaði 124 manns og komst að því að fólk með tiltekna genasamsetningu sýndi sterk einkenni þung- lyndis eftir notkun eiturlyfsins alsælu. Vís- indamennirnir telja þetta sýna að hætta sé á að alsæluneytendur geti átt eftir að eiga við langtíma geðsjúkdóma. Vitað er að alsæla hefur áhrif á serótónín, sem er lykilefni í stjórnun skaps og tilfinninga, en genin sem flytja serótín voru sérstaklega skoðuð. Allir bera tvær ólíkar tegundir af hverju geni, en samsetning á þeim getur verið mismunandi frá manni til manns og sýndi rannsóknin að þeim sem hafa svokallaða ss-samsetningu er hættara við þunglyndi. Það sem þykir þó einna merkilegast við þessa rannsókn er að hún sýnir að alsæla veldur langvarandi breytingum á heilanum. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylking- ar, vill að hreyfing verði val- kostur í heilbrigðiskerfinu. Læknar á Norðurlöndum hafa um skeið vísað sjúklingum á hreyfingu með góðum árangri. „Heilbrigðiskerfið á ekki að vera veikindakerfi. Heilbrigðiskerfið á að standa undir nafni og stuðla að heilbrigði fólks þótt auðvitað sé ábyrgðin á endanum hjá fólkinu sjálfu. Við viljum að hreyfing verði valkostur í heilbrigðiskerf- inu þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúk- dómum á sama hátt og þeir vísa á lyf og læknisaðgerðir,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingar, en hún hef- ur ásamt þingmönnunum Drífu Hjartardóttur, Þuríði Backman, Gunnari Örlygssyni, Guðrúnu Ög- mundsdóttur og Magnúsi Stefáns- syni lagt fram tillögu til þings- ályktunar sem felur í sér að heil- brigðisráðherra skipi nefnd til að undirbúa að hreyfing verði raun- verulegur valkostur í heilbrigðis- kerfinu. Ásta Ragnheiður bendir á að útgjöld til heilbrigðismála aukist stöðugt og aðgerðum á sjúkrahús- um fjölgi ár frá ári auk þess sem lyfjanotkun fari vaxandi. „Það þarf að leita leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða aðgerð því oft geta sjúklingar breytt heilsu- fari sínu með breyttu líferni, mataræði og hreyfingu,“ segir Ásta Ragnheiður. Í greinargerð með þingsálykt- uninni kemur fram að offita með- al fullorðinna hafi tvöfaldast á tuttugu árum og að um 65% full- orðinna landsmanna séu yfir æskilegri þyngd. „Við hugsum vel um bílana okkar, bónum þá og látum gera við þá þegar þeir bila. Svo skipt- um við þeim út þegar þeir eru orðnir lúnir. Við fáum hins vegar bara einn skrokk sem við getum ekki skipt út. Þess vegna skiptir miklu að heilbrigðiskerfið sinni forvörnum. Offita veldur til dæm- is miklum kostnaði í heilbrigðis- kerfinu og fer vaxandi hjá börn- um. Offita er raunverulegt heil- brigðisvandamál sem, ef ekkert verður að gert, á eftir að verða heilbrigðiskerfinu þungur baggi. Það er engin spurning að hreyfing og hollusta er góð leið til að sporna við þeirri þróun.“ Í greinargerð þingmannanna kemur jafnframt fram að Svíar, Danir og Norðmenn hafi um nokk- urra ára skeið gert tilraunir með að vísa á hreyfingu sem úrræði í stað þess að vísa á lyf. Þykir þessi valkostur hafa gefið góð raun. arndis@frettabladid.is 4 8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsi- klútar sem fjarlægja andlitsfarða og eru góðir fyrir húðina. Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúp- hreinsa húðina, B5 próvítamín vernda hana og næra og Kamillukjarni róar húð- ina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Of- næmisprófaðir. Andlitshreinsiklútar sem innihalda sér- staka blöndu af andoxunarefnum til þess að hægja á öldrun húðarinnar: Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarna- olía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt möndluolía og B5 próvítamín gefa húð- inni raka og vernda hana. Klútarnir eru mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega til hreinsunar á augnfarða. Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar. Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur og hreinsa húðina án þess að þurrka hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi tónar og örvar húðina. Klútarnir inni- halda einnig B5 próvítamín og kamillu- kjarna sem gefa húðinni raka og róa hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar. Age DefyingDeep CleansingGentle Exfoliating Herbal Cleansing Andlitshreinsiklútar sem innihalda blöndu af lækningajurtum og vítamín- um til þess að hreinsa, fjarlægja farða og vernda húðina. B5 próvítamín verndar og gefur húðinni raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verð- ur fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmispróf- aðir. Fást í öllum helstu apótekum landsins Laugavegi 2 - 101 Reykjavík Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Opið: Virka daga 10-18 Laugardaga 11-14 SPLENDA er náttúrulegt sætuefni sem hefur eðlilegt sætubragð. SPLENDA er kalóríufrítt og veldur ekki tannskemmdum. Hægt er að baka, elda og sulta úr SPLENDA. SPLENDA kemur í stað sykurs og er frábært fyrir sykursjúka. Fæst í matvöruverslunum og apótekum Við mælum blóðfitu Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 11–17 Heilsuvörur og matstofa Hreyfing getur komið í staðinn fyrir lyfjagjöf Ásta Ragnheiður vill sporna við auknum útgjöldum í heilbrigðiskerfinu og telur að ein leið til þess sé að læknar ávísi hreyfingu til sjúklinga sinna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Pilla gegn fíkninni TILRAUNIR MEÐ „HÆTTU AÐ REYKJA“-PILLU ÞYKJA LOFA GÓÐU. Það hljóta að teljast góðar fréttir fyrir tóbaksfíkla að nú skuli glitta í töflu sem slær á tó- baksfíknina. Nýja lyfið, sem kallast Champ- ix, hefur verið prófað á þrjú þúsund manns og þykir árangurinn lofa mjög góðu og það þykir ekki síst merkilegt við þetta nýja lyf að það inniheldur ekki snefil af nikótíni. Nokkuð flókin efna- fræðileg útskýring fylgir fréttum af þessu lyfi en í stuttu máli sagt hefur það þau áhrif á fólk að tóbaksfíknin á að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Alsæla leiðir til þunglyndis VISS GENASAMSETNING GETUR VALDIÐ ÞVÍ AÐ NEYTENDUR ALSÆLU FÁI EINKENNI ÞUNGLYNDIS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.