Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 27
19ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2005 Bætt lánshæfi hjá Landsbanka Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s sendi í gær frá sér nýtt mat á Landsbankanum. Moody’s hækkaði lánshæfismat bankans vegna langtímaskulda og inn- lána. Áður var Landsbankinn í flokknum A3 en er nú í A2. Moody’s staðfesti einnig fyrra mat sitt á fjárhagslegum styrk Landsbankans en telur að ekki séu líkur á að sú flokkun breytist í bráð. Áður hafði Moody’s talið líklegt að það mat yrði einnig hækkað. „Moody’s staðfestir það sem við þegar vissum, að undirliggj- andi rekstur bankans er mjög traustur. Bætt lánshæfismat þýð- ir að fjármögnun bankans verður auðveldari og á betri kjörum, sem í fyllingu tímans mun skila við- skiptavinum okkar betri þjónustu á betri kjörum,“ segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri. - þk Hagnaður Samherja í fyrra var 2.914 milljónir króna. Þetta er næstum því þrefalt meiri hagnað- ur en árið 2003, þegar rekstrar- afgangurinn var 1.067 milljónir króna. Greiningardeildir bankanna voru nokkuð nærri sanni í spám sínum. Í Vegvísi greiningardeild- ar Landsbankans í gær kom fram að framlegð í rekstrinum væri lægri en búist var við en stór hluti hagnaðarins er vegna fjár- magnsliða. Í tilkynningu frá stjórnendum félagsins í gær kemur fram að þeir séu ekki bjartsýnir um af- komuna á þessu ári, meðal annars vegna hás gengis íslensku krón- unnar. Þessi svartsýni sést einnig í spá greiningardeildanna, sem spá því að hagnaður Samherja verði miklum mun minni í ár en á árinu 2004. - þk SPÁR UM HAGNAÐ SAMHERJA ÁRIÐ 2004* KB banki 3.025 Íslandsbanki 3.021 Landsbankinn 2.845 * í milljónum króna Samherji hagnast

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.