Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 18
Hreyfing er holl Hægt er að finna ótal leiðir til að auka við sig hreyfingu daglega án mikillar fyrirhafnar. Til að mynda er hægt að nota stigana í stað lyftunnar, fara í eltingaleik við börnin, labba út í búð, dansa yfir uppvaskinu og heilmargt fleira. Mundu bara að margt smátt gerir eitt stórt.[ ] Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Breytingar sem verða ekki aftur teknar Ólafur segir ræktun erfðabreytts byggs utanhúss alvarlegra mál en margir vilji vera láta. Ólafur Dýrmundsson ráðunautur telur Íslend- inga fljóta sofandi að feigðarósi ef þeir leyfa ræktun erfðabreytts byggs utanhúss. Hann segir allt of fáar rannsóknir hafa farið fram á þeim áhrifum sem erfðabreytt matvæli hafi á umhverfi okkar og heilsu. „Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utan- húss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifarík- asta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði,“ segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líf- tækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjög- urra ára tilraunir með slíka rækt- un í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og land- búnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plönt- ur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferð- um eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftir- sóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhúss- ræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. „Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athuga- semdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir,“ segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. „Þessi stefna stangast alger- lega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra land- búnaðarafurða,“ segir hann og bætir við: „Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið.“ gun@frettabladid.is Smoothies 100% ávöxtur engin aukaefni enginn viðbættur sykur arka FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.