Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 10
8. mars 2005 ÞRIÐJUDAGUR FERÐAMENN Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðn- um janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferða- manna sem fjölgaði um ellefu prósent. Gistinóttum á fjölgaði um rúm þrettán prósent milli ára. Í janúar voru þær 36.340 en 32.050 í sama mánuði árið á undan. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði um tæp tuttugu prósent. Þeim fækkaði á Austurlandi um rúm fimmtán prósent. Á Norður- landi fjölgaði gistinóttum um tæp sjö prósent en á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum um 1,5 prósent. - gag Kommúnistar unnu Þingkosningar fóru fram í Moldóvu um helgina. Kommúnistaflokkurinn bar sigur úr býtum. Hann hlaut 55 þingsæti sem er nóg til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Lýðræðisfylking Moldóvu tvöfaldaði fylgi sitt. MOLDÓVA, AP Kommúnistaflokkur Moldóvu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evr- ópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opin- berum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46 prósent atkvæða. Þar sem hann fékk 50 prósent fylgi í síðustu kosningum árið 2001 voru þessi úrslit þó nokkurt bakslag fyrir hann og þó einkum leiðtoga hans, Vladimir Voronin, þar sem þau skila flokknum ekki nógu mörg- um þingsætum til að tryggja hon- um endurkjör sem forseta lands- ins. Lýðræðisfylking Moldóvu (DMB), sem er miðjuflokkur, fékk nú 29 prósent atkvæða sem er ríf- lega tvöföldun á fylginu frá 2001, sem þá vannst í nafni Braghis- bandalagsins, sem á aðild að Lýð- ræðisfylkingunni. Lýðflokkur kristilegra demókrata var þriðji flokkurinn sem náði fulltrúum á Moldóvu- þing að þessu sinni með tæplega 10 prósenta fylgi, sem er örlítið meira en hann fékk 2001. Fleiri flokkar náðu ekki yfir 6 prósenta fylgisþröskuldinn, sem þarf til að fá úthlutað þingsætum. Alls slógust 15 flokkar og fram- boðslistar um 101 þingsæti. Samkvæmt kosningakerfi Moldavíu þýða þessi úrslit að Kommúnistaflokkurinn fær 55 sæti, sem er nóg til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hins vegar þyrfti flokkurinn sex fulltrúa til viðbótar til að geta tryggt kjör síns manns í forsetaembættið, það er atkvæði þriggja fimmtu hluta þingfulltrúa. Samkvæmt stjórnar- skrá hefur þingið 45 daga frest til að kjósa forseta; takist það ekki er skylt að boða til nýrra þingkosn- inga. Báðir hinir flokkarnir, sem fengu hin 46 þingsætin, hafa lýst því yfir að þeir muni standa í vegi fyrir endurkjöri Voronins og knýja frekar fram endurtekningu kosninganna. Í stjórnartíð kommúnista síð- ustu fjögur árin hefur efnahagur landsins vænkast nokkuð, en það er eftir sem áður fátækasta land álfunnar. Kommúnistaflokkurinn var Moskvuhollur, en hefur nú undið sínu kvæði í kross og styður sem nánust tengsl við Evrópu- sambandið, en flestir landsmenn eru þeirri stefnu fylgjandi. audunn@frettabladid.is Hjá ESSO getur flú nú spara› tíma og borga› vi› dæluna flegar flú velur sjálfsafgrei›slu. Láttu okkur um a› dæla á bílinn og n‡ttu flér um lei› flá fljónustu sem vi› erum flekkt fyrir. fiegar flú dælir sjálfur á ESSO stö›vunum getur flú treyst flví a› fá eldsneyti á hagstæ›u ver›i. Enn lægra ver› me› Safnkortinu!* á næstu ESSO stö›* Lægra ver› í sjálfsafgrei›slu! *Á höfu›borgarsvæ›inu, Akureyri, Keflavík, Hverager›i og Selfossi. Safnkortsafsláttur er í formi punkta. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 1 0 6 – hefur þú séð DV í dag? LÁTNI FANGINN ÓTTAÐIST HEFND FÍKNIEFNAHRINGS Sakborningur í Dettifossmálinu tók eigið líf á Litla-Hrauni um helgina: Hafði sætt ofbeldi og hótunum HÓTEL RÍSA Í BORGINNI Fleiri gista á heilsárshótelum í janúar en í fyrra. Færri gista á hótelum fyrir austan en áður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Íslenskir ferðamenn: Hótelin freista UNDIR AUGUM LENÍNS Victor Stepaniuc, sem stýrði kosningabaráttu kommúnista, tjáir sig um úrslitin í höfuðborginni Chisinau. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.