Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 08.03.2005, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 8. mars 2005 Miðasala í síma 568 8000 www.HOUDINI.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar – Uppselt 9. sýn.12. mars kl. 19 – Uppselt – Allra síðasta sýning Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst „Tveir bassar og annar með strengi“ Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. mars kl.12.15 Davíð Ólafsson, bassi, Dean Ferrell, kontrabassi og Kurt Kopecky, píanó flytja verk eftir, meðal annars, Mozart og Bach. Miðasala á netinu: www. opera.is Sögur kvenna frá hernámsárunum Mið. 9/3 kl. 14.00 Uppselt Sun. 13/3 kl. 14.00 Mið. 16/3 kl. 14.00 Ástandið Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir: Tangósveit Lýðveldisins Þri. 15/3 kl. 21 Takmarkaður sýningarfjöldi Tangóball STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ. Aðalæfing Fi 10/3 kl 20 - kr. 1.000,- Frumsýning Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Su 13/3 kl 20 Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning Su 3/4 kl 14 - Aukasýning Lokasýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Su 13/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 10/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 16 - AUKASÝNING Lau 12/3 kl 20 - UPPSELT, Lokasýningar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Su 13/3 kl 20, Su 20/3 kl 20 - Ath: Miðaverð kr. 1.500 AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson. Í samstarfi við Hið lifandi leikhús. Fö 11/3 kl 20, Lau 18/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 18/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Camerarctica-hópurinn hélt tón- leika í Borgarleikhúsinu sl. laugardag í tónleikaseríu sem kennd er við 15:15. Yfirskrift tónleikanna var „Yndið mitt“ og er með því heiti átt við þýska tónskáldið Paul Hindemith. Öll verkin á tónleikunum voru eftir hann. Hópurinn Camerarctica er skipaður hljóðfæraleikurun- um Hallfríði Ólafsdóttur, flautu, Ármanni Helgasyni, klarinett, Hildigunni Halldórsdóttur, fiðlu, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, fiðlu, Guðrúnu Þórarinsdóttur, víólu, og Sigurði Halldórssyni, selló. Hindemith er athyglisvert tónskáld fyrir margra hluta sak- ir. Mótunartími hans var í upp- hafi tuttugustu aldar, þegar módernisminn var að ryðja sér til rúms í listum og menningu Vesturlanda. Menn voru í óða önn að hafna náttúrunni sem fyrirmynd og taka undir kröf- una um huglægt frelsi hins skapandi anda. Í stað þess að listin líki eftir náttúrunni, líkir lífið eftir listinni, eins og hinn gáfaði og skemmtilegi Oscar Wilde komst nokkurn veginn að orði. Tólftónaaðferð Schön- bergs, svo dæmi sé tekið, byggði á yfirborðinu á söguleg- um rökum, sem reyndust hald- lítil þegar nánar var skoðað. Að- ferðin var raunverulega aðeins ávöxtur fjörugs ímyndunarafls og studdist ekki við neitt sér- stakt. Þótt Hindemith fyndi greini- lega þörf á að endurnýja tóna- málið var hann ekki tilbúinn að kasta náttúrunni fyrir róða sem fyrirmynd. Hvar er náttúruna að finna í hinni óhlutlægu list, tónlistinni. Í yfirtónaröðinni var svar Hindemiths. Skrif hans um þau mál eru í senn skemmtileg og umdeilanleg, en þar fann hann sinn eigin tón. Auk þess að vera fræðimaður í tónlist var Hindemith liðtækur hljóðfæra- leikari og þetta hvort tveggja mótar tónlist hans. Ætla mætti að fylgjendur póstmódernisma gætu fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hindemith, ef sú stefna er þá ekki þegar gengin hjá. Verkin sem flutt voru á tón- leikunum sýndu að tónamál Hindemiths nær fyllilega til- gangi sínum og hann hefur á valdi sínu að kalla fram marg- vísleg hughrif að vild. Átta stykki fyrir einleiksflautu, sem Hallfríður Ólafsdóttir lék tón- elskt og af miklu öryggi, eru fal- legar smámyndir og vel að- greindar. Dúett fyrir klarinett og fiðlu er að miklu leyti hermiraddfærsla (imitatívur kontrapunktur), tveir þættir, annar eins konar dans, hinn al- vörumeiri. Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Ármann Helgason léku verkið mjög vel og varð ekki að leik þeirra fundið. Sónatan fyrir einleiksselló er töluvert viðamikið verk og tæknilega krefjandi, þar sem dregin er upp skýr mynd í hverjum kafla sem hver hefur sitt til síns ágætis. Sigurður Halldórsson komst vel frá þess- ari raun. Fjórði kaflinn t.d. var sérlega stemningsríkur hjá hon- um. Stærsta verkið á tónleikunum var Kvintett fyrir klarinett og strengi op. 30. Verkið á það sam- eiginlegt með hinum verkunum að vera skýrt í formi og ekki fer milli mála hvað vakir fyrir höf- undi. Þrátt fyrir persónlulegt nútímalegt tónamál er stefja- notkun í meginatriðum hefð- bundin. Gefur það í eyrum nú- tímamanns greinilegt póst- módernískt yfirbragð og kann verkið því að virðast nútímaleg- ara nú um stundir, en þegar það var samið. Er það óneitanlega skemmtileg staða. Í heild tókst flutningurinn á verkinu vel, þótt á stöku stað mætti finna að ónógum skýrleika. Ástæða er til að hrósa Ármanni Helgasyni sérstaklega fyrir blæ- og styrk- brigðaríkan leik. Finnur Torfi Stefánsson TÓNLISTARFLOKKURINN CAMERARCTICA FLUTTI VERK EFTIR PAUL HINDEMITH Í BORGARLEIKHÚSINU SÍÐASTLIÐINN LAUGARDAG. NIÐURSTAÐA: Vandaður flutningur á verkum eftir athyglisvert tónskáld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL LI Heillandi Hindemith [ TÓNLEIKAR ] UMFJÖLLUN ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir Picnic at Hanging Rock. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur flytur erindi á hádegisfundi Sagnfræðingafélags í Norræna húsinu.  12.15 Gauti Kristmannsson flytur fyrirlestur á þýsku um þýðingar Hall- dórs Laxness í Lögbergi.  20.00 Þórana Elín Dietz heldur fyrirlestur á vegum Mannfræðifélags Íslands í Reykjavíkurakademíunni. ■ ■ FUNDIR  17.00 „Ísland í alþjóðasamfélagi“ er yfirskrift fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. ■ ■ SAMKOMUR  21.00 María Ellingsen leikstýrir veigamikilli dagskrá V-dagsins í Ís- lensku óperunni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Þriðjudagur MARS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.