Tíminn - 29.05.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 29.05.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 29. mai 1975 SJÓNARMIÐ ÚTGERÐARMANNA Kjaradeilan á stærri togurunum Hinn 9. apríl s.l. skall á verkfall á hinum stærri togurum, bæði slöutogurum, sem nú eru aðeins 5 talsins, og 17 skuttogurum. Há- setar riöu á vaðið, en síðan komu vélstjórar og 2. stýrimenn i kjöl- farið og nú loks loftskteytamenn. Gildandi samningar á togurum. Eins og kunnugt er gildir nú I höfuðatriðum tvenns konar samningsfyrirkomulag á togara- flotanum. A hinum minni togur- um, togurum undir 500 brúttó- rúml., eru hrein hlutaskipti meö lágmarkskauptryggingu, ef afli bregst á tilteknu timabili. A stærri togurunum er um að ræða fast mánaðarkaup og aflaverð- laun. Við þetta bætist svo, að á stærri togurunum greiðir útgerðin fæðiskostnaðallan, gegn nokkurri endurgreiðslu úr áhafnadeild Aflatryggingasjóðs, en á minni togurunum greiða sjómenn fæði sitt sjálfir, en fá hluta þess greiddan úr sama sjóði. Þá greið- ast iðgjöld til lifeyrissjóðs sjó- manna af öllum launum sjó- manna á stærri togurunum. A hinum stærriskipum nemur þetta útgjaldaauka að fjárhæðrúml. 1,2 millj. kr. á ári á skip, þegar litið er á hlut útgerðarinnar, en rúml. 2 millj. kr., þegar litið er á hlut beggja, útgerðar og sjómanna. Um ýmis önnur útgjöld, svo sem fridagagreiðslur o.þ.h. verð- ur ekki rætt hér. Óeðlilegur fyrir- komulagsmunur. Útvegsmenn sætta sig ekki við mannaflamuninn á skipunum. Stærðarmunur skipanna er að visu allnokkur, en ekki slikur, að hann réttlæti þennan mikla mun, sem nú skal rakinn. f fyrsta lagi er enginn loft- skeytamaður á minni skipum, en hins vegar á þeim stærri. Ekki er skylt að hafa loftskeytamann á skipum, sem stunda veiðar hér við land, en hins vegar á skipum I siglingum, ef áhöfn er fjölmenn- ari en 12 menn. Ekki hefur verið um þetta skeytt, þótt minni skipin sigli með afla á erlendan markað, ogekkieru loftskeytamenn á sild- veiðiskipum, sem stunda veiðar i Norðursjó og landa erlendis, og hafa fleiri en 12 skipverja. Þetta er þvi dauður bókstafur. 1 lögurti um atvinnuréttindi vél- stjóra eru m.a. ákvæði um fjölda Vélstjóra á fiskiskipum og fer hann eftir stærð véla. A minni skipunum eiga samkvæmt lögum þessum að vera þrir vélstjórar. Reynslan er að visu sú, að þrir vélstjórar eru skráðir á skipin, en oft er það svo að 3. vélstjóri vinn- ur að fullu á dekki með hásetum. Raunverulega eru starfandi vél- stjórar þvi aðeins tveir. Á hinum stærri skipum eru skráðir og starfandi minnst þrir vélstjórar, auk þess sem þeir hafa aðstoðar- mann, sem tekur laun samkvæmt hásetasamningi. En ef vélar eru stærri en 2300 hö. er ekki aðstoð- armaður, nema sérstaklega standi á, en vélstjórar 4. Enginn þessara manna vinnur háseta- störf á dekki. Togaraútgeröarmenn vilja stefna að þvi, að vélstjórar verði þrlr — án aðstoðarmanns — og vinni aðeins við vélgæzlu og við- gerðir. Þeir telja að stærðarmun- ur véla sé ekki slikur, að vélgæzlu og viðgerðum sé ekki siður borgið á þennan hátt á hinum stærri skipum en nú gerist á hinum minni skipum. Störf matsveins eru i öllum þessum athugunum vandamál. Á minni skipunum er ekki nema einn matsveinn, en á þeim stærri eru þeir tveir, enda 15—16 skip- verjar á þeim fyrrtöldu en 24 á hinum síðartöldu. Það er hald manna, að einn matsveinn geti annazt matseld fyrir 19 menn, sérstaklega ef létt væri af honum allviðtækri ræstingarskyldu á skipi, sem á honum hvilir nú, og aðrir skipverjar gætu e.t.v. tekizt á herðar. Mannaflafækkun. Ef sleppt er loftskeytamanni, aðstoðarmanni i vél og/ eða 4. vélstjóra, svo og aðstoðarmat- sveini, er skipshöfnin komin i 21 mann alls. Þá er á það að lita, að á minni skipunum, sem eru með sams konar veiðibúnað og veiði- tækni og stærri skipin, eru 5 menn á vaktá dekki og i lest, en á stærri skipunum eru 7 og 8 menn á vakt. Aflamagnsmunur er þó oftast litill og nær alltaf minni en þessi mannaflamunur gefur til- efni til. M.a. má benda á, að karfaafli stærri togaranna er miklu meiri hlutfallslega en minni togaranna. Krafann þarf ekki að slægja, en að visu er hann oftast veiddur á verra botni og rifrildi vörpu þá meira og þar með netjabætingar. Það er óhrekjanleg stað staðreynd, að þessi mikli mann- aflamunur minni og stærri togar- anna hefur valdið þeim siðar- nefndu fjárhagsörðugleikum, auk þess sem laun undirmanna á þeim eru lakari en á hinum minni og samkeppnisaðstaða um gott vinnuafl þvi mun verri. Við þetta bætist svo það, að lögin frá 23. marz 1973, er Alþingi lögfesti laun firmanna á stóru togurunum rátt fyrir eindregin mótmæli F.Í.B., leiddu til þess að launa- munur yfirmanna og annarra skipverja jókst óafsakanlega mikið og er a’llt annar og miklu meiri en á hinum minni togurum. Sams konar samningar á öllum togurum. Eigendur hinna stærri togara hafa talið óeðlilegt, að ólikir samningar giltu á Islenzkum tog- urum, þótt stærðarmunur sé nokkur, og komi það þá helzt fram I mannafla, eins og allar til- lögur og hugmyndir þeirra bera vitni um, þe. 15—16 menn á minni skipunum en 19 menn á þeim stærri. Um þetta efni var samninganefnd vélstjóra og 2. stýrimanna ritað bréf strax 13. april 1974 og afrit af þvi afhent samninganefnd Sjómannasam- bands íslands skömmu siðar. Það hefur þvf gefizt gott tóm til að i- huga þessi mál. Það skal að visu viöurkennt, að samningaviðræð- ur lágu niðri I öllu þvi stjórn- málaumróti, sem var hér á landi frá þvi i mai 1974 og fram á þetta ár, er stjórnvöld hafa verið að kljást við efnahagsvandann, sem steðjað hefur að þjóðinni i heild, en útgerðinni sérstaklega, nú i meira en heilt ár. Drög og hugmyndir F.t.B. Fyrir nokkru lagði svo samn- inganefnd F.l.B. fyrir gagnaðila slna drög eða sýnishorn af þvi, hvernig kjör skipverja á stærri togurum gætu orðið eftir núver- andi samningum á minni skuttog- urum og miðað við nitján manna áhöfn. Það var tekið fram, að það væri forsenda af hálfu F.I.B., að allir aðilar féll- ust á þetta fyrirkomulag og ræða mætti frekar ýmis atriði, sem ekki hentuðu á stærri togurum. Þessi hugmynd sýndi, að laun há- seta gætu hækkað um rúmlega -1/2 millj. kr. á ári, matsveins verulega miklu meira vegna auk- ins vinnuálags, en yfirmanna nokkru minna en hinna og er það I samræmi við þá láglaunastefnu, sem alþýðusamtökin berjast nú ekki hvaðsizt fyrir. 1 þessari hug- mynd kom fram, að skipstjóri yrði afskiptur, en gefið fyrirheit um að lita á það vandamál sér- staklega. Það skal og skýrt tekið fram, að hér var um að ræða launakostnað i heilt ár, 12 mán- uði, með orlofi svo að frá verður að draga þann tima, sem hver og einn skipverji teldi sér henta að taka til orlofs. Ekki var reiknað meö lifeyrisiðgjaldagreiðslum, friu fæði og margvislegum trygg- ingarhlunnindum. Samkvæmt dæminu áttu mánaöarlaun að geta verið þessi: Hugsanleg mánaðarlaun, skv. samningi minni skuttogara: Hækkun miðað við gildandi samn. og 1.6.1973: Skipstjóri kr. 299.884,- 7,4% 1. stýrimaður kr. 224.825,- 10,6% 1. vélstjóri kr. 224.825,- 9,3% 2. stýrim. kr. 187.369,- 17,0% 2. vélstjóri kr. 187.369,- 12,3% 3. vélstjóri kr. 168.640,- 14,8% Matsveinn kr. 187.369,- 51,0% Bátsmaður kr. 179.860,- 45.0% 4netam.,hver kr. 168.640,- 44,4% 7 hásetar, hver kr. 149.912,- 33,9% Þessum hugmyndum var hafn- að og virtist I þvi efni mestu skipta kerfisbreytingin, þ.e. að hverfa frá hinu blandaða kerfi aflaverölauna og mánaðarkaups yfir i hrein hlutaskipti (meö lág- markskauptryggingu). Auk þess komu fram andmæli við manna- fækkun frá bæði hásetum, en þó einkum loftskeytamönnum, sem áttu að hverfa af skipunum, svo og vélstjórum. Þegar hér var komiö ihuguðu togaraeigendur ný úrræði reist á gamla, blandaöa kerfinu og 19 Skipstjóri l.stýrimaður 1. vélstjóri 2. stýrimaður 2. vélstjóri 3. vélstjóri Bátsmaður Matsveinn? 4netam., hver 7hásetar,hver Grundvöllurinn að öllum þess- um útreikningi er meðaldagsafli skipanna s.l. ár metinn til ársút- halds á nútima fiskverðlagi að mati Þjóðhagsstofnunar. Framkomnar kröfur nú. Kröfur þær, sem félög 2. stýri- manna og vélstjóra hafa nú lagt fram og ef gengið yröi að þeim, fækkun manna færi ekkifram, og ennfremur, að aörir yfirmenn fengju tilsvarandi hækkanir, myndi slik samningsgerð auka útgjöld hvers skips að meðaltali um 7,4 millj. kr. á ári. Þetta eru þær kröfur, sem beint veröa metnar til fjár, aörar kröf- manna áhöfn. Með tilliti til lág- launastefnunnar hugðust útgerð- armenn dreifa sparnaðinum af fækkun manna jafnt á alla skip- verja eða, (þó þyrfti e.t.v. að at- huga sérstaklega laun mat- sveins). Jafnframt þyrfti að at- huga og breyta eða afmá úrelt og óaögengileg ákvæði ýmist úr eldri samningum eða lögunum frá 23. marz 1973. Miöað viö þessar hugmyndir hækkuðu mánaðarlaun skipverja hvers um sig um tæpl. 30 þús. kr. og yrðu sem hér segir: Hækkun miðað við gildandi samninga og 1.6 1973: kr. 354.163,- 9,3% kr. 233.450,- 14,7% kr. 235.934,- 14,7% kr. 190.386,- 18,9% kr. 197.094,- 18,1% kr. 177.161,- 20,5% kr. 154.246,- 24,3% kr. 154.246,- 24,3% kr. 146,974,- 25,9% kr. 142.152,- 27,0% ur eru lika, sem eru óljósar og nýjar og erfitt að meta, sem myndu hækka þessa upphæð mik- ið, ef að yrði gengið. Kröfur undirmanna, sem fyrir liggja nema um 4 millj. kr. á ári, en sú upphæð myndi óhjákvæmi- lega hækka, ef gengið yrði aö hækkun yfirmanna. F.l.B. hefur i lengstu lög forö- ast að bera frásagnir I fjölmiðla um gang kjarasamninga. Nú hefur svo margt verið rætt um þessa kjaradeilu og margt mis- sagt jafnvel af kunnugum mönn- um aö félagið sér sig knuiö til að birta greinargerð þessa. ÚTGERÐARMÖNNUM SVARAÐ Félag islenzkra botnvörpu- skipaeigenda hefur sent frá sér einskonar greinargerð vegna yf- irstandandi vinnudeilu, sem félagið á f við skipshafnirnar á togurum þeirra útgerðarfyrir- tækja, sem eru aöilar að F.I.B. (þ.e. hina stóru togara). Var þessi greinargerð birt f fjölmiöl- um i siöustu viku. Er i greininni skýrt nokkuð frá gangi þessara deilumála, sem nú hefur i raun staðið yfir I rúmt eitt og hálft ár, og jafnframt gerö grein fyrir við- horfum útgeröarmanna til launa- kjara og vinnuálags þeirra manna, sem á togurum starfa. Að sjálfsögðu klæða fulltrúar F.Í.B.- manna, sem greinina rita, sig i föt sanngiminnar i garð togarasjó- manna, meöal annars eru birtar 2 töflur yfir hugsanlegar mánaðar- tekjur togarasjómanna, með þeim kjörum og mannfjölda á skipunum, sem útgerðarmenn telja sig geta boöið og álita hæfi- legt, eins og nú háttar. Sýnast tekjurnar samkvæmt þessu all bærilegar.a.m.k. hjá þeim hæstu. En ekki er allt gull sem glóir. Við allan þennan málatilbúnað hefur samninganefnd sjómanna- félaganna margt að athuga. Til að fá út þessar hugsanlegu með- altekjur sjómanna er byggt á spá Þjóðhagsstofnunarinnar um afla- verðmæti meðaltogara af stærri geröinni fyrir yfirstandandi ár. Er þannig gert ráð fyrir að meðalaflaskip skili yfir árið 95,6 milljónum króna afla á þvi verði, sem aflahlutur sjómanna er reiknaður út frá. Hinu er af skilj- anlegum ástæðum gengið fram hjá, hver var reyndin um afla og aHaverðmæti togaranna á s.l. ári. Samninganefndin telur sanni nær að byggja hugmyndir um lik- legar tekjur sjómanna á reynslu s.l. árs um aflabjörgð togaranna og sá meðalafli verölagður á fisk- veröi þvf, sem nú er skammtað sjómönnum. Samkvæmt skýrslu, sem L.Í.Ú. hefur gefiö út um afla- magn og aflaverðmæti hinna stærri togara á s.l. ári, byggt á skiptaverði aflans til sjómanna á þvi ári, er meöal aflaverömætið á hvert skip um 58 milljónir króna, sem gæti vart orðiö meira en um 70 til 72 milljónir með þvi fisk- veröi, sem liklegt er að verði meðalverö til skipta á þessu ári. Eru þessar tölur byggðar á meðaltali 12 togara af 23, og er þá sleppt 11 togurum, sem mest töfð- ust frá veiöum vegna bilana, eða skemmst úthald höfðu á árinu. Þannig var afli togaranna I reynd á árinu 1974 sem mótaði aflahlut sjómanna á togurunum. Með öðr- um oröum, útgeröarmenn hafna þvi að byggja áætlanir sinar um tekjur sjómanna á skýrslu sinna eigin samtaka, en gripa heldur aflaspá ofangreindrar rikisstofn- unar, þegar það hentar betur, til aö gylla það, sem þeir hafa uppi, og kalla boð um bætt kjör sjó- mönnum til handa. Allir sjómenn og aðrir, sem þekkja til, vita, að þarna er gert ráð fyrir hær.ri meöalafla, en reynsla s.l. árs gef- ur tilefni til, þvi miður. Þessi talnaleikur F.l.B. I blööunum og öðrum fjölmiðlum er þvi gerður til að sýna það almenningi, sem ekki þekkir til málavaxta, hærri tölur varðandi tekjur sjómanna, heldur en liklegt er, aö geti orðið I reynd. Til glöggvunar fyrir almenning teljum við rétt að gera hér I stuttu máli nokkra grein fyrir kjara- málum sjómanna á togurunum, og hvernig á þessari vinnudeilu stendur. Launakjörin á togurunum hafa verið byggð upp með tvennum hætti, annars vegar friu fæði og föstu mánaðarkaupi, sem venju- lega fylgir eftir breytingum, er verða á almennum launum I land- inu. Hinsvegar á aflahlut, sem breytist m .a. með verðlagi á fiski, eins og það gerðist almennt i landinu á sinum tima. Þetta launafyrirkomulag, fast kaup og aflahlutur, hefur verið i gildi frá þvi togaraútgerð hófst hér á landi. Sama meginform um laun á togurum hefur gilt i nágranna- löndum okkar. Norðmenn, sem hafa veriö einna fastheldnastir á aö notast við hlutaskipti við fisk- veiðarnar, þ.e. hin ævafornu veiðimannakjör, sem merkja, að sá, sem litið veðir, fær litið til að bita og brenna fyrir sig og sitt skyldulið. Þegar Norðmenn fóru verulega að stunda fiskveiöar á togurum nú fyrir fáum árum, tóku þeir upp þau kjör að greiöa togaramönnum fritt fæöi og fast mánaðarkaup og aflahlut. Þannig er sllkt launafyrirkomuiag, fast kaup og hlutur, greitt togarasjó- mönnum meðal okkar nágranna- þjóða og tekið upp nú nýlega, þar sem það var ekki áður. Þegar sjómannafélögin, sem eru aðilar að kjarasamningum á togurum, höfðu sagt upp fyrri samningum i nóvember 1973, voru kröfur um kjarabætur und- irbúnar meö aðstoð starfandi manna á togurunum, og voru þá allir sammála um að leggja aðal- áherzlu á að fá fastakaupið hækk- að verulega. Aðrar kröfur um hækkun á aflahlut, umbætur á búnaði veiðarfæra o.fl. þess hátt- ar voru smávægilegar. Þetta var um sama leyti og önnur verka- lýðsfélög voru að ræða viö at- vinnurekendur um launakjör sin, um og eftir áramót ’73 og ’74. Út- gerðarmenn neituðu þá öllum kjarabótum og töldu, að rétt væri að biöa og sjá, hvernig færi um launahækkanir almennt. Þegar lokið var samningum um almenna launahækkun i landinu, sem var 20 til 40% i febrúar og marz I fyrra og gerðir nýir kjara- samningar á bátaflotann um likt leyti, með tilsvarandi hækkun á kauptryggingu og öðrum kaup- liöum. Var enn leitað hófanna um kjarabætur og nýja samninga á togurunum, og enn svöruðu út- geröarmenn með algerri neitun á hverskonar kjarabótum fyrir tog- arasjómenn. Var þessi algera neitun nú, eins og á stóð, að öll launakjör i landinu höfðu verið hækkuð mikið, nánast ný og óvenjuleg viðbrögð af hálfu for- ustumanna F.l.B. Þar sem áöur hafði tekist um árabil aö fá fasta- l^upið hækkað umyröalitið til jafns við almennar kauphækkanir i landinu. Um 11 ára tlmabil frá 1962 til 1973 urðu aldrei tafir á rekstri togaranna vegna vinnustöðvunar af hálfu háseta einmitt vegna þess, aö þáverandi forustumenn F.I.B., Loftur Bjarnason, stjórn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.