Tíminn - 29.07.1975, Page 6

Tíminn - 29.07.1975, Page 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 29. júli 1975. TIMINN HEIMSÆKIR ÞORSHOFN SAMSTARF SVEiTAR- FÉLAGANNA ER RAUNHÆFAST r A ÞÓRSHÖFN — segir Pálmi Ólason, oddviti Byggðaþróunaráætlun Norður- Þingeyjasýslu hefur verið mikið til umræðu bæði á Þórshöfn og öðrum stöðum i sýslunni.. Hún hefur vakið miklar umræður manna á meðal og vakið mis- mikla hrifningu. Ýmsir telja Þórshöfn vera rétt á silfurdiski allt er vanti á staðinn af fyrir- tækjum, lánveitingum og fyrir- greiðslu ýmisskonar, en aðrir staðir látnir sitja á hakanum. Timinn ræddi um áætlunina viö Pálma Ólason oddvita, en hann hefur búið á Þórshöfn undanfarin 20 ár. Þórshöfn þjónustu- kjarni fyrir þrjú sveitarfélög — t byggðaþróunaráætluninni er Þórshöfn talin hafa mesta vaxtarmöguleika af öllum þétt- býliskjörnum sýslunnar, hver er ástæðan fyrir þvi? — Ástæðan er meðal annars sú að Þórshöfn er þjónustukjarni fyrir þrjú sveitarfélög hieð allt aö 500 manns, en i bænum sjálfum búa um 470 manns. Hér á Þórs- höfn er verzlun og sú þjónusta fyrir hendi, er sveitirnar þarfnast auk þess sem mikið og gott sam- starf er á milli þessara aðila á ýmsum sviðum svo sem skóla- málum. Þá er til dæmis algjört samstarf milli Þórshafnar og sveitanna um læknisþjónustu og skipta þessir aðilar á milli sin kostnaði við hana. Mismunandi aðstaða Þá hefur Þórshöfn á ýmsan hátt sérstöðu frá hinum þéttbýlis- stöðunum. Hér vinnur mannafli á staðnum úr nærsveitunum, en það er hlutur sem til dæmis Rauf- arhöfn hefur ekki, enda eru svæðin kringum Raufarhöfn, ekki nærri þvi eins þéttbýl og hjá Þórshöfn. Að mörgu leyti gildir hið sama fyrir Kópasker, nema hvaö þar vinnur sveitafólk við slátrun á haustin, eins og hér á Þórshöfn. Hinsvegar tel ég það hafa haft mikil áhrif það sam- starf sem höfundar áætlunarinn- ar komust að raun um með viðtöl- um við staðarmenn, og þá komið i ljós að samstarf sveitarfélaganna er hvað raunhæfast hér á Þórs- höfn. Áhrifa áætlunarinnar þegar farið að gæta — Ég held ég geti fullyrt að áhrif áætlunarinnar séu þegar farin að koma i ljós. Þannig var mun léttara að fá lán i sambandi við skólabyggingu hér á Þórs- höfn, en i þvi máli er Sauðanes- hreppur kominn i algjört sam- starf við Þórshöfn og Svalbarðs- hreppur að hluta til. Þá á þetta einnig við aðra þætti hér á stað, þannig að ráðamenn virðast leggja mikið upp úr þeirri um- sögn er Þórshöfn fær i byggða- þróunaráætluninni. Að kaupa fólk á staðinn Við Þórshafnarbúar litum á þetta sem áætlun er geti orðið okkur hvatning en ekki sem fyrir- heit um að allt sem þar stendur veröi gert. Hér á Þórshöfn eru ónýttir möguleikar sem við ætl- um okkur með tið og tima að vinna að, hinsvegar vitum við að staðarmenn þurfa sjálfir að mestu leyti að vinna að uppbygg- ingunni, og væri ef til vill nær að lita á áætlunina sem prýðisgóða yfirsýn yfir heildarverkefni kom- andi ára. En auðvitað með ein- hverri aðstoð rikisvaldsins þvi annars sé ég ekki að áætlunin hafi nokkurn tilgang i sjálfu sér. Hins- vegar tel ég að það verði ekki gert með þvi að kaupa fólk á staðinn svo sem ýmsir staðir virðast ætla sér, það er hiutur sem ekki getur blessazt; sagði Pálmi Ólason að 'l&kúútr Fólkið er gott og það er fyrir mestu Sigurbjörg Sigurjónsdóttit. Það er væntanlega ekki á ýkja mörgum stöðum sem kvenfólk er i hreppsnefndum. En á Þórshöfn hitti Timinn Sigurbjörgu Sigur- jónsdóttur, er kosin var i hrepps- nefnd við siðustu kosningar. Tim- inn tók hana tali, er Sigurbjörg var við matseld á heimili sinu Hafnarvegi 4. — Ertu fædd hér á Þórshöfn Sigurbjörg? — Nei, ég er fædd og uppalinn á Neskaupsstað, en flutti hingað fyrir einum 10 árum með manni minum, Þorfinni Isakssyni, en hann er verkstjóri i Hraðfrysti- stöð Þórshafnar. — Nú ert þú i hreppsnefnd, hefur þú mikinn áhuga á pólitík? — Nei, biddu fyrir þér, segir Sigurbjörg og hlær. Hér á Þórs- höfn hugsum við frekar um að bæjarmálin gangi þokkalega i stað þess að miða allt við pólitik. Ég reyni að beita mér að minum áhugamálum, svo sem barnaleik- velli sem er hér á staðnum i dag. Húsnæðisvandræði hrjá hann mikið, en við verðum að notast við kjallara i félagsheimilinu.sem er vitanlega allsendis óhæfur. Þá hef ég áhuga á að félagsstörf geti gengið betur en hefur verið, en þar ber allt að sama brunni og með barnaheimilið, húsnæðis- skortur og góð aðstaða stendur þeirri starfsemi fyrir þrifum. Hinsvegar virðist fólk vera að taka við sér og vakna, þvi al- mennur áhugi fyrir félagsstörfum er mun meiri en var þegar ég kom hingað fyrst. — Hvernig er með unga fólkið hér á Þórshöfn, er ekki meiri áhugi fyrir að setjast hér að en oft áður? — Jú, unga fólkiö vill greinilega setjast hér að og vissulega er það gleöileg þróun. Ný ibúðarhús og nýbyggingar allskonar sýna það greinilega að unga fólkið er búið að fá trú á staðnum. — Að lokum Sigurbjörg, er ekki gott að búa á Þórshöfn? — Að visu vantar hér margt sem þéttbýli þarf á að halda, svo sem ýmislegar þjónustu- miðstöðvar, en fólkið er gott og það er fyrir mestu, sagði Sigur- björg Sigurjónsdóttir aö lokum. Helmingi minni afli nú en síðasta dr A ÞÓRSHÖFN er að rísa ný og glæsileg frystihúsbygging niöur við höfnina. Þarna er um að ræða 2100 fermetra stálgrinda hús. Fyrirtækið er I eigu hreppsins auk fjölmargra einstaklinga. Timinn ræddi viö Helga Jóna- tansson, en hann hefur verið I for- svari við fyrirtækið siöastliðin tvö ár. 3 millj. króna halli sið- astliðið ár — Hvenær var fyrirtækið stofn- aö og hvernig hefur reksturinn gengið? — Fyrirtækið var stofnað 1969 og hefur allt frá byrjun verið i leiguhúsnæði, húsnæði I eigu kaupfélagsins. Þaö er nú orðið alltof litið fyrir starfsemina, enda er það aðeins 600 fermetrar að stærð. Þvi var það að við hófum byggingu nýja húsnæðisins haust- ið 1973, hinsvegar er þaö allt 4-5 mánuöum á eftir áætlun og má þar aðallega um kenna tregri lán- veitingu frá opinberum sjóðum svo sem Fiskveiðisjóði. Má það vissulega heita undarlegt þvl hér er um að ræða stærsta atvinnu- veitandann, en hraðfrystistööin veitir frá 50-100 manns atvinnu. og greiddi I laun rúmar 30 mill- jónir á sl. ári. Fyrstu árin gekk reksturinn vel, en aflabrestur og fleira olli þvi aö tap varð s.l. ár um 3 milljónir. Algjör ördeyða frá ára- mótum — Hvað með aflabrögð nú und- anfarið? — Frá áramótum hefur ástand- ið verið hörmulegt og er afli allt að 50% minni sé miöað við sama tima siðastliðið ár. Hinsvegar hafði afli verið góður allt frá 1972 eða 2.700 tonn og engin ástæöa til aö kvarta. Það hefur þvi verið nokkuö rætt hvaða stefnu eigi að taka til þess að bjarga þessum málum við, og skuttogari helzt komið til greina, en eölilega þarf nýja húsnæðið mun meiri afla til þess að nýting á mannskap og tækjum verði hagkvæm. Hinsveg- ar er þaö nokkuð tvieggjað að taka skuttogara I notkun hér I Þórshöfn, því þá myndu vafalaust tveir til þrlr bátar hætta veiöum og mannskapurinn fara á togara. En héðan eru geröir út 6 stærri bátar og um 20 trillur og opnir bátar. Könnun á rækju og skel- fiskmiðum — En hefur þá ekki fariö fram könnun á öðrum veiðiaöferöum er gætu veriö arðvænlegar I náinni framtlð? — Það hefur farið fram einhver könnun, en alls ekki nægjanlega vlötæk aö okkar mati. Við höfum Helgi Jónatansson. áhuga á aö vlðtæk leit veröi gerð á rækju og skelfiski.en rækju höf- um við ekki reynt að veiöa hingað til. Skelfiskveiöar voru reyndar I Bakkafirði eitt sinn án þess að framhald yrði, þvl magnið var talið of litiö til þess að sllkar veið- ar borguðu sig. Hinsvegar höfum við Þórshafnarbúar jafnvel enn meiri áhuga á því að könnun fari fram á orsökum þess aö afla- brögö hafa dregizt svo saman sem raun ber vitni. Nú fer nýja húsið i gang í lok þessa árs svo allt kapp þarf að leggja á að tryggja þvl sem mesta vinnslu, en eins og málin standa I dag þá sjá- um viö fram á enn meira rekstr- artap ef svo heldur sem horfir. Hraðfrystistöðin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.