Tíminn - 29.07.1975, Blaðsíða 15
Þri&judagur 29. júli 1975.
TÍMINN
15
Gylfi Kristinsson, form. hagsmunonefndar S.H.Í. I
Að biðja sér bjarnargreiða
Hvað er að gerast í stúdentaráði Háskóla íslands?
Um þriggja ára skeið hafa
vinstri stúdentar i Háskólanum
haft meirihluta i Stúdentaráöi
Háskóla Islands. Á þessum þrem-
ur árum hafa birzt ýmiss konar
furöuskrif um störf vinstrimeiri-
hlutans i S.H.I. i Morgunblaöinu.
Stundum er um mjög vel skipu-
lagðar rógsherferöir aö ræða. sem
hafa það að markmiöi aö stimpla
þá, sem skipa þennan meirihluta,
andlýöræöissinna, þjóöniöinga og
jafnvel landráðamenn. I flestum
tilfellum fara þessar rógsher-
ferðir þannig af staö, aö fuiltrúar
Vöku, félags lýöræðissinnaðra
stúdenta (útibú Sjálfstæöisflokks-
ins i Háskólanum), leggur fram
fyrirvaralaust tillögur um ýmis
mál á fundum Stúdentaráðs. Ein-
kennandi er fyrir þessar tillögur
hversu uppfullar þær eru af full-
yrðingum, sem eiga sér enga stoð
i raunveruleikanum. Auk þess
fylgir . sjaldnast rökstuðningur
eða greinargeröir tillögunum,
eins og vaninn er hjá vinstri
mönnum. Stundum viröist
beinlinis aö þvi stefnt með flutn-
ingi þessara tillagna aö þær nái
ekki fram aö ganga. Meirihluti
Stúdentaráðs hefur reynt að
koma til móts viö þennan tillögu-
flutning eins og frekast er unnt,
og borið frani gagntillögur um aö
þeim veröi visað* til nefnda.
Þetta er gert I þeim tilgangi, að
koma einhverju lagi á þær eða
afla frekari gagna um þau mál
sem tillögurnar fjalla um.
1 stað þess aö sætta sig við
þessa meðferö, hafa fulltrúar
minnihlutans, þ.e. Vöku, sent
fjölmiðlum utan Háskólans (i
Háskólanum er gefið út myndar-
legt blað, Stúdentablaðið, sem
kemur út að jafnaði mánaðarlega
og stendur öllum stúdentum opiö
með skrif sin) tillögurnar ásamt
velvöldum lýsingarorðum um
skólasystkini sin. Fæstir fjölmiöl-
anna hafa séö ástæðu til þess að
birta þessar yfirlýsingar Vöku-
manna nema Morgunblaðið.
Morgunblaðið hefur tekið
grunnhyggni fúlltrúa Vöku tveim
höndum og bókstaflega velt sér
upp úr henni. Venjulega hefur
gangur mála verið sá, að fyrst
eftir birtingu yfirlýsinga Vöku-
manna, hafa vinstri menn fengið
smáskeyti i Staksteinum
Morgunblaðsins. bá hefur verið
skrifað greinarkorn af Vöku-
manni eða haft viðtal við Vöku-
mann (aldrei haft samband við
þann- sem er verið að rægja, —
Morgunblaöiö er ekki bezta
fréttablaðið fyrir ekki neitt).
Næst hefur birzt bréf i Velvak-
anda, þar sem býsnast er yfir þvi
hvað kommúnistar ráði miklu i
Háskólanum. Nokkrum linum
hefur svo verið varið til þess i
leiðara að tala um ofstækisöflin i
þjóðfélaginu og þá sérstaklega i
Háskóla íslands og loks er klykkt
út með klausu i Reykjavikurbréfi
Morgunblaðsins og þá eiga
stúdentar og aðrir landsmenn að
vera orðnir ónæmir fyrir áróðri
vinstri manna næsta hálfa árið,
auk þess sem búið er að svipta
hulunni af stúdentakommúnist-
unum.
Nú um þessar mundir stendur
ein ónæmisaðgerðin yfir, og er
hugmynd Vökumanna og læri-
feðra þeirra á Morgunblaðinu að
bólusetja þá, sem i haust setjast i
fyrsta skipti á skólabekk i
Háskóla íslands.
Þar sem ég hef margoft rekiö
mig á það, að þessar áróðursher-
ferðir Moggamanna og læri-
sveina þeirra i Vöku hafa vakið
með mönnum alls kyns ranghug-
myndir um Stúdentaráð verður
litillega fjallað hér á eftir um
skipulag ráðsins, störf þess og
stefnu og þá hópa, sem mynda
meirihluta og minnihluta innan
ráðsins.
Stúdentaráð
Háskóla Islands *»
Samkvæmt Háskólalögunum
nr. 84/1970 er gert ráð fyrir að I
Háskóla íslands séu starfandi
heilda rsa mtök stúdenta,
Stúdentaráð. sem eigi að tilnefna
fulltrúa til setu i ýmsum nefnd-
um, sem starfandi eru á vegum
Háskólans. I Háskólalögunum er
ekki að finna neina skilgreiningu
á hlutverki Stúdentaráös, en það
er hins vegar skilgreint i lögum
Stúdentaráðs.
t annarri grein laga S.H.I. seg-
ir, að Stúdentaráð skuli standa
vörð um menningarlega og
félagslega hagsmuni stúdenta og
vera æðsti fulltrúi þeirra innan
Háskólans, og i þriðju grein sömu
laga er kveðið á um það, að S.H.I.
skuli ver þeim félögum stúdenta
sem annast almennt félagslif, til
aöstoðar, ef þurfa þykir, enn-
fremur beri ráðinu að vinna að
þvi að félögin þjóni hlutverki
sinu.
I þeim kafla laga S.H.I., sem
fjallar um kosningar, segir, að
Stúdentaráð skuli skipað 28
fulltrúum háskólastúdenta, sem
kosnir séu i hlutbundinni lista-
kosningu. Kosning fari fram á
timabilinu 1.-15. marz ár hvert og
þá eigi að kjósa 13 menn i ráðið,
og einn að auki.sem eigi bæði sæti
i Stúdentaráði og Háskólaráði
(Háskólaráð hefur úrskurðarvald
um málefni Háskólans, en i þvi
eiga sæti ásamt Háskólarektor,
deildarforsetar, fulltrúar kenn-
ara og fulltrúar stúdenta). bessir
fulltrúar eru kosnir til tveggja
ára, þannig að árlega er einungis
kosinn helmingur fulltrúanna.
Kosningarétt og kjörgengi hafa
allir stúdentar, sem eru innritaðir
i Háskóla Islands.
Ekki er liöið nema eitt og hálft
ár siðan listakosning leysti af
hólmi einstaklingskosningu (þ.e.
áður voru yfirleitt kosnir tveir
fulltrúar úr hverri deild Háskól-
ans til setu i Stúdentaráöi, hver
deild var sérstök kjördeild, en nú
teljast stúdentar allra deilda til
sömu kjördeildar) og eru margir
þeirrar skoðunar að sviptingarn-
ar milli vinstri manna og þeirra
sem halla sér til hægri hafi harðn-
að til muna eftir breytinguna,
Stúdentaráðskosningarnar hafi
orðiö mun póiitiskari, en gott gæti
talizt. Ég er ekki frá þvi aö þetta
sé rétt.
Aðilar sem eiga fulltrúa f
Stúdentaráði
Tvær meginfylkingar, ef svo
má aö orði komast, eiga fulltrúa i
Stúdentaráði. Annars vegar
Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, og hins vegar vinstri
menn. Vaka, sem hefur starfað
innan Háskólans siðan 1935, hefur
frá upphafi verið félag þeirra
stúdenta er hafa stutt stefnu
Sjálfstæðisflokksins i þjóömálum.
Að visu leiddust nokkrir kratar til
fylgis við félagið á viðreisnar-
stjórnarárunum, -en það heyrir
sögunni til. Afstaða Vöku til
einstakra mikilvægra hagsmuna-
mála stúdenta er ákaflega óljós.
Til dæmis er stefna félagsins i
lánamálum stúdenta sú, að
námslán eigi að vera „hagstæð-
ustu lán sem völ er á i þjóðfélag-
inu á hverjum tima”, en félagið
hefur enga skoðun á þvi, hvernig
stúdentar eigi að endurgreiða
lánin, en það skiptir miklu máli. 1
húsnæðis- og heimilismálum, er
stefna Vöku, að húsnæðismál
stúdenta eigi að leysa með bygg-
ingu hjónagarða, einstaklings-
garða og barnaheimila á þúfu i
nágrenni Háskólans, helzt þó i
hæfilegri fjarlægö frá heimsins
glaumi.og brauðstriti hins vinn-
andi manns, þannig að ekkert
trufli blessaða stúdentana við
fræöiiðkanirnar.
Listi vinstri manna hefur boðiö
fram i tvennum Stúdentaráðs-
kosningum. 1 þeim fyrri, 1974,
hlaut hann 56% greiddra atkvæða
og 1975 hlaut hann 57% greiddra
atkvæða. Að framboði lista
vinstri manna hafa staðiö óform-
leg samtök þeirra stúdenta, sem
aðhyllast vinstri stefnu.
Undirbúningur framboðs
vinstri manna fer fram með þeim
hætti, að meirihluti Stúdentaráðs
boðar vinstri sinnaða stúdenta til
opins fundar, tveimur til þremur
mánuðum fyrir Stúdentaráðs-
kosningarnar. A þessum fundi
hafa verið kosnar ýmsar nefndir,
t.d. uppstillingarnefnd og stefnu-
skrárnefnd ásamt fleiri nefndum,
sem vinna að kosningaundirbún-
ingi. Eins og nafnið gefur til
kynna er hlutverk stefnuskrár-
nefndar að gera drög að stefnu-
skrá fyrir listann. Drögin eru
siöan lögð fyrir opna fundi
stuðningsmanna og gerðar þar á
þeim þær breytingar, sem aðilar
eru sammála um að gera.
Á þriggja ára valdatima
vinstrimeirihlutans hefur margt
áunnizt. Mótuð hefur verið stefna
I lánamálum námsmanna, sem
felur I sér kröfu um að lán nemi
100% umframfjárþarfar, á móti
komi að námslán verði visitölu-
tengd, og vaxtalaus með eftir-
töldum ófrávikjanlegum skilyrð-
um: 1. Þeir sem hafi miðlungs-
tekjur eða lægri greiði lánin ekki
til baka. 2. Þeir sem hafi meira en
meðallaun greiði lánin til baka i
raungildi eftir nánar tilgreindum
reglum, þar sem tekið skuli fullt
tillit til greiðslugetu lánþega.
bessar tillögur eru settar fram
með það i huga að þeim sem kom-
ast i tekjudrjúg störf i þjóðfélag-
inu vegna þeirrar menntunar,
sem þeir hafa aflað sér meö að-
stoð skattborgaranna, (Lánasjóð-
ur isl. námsmanna er fjár-
magnaður að langmestu leyti
með framlagi úr rikissjóöi), sem
oft hafa mun lægri tekjur en út-
lærði menntamaðurinn, sé engin.
vorkunn að borga sin lán til
baka til lánasjóðsins. Lánasj.
verður þá e'nn betur fær um að
styrkja þá sem minna mega sin,
til þess náms sem hugur þeirra
girnist, hvort sem um er að ræða
verklegt eða bóklegt nám. Þessar
tillögur kölluðu fulltrúar Vöku s.l.
vor „kjaraskerðingarstefnu
vinstri manna” og hvöttu þeir
stúdenta óspart til aö snúast gegn
„kjaraskerðingarstefnu rikis-
stjórnarinnar og Verðandimanna
(átti auðvitað að vera vinstri
menn, þvi Verðandi bauð ekki
fram).
I húsnæöismálum hafa vinstri
menn og Stúdentaráð mótað
ákveðna stefnu, en hún er á þann
veg að stúdentar lifi i eðlilegum
tengslum við aðra þjóðfélags-
hópa, en einangrisig ekki með þvi
að búa á sérstökum görðum eða
fjölbýlishúsum. Vinstrimenn eru
þeirrar skoöunar, að húsnæðis-
mál stúdenta verði ekki leyst
nema með samvinnu við rikis-
valdið og launþegasamtökin.
Hvað barnaheimiiismál snertir,
þá eru vinstri menn þeirrar skoð-
unar að fjölgun barna-
heimilisrýma sé spurning um
jafnrétti kynjanna til þess að
ákveða lifsstarf sitt. Vinstri menn
eru andvigir þvi, aö sérstök
barnaheimili séu reist fyrir
ákveðna þjóðfélagshópa þótt þeir
hafi orðið að fara ilt i slikar
framkvæmdir sjálfir af knýjandi
þörf. Mun fleiri mál mætti minn-
ast á, en það verður að biða betri
tima.
I Háskóla Islands starfar annaö
skipulagsbundið stjórnmálafélag
(stúdentafélag) en Vaka. Þetta
félag er Verðandi, félag róttækra
námsmanna. Verðandi hefur sett
sér stefnuskrá, sem byggð er á
visindalegum sósialisma,
marxismanum. Félagið hefur
ekki boðið fram sjálfstætt til
Stúdentaráðs, en tekið beinan
þátt i kosningum um hátiðanefnd
1. desember. Hátiðanefnd 1.
desern^er sér um að minnast full-
veldis Islands. Yfirleitt hafa
vinstrim. fram að þessu flykkt
sér um framboð félagsins sem
hefur borið sigur úr býtum i fjög-
ur skipti. Verðandi hefur einnig
staðið fyrir fundahöldum um
margvisleg máiefni einkum þeim
sem snerta marxisma. Töluverö-
ur hluti fulltrúa vinstri manna i
S.H.I. hefur ekki talið sig eiga
pilitiska samieið með Verðandi,
og þar af leiðandi ekki gerzt
félagar i þvi. Nokkuð góð sam-
vinna hefur þó tekizt milli vinstri-
manna og Verðandi innan ráðsins
i flestum málum, t.d. baráttunni
gegn herstöðvunum og Union
Carbite.
„ Portúgalsþáttur"
Þá er komið að þeim þætti, sem
varð þess valdandi að þessi grein
var skrifuð. Eins og áður sagði
standa Vaka og Morgunblaðið
öðru hverju fyrir rógsherferðum
gegn vinstrimeirihlutanum i
S.H.l. I þvi skyni að gera hann
tortryggilegan i augum stúdenta
og almennings. Um þessar mund-
ir stendur ein yfir. Málavextir eru
þeir að 10. júli s.l. var haldinn
Stúdentaráösfundur, og var hann
boðaður með viku fyrirvara. A
dagskrá fundarins var afgreiðsla
fjögurra tiliagna. Var óskað eftir
þvi i fundarboði, að stúdentaráðs-
fulltrúar sæktu tvær tillagnanna á
skrifstofu S.H.I. daginn áður en
halda átti ráðsfundinn, til yfir-
lestrar (hinar tvær tillögurnar
fjölluðu um skipun manna i
nefndir). Fimmti liðurinn á dag-
skránni var önnur mál. A fundin-
um voru áðurnefndar fjórar til-
lögur afgreiddar. Þegar þvi var
lokið var tekinn fyrir liðurinn
önnur mál, þá var það sem einn
fulltrúi Vöku kvaddi sér hljóðs.
Fulltrúinn kvaðst vera með til-
lögu til samþykktar um Portúgal.
Þessa tillögu las hann upp og
bætti við nokkrum orðum frá
eigin brjósti og sagði, að tillagan
skýrði sig sjálf. Eitthvað þótti
oddvita Vöku i S.H.l. rökstuðn-
ingur frummælenda tillögunnar
bágborinn, þvi að hann bað næst-
ur um oröið. Oddvitinn tók undir
það með frummælanda „að eins
og menn gætu séð, væri sjálfsagt
að samþykkja tillöguna”. Við
þessi orö fóru fulltrúar vinstri
manna að kvarta yfir að hafa ekki
tillöguna undir höndum og gagn-
rýndu að hún skyldi ei hafa leg-
iðframmi á skrifstofu S.H.I. með
dags fyrirvara eins og þeirra til-
lögur. Við þessa gagnrýni drógu
fulitrúar Vöku upp nokkur ljósrit
af tillögunni, og dreifðu, og kom
þá i ljós að hún var 313 orð. 1
stuttu máli fjallaöi tillagan um að
S.H.I. lýsti yfir stuðningi við lýð-
ræðisöflin (letrubr. G.K.) i Portú-
gal, ásamt þvi að skora á isl. lýð-
ræðisflokka (leturbr. G.K.) og
Alþingi að beita sér fyrir þvi að
þeim flokkum, sem standa i
brjóstvörn frelsis i landinu verði
veittur efnahagslegur og stjórn-
málalegur stuðningur til þess að
berjast fyrir opnu lýðræðissam-
félagi I Portúgal.
Vinstri menn höfðu ýmislegt
viö þennan málatilbúnað að at-
huga. Gagnrýndu þeir fulltrúa
Vöku harölega fyrir þau for-
kastanlegu vinnubrögð að skella
fram á miðjum fundum tiilögum
með fullyrðingum, sem þeir hefðu
engin tök á að athuga hvort væru
réttar eða rangar. Þá kvörtuðu
þeir yfir þvi, að greinargerð
skyldi ekki fylgja Portúgalstillög-
unni þar sem greint væri frá
helztu heimildum Vöku um
ástandiö þar i landi. Lýstu full-
trúar vinstri manna þvi yfir, að
ákaflega erfitt væri að átta sig á
þvi sem væri að gerast i Portúgal
þar sem isl. fjölmiðlar hefðu ekki
tök á að senda fréttamenn til
landsins (þetta var sagt áður en
blaðam. Morgunblaðsins fór aö
senda fréttir frá Portúgal, sá hinn
sami, sem á sinum tima taldi að
það stjórnarfar sem Grikkjum
hentaði bezt væri hæfilegt ein-
ræði), I þeim tilgangi að vega og
meta ástandið þar frá islenzku
sjónarhorni. Þess I stað neyddust
þeir til þess að reiða sig á þær
fréttastofur sem nú er sannað að
C.I.A. hafi matað á ósönnum
fréttum. Vinstri menn lögðu þvi
til að tillögunni yrði visað til utan-
rikisnefndar en hún er ein fjög-
urra fastanefnda ráðsins. Henni
yröi falið að afla sér gagna um at-
burðina i Portúgal og að lokinni
þeirri gagnasöfnun, skyldi nefnd-
Gylfi Kristinsson
in leggja fram skýrslu og þær
ályktanir sem niðurstöður gagna-
söfnunarinnar leyföu. Þessi til-
laga var samþykkt.
Eftirleikurinn
Gagnaöflunin um ástandið i
Portúgal hófst þremur dögum
siðar með fundi i utanrikisnefnd.
Héldu flestir að þar með hefði til-
laga Vöku fengið þá afgreiðslu,
sem fulltrúar gætu sætt sig við.
En það var ööru nær. Þegar á
þriðjudag 15. júli birtist frétta-
tilkynning frá Vöku i Morgun-
blaðinu, þar sem gerö var grein
fyrir þvi að Vaka hefði nýlega
samþykkt tillögu til stuðnings
lýðræðisöflunum i Portúgal og
var tillagan birt. Við þessu er að
sjálfsögðu ekkert að segja. Hins
vegar er þess getið i fréttatil-
kynningunni, að tillagan hafi ver-
ið borin upp til samþykktar i
Stúdentaráði Háskóla Islands, en
meirihlutinn hafi ekki treyst sér
til að samþykkja hana vegna
skorts á upplýsingum, sem er
rétt. Þaö, sem er rangt i frétta-
tilkynningu Vöku, er að þaö er
dylgjað um að skortur vinstri
manna á áreiðanlegum upp-
lýsingum hafi stafað af einhverj-
um annarlegum orsökum. Daginn
eftir birtist klausa i þeim slúður
dálki, sem sendi ráðherrum
vinstri stjórnarinnar hvað
óvandaðastar kveðjurnar, Stak-
steinum Morgunblaðsins. Klaus-
an fjallaði um þá lýðræðislegu
meðferö, sem tillaga Vöku um
Portúgal hafði fengið i Stúdenta-
ráði. Eftir lestur greinarinnar
var lesandinn ekki i nokkrum
vafa um það, hvað réði afstöðu og
gerðum meirihluta Stúdentaráös.
Það voru kommúnistar sem réðu
ferðinni. Það var eina ályktunin
sem lesandinn gat dregið. Þessi
grein birtist á blaðsiðu 7. A blað-
siðu 8 i Morgunblaðinu þénnan
sama dag birtist grein eftir odd-
vita Vöku i Stúdentaráði og bar
hún yfirskriftina Vesöld vinstri
manna.
Greinin hefst á mikilli þakkar-
gerð til ritstjóra Morgunblaðsins
fyrir að hafa séð sér fært að birta
hana i blaðinu. Þar næst er
Portúgalstillaga Vöku birt enn á
ný, og eru þá upptalin þau atriði
sem i greininni er fjallað um á
málefnalegan hátt. Oddvitinn fer
i pistlinum aö lýsa tilfinningum
sinum og umræðum á Stúdenta-
ráðsfundinum, Hann segir m.a.:
„Við höfðum, þ.e. Vökumenn
(innsk. G.K.), sem sé talið okkur
trú um aö félagar okkar i
stúdentaráði væru ekki lýðræðis-
fjandsamlegir (leturbr. G.K.) og
að þeir sæju ekkert athugavert að
lýsa yfir stuðningi við lýðræöi i
Portúgal og frelsi portúgala”.
Hér vakna ýmsar spurningar.
Telst það virkilega andlýðræðis-
legt i hugum fulltrúa Vöku, að
aðrir fulltrúar i S.H.l óski eftir
þvi að fá tækifæri til þess að
kanna þau mál, sem þeim er
ætlað að setja nafn sitt undir? Ef
svo er, þá er það vist að lýðræðis-
hugmyndir þeirra Vökumanna
eiga meiri samstöðu með þeim
hugmyndum, sem eru rikjandi i
löndum.sem búa við einræði. Þar
eiga menn að samþykkja það
sem að þeim er rétt og þegja. 1
þessu sambandi er rétt að geta
þess að oddviti Vöku hafði i hót-
unum við fulltrúa vinstri manna á
fundinum um að ef tillagan feng-
ist ekki samþykkt þá.... þá skyldi
alþjóð fá vitnesku um það. Og
þjóðin hefur fengið sina
vitneskju, það er að segja þá vit-
neskju, sem Morgunblaðiö og
Vaka félag „lýðræðissinnaðra”
stúdenta telja sér bezt henta.
Oddvitinn vék i greinarkorninu
Framhald á 19. siðu