Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 8
V erkalýðsforkólfar eru að bugast. Anarkistar, herstöðvand-stæðingar, femínistar og eflaust fleiri hafa breytt svo mikiðásýnd baráttudags verkalýðsins, 1. maí, að vilji er til að kröfugerðir verði lagðar niður og félagar verkalýðsfélaga hittist frekar þennan dag, borði saman ís ef veður leyfir, fari í leiki og hafi eins gaman af og kostur er. Allt vegna þess að boðflennur eru að hrekja eigendur uppistandsins úr eigin veislu. Fari svo að baráttudagur verkalýðsins breytist og verði eitthvað allt annað, skemmti- og gleðidagur kannski, er það samt svo að margt er óunnið í réttindum verkafólks. Með breyttri heimsmynd nær baráttan til fleiri þátta en áður. Sem betur eru ekki mörg dæmi um slæma meðferð á íslenskum starfsmönnum. Þess frekar hafa óþokk- ar í atvinnurekstri nýtt sér bág kjör verkamanna í öðrum löndum, verkamanna sem hafa enga úrkosti aðra en taka hvaða vinnu sem býðst og á hvaða kjörum sem er. Föntunum er sama hvort farið er að lögum eða ekki, þeir keyra áfram meðan þeir eru ekki stöðvaðir. Nýverið mætti framkvæmdastjóri slíks fyrirtækis í samtal á Talstöðinni. Þar heyrði hann aðaltrúnaðarmann við Kárahnjúka- virkjun lýsa ömurlegri vist tveggja Letta sem fyrirtæki fram- kvæmdastjórans hafði haft í sinni þjónustu, án allra leyfa, án alls siðferðis, án réttra launa og svipta mannlegri reisn. Trúnaðarmað- urinn tók sem dæmi að Lettarnir tveir ættu ekki einu sinni fyrir sígarettum. „Ef trúnaðarmaðurinn hefur svona miklar áhyggjur af því hvort þeir eigi að reykja, hvers vegna gefur hann þeim þá ekki bara sígarettur.“ Á þann veg mæltist framkvæmdastjóra GT-verk- taka þegar hann hafði hlustað á lýsingar á vondri vist fyrrverandi starfsmanna sinna. Það er ekki síst vegna manna eins og þeirra sem reka fyrirtæki líkt og GT-verktaka sem barátta verkalýðsins tekur aldrei endi, því miður. Það er ekki síst vegna svona manna sem 1. maí og hefðir dags- ins mega ekki úreldast. Baráttu í félagsmálum er ekki síður þörf en í svo mörgu öðru. Vargarnir í rekstri vondra fyrirtækja eru sem hryðjuverkamenn. Fara ekki að lögum eða reglum og virðast vera algjörlega tilfinningalausir. Þeir finna ekki til með fólki. Þeir segja svikin sér óviðkomandi og benda á fáránlegar starfsmannaleigur í fjarlægum löndum og segja þær bera ábyrgðina. Segjast ekki einu sinni vita hvaða laun þeirra starfsmenn hafa, bera því að þeir sjálfir borgi fullnóg og þvo hendur sínar af mannfyrirlitningunni. Það eru næg verkefni fyrir þá sem vilja berjast fyrir og vernda mannréttindi. Sama hvort það eru verkalýðsfélög eða annar félags- skapur. Meðal okkar verður alltaf fólk sem er ekki heiðarlegt. Það verður að verjast þannig fólki. Andi 1. maí hefur skipt máli og mun áfram skipta máli. Viðkom- andi er óskað til hamingju með daginn. ■ 1. maí 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Baráttudagur verkalýðsins er í dag. Þrátt fyrir að mikið hafi unnist í baráttu verkafólks verða alltaf til ný og ný og viðfangsefni. Þess vegna er ljóst að baráttan er endalaus. Boðflennur og barátta FRÁ DEGI TIL DAGS Það er ekki síst vegna svona manna sem 1. maí og hefðir dagsins mega ekki úreldast. Baráttu í félagsmálum er ekki síður þörf en í svo mörgu öðru. Varg- arnir í rekstri vondra fyrirtækja eru sem hryðjuverkamenn. Fara ekki að lögum eða reglum og virðast vera algjörlega tilfinningalausir. Þeir finna ekki til með fólki. ,, B A R Á T T U D A G U R V E R K A L Ý Ð S I N S BSRB gengið í VG? Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, er að snúa aftur til starfa eftir fæðingar- orlof. Á heimasíðu sinni, bjorningi.is, er hann nú að undrast þann mikla sam- hljóm sem er á milli skoðana BSRB og Vinstri grænna. Ögmundur Jónasson hafi til dæmis sem þingflokksfor- maður VG barist gegn niðurskurði á fjármagni til Mannréttindaskrif- stofu Íslands. BSRB hafi svo ályktað um málið þar sem fullum stuðningi við kröfur Mannréttindaskrif- stofunnar var lýst yfir. „Enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli hafa fleiri ályktað um þessi mál,“ segir Björn Ingi. BSRB segir aðgang að drykkjar- vatni mannréttindi Samhljómur um málefni Mannréttinda- skrifstofunnar er ekki hið eina sem Björn Ingi bendir á, heldur hafi Ög- mundur einnig verið óþreytandi að gagnrýna áform um breytingar á rekstr- arformi vatnsveitna í landinu. Í síðustu viku hafi BSRB svo mjög óvænt tekið upp á því að ræða um málefni vatns- veitna á fundi sínum, „enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli fleiri hafa ályktað um þessi mál.“ Tveir hattar Ögmundar Í lok pistils síns segir Björn Ingi: „Það er naumast hvaða tengingar Vinstri grænir hafa inn í BSRB, sérstaklega stjórnina! Það getur ekki verið að Ögmundur, þingflokksformaður VG, sé að blanda sínum málum inn í störf sín sem for- maður BSRB. Það getur bara ekki verið. Á meðan launþegar hafa svona forystu, sem heldur sig við aðalatriðin og er ekki sí og æ að blanda sér í pólitísk deilu- mál, eru þeir í góðum málum...“ Nú er tenging milli félaga og stjórnmálamanna ekkert nýtt af nálinni og ekki hægt að búast við að Ögmundur skipti um skoð- anir eftir því hvort hann er þingmaður eða formaður þá stundina. Þá er bara hægt að velta fyrir sér hvort BSRB er með skoðanir á „röngum málum“. svanborg@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég er hættur að þekkja fræga fólkið á Íslandi. Altso; stóran part af því. Samt er það frægt, að mér skilst. En þó ekki frægara en svo að þegar ég fletti blöðum og tíma- ritum og rek augun í glaðværa leikara og plötusnúða og rokkara og tískulöggur sem eiga að heita ofboðslega frægir, þá ... ja, kem ég þeim ekki fyrir mig. Mörgum hverjum. Það er að verða til frægt fólk á Íslandi fyrir það eitt að vera frægt. Þetta er svo að segja sjálf- bær þróun; ólíklegasta fólki er skotið upp á stjörnuhimininn – eða skýtur sér þangað sjálft – og er haldið uppi af fjölmiðlum eins lengi og keilur galdramannsins haldast á lofti. Frægðin sumsé viðheldur sjálfri sér. Og sögurnar grassera eins og gorkúlur í feitri mýri. Þetta er náttúrlega svo- lítið sérstakt. Og þegar spurt er hvaðan frægð þessa fólks er sprottin standa flestir á gati, en vita hitt betur að það er mikið í umræðunni, jafnvel að endemum, ef ekki alræmt. Ég er sumsé hættur að þekkja fræga fólkið á Íslandi. Margt hvert. Sem er fötlun. Umræðufötl- un. Hún lýsir sér í því að þegar talið berst að sögum af fólki sem hefur til dæmis lent í svakalegum skilnuðum eða skundað út úr skápnum, þá þekkir maður ekki forsöguna. Og skilnaður og skápur eru náttúrlega fyrst og fremst spurning um forsögu. Ágenga og opinskáa. Þannig renndi ég á dögun- um yfir lista af frægu fólki sem var að skilja hvert við annað og áttaði mig á því að ég þekkti aðeins ríflega helftina af þeim huggulega hópi. Hitt var ókunnugt fólk í mínum augum. Samt frægt. Ofboðs- lega. Skilst mér. Og skilið. Blessað fólkið. Man þegar ég stóð frammi fyrir Bessa Bjarnasyni í fyrsta skipti á ævinni fyrir nokkrum áratugum. Ég var á að giska átta ára gutti og Bessi var að fara að leika í Galdrakarlinum í Oz uppi á vörubílspalli á Ráðhústorginu á Akureyri í kalsaveðri á sautjánda júní og fékk mig – allsendis óundirbúinn – til að leika hundinn Tótó í uppfærslunni. Sem ég og gerði ... alveg þokkalega. Hroll- kaldur. En þarna stóð ég sumsé í fyrsta skipti á ævinni frammi fyrir frægum manni. Þjóðfræg- um. Og nánast þjóðargersemi. Það var undarleg tilfinning. Þetta var árið sem sjónvarpið kom norður – í sauðalitunum. Og þar af leiðandi hafði þessi lands- kunni leikari ekkert verið að þvælast fyrir mér á öldum ljós- vakans. Ég hafði séð hann nokkrum sinnum í blöðunum – og á þeim tíma var það nóg til að njóta frægðarinnar. Eftir þetta varð Bessi mælikvarði minn á frægð; mín vísitala á vinsældir. Menn voru ýmist undir eða yfir Bessa. Fæstir yfir. Svo hafa árin liðið. Grandvör og geðþekk kona á mínu reki benti mér á það á dög- unum að sér væri farið að leiðast það óskaplega hvernig fjölmiðlar töluðu endalaust við sama fólkið. Og hömpuðu eilíflega einhverjum hópi ofurfrægra sem væri ýmist að skilja eða skunda inn kirkju- gólfið, alsæll og ofurmálaður. Ég hlustaði á þessa konu um stund af því hún talaði af viti; sagðist geta samsinnt henni að mörgu leyti en benti henni á þann kost að fletta yfir þetta efni. Hún spurði á móti afhverju fjölmiðlum væri það svona mjög í mun að eltast alltaf við sama fólkið; hvort þeir ættu ekki miklu fremur að endur- spegla fjölbreytnina í samfélag- inu – og forðast einhæfnina, endurtekninguna, áráttuna. Ég svaraði því til að fræga fólkið seldi; svoleiðis væri það bara ... já, frægðin kitlaði. En þá kom hún með þessa setningu sem ég hef verið að dröslast með í hausnum á mér síðustu daga: En fræga fólkið er bara ekki lengur frægt ... og svo bætti hún við; ekki nema brot af því. Sumsé það. Og fleiri en ég sem þekkja ekki lengur landsþekkta menn og konur. Íslensk frægð er annars sér á parti. Boðleiðirnar í samfélaginu eru svo ógnarstuttar að algerlega ókunnugur maður getur komist á allra varir á augabragði. Kortér hér og þar í spjallþáttum sjón- varpsstöðvanna gerir það að verkum að landsmenn allir hafa séð sama manninn og myndað sér skoðun á honum. Ef menn eru ekki spyrjendur eru þeir við- mælendur. Og ef þeir eru ekki spjallþáttastjórnendur eru þeir fundarstjórar. Og ef ekki það; þá stofna þeir dagblað. Tökum dæmi: Einu sinni var sá sem þetta skrifar ráðstefnustjóri á yfir- gripsmikilli og alþjóðlegri ráð- stefnu um ferðamennsku á norð- urhjaranum sem haldin var í Reykjavík. Á milli fróðlegra er- inda var tekið við mig viðtal um ferðavenjur mínar fyrir aðra af tveimur sjónvarpsstöðvum landsmanna sem þá voru við lýði. Um kvöldið var viðtalið sýnt – í sömu mund og ég las fréttir á hinni sjónvarpsstöð- inni. Daginn eftir spurði erlend- ur fyrirlesari á ráðstefnunni hverju þetta sætti; hann hefði séð mig stjórna ráðstefnunni sama dag og ég hefði birst á báð- um sjónvarpsstöðvunum, jafnt sem viðmælandi og þulur. Ég gat ekki svarað manninum með öðrum orðum en þeim að við værum fámenn þjóð. Sem við erum. Eftir á að hyggja er að verða til allnokkur hópur fólks sem telja verður til ofnotaðra Íslend- inga. Hann skýtur upp höfðinu hvar sem farið er; endurtekur sig í hverjum þættinum af öðrum, opnar sig í einu tímaritinu af öðru – og nær saman og sundur í einka- lífi sínu fyrir opnum tjöldum. Þetta er að verða æ stórri hópur og æ meira áberandi eftir því sem fjölmiðlum fjölgar; hann kaupir sér eldhús og sumarbústað fyrir allra augum, mætir í leikhús og líkamsrækt í opnugreinum og sest svo niður í morgunþættina daginn eftir og tjáir sig enn og aftur um atburði líðandi stundar. Þetta er ný stétt á Íslandi; for- síðufólkið – skilgetið afkvæmi skringilegrar fjölmiðlaþróunar sem leggur áherslu á frægð og forvitni. Og umfram allt stjörnur. Og í því efni er lykilatriði að stjörnublaðamenn tali við stjörnuviðmælendur. Og helst ekki um neitt sérstakt. En skilnað- ur sakar ekki. ■ Ofnotaðir Íslendingar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI KN IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Eftir á að hyggja er að verða til allnokk- ur hópur fólks sem telja verður til ofnotaðra Íslend- inga. Hann skýtur upp höfð- inu hvert sem farið er; endurtekur sig í hverjum þættinum af öðrum, opnar sig í einu tímaritinu af öðru – og nær saman og sundur í einkalífi sínu fyrir opnum tjöldum. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.