Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 24
6
ATVINNA
Leikskólann
Vinagerði Langagerði 1
vantar leikskólakennara eða starfsmann
með sambærilega menntun eða með góða
reynslu í 100% stöðu sem fyrst.
Einnig vantar starfsmann í hlutastarf vegna stuðnings
við lítinn dreng..
Vinagerði hefur hugmyndafræði Reggio Emilio að leiðar-
ljósi þar sem meginmarkmiðið í uppeldinu er að hvetja
börnin til að nota öll skilningarvit sín, málin sín hundrað,
og vinna markvisst að frumlegri og skapandi hugsun hjá
börnunum.
Áhugasamir hafi samband við Díönu leikskólastjóra í síma
553-8085 eða á póstfangið vinagerdi@simnet.is
Hjúkrunarheimilið
Fellsendi
óskar eftir starfsfólki í
aðhlynningu og í eldhús.
Heimilið þjónar einstaklingum sem eiga við geðsjúk-
dóma að stríða. Fellsendi er góður vinnustaður þar
sem ríkir góður starfsandi. Starfshlutfall og vaktafyrir-
komulag er samkomulagsatriði. Um er að ræða sumar-
afleysingu og framtíðarstarf. Fellsendi er í 130 km fjar-
lægð frá Reykjavík og í 20 km fjarlægð frá Búðardal.
Upplýsingar veitir Ásta S.Sigurðardóttir
hjúkrunarforstjóri í síma 434 1631 eða 849 7835.
Netfangið er: asta@fellsendi.is
Rafvirkjar – rafvirkjanemar
Rafrún ehf. óskar að ráða rafvirkja og eða
rafvirkjanema til starfa sem fyrst.
Umsækjendur hafi samband við skrifstofu
Rafrúnar ehf. að Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði eða
í síma 555 6060 og 896 1012.
Járnsmiður/málmiðnaðarmaður.
Fyrirtækið Járnsmiðja Óðins:
Leitar að kraftmiklum og traustum járnsmið/málm-
iðnaðrmanni eða einstakling með svipaða starfs-
reynslu til að starfa með öflugum liðshóp. Um fram-
tíðarstarf er að ræða.
Starfið felst í mjög fjölbreyttri nýsmíði og uppsetn-
ingum.
Áhersla er lögð á frumkvæði, áreiðanleika, létta lund
og þjónustulipurð auk sjálfstæðra vinnubragða og
samstarfshæfni. Haldbær reynsla af sambærilegu er
kostur. Allur tækjabúnaður er góður og nýlegur.
Reyklaus vinnustaður.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí. Gengið verð-
ur frá ráðningu fljótlega. Allar umsóknir verða með-
höndlaðar sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 557-9300.
Grunnskólakennari.
Við Brúarásskóla er laus kennarastaða
skólaárið 2005-2006.
Brúarásskóli er samkennsluskóli fyrir nemendur
í 1.-10.b., 23 km norðan við Egilsstaði. Í skólanum
er vinna hafin við sérstaka stefnumótun í kennslu
list- og verkgreina ásamt íþróttum og heilsurækt,
sem miðar að því að auka veg þessara námsgreina
til muna.
Afar gott og heimilislegt andrúmsloft er ríkjandi og
vinnuaðstaða er jafnframt góð.
Kennslugreinar eru:
Almenn kennsla á miðstigi.
Tungumál og samfélagsfræði.
Íþróttir.
Við leitum að kraftmiklum og skapandi kennara sem
hefur kjark og dug til að reyna nýja hluti. Í boði er
nýtt og glæsilegt íbúðarhúsnæði á staðnum.
Umsóknarfrestur er til 15. maí 2005.
Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Sæmundsson
skólastjóri í síma 4700793/4711047 eða í netfangi
magnuss@egilsstadir.is
Kjöt- og fisktorg.
Ferskar kjötvörur og Furðufiskar
óska eftir að ráða starfsmann til að
hafa umsjón með kjöt- og fisktorgi í verslun
Hagkaupa í Smáralindinni. Um er að ræða fullt
starf. Umsækjandi þarf að hafa reynslu og
áhuga á að starfa með matvæli.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrir-
tækisins að Síðumúla 34 í Reykjavík. Nánari upplýs-
ingar eru veittar í síma 660-6300 og 699-4000 milli
kl. 09.00 og 17.00 virka daga.