Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 57
gerst hefur á Kárahnjúkum. Þremenningarnir Ísak Þór Davíðsson frá Reykjavík og Sig- urður Jón Björgvinsson og Davíð Þórólfsson frá Húsavík vinna við álversbygginguna á vegum Kollu- fells, dótturfyrirtækis Ístaks og ÍAV. Þeir sjá um verkefni af ýms- um toga, rífa innan úr húsum, setja upp húsgögn og einangra pípulagnir svo að dæmi séu nefnd. „Það er mjög góður aðbúnaður og allt gert fyrir starfsfólk sem hægt er að gera,“ sögðu þeir þar sem þeir voru á leið í mat í mat- salnum Golden Duck einn daginn í vikunni. Þeir töldu matinn góðan og ekkert hægt að kvarta undan laununum. Rætt væri um að breyta fyrirkomulaginu þannig að þeir ynnu lengra á daginn níu daga og fengju svo fimm daga frí í stað þess að vinna tíu daga og fá svo fjögurra daga frí. Allar áletranir í starfsmanna- þorpinu eru á þremur tungumál- um: íslensku, ensku og pólsku. Sjálfsagt að fólk komi heilt heim Hrönn Pétursdóttir, starfsmanna- stjóri Fjarðaáls, bendir á að slysa- tíðni sé talsverð á Íslandi, um einn af hverjum 60 starfsmönnum í framkvæmdum slasist, um einn af hverjum 120 almennt í þjóð- félaginu. Hlutfallið sé allt annað hjá Bechtel og Fjarðaáli, þar sem hlutfallið sé einn af um eða yfir 1.000 starfsmönnum. Það sé sjálf- sögð krafa að starfsmenn komist heilir heim til sín á kvöldin og því séu strangar öryggiskröfur og kröfur um réttan búnað. Öryggis- kröfurnar eru óvenjustrangar miðað við það sem gengur og gerist á Íslandi en starfsmenn hafa í langflestum tilfellum vanist þeim vel. Hrönn Pétursdóttir er kynn- ingar- og starfsmannastjóri. Hún fluttist austur í haust þegar hún festi kaup á glænýju húsi á Reyð- arfirði. Hrönn leggur áherslu á að Fjarðaál sé mannlegt fyrirtæki sem gott sé að starfa hjá. Íbúarnir á staðnum sé jákvæðir, þeir geri sér grein fyrir því að ástandið nú sé ekki alltaf eðlilegt. „Það er örugglega langt frá því eðlilegt hversu mikil umferð er af trukk- um hérna í gegn en ég held að fólk sé ákveðið í því að nýta tækifærin og láta hlutina ganga upp,“ segir hún. „Þetta verður stöðugt sýni- legra. Maður kemst ekki hjá því að sjá að þetta er alltaf að aukast og á eftir að verða meira.“ Á næstu vikum verða haldnir kynningarfundir á sex stöðum á landinu fyrir þá sem hafa áhuga á að selja þjónustu og vörur austur og í framhaldi af því verður kann- að með væntanlega starfsmenn í álverinu. Hrönn segir að ekki sé hægt að tala um að starfsmenn- irnir séu ófaglærðir. Þeir hafi mismunandi grunnmenntun en fái þjálfun við hæfi. Þegar hefur verið ráðinn fræðslustjóri hjá Alcoa-Fjarðaáli. ghs@frettabladid.is SUNNUDAGUR 1. maí 2005 21 MÁLÞING UM HÁSKÓLA FRAMTÍÐARINNAR Málþing á vegum Háskólans og Magna Charta-stofnunarinnar um málefni háskóla. Til þingsins koma nokkrir af helstu sérfræðingum Evrópu í málefnum æðri menntastofnana og þinghaldið er liður í stefnumótunarstarfi á þessu sviði. Málþingið er öllum opið og fer fram í Odda, stofu 101. Mánudagur 2. maí kl. 13:30-15:00 VERKEFNI HÁSKÓLA Í BREYTTUM HEIMI Ingjaldur Hannibalsson prófessor við Háskóla Íslands Andrei Marga fyrrv. rektor Háskólans í Cluj-Napoca í Rúmeníu Francisco Naishtat prófessor við Háskólann í Buenos Aires í Argentínu kl. 15:30-18:00 YNGRI FRÆÐIMENN UM MÁLEFNI HÁSKÓLA HORFA TIL FRAMTÍÐARINNAR Henrik Enroth frá Stokkhólmsháskóla Diego Lucci frá Háskólanum í Napólí Guðrún Geirsdóttir dósent við Háskóla Íslands Þriðjudagur 3. maí kl. 13:30-15:00 HUGMYNDIR UM HÁSKÓLA FRAMTÍÐARINNAR Roderick Floud rektor London Metropolitan University á Englandi og varaforseti Samtaka evrópskra háskóla Jón Torfi Jónasson prófessor við Háskóla Íslands Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands kl. 15:30-17:00 PALLBORÐSUMRÆÐUR Madeleine Green forstöðumaður Center for Institutional and International Initiatives við American Council on Education í Washington Germain Dondelinger yfirmaður málefna æðri menntunar hjá ráðuneyti menningar og rannsókna í Lúxemborg Roderick Floud rektor London Metropolitan University Kristín Ingólfsdóttir verðandi rektor Háskóla Íslands Hélène Lamicq fyrrv. rektor Université Paris XII í Frakklandi Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands Magna Charta-stofnunin var sett á laggirnar árið 1998 á vegum Samtaka evrópskra háskóla (EUA) og Háskólans í Bologna. Hlutverk stofnunarinnar er að fylgjast með fram- kvæmd þeirra meginmarkmiða um skipulag og rekstur háskóla sem skilgreind eru í Magna Charta Universitatum (yfirlýsingu um markmið og forsendur háskóla). Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á www.magna-charta.org. Í Háskóla Íslands 2.-3. maí Karl Heimir Búason á Eskifirði: Flytur til Reyðarfjarðar REYÐARFJÖRÐUR Karl Heimir Búa- son er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann seldi íbúðina sína á Eskifirði í haust og hefur nú keypt þriggja herbergja 90 fermetra íbúð á sjöundu hæð í blokk á Reyðarfirði fyrir 14 milljónir króna. Hann fær íbúð- ina afhenta í júní og flytur þá til Reyðarfjarðar. Gömlu íbúðina keypti hann á 2,8 milljónir fyrir tíu árum en seldi hana á 7,7 milljónir og er ánægður með þau viðskipti. Karl Heimir ætlaði alltaf að kaupa hús á Eskifirði en fann ekkert sem honum líkaði enda hafa ekki verið miklar byggingafram- kvæmdir þar. Karl Heimir tekur fullan þátt í uppbyggingunni í Fjarða- byggð. Hann rekur Valhöll á Eskifirði og tekur við rekstri Félagslundar á Reyðarfirði á næstunni. Hann hefur í bígerð að hefja þar kvikmyndasýning- ar því að bíó hefur hvergi verið í Fjarðabyggð síðustu árin nema á Seyðisfirði. „Ég tel að unga fólkið sé að flýja héðan frekar en hitt. Það hættir ekki við að fara í skólann en kemur hingað í vinnu á sumr- in og fer svo aftur,“ segir hann. -ghs Molinn á Reyðarfirði: Ánægð með viðtökur VERSLUN Jóna Björg Óskarsdóttir og maður hennar, Víglundur Jón Gunnarsson, hafa opnað tísku- verslunina Pex í Molanum á Reyðarfirði. Þau hafa rekið aðra tískuverslun í Neskaupstað í 15 ár og einnig verið með fata- hreinsun. Jóna Björg er ánægð með við- tökurnar í Molanum. „Við vildum stækka við okkur og það er mikið að gerast hér svo að við ákváðum bara að koma hingað með versl- un. Við búum í Neskaupstað en erum með starfsfólk héðan,“ segir hún. Jóna Björg segir að verslun- inni hafi verið vel tekið. „Það eru allir voðalega jákvæðir og mikið af fólki að flytja heim. Íbúunum fjölgar hérna í öllum hverfum. Það hefur ekki enn komið í ljós hvaða áhrif það hefur á verslun- ina, við höfum bara haft opið í viku, en við vonum að þetta hafi jákvæð áhrif,“ segir hún. „Kannski koma Fjarðabúar meira hingað að versla og fara ekki upp á Hérað eða til Akur- eyrar að versla. Vonandi skilja þeir meira eftir heima hjá sér frekar en að fara burt til að versla.“ -ghs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ágúst Benediktsson, löggiltur fasteignasali, og Karl Heimir Búason, rekstraraðili Valhall- ar og Félagslundar, auk þess sem hann starfar fyrir Egersund Ísland sem setur upp veiðarfæri. Í NÝJU VERSLUNINNI Jóna Björg Óskarsdóttir, athafnakona í Fjarða- byggð, rekur tískuverslunina Pex í Mol- anum á Reyðarfirði ásamt manni sín- um, Víglundi Jóni Gunnarssyni. Þau eru með aðra tískuverslun í Neskaupstað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FLUTTI TIL REYÐARFJARÐAR Hrönn Pétursdóttir sinnir kynningarmálum og starfs- mannamálum hjá Alcoa-Fjarðaáli. Hún keypti sér einbýlishús í haust og flutti austur. ÞREMENNINGAR FRÁ REYKJAVÍK OG HÚSAVÍK Þremenningarnir Ísak Þór Davíðsson frá Reykjavík og Sigurður Jón Björgvinsson og Davíð Þórólfsson frá Húsavík vinna við álversframkvæmdirnar og sjá um verkefni af ýmsum toga; rífa innan úr húsum, setja upp húsgögn og einangra pípulagnir svo að dæmi séu nefnd. „Það er mjög góður aðbúnaður og allt gert fyrir starfsfólk sem hægt er að gera,“ sögðu þeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.