Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 58
FÓTBOLTI „Þetta er sérstakur hópur sem ég er með hér hjá Chelsea og hann á þennan titil innilega skil- inn,“ sagði Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, eftir að liðið tryggði sér enska meistaratitilinn í fyrsta skipti í 50 ár í gær. Þá sigr- aði liðið Bolton á útivelli með tveimur mörkum gegn engu og var það Frank Lampard sem skor- aði bæði mörkin, það síðara hans átjánda á leiktíðinni. Komst hann þannig upp fyrir Eið Smára Guðjohnsen á lista markahæstu manna Chelsea í úrvalsdeildinni. „Það getur enginn haldið öðru fram en að við séum verðskuldað- ir sigurvegarar. Ég er með frá- bært fólk með mér, leikmenn og þjálfara, og ég vil vera hjá Chel- sea eins lengi og ég get. Hér á hjarta mitt heima,“ bætti portú- galski þjálfarinn við áður en hann skálaði í kampavín við blaðamenn. Veðbankar voru ekki lengi að taka við sér og aðeins tveimur mínútum eftir að flautað hafði verið til leiksloka sendi breski veðbankinn William Hill frá sér tilkynningu þar sem kom fram að Chelsea væri talið langlíklegastir til að vinna titilinn á næsta ári. Hill metur möguleika Chelsea vera 10 á móti 11 en þar á eftir koma Arsenal og Manchester United, bæði með 4 á móti 11. Lampard, sem af mörgum er talinn eiga hvað mestan þátt í vel- gengni Chelsea í ár, átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar í leikslok. „Loksins, loksins er tit- illinn kominn í hús. Við eigum þetta skilið, stuðningsmennirnir eiga þetta skilið. Þeir hafa verið stórkostlegir í allan vetur. Eftir vonbrigðin gegn Liverpool á heimavelli í vikunni töldum við að besta leiðin til að bæta þeim upp frammistöðuna þar væri að sigra hér í Bolton. Við gátum það og nú er titillinn okkar. Nú ætlum við að halda áfram og vinna Liverpool á þriðjudag,“ sagði Lampard, sem greinilega er ekki enn orðinn saddur. Fyrirliði Chelsea og leikmaður ársins í Englandi, John Terry, sagði tilfinninguna vera þá bestu sem hann hefði nokkru sinni upp- lifað. „Við erum búnir að bíða svo lengi eftir þessum áfanga og nú loksins höfum við náð honum. Þetta er ótrúlegt, miklu betra en ég átti von á,“ sagði Terry. Spurð- ur hversu mikinn þátt Jose Mour- inho ætti í titlinum sagði Terry hann vera stóran. „Hann er frá- bær og hefur gefið þessu félagi ótrúlega mikið.“ Mourinho segir að margir sam- verkandi þættir hafi leitt til þeirrar velgengni sem Chelsea hefur notið á leiktíðinni. „Hugar- farið og þráin sem allir þeir sem að félaginu koma búa yfir hefur mest að segja. Við berjumst sam- an, við vinnum saman og við grát- um saman. Og í dag fögnum við saman,“ sagði Mourinho. vignir@frettabladid.is 22 1. maí 2005 SUNNUDAGUR > Við hrósum ... ... sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur, sem gerði sér lítið fyrir í gær og setti heims- met í 50 metra skriðsundi á Landsbankamóti Ármanns. Kristín Rós synti á 35,3 sekúndum. Þá bætti hún einnig Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi. > Við samgleðjumst ... .... Eiði Smára Guðjohnsen, leikmanni Chelsea, sem í gær náði einhverjum mesta áfanga sem náðst hefur í íslenskri íþróttasögu. Að vera stór hluti af liðinu sem vinnur stærstu knattspyrnudeild í heimi er árangur sem lætur engan Íslending ósnortinn. Til hamingju Eiður, þú átt þetta skilið! Heyrst hefur ... ... að Hreiðar Guðmundsson, markvörður ÍR-inga í handbolta, eigi í viðræðum við KA um að koma norður á næstu leiktíð og spila fyrir heimamenn. Hálft ÍR-liðið er á leið annað og er Hreiðar sagður hafa afar takmarkaðan áhuga á að spila með liði sem er ekki í fremstu röð. 60 SEKÚNDUR Alfreð Gíslason er... toppmaður. Hvaða leikkerfi er best í Champ- ionship manager? 4-4-2 attacking. Þín fyrirmynd í boltanum? Geir Sveinsson. Alfreð Gíslason eða Guðmundur Guðmundsson? Alfreð Gíslason. SS eða bratwurst? SS að sjálfsögðu. Ein með öllu á Bæjarins bestu er toppurinn. Besti sóknarmaður heims? Ivano Balic. Erfiðasti andstæðingur? Ég sjálfur. Besti varnarmaður heims? Didier Dinart. Æfingar eru... gaman, gaman. Besti samherjinn? Oleg Kulesjov. Mars eða Snickers? Snickers. Hvað hefurðu verið þyngstur? Tæplega 160 kg. En léttastur? Um 92 kg. MEÐ SIGFÚSI SIGURÐSSYNI 19. júní sjóður 19. júní sjóður um kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ auglýsir til umsóknar styrki til að efla og styrkja þátttöku kvenna í íþróttum. Sjóðurinn er stofnaður að tilstuðlan íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og framkvæmdanefndar um kvennahlaup í Garðabæ. Veittir verða styrkir til verkefn sem miða að því að styrkja og efla íþróttir kvenna. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef þær, að mati stjórnar, uppfylla ekki framangerint markmið. Í skriflegri umsókn skal koma fram nákvæm lýsing á verkefni og hvernig umsækjandi sér fyrir sér að verkefnið nýtist sem hvatning til eflingar íþróttum kvenna. Umsóknum skal skila til íþróttafultrúa á rafrænu formi Gunnarer@gardabaer.is eða í Íþróttamiðstöðina Ásgarð, 210 Garðabæ fyrir 17. maí 2005. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og leiðbeiningar á heimasíðu Garðabæjar. Ráðgert er að úthluta úr sjóðnum 11. júní 2005. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Örn Erlingsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar, síma 565-8044. Stjórn 19. júní sjóðs Enska úrvalsdeildin BIRMINGHAM–BLACKBURN 2–1 0–1 Jonathan Stead (13.), 1–1 Robert Blake (61.), 2–1 Emile Heskey (80.). FULHAM–EVERTON 2–0 1–0 Collins John (15.), 2–0 Brian McBride (39.). LIVERPOOL–MIDDLESBROUGH 1–1 0–1 Szilard Nemeth (4.), 1–1 Steven Gerrard (52.). MAN. CITY–PORTSMOUTH 2–0 1–0 Sylvain Distin (4.), 2–0 Robbie Fowler (16.). NEWCASTLE–CRYSTAL PALACE 0–0 SOUTHAMPTON–NORWICH 4–3 0–1 David Bentley (3.), 1–1 Matt Oakley (7.), 2–1 Peter Crouch (20.), 2–2 Danny Higginbotham, sjálfsmark (31.), 3–2 Graeme Le Saux (39.), 3–3 Leon McKenzie (45), 4–3 Henri Camara (88.). BOLTON–CHELSEA 0–2 0–1 Frank Lampard (60.), 0–2 Frank Lampard (76.). STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA CHELSEA 35 27 7 1 67–13 88 ARSENAL 34 22 8 4 74–33 74 MAN. UTD 34 20 10 4 50–21 70 EVERTON 35 17 7 11 41–36 58 LIVERPOOL 36 16 7 13 49–37 55 BOLTON 36 15 9 12 45–41 54 ----------------------------------------------------------------- SOUTH. 36 6 13 17 42–62 31 C. PALACE 36 7 10 19 37–58 31 WBA 35 5 15 15 33–58 30 NORWICH 36 6 12 18 41–71 30 LEIKIR GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Þrátt fyrir að Chelsea sé óumdeilanlega með sterkasta liðið í enskri knattspyrnu í dag þurfti liðið í gær að lúta í lægra haldi fyrir erkifjendunum í Manchester United í slagnum um þjónustu eins eftirsóttasta tánings veraldar, hins nígeríska John Obi Mikel sem er til mála hjá Lyn í Noregi. Mikel, sem lék sinn fyrsta leik fyrir Lyn í síðustu viku, skrifaði undir fjögurra ára samning við Man. Utd. og mun hann halda til félagsins að loknu tímabilinu í Noregi, í janúar árið 2006. „Ég er sjálfur hissa á að ég hafi valið Man. Utd. fram yfir Chelsea,“ sagði Mikel, sem er sóknarmaður, á blaðamanna- fundi í gær, en meginástæða valsins er sögð vera sú að hann taldi sig eiga meiri möguleika á að komast í liðið hjá United í framtíðinni. „Ég er mjög ánægð- ur með að hafa loksins bundið enda á allar vangaveltur um framtíð mína. Nú get ég loksins farið að einbeita mér að því að spila fótbolta. Það er frábært að fá tækifæri hjá jafn stóru félagi og Man. Utd. Það eru ekki marg- ir á mínum aldri sem fá svona tækifæri,“ bætti Mikel við. Það var í fyrra sem Mikel fór til reynslu hjá ensku stórliðun- um og var hann ekki lengi að vekja hrifningu. Jose Mourinho lýsti Mikel sem „gulli“ eftir að hafa séð til hans fyrst og var hann að sögn mjög viss um að Mikel myndi velja Chelsea. Verður hann að láta sér enska meistaratitilinn nægja því að í slagnum um Mikel var það Alex Ferguson sem bar sigur úr být- um. -vig Einn efnilegasti knattspyrnumaður heims: Tók Manchester Utd. fram yfir Chelsea JOHN OBI MIKEL Þykir sóknarmaður af guðs náð. sport@frettabladid.is Hjarta mitt á heima hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen varð í gær fyrsti Íslendingurinn til að vinna enska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að úrvalsdeildin var sett á laggirnar. Þá vill knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vera hjá Chelsea eins lengi og mögulegt er vegna þess að hann elskar félagið. BESTIR Þó að leikmenn Chelsea hafi ekki fengið bikarinn afhentan í gær leyfðu þeir sér að fagna á Reebok-vellinum í Bolton í góða stund. Hér brosir Eiður Smára Guðjohnsen til stjóra síns Jose Mourinho eftir að titilinn var í höfn. MYND: NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES Við berjumst saman, við vinnum saman og við grátum saman. Í dag fögnum við saman. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.