Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 1. maí 2005 25
Kevin Garnett á varamannabekknum
LEIKSTJÓRNANDI - STEVE NASH Nasharinn er
besti leikstjórnandinn í deildinni í dag. Er mjög
skæður sóknarmaður sem finnur alltaf opna
manninn og er erfiður við að eiga.
SKOTBAKVÖRÐUR - KOBE BRYANT Kobe er
mikill íþróttamaður og enginn efast um hæfileika
hans þrátt fyrir vandræði utan vallar. Getur skorað
að vild.
LÍTILL FRAMHERJI - TRACY MCGRADY McGrady
getur klárað leiki upp á eigin spýtur og er, rétt eins
og Kobe, mikill sýningargripur. Hann er með
troðslurnar og allan pakkann og það er alltaf unun
að horfa á hann spila körfubolta.
STÓR FRAMHERJI - DIRK NOWITZKI Dirk er
hrikaleg byssa. Hann mætti kannski bæta sig varn-
arlega séð en hann er engu að síður besti Evrópu-
maðurinn í NBA í dag.
MIÐHERJI - SHAQUILLE O’NEAL Shaq er tröllið
sem enginn ræður við og klárlega besti miðherji
deildarinnar í dag.
SJÖTTI MAÐUR - KEVIN GARNETT Það er spurn-
ing hvort Garnett yrði sáttur að koma af bekknum?
En hann gefur sig allan í leikinn frá fyrstu mínútu
til hinnar síðustu og er pottþéttur í því sem hann
gerir.
LIÐIÐ MITT > JÓN ARNÓR STEFÁNSSON SETUR SAMAN DRAUMALIÐIÐ SITT Í NBA-DEILDINNI
Shaq
„Þetta lið yrði besta lið allra tíma í NBA-
deildinni og það yrði skandall ef það
færi ekki taplaust í gegnum heilt
leiktímabil.“
Nowitzki
Steve Nash
McGrady
Bryant
Garnett
Alltaf hefur setið í mér setningin úr Drugstore Cow-
boy, raunsæju eiturlyfjadrama Gus Van Sant, þegar
höfuðpersónan leikin af Matt Dillon segir um karakter
William S. Burroughs að hann hafi skotið minnst milj-
ón dollara virði af heróíni í handlegginn á sér um æv-
ina. Skelfilegt er að hugsa til þess hvað fólk sem
ánetjast eitrinu þarf að leggja á sig til þess að fjár-
magna neysluna og verður áhrifameira þegar hugsað
er til þess að óskýr mörk eru á milli persónunnar sem
rithöfundurinn Burroughs leikur í myndinni og hans
sjálfs en þessi konungur ofskynjunarbókmenntanna
barðist alla ævi við gríðarlega fíkn og eyddi lunganum
af tekjum sínum í eitur af ýmsum sortum.
Ofangreindar hugleið-
ingar um fjármögnun-
arkostnað fíknarinnar
komu upp í kolli
mínum í vikunni
þegar ég las
langa úttekt í
ítölsku sport-
blaði um áætl-
aðan lyfja-
kostnað ítölsku
knattspyrnulið-
anna síðustu
árin. Tölurnar
eru svo háar að
mann grunaði að
ítalskir reiknuðu
ennþá í lírum en
ekki evrum. Sláandi
var hversu nákvæm-
ar og ábyggilegar
niðurstöðurnar eru,
meðalliðið fer með jafn mikið fé í lyfjakaup og læknar
á meðalheilsugæslustöð þar í landi skrifa út sínum
sjúklingum til handa á einu ári. Innan við þrjátíu full-
frískir karlmenn þurfa sumsé jafnmikið af hinum og
þessum lyfjum að halda og nokkur þúsund venjulegra
borgara!
Leggur settur upp í Moskvu
Víst er að þessir drengir fá ekki ódýrustu sortirnar og
ekki spáð í ríkisniðurgreiðslur þegar læknar liðanna
leggjast í skottulækningar sínar í leitinni að undra-
kokkteilnum. Nánast vísindaskáldskaparbragur á list-
anum yfir lyfin, ekki einungis sterar og pepperar í
hávegum heldur úrval úr sérlyfjaskránni með áherslu
á gigtarlyf, þunglyndislyf, lyf gegn vöðvarýrnun og
hjartalyf. Síðastnefndi lyfjaflokkurinn hefur fengið
mikla umfjöllun eftir að ítalska ríkissjónvarpið sýndi á
fimmtudagskvöldið myndskeið þar sem Fabio Canna-
varo, leikmaður Juventus og landsliðsfyrirliði Ítala,
sést fá lyfið Neoton gefið í æð daginn fyrir úrslitaleik-
inn í Evrópukeppni félagsliða 1999 en Cannavaro lék
þá með Parma sem mætti Marseille í Moskvu og sigr-
aði 3-0.
Neoton er lyf sem jafnan er notað þegar hjartaaðgerð-
ir eru framkvæmdar en læknar Parma virðast hafa gert
sér grein fyrir einhverjum gagnlegum áhrifum fyrir
leikmennina eða hreinlega treyst á nafnið sem er
dregið af því sem heitir á máli líffræðinnar að viðhalda
einhverjum einkennum æskuskeiðs á fullorðinsaldri.
Myndskeið þetta mun hafa verið tekið á upptökuvél
Cannavaros sjálfs og sýnir leikmenn Parma skríkja og
skemmta sér í læknisleik þar sem aðalsportið var að
setja upp legg fyrir fyrirliðann, sem síðan nýtur lyfja-
gjafarinnar og fer með gamanmál á meðan. Einhvern
veginn rataði þessi kostulega upptaka í hendur manna
sem sáu ástæðu til þess að koma spólunni til ríkis-
sjónvarpsins. Lögfræðingar Cannavaros reyndu án ár-
angurs að fá birtinguna stöðvaða en hafa haldið uppi
miklum vörnum enda getur málið skaðað ímynd hans
mjög. Þeir hafa bent á að atriðið sé algjörlega slitið úr
samhengi og lyfið sé auk þess ekki á bannlista al-
þjóða knattspyrnusambandsins og því ekkert óeðlilegt
né ólöglegt á ferðinni.
Löglegt en siðlaust
Knattpyrnusambandið stendur með sínum manni og
mun Cannavaro halda fyrirliðabandinu. „Það var ekki
uppörvandi að sjá leikmann fá lyf í æð en Cannavaro
hefur alltaf leikið af lífi og sál fyrir landsliðið og mun
verða fyrirliði áfram,“ sagði forseti knattpyrnusam-
bandsins, Franco Carraro, en bætti því við að þörf væri
á skýrari lagasetningu í alþjóðaíþróttum um hvað væri
talið viðeigandi.
„Það að sjá fullkomlega heilbrigða íþróttamenn taka
inn lyf fær mann til að staðnæmast. Við þurfum nýja
löggjöf sem tryggir að ekki séu svona margar holur í
kerfinu. Ekki síður þarf að huga að siðferðishliðinni.“
sagði Carraro, sem hefur þurft að glíma við stöðug
lyfjahneyksli síðustu árin, einkum í kringum málaferlin
yfir læknum Juventus sem fengu nýverið heldur létta
dóma eftir löng réttarhöld. Leikmennirnir í því máli
sluppu allir enda málið vandræðalegt fyrir alla aðila
og miðað við þau bönn sem menn hafa hlotið undan-
farin ár verður að efast um raunverulegan vilja knatt-
spyrnuyfirvalda til að taka á vandanum. Einu málin
sem er tekið á af festu eru þau sem lúta að hefð-
bundnum eiturlyfjum á borð við kókaín.
Virðist augunum lokað fyrir því að glundurkokkteilar
skottulæknanna geta reynst leikmönnum enn hættu-
legri en samkvæmisdópið.
Landsliðsfyrirliði í læknisleik
EINAR LOGI VIGNISSON: DÓPIÐ Á ÍTALÍU
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 1 2 3 4
Sunnudagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
17.00 ÍA og Þróttur mætast Í
Egilshöllinni í undanúrslitum
deildabikars karla í fótbolta.
19.00 KR og Breiðablik mætast Í
Egilshöllinni í undanúrslitum
deildabikars karla í fótbolta.
17.00 Valaur og ÍBV mætast á
Stjörnuvelli í undanúrslitum
deildabikars kvenna í fótbolta.
■ ■ SJÓNVARP
09.30 Meistaradeildin í hand-
bolta á Sýn. Útsending frá leik
Ciudad Real og Barcelona í
meistaradeildinni í handbolta frá því
í gær.
11.00 Bandaríska mótaröðin í
golfi á Sýn. Mánaðarlegur þáttur um
bandarísku mótaröðina í golfi.
11.50 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
11.55 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Tottenham
og Aston Villa í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta.
12.20 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Fréttaþáttur um Meistara-
deildina í fótbolta.
12.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Juventus og
Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í
fótbolta.
14.50 NBA-boltinn á Sýn.
Útsending frá leik Washington
Wizards og Chicago Bulls í
úrslitakeppni NBA-deildarinnar í
körfubolta.
15.00 Enski boltinn á Skjá einum.
Bein útsending frá leik Charlton og
Manchester United í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta.
16.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Barcelona og
Albacete í spænsku úrvalsdeildinni í
fótbolta.
19.00 Inside the US PGA Tour
2005 á Sýn.
19.30 NBA-boltinn á Sýn. Bein
útsending frá fjórða leik New Jersey
og Miami í úrslitakeppni NBA-
deildarinnar í körfubolta.
22.00 US PGA Zürich Classic á
Sýn. Mótið er liður í bandarísku
mótaröðinni í golfi.
22.00 Helgarsportið á RÚV. Farið
verður yfir íþróttaviðburði
helgarinnar.
01.00 ítalski boltinn á Sýn.
Útsending frá leik Juventus og
Bologna frá því fyrr um daginn.
Tveir hörkuleikir í Egilshöllinni
Fréttablaðið fékk Leif Garðarsson til að spá í undanúrslitaleiki deildabikars karla í knattspyrnu sem fara
fram í dag í Egilshöllinni. Skaginn mætir Þrótti og Breiðablik spilar við KR.
FÓTBOLTI Undanúrslit deildabikars
karla í knattspyrnu fara fram í
Egilshöllinni í dag. ÍA og Þróttur
mætast klukkan 17.00 og tveimur
tímum síðar hefst leikur KR og
Breiðabliks.
1. deildar lið Breiðabliks kom
mjög á óvart með því að slá út Ís-
lands- og deildabikarmeistara
FH-inga í vítaspyrnukeppni í átta
liða úrslitunum en þau fjögur lið
sem komust í undanúrslitin eru
einmitt tvö efstu liðin úr hvorum
undanriðli.
Fréttablaðið heyrði í Leifi
Garðarssyni, aðstoðarþjálfara
FH-liðsins, og fékk hann til þess
að spá í leiki dagsins.
„Skagamenn hafa misst nokkra
lykilmenn frá því í fyrra en þeir
eru alltaf að fá inn unga og efni-
lega leikmenn sem hlaupa í skörð-
in. Skagamenn voru með frábær-
an 2. flokk í fyrra sem við í FH
töpuðum sem dæmi fyrir í úrslita-
leik á Íslandsmóti undir 23 ára
liða. Það er alveg ljóst að þar eru
strákar sem geta tekið við keflin-
um í meistaraflokksliðinu,“ segir
Leifur um breytingar á Skagalið-
inu.
„Þróttararnir eru eins og öll lið
sem Ásgeir er með, að reyna að
spila fótbolta þó að þeir kannski
svæfi svolítið andstæðinginn með
rólegu spili aftarlega á vellinum.
Miðað við það sem ég hef séð til
Valsmanna kom það mér svolítið á
óvart að Þróttarar skyldu vinna
þá í átta liða úrslitunum. Það sýnir
að þeir hafa eitthvað til brunns að
bera. Ég held að hvorugt þessara
liða sem eru að koma upp, Þróttur
og Valur, standi hinum átta liðun-
um svo langt að baki. Ég held að
þetta verði mjög jafn leikur en
kannski maður segi að hefðin
sigri og Skaginn fari áfram,“
segir Leifur.
Leifur ber taugar til síns gamla
félags en hefur einnig hrifist af
liði Breiðabliks í vetur. Bjarni
Jóhannesson og lærisveinar hans
slógu FH-ingana einmitt út úr
keppni í átta liða úrslitunum og
segir Leifur það hafa verið
sanngjörn úrslit.
„Breiðablik var mun betri aðil-
inn í fyrri hálfleik í okkar leik.
Blikarnir voru viljugir, vinnusam-
ir og duglegir og það er oft það
sem skiptir höfuðmáli í þessu. Ég
vona fyrir Bjarna hönd að þeim
gangi vel í sumar. Þeir mæta
þarna mörgum af mínum gömlu
lærisveinum í KR sem hafa verið
að stíga sín fyrstu skref í meist-
araflokki. Auðvitað vill maður
sínum afkvæmum vel,“ segir
Leifur, sem þjálfaði yngri flokka
hjá KR fyrir nokkrum árum áður
en hann hélt í Hafnarfjörðinn.
„Það hefur kannski verið beðið
eftir því að Blikarnir gerðu eitt-
hvað á sig í þessum undirbúnings-
leikjum en ef þeir mæta með
sama dugnað og kraft og þeir
mættu með í fyrri hálfleik á móti
okkur geta þeir strítt KR-ingum.
Ég get því alveg séð fyrir mér
tvo hörkuleiki þó að maður hallist
þó að því að Akranes og KR spili
úrslitaleikinn. Þetta verður
örugglega fín skemmtun og ég er
viss um að menn hafa ekkert
betra að gera seinnipartinn en að
fara á þessa leiki,“ segir Leifur að
lokum og það er alveg óhætt að
taka undir orð hans.
ooj@frettabladid.is
SPÁÐ Í SPILIN Leifur Garðarsson, aðstoðarþjálfari FH-liðsins, á von á tveimur jöfnum
leikjum í undanúrslitum deildabikarsins í dag.