Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 26
8 ATVINNA Einar Vignir Einarsson er skipstjóri á Jaxlin- um, eina flutningaskip- inu sem skráð er hér á landi. Jaxlinn á heima- höfn á Flateyri og hefur siglt frá Hafnarfirði til Vestfjarða í tæpt ár. Nýlega bætti hann Norðurlandshöfnum við, frá Siglufirði til Húsavíkur. „Við flytjum allt frá saumnál- um upp í skurðgröfur,“ segir Ein- ar Vignir Einarsson skipstjóri að- spurður er við hittum hann á bryggjunni við Vogabakka, skammt frá ósum Elliðaár. Þar er verið að lesta. Einar kveðst eink- um sækja í þungavöruna. „Við tökum áburð, sement, girðingar- efni, timbur og margt fleira. Við getum boðið lægra verð en bílarn- ir og menn eru að átta sig á hag- kvæmninni við það,“ segir hann og kveðst finna fyrir jákvæðum straumum í samfélaginu í garð strandsiglinganna. Jaxlinn fer vikulega frá Hafn- arfirði og kemur við á 13 höfnum í hverri ferð, sumum þeirra í báð- um leiðum. Þetta eru Ólafsvík, Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Bolungarvík, Ísafjörður og stund- um Súðavík, Siglufjörður, Dalvík, Akureyri og Húsavík. Sjö manns eru um borð í Jaxlinum, sem tek- ur 2.000 tonn eða jafnmikið og rúmir 100 bílar. Einar hefur verið á sjó í þrjátíu ár og meðal annars flutt áburð til bænda áður. Hann er ekki í vafa um að sjóflutningar séu þjóðhags- lega hagkvæmir. „Aðrar þjóðir eru að reyna að koma þungaflutn- ingum af vegakerfinu út á höfin og fljótin en við Íslendingar höfum algerlega farið öfuga leið. Við erum búnir að berjast í því frá því land byggðist að fá sæmilega vegi og loksins þegar það er að takast eyðileggjum við þá með hraði. Rannsóknir sýna að einn flutningabíll slítur veginum jafn mikið í einni ferð og 60 þúsund fólksbílar.“ Þegar hann hefur frí frá stjórnvölnum notar hann tím- ann í markaðsmál í þágu Jaxlsins og er bjartsýnn á framhaldið. „Auðvitað er fullt af vörum sem á fremur heima á bílum en skipum en þungavaran á að vera um borð í skipum og þetta á að geta harm- ónerað vel saman,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Allt frá saumnálum upp í skurðgröfur Einar Vignir segir vakningu fyrir strandsiglingum hjá almenningi. Leikskólinn Heklukot á Hellu auglýsir: Leikskólastjórar – Leikskólakennarar Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann Heklukot á Hellu. Heklukot er nú tveggja deilda leikskóli með aðstöðu fyrir rúmlega 40 börn. Fyrirliggjandi er, að ráðist verður í þróun og uppbyggingu leikskólans á næstunni. Stækka þarf leikskólann vegna aukins fjölda barna á leikskólaaldri. Þetta er kjörið tæki- færi fyrir framsækinn leikskólakennara til þess að takast á við spennandi verkefni við þróun og mótun leikskóla- starfsins. Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Boðin er aðstoð við útvegun húsnæðis. Í reglum sveitarfélagsins um hlunnindi starfsmanna, er heimild fyrir þátttöku stofnana þess í húsnæðiskostnaði starfsmanna. Við röðun umsækjenda verður tekið mið af menntun, reynslu viðkomandi af stjórnun í leikskóla og umsagna og meðmæla frá núverandi og fyrri vinnuveitendum. Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Sama gildir um laun, kjör og aðstoð vegna húsnæðis og áður er greint. Hella er í 93 km. fjarlægð frá Reykjavík og býður þægindi þéttbýlisins um leið og byggðin er í nánu sambandi við dreifbýlið. Á Hellu er öll almenn þjónusta í 700 íbúa barn- vænni byggð. Grunnskóli, leikskóli og sund- og önnur íþróttaaðstaða er í kjarna í miðju byggðarinnar sem þægi- legt er að sækja. Hella er þéttbýliskjarni í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra þar sem búa 1450 íbúar. Nánari upplýsingar veita sveitarstjórinn, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, á skrifstofu Rangárþings ytra, Laufskálum 2 á Hellu og í s. 487-5834/893-9081 og formaður fræðslu- nefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, Engilbert Olgeirs- son, í s. 899-6514. Umsóknum þarf að skila fyrir 15. maí 2005 til skrifstofu Rangárþings ytra. Rangárþing ytra. Teikn á lofti - Inter-Map leitar eftir starfsmanni í mjög spennandi og krefjandi verkefni sem framundan eru, innanlands og utan. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir réttan einstakling. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. MENNTUNARKRÖFUR: Háskólapróf á sviði tölvunar- eða kerfisfræði KRÖFUR UM REYNSLU: Þekking á Java, XML og C# nauðsynleg Þekking á gagnagrunnum ( MSSQL ) nauðsynleg Þekking á Actionscript2 (Flash) nauðsynleg Reynsla af hugbúnaðarþróun og skjölun Þekking á Linux er kostur Þekking á sviði landupplýsinga er kostur ÆSKILEGIR EIGINLEIKAR: Hæfni í mannlegum samskiptum Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku Færni í að starfa í hóp og stýra verkefnum Stundvísi og metnaður STARFSSVIÐ: Þróun og innleiðing Inter-Map hugbúnaðarins Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila Verkefnisstjórn Starfstöð fyrirtækisins er á Akureyri. Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling, í samræmi við menntun, reynslu og árangur. Frekari upplýsingar veitir Halldór (halldor@teikn.is) í síma 461 2800 Umsóknir ásamt CV sendist til: Teikn á lofti ehf. - Skipagata 12 - Pósthólf 170 - 602 Akureyri TÖLVUNAR- OG / EÐA KERFISFRÆÐINGUR www.te ikn . i s - www. in ter -map.com Aðalfundur Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldinn mánudaginn 9. maí nk. kl. 20 í húsi SÍBS að Siðumúla 6. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jaxlinn fer vikulega frá Hafnarfirði og kemur við í 13 höfnum í hverri ferð, sum- um þeirra í báðum leiðum. Vélamenn og bílstjórar Óskum að ráða vana menn á gröfur. Einnig vantar menn með réttindi og reynslu á dráttarbíla. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7 og í síma 530 2700 á skrifstofutíma kl. 8:15 - 17 www.istak.is STARFSMAÐUR ÓSKAST Í VERSLUN Við leitum að ábyggilegum starfskrafti til framtíðar- starfa í verslun okkar. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 6. maí á: oskar@rafkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.