Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 26
8
ATVINNA
Einar Vignir Einarsson
er skipstjóri á Jaxlin-
um, eina flutningaskip-
inu sem skráð er hér á
landi. Jaxlinn á heima-
höfn á Flateyri og hefur
siglt frá Hafnarfirði til
Vestfjarða í tæpt ár.
Nýlega bætti hann
Norðurlandshöfnum
við, frá Siglufirði til
Húsavíkur.
„Við flytjum allt frá saumnál-
um upp í skurðgröfur,“ segir Ein-
ar Vignir Einarsson skipstjóri að-
spurður er við hittum hann á
bryggjunni við Vogabakka,
skammt frá ósum Elliðaár. Þar er
verið að lesta. Einar kveðst eink-
um sækja í þungavöruna. „Við
tökum áburð, sement, girðingar-
efni, timbur og margt fleira. Við
getum boðið lægra verð en bílarn-
ir og menn eru að átta sig á hag-
kvæmninni við það,“ segir hann
og kveðst finna fyrir jákvæðum
straumum í samfélaginu í garð
strandsiglinganna.
Jaxlinn fer vikulega frá Hafn-
arfirði og kemur við á 13 höfnum
í hverri ferð, sumum þeirra í báð-
um leiðum. Þetta eru Ólafsvík,
Patreksfjörður, Tálknafjörður,
Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri,
Bolungarvík, Ísafjörður og stund-
um Súðavík, Siglufjörður, Dalvík,
Akureyri og Húsavík. Sjö manns
eru um borð í Jaxlinum, sem tek-
ur 2.000 tonn eða jafnmikið og
rúmir 100 bílar.
Einar hefur verið á sjó í þrjátíu
ár og meðal annars flutt áburð til
bænda áður. Hann er ekki í vafa
um að sjóflutningar séu þjóðhags-
lega hagkvæmir. „Aðrar þjóðir
eru að reyna að koma þungaflutn-
ingum af vegakerfinu út á höfin
og fljótin en við Íslendingar
höfum algerlega farið öfuga leið.
Við erum búnir að berjast í því frá
því land byggðist að fá sæmilega
vegi og loksins þegar það er að
takast eyðileggjum við þá með
hraði. Rannsóknir sýna að einn
flutningabíll slítur veginum jafn
mikið í einni ferð og 60 þúsund
fólksbílar.“ Þegar hann hefur frí
frá stjórnvölnum notar hann tím-
ann í markaðsmál í þágu Jaxlsins
og er bjartsýnn á framhaldið.
„Auðvitað er fullt af vörum sem á
fremur heima á bílum en skipum
en þungavaran á að vera um borð
í skipum og þetta á að geta harm-
ónerað vel saman,“ segir hann að
lokum.
gun@frettabladid.is
Allt frá saumnálum upp í skurðgröfur
Einar Vignir segir vakningu fyrir strandsiglingum hjá almenningi.
Leikskólinn Heklukot
á Hellu auglýsir:
Leikskólastjórar – Leikskólakennarar
Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við leikskólann
Heklukot á Hellu. Heklukot er nú tveggja deilda leikskóli
með aðstöðu fyrir rúmlega 40 börn.
Fyrirliggjandi er, að ráðist verður í þróun og uppbyggingu
leikskólans á næstunni. Stækka þarf leikskólann vegna
aukins fjölda barna á leikskólaaldri. Þetta er kjörið tæki-
færi fyrir framsækinn leikskólakennara til þess að takast á
við spennandi verkefni við þróun og mótun leikskóla-
starfsins.
Laun og kjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar
sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Boðin er aðstoð
við útvegun húsnæðis. Í reglum sveitarfélagsins um
hlunnindi starfsmanna, er heimild fyrir þátttöku stofnana
þess í húsnæðiskostnaði starfsmanna.
Við röðun umsækjenda verður tekið mið af menntun,
reynslu viðkomandi af stjórnun í leikskóla og umsagna og
meðmæla frá núverandi og fyrri vinnuveitendum.
Einnig eru lausar stöður leikskólakennara. Sama gildir um
laun, kjör og aðstoð vegna húsnæðis og áður er greint.
Hella er í 93 km. fjarlægð frá Reykjavík og býður þægindi
þéttbýlisins um leið og byggðin er í nánu sambandi við
dreifbýlið. Á Hellu er öll almenn þjónusta í 700 íbúa barn-
vænni byggð. Grunnskóli, leikskóli og sund- og önnur
íþróttaaðstaða er í kjarna í miðju byggðarinnar sem þægi-
legt er að sækja. Hella er þéttbýliskjarni í sveitarfélaginu
Rangárþingi ytra þar sem búa 1450 íbúar.
Nánari upplýsingar veita sveitarstjórinn, Guðmundur Ingi
Gunnlaugsson, á skrifstofu Rangárþings ytra, Laufskálum 2
á Hellu og í s. 487-5834/893-9081 og formaður fræðslu-
nefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, Engilbert Olgeirs-
son, í s. 899-6514.
Umsóknum þarf að skila fyrir 15. maí 2005 til skrifstofu
Rangárþings ytra.
Rangárþing ytra.
Teikn á lofti - Inter-Map leitar eftir starfsmanni í mjög spennandi
og krefjandi verkefni sem framundan eru, innanlands og utan.
Um er að ræða frábært tækifæri fyrir réttan einstakling.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
MENNTUNARKRÖFUR:
Háskólapróf á sviði tölvunar- eða kerfisfræði
KRÖFUR UM REYNSLU:
Þekking á Java, XML og C# nauðsynleg
Þekking á gagnagrunnum ( MSSQL ) nauðsynleg
Þekking á Actionscript2 (Flash) nauðsynleg
Reynsla af hugbúnaðarþróun og skjölun
Þekking á Linux er kostur
Þekking á sviði landupplýsinga er kostur
ÆSKILEGIR EIGINLEIKAR:
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
Færni í að starfa í hóp og stýra verkefnum
Stundvísi og metnaður
STARFSSVIÐ:
Þróun og innleiðing Inter-Map hugbúnaðarins
Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila
Verkefnisstjórn
Starfstöð fyrirtækisins er á Akureyri. Góð laun eru í boði fyrir réttan
einstakling, í samræmi við menntun, reynslu og árangur.
Frekari upplýsingar veitir Halldór (halldor@teikn.is) í síma 461 2800
Umsóknir ásamt CV sendist til:
Teikn á lofti ehf. - Skipagata 12 - Pósthólf 170 - 602 Akureyri
TÖLVUNAR- OG / EÐA
KERFISFRÆÐINGUR
www.te ikn . i s - www. in ter -map.com
Aðalfundur
Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldinn
mánudaginn 9. maí nk. kl. 20 í húsi SÍBS að
Siðumúla 6. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Jaxlinn fer vikulega frá Hafnarfirði og kemur við í 13 höfnum í hverri ferð, sum-
um þeirra í báðum leiðum.
Vélamenn og bílstjórar
Óskum að ráða vana menn á gröfur.
Einnig vantar menn með
réttindi og reynslu á dráttarbíla.
Upplýsingar um störfin og
umsóknareyðublöð á skrifstofu
ÍSTAKS, Engjateigi 7
og í síma 530 2700
á skrifstofutíma kl. 8:15 - 17
www.istak.is
STARFSMAÐUR
ÓSKAST Í VERSLUN
Við leitum að ábyggilegum starfskrafti til framtíðar-
starfa í verslun okkar. Upplýsingar um aldur, menntun
og fyrri störf sendist fyrir 6. maí á:
oskar@rafkaup.is