Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 14
Við hittumst á skrifstofuLúðvíks við Austurstrætiðá fertugasta og fyrsta af-
mælisdegi hans. Úti skín sólin og
þingmaðurinn er með skyrtu-
ermarnar uppbrettar en bindið er
á sínum stað. Það er mikið að gera
enda skammt eftir af þinghaldinu
og mörg mál bíða afgreiðslu.
Lúðvík bendir á málverk Ei-
ríks Smith af Jóni Baldvini
Hannibalssyni þegar hann er
spurður hvað hafi rekið hann út í
pólitík en Lúðvík hefur setið á
þingi í áratug. „Það má segja að
Jón Baldvin hafi fengið mig í
framboð á Suðurlandi á sínum
tíma. Í fyrstu hafði ég ekki mik-
inn áhuga, enda taldi ég mig á
þeim tíma vera á leið til Bret-
lands í framhaldsnám í sam-
keppnis- og Evrópurétti. Svona
geta tilviljanirnar verið.“
Lúðvík rifjar upp að Alþýðu-
flokkurinn hafi haft svokallað
pilsnersfylgi í könnunum en
styrkleiki pilsners er rúm tvö
prósent. „Ég man að daginn sem
þessi könnun kom bauð Jón Bald-
vin mér í mat og þá var ég harðá-
kveðinn að segja honum endan-
lega að ég hefði ekki áhuga. Ég
taldi mig þá vera að fara að hitta
brotinn mann með ónýtan flokk
og lítið fylgi en hitti hins vegar
mann sem var örugglega með 40
prósent fylgi, að minnsta kosti
talaði hann þannig. Það var fyrst
þá sem ég fór að hugsa um það í
alvöru að slá til, enda hafði ég
brennandi áhuga á stjórnmálum.“
Fjölskylda Lúðvíks hafði starf-
að í Alþýðuflokknum; Oddur afi
hans vann lengi á Alþýðublaðinu
og Guðmundur föðurbróðir hans
var formaður framkvæmda-
stjórnar í mörg ár. Fyrstu afskipti
Lúðvíks sjálfs af pólitík voru hins
vegar í kosningabaráttunni 1995.
„Það má segja að það hafi taf-
ist aðeins,“ svarar hann aðspurð-
ur um örlög framhaldsnámsins.
Blöndal er barn síns tíma
Á þingi hefur Lúðvík beint sjón-
um sérstaklega að samkeppnis-
málum enda metur hann vægi
þeirra mikils. „Ég lít svo á að bar-
átta fyrir öflugum samkeppnis-
reglum sé á margan hátt verka-
lýðsbarátta nútímans. Ef við ætl-
um að byggja samfélagið á mark-
aðsskipulagi þurfa að gilda
strangar samkeppnisreglur svo
verðmyndun, framboð og eftir-
spurn á vörum séu eðlileg. Olíu-
málið er dæmi um hvað gerist
þegar rangt er haft við á markaði.
Nýtt frumvarp um samkeppn-
ismál er stórskaðlegt og það er
sorglegt að þar ráði sjónarmið
Verslunarráðs og Samtaka at-
vinnulífsins á kostnað vilja launa-
fólks og Neytendasamtakanna.“
Oft er tekist á af hörku í þing-
inu og þar falla stór orð um menn
og málefni. Lúðvík hefur tvívegis
mátt sæta vítum frá Halldóri
Blöndal þingforseta, nú síðast á
dögunum. Hann gefur ekki mikið
fyrir þessar áminningar. „Ég tek
þetta ekki til mín enda sannfærð-
ur um að Halldór hafði rangt við.“
Og Lúðvík er í raun ekkert sér-
staklega hrifinn af Halldóri.
„Þegar ég byrjaði á þingi var
Ólafur G. Einarsson forseti. Hann
naut virðingar allra því menn
upplifðu hann sem forseta alls
þingsins. Halldór hefur hins
vegar valið að vera fyrst og
fremst forseti ráðherranna og
meirihlutans. Halldór er hold-
gervingur þeirrar hugsunar að
meirihlutinn eigi að ráða öllu og
geti gert allt sem honum hugnast.
Það er skilningur hans á lýðræð-
inu. En það má einnig um hann
segja að hann er barn síns tíma.“
Lúðvík sakar ríkisstjórnina um
valdhroka og finnst stjórnarflokk-
arnir í raun eiga lítið erindi. „Ég
held að ákveðin vatnaskil hafi orð-
ið þegar Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur fengu endur-
nýjað umboð í kosningunum 1999.
Þá var EES-samningurinn ekki
lengur sú hugmyndafræði sem
þeir gátu haldið í og þeir vöknuðu
upp við hálfgerða erindisleysu. Þá
braust valdhrokinn út. Þá urðu
einnig vatnaskil hvað varðar sam-
ráð við aðila vinnumarkaðrins.“
Ingibjörg vænlegur kostur
Þrátt fyrir gagnrýni Lúðvíks og
annarra á ríkisstjórnarflokkanna
fengu þeir umboð kjósenda til að
halda samstarfinu áfram eftir
kosningarnar 2003. Minntur á það
svarar hann: „Það er rétt, og
kannski segir það meira um okkur
en þá. Kjósendum hefur kannski
fundist stjórnarandstöðuflokk-
arnir of tættir og sundurleitir og
skorta festu. Fyrir vikið hafa þeir
ekki treyst okkur. Það er ekki
óeðlilegt að það taki tíma að skapa
stjórnmálaflokki trúverðugleika.
En ég held að nú sé stjórnarand-
staðan að ná þeim stöðugleika
sem þarf til að taka við völdum.“
Landsfundur Samfylkingarinn-
ar er í farvatninu og barátta Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur og
Össurar Skarphéðinssonar um
formannsbættið í algleymingi.
Lúðvík telur bæði ágæta kosti.
„Össur hefur tryggt sinn sess,
hann tók við flokknum og hefur
leitt hann í gegnum uppvaxtarár-
in. Hann hefur vaxið og fest sitt
nafn á spjöld sögunnar. Ingibjörg
aftur á móti braut á bak aftur
veldi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík og sigraði í þrennum
kosningum. Aðferðafræðin í borg-
inni hvað varðar umgengni við
fólk, lýðræði og ákvarðanatöku er
ólík því sem gerist hjá ríkisstjórn-
inni. Ingibjörg á merkilega sögu,
hún hefur farið vel með vald og
sýnt að hún er góður stjórnandi.“
Ætlarðu að kjósa hana? „Hún er í
það minnsta mjög vænlegur kost-
ur,“ segir Lúðvík en vill ekki
kveða fastar að orði.
Og spurður hvort hann sjálfan
langi til að verða varaformaður,
eins og sumir hafa stungið upp á,
svarar hann: „Ef flokkurinn vill fá
mig til verka er ég tilbúinn til
þess.“
Lúðvík telur málið ekki skýrast
fyrr en á landsfundinum og segir
vilja formannsins skipta miklu
máli. Mikilvægast sé að forystan
sé samstíga.
Framsóknarmenn taugaveiklaðir
Samfylkingin hefur lengi talað
fyrir opnu bókhaldi stjórnmála-
flokka og gegnsæi í fjármálum. Á
dögunum upplýstu þingmenn
Framsóknarflokksins um hluta-
bréfaeign og annað og Vinstri
grænir fylgdu í kjölfarið. Lúðvík
lítur á útspil framsóknarmanna
sem taugaveiklun. „Það er afar
sérstakt í ljósi sögunnar ef Fram-
sóknarflokkurinn er orðinn for-
ystuafl um siðbót í íslenskum
stjórnmálum. Hans hlutverk
hefur verið að gæta hagsmuna;
fyrst Sambandsins og svo annarra
fyrirtækjablokka. Ég upplifi þetta
útspil sem taugaveiklun, þeir
finna ekki fjölina sína og varpa
því út sprengjum spunameistar-
anna til að hylja það sem máli
skiptir.“
En er Framsóknarflokkurinn
ekki einmitt að gera það sem Sam-
fylkingin hefur talað um? „Við
viljum að þingið setji lög um þessi
efni því við óttumst að ef hver
flokkur geri þetta fyrir sig verði
þetta marklaust. Hver á að fylgja
eftir siðareglum Framsóknar-
flokksins? Ætlar þingflokksfor-
maðurinn hverju sinni að lesa
skattskýrslur þingmanna og
fylgjast með hvort menn hafi
keypt og selt hlutabréf?
Við í Samfylkingunni settum
okkur starfs- og siðareglur 1999
en eftirfylgni þeirra hefur fjarað
út því það er enginn til að fylgja
þeim eftir.“
Lög um eftirlaun þingmanna og
ráðherra hafa líka verið til um-
ræðu síðustu daga en um leið og
Lúðvík gagnrýnir ákveðna þætti
málsins segist hann sammála
öðrum. „Það er óskaplega sorglegt
að horfa á stjórnmálamenn, sem
hafa verið í forystu fyrir ríkis-
stjórnum, skríða út úr pólitíkinni í
skjól hjá ríkisvaldinu til að þiggja
bitlinga. Mér finnst til dæmis ekki
að Davíð Oddsson eigi að þurfa að
skríða á milli manna og biðja um
vinnu. Menn sem hafa gegnt for-
sætisráðherraembætti jafn lengi
og hann eiga að geta hætt með
reisn. Hins vegar er tvítaka launa
frá ríkinu algjörlega fáránleg.“
Engar vítur í Skerjafirði
Margt hefur breyst í lífi Lúðvíks
Bergvinssonar síðan hann var
kjörinn á þing fyrir tíu árum.
Hann hefur eignast tvö börn með
konu sinni Þóru Gunnarsdóttur,
félagsfræðingi og starfsmanni
Kvikmyndamiðstöðvar, og fyrir
vikið er tilveran önnur. „Þetta er
dásamlegt. En það þarf auðvitað
að vakna klukkan sex á morgnana
og sækja svo börnin á leikskóla
klukkan fimm. Þetta getur verið
púsluspil en við Þóra skipuleggj-
um okkur vel. Svo hefur tengda-
móðir mín verið óskaplega dugleg
við að hjálpa okkur.“
Það má annars heita sérstakt
að Þóra er komin af miklu sjálf-
stæðisfólki. „Þetta gengur vel,“
svarar Lúðvík spurður um gang-
inn í sambúðinni í þessu ljósi. Og
þau hjónin tala um stjórnmál eins
og annað á heimilinu sínu í
Skerjafirðinum, án alvarlegs
ágreinings. Og án þess að vítum
sé beitt. ■
14 1. maí 2005 SUNNUDAGUR
Stökktu til
Rimini
26. maí
frá kr. 39.990
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð
á síðustu sætunum til Rimini þann
26. maí. Þú bókar og tryggir þér
sæti og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.990
í viku
Verð kr. 49.990
í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2, 3 eða 4
í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur - ath.
enginn barnaafsláttur. Flug, skattar,
gisting og íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 26. maí.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri
sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
Síðustu sætin
FJÖLSKYLDAN Í SKERJAFIRÐINUM Lúðvík með Jóhönnu Leu í fanginu og Þóra heldur á Bjarna Þór.
LÚÐVÍK BERGVINSSON
ALÞINGISMAÐUR
Fæddur: 29. apríl 1964
Menntun: Lögfræðingur.
Fyrri störf: Fulltrúi sýslumanns-
ins í Vestmannaeyjum, deildar-
stjóri hjá Rannsóknarlögreglu rík-
isins og yfirlögfræðingur í um-
hverfisráðuneytinu.
Fjölskylda: Kvæntur Þóru Gunn-
arsdóttur, félagsfræðingi og
starfsmanni Kvikmyndamiðstöðv-
ar, og á með henni Jóhönnu Leu
sem er tveggja og hálfs árs og
Bjarna Þór sem er níu mánaða.
Áhugamál: Fjölskyldan, stjórn-
mál, knattspyrna (lék með meist-
araflokkum ÍBV, ÍA, Leifturs og
ÍK), golf (er með 8 í forgjöf),
skák (grípur stundum í hraðskák
í tölvunni til að dreifa huganum)
og lestur góðra bóka.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Frá pilsnersfylgi
til fullvaxta flokks
Lúðvík Bergvinsson er reiðubúinn til að verða varaformaður Samfylkingarinnar
ef eftir því verður leitað. Hann gefur lítið fyrir þingvítur Halldórs Blöndal og
nýbirtar fjárhagsupplýsingar framsóknarmanna en telur að forystumenn í
stjórnmálum til langs tíma eigi að geta hætt með reisn. Björn Þór Sigbjörnsson
spjallaði við Lúðvík um pólitík og börn.