Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 60
Að æfa tæpar 1.100 klukku- stundir á ári og brenna allt að 9.000 hitaeiningum dag hljómar í fyrstu eins fjarri raunveruleikanum og mögulegt er. Þetta er engu að síður það sem besti skíðagöngumaður allra tíma, Björn Dæhlie, gerði á sínum gullaldarárum. Fréttablaðið hitti Dæhlie í vikunni og ræddi við hann um fortíðina og framtíð, Ís- land og afreksmenn. U mrædd gullaldarárDæhlie voru á tímabilinu1991-1999. Þá vann hann til 14 verðlauna á þremur Ólympíuleikum, þar af átta gull- verðlaun, auk þess að vinna fjölda heims- og Evrópumeistaratitla. Að öllu samanlögðu er verðlauna- afrakstur Dæhlie á ferlinum nokkuð sem fáir, ef nokkrir, aðrir afreksmenn geta státað af. Í dag hefur hann dregið sig úr sviðsljósinu og frá því að hann hætti keppni um aldamótin hefur Dæhlie skrifað bækur, haldið fyrirlestra og starfað í sjónvarpi. Þá stofnaði hann sitt eigið bygg- ingafyrirtæki sem og fatahönnun- arfyrirtæki sem vinnur nú hörð- um höndum við að búa til skíða- línu sem nýjar kynslóðir munu koma til með að klæðast á Ólympíuleikum næstu ára. Þá æfir hann „ekki nema“ fimm sinnum í viku að eigin sögn og fer mestur tími hans í að sinna konu sinni og tveimur börnum. „Eftir að ég kynntist fjöl- skyldulífinu fengu skíðin að fara á hilluna. Ég reyni að eyða sem mestum tíma með fjölskyldunni minni. Hún er það mikilvægasta í lífinu,“ segir þessi dáðasti íþrótta- maður Noregs fyrr og síðar og sá sem oft hefur verið nefndur boð- beri þessarar skíðaíþróttar á síð- ari árum. Í rúm tíu ár helgaði Dæhlie sig skíðagöngunni, einni af alerfið- ustu íþróttagreinum heims, þar sem eina leiðin til árangurs er æfing, æfing og aftur æfing. Henni sinnti Dæhlie með svo þrot- lausum hætti að erfitt er að gera sér í hugarlund. Þegar hann var upp á sitt allra besta æfði Dæhlie hátt í fimm klukkustundir á dag, þar sem mestur tíminn fór í að hlaupa. Hann hljóp tugi kílómetra á degi hverjum þar sem dagleg brennsla var um 9.000 hitaeiningar að meðaltali – fjórfaldur ráðlagður dagskammtur fyrir meðalmann. Það segir sig sjálft að til að brenna þvílíku magni af hitaein- ingum þarf að borða ansi mikið og segir Dæhlie að sykur sé besti vinur skíðagöngumannsins. „Þegar mest var fór sólarhringur- inn að langmestu leyti í þrjá ein- falda hluti; æfa, borða og sofa,“ segir hann. Súrefnisinntaka er hlutur sem skíðagöngumenn verða að hafa í lagi og til að auka hana er ein- faldasta ráðið að æfa sem mest. Til að undirstrika hversu góðu formi Dæhlie var í má geta þess að aðeins einn maður í sögunni hefur mælst með meiri súrefnis- inntöku en hann – spænski hjól- reiðagarpurinn Miguel Indurain. Súrefnisinntaka Dæhlie mældist 95 en sá spænski var einu stigi hærri. Til samanburðar má nefna að það þykir afburðagott þegar knattspyrnumaður mælist með súrefnisinntöku upp á 65-70. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta hljómar eins og bilun þegar svona er að orði kom- ist. En þetta er það sem þarf til að komast í hóp þeirra bestu,“ segir Dæhlie. Eiður er sönnun Nú hefur Dæhlie tekið að sér að halda utan um hóp tólf skíða- manna af Norðurlöndunum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið valdir í svokallaðan hóp vonarstjarna VISA. Þrír íslenskir skíðamenn eru í hópnum, þau Kristján Uni Óskarsson, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Elsa Guðrún Jónsdóttir, og er mark- miðið að komast á Vetrarólympíu- leikana sem haldnir verða á næsta ári í Tórínó á Ítalíu. Það var vegna sinnar miklu reynslu sem Dæhlie var beðinn um að vera þessum hópi innan handar og það var eftir að hann hafði sett sig í spor hinna ungu skíðamanna sem hann ákvað að slá til. „Ég hefði ekki slegið hendinni á móti slíkri hjálp þegar ég var tvítugur. Svona stuðningur eins og VISA er að sýna er ekkert minna en ómetanlegur og hjálpar Íslend- ingum til að komast á stærsta íþróttaviðburð heims,“ segir Dæhlie og á þar við Ólympíu- leikana. „Mitt hlutverk er að miðla til þeirra því sem ég hef lært á mín- um ferli og gefa þeim ráð um allt milli himins og jarðar – tækni, undirbúning, keppni, æfingar, fjölmiðla og einfaldlega lífsstílinn sem íþróttamaður,“ segir Dæhlie, sem þannig leggur sitt af mörkum til skíðaíþróttarinnar. Þrátt fyrir að hafa margoft verið beðinn um það hefur Dæhlie ekki tekið að sér þjálfun skíða- göngumanna. Fjölskylda hans og fyrirtækin tvö eiga hug hans allan auk þess sem hann sinnir áhuga- málum sínum af miklum móð. Til að sinna tveimur þeirra, skotveiði og fiskveiði, hefur Dæhlie í tvígang lagt leið sína til Íslands. „Ísland er dásamlegt land og það var æðislegt að veiða þar. Ég á alveg örugglega eftir að koma aftur.“ Dæhlie segist lítið þekkja til ís- lenskra íþróttamanna fyrir utan skíðamennina þrjá. Einn kemur þó fljótlega upp í hugann. „Eiður Smári Guðjohnsen. Frábær leik- maður og einn af þeim bestu í enska boltanum,“ segir Dæhlie, sem er mikill áhugamaður um fót- bolta og þá sérstaklega þann enska. „Það að Eiður Smári skuli vera lykilmaður í stærsta knattspyrnu- liði heims finnst mér aðdáunar- vert. Að Ísland, 300 þúsund manna eyja í Atlantshafinu, skuli eiga slíka afreksmenn sannfærir mig enn frekar um að fleiri ís- lenskir íþróttamenn geti náð jafn langt, eins og til dæmis skíða- mennirnir ungu,“ segir Dæhlie og bendir á íslensku krakkana í af- rekshópnum sem eiga, að undan- skildum Kristjáni Una, enn eftir að ná ÓL-lágmörkunum. „Ég hef fulla trú á að þau geti komist á ÓL og gert góða hluti þar.“ vignir@frettabladid.is 24 1. maí 2005 SUNNUDAGUR ÍSLAND ER DÁSAMLEGT LAND SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > BJÖRN DÆHLIE Þetta hljómar eins og bilun en þetta er það sem þarf til að komast í hóp þeirra bestu. ,, Eiður Smári er frábær leikmaður og einn af þeim bestu í enska boltanum. ,, BJÖRN DÆHLIE Er afskaplega hógvær og lítillátur í framkomu og lítur alls ekki stórt á sjálfan sig eins og miklir afreksmenn eiga gjarnan til. Á næsta ári verður hann þremur íslenskum skíðamönnum innan handar og ætlar hann eftir fremsta megni að reyna að hjálpa þeim að komast á Vetrarólympíuleikana í Tórínó á næsta ári. SÁ BESTI Dæhlie var nánast ósigrandi í skíðagöngunni á tíunda áratugnum og hefur hann unnið til fleiri verðlauna á vetrarólympíuleikum en nokkur annar í sögunni. Úrslitin ráðin í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu: Bayern varð meistari FÓTBOLTI Bayern München tryggði sér í gær þýska meist- aratitilinn í fótbolta í 18. skiptið með 4-0 stórsigri á Kaisers- lautern á útivelli. Þótt enn séu þrjár umferðir enn óleiknar í Þýskalandi voru Bæjarar krýnd- ir meistarar því liðið náði með sigrinum í gær 11 stiga forskoti á toppnum og því ómögulegt fyrir önnur lið að ná því að stigum. Hollenski framherjinn Roy Maakay skoraði þrennu fyrir Bayern í gær en áður hafði Mich- ael Ballack komið sínum mönn- um yfir. Felix Magath, stjóri Bayern, sagði eftir leikinn að sínir menn ættu titilinn fyllilega skilinn. „Við höfum verið besta liðið síð- ustu tíu mánuði og það hefði verið rán hefði einhver tekið af okkur þennan bikar,“ sagði Magath og Ballack tók í sama streng. „Við höfum sannað að við erum með langbesta liðið. Í kvöld ætlum við að leyfa okkur að fagna þeirri staðfestingu,“ sagði Ballack með kampavínsflöskuna í hendi. SILFURSKJÖLDURINN Leikmenn Bayern stigu stríðsdans í fagn- aðarlátunum eftir leikinn í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.