Fréttablaðið - 22.05.2005, Page 1

Fréttablaðið - 22.05.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Fréttablaðið er leiðandi Íslendingar 18-49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 11% 37% Lestur á leiðarasíðu ÁFRAM SVIPAÐ með bjartvðri á sunnan- og suðvestanverðu landinu en skýjaðra og stöku él á Norður- og Austurlandi. Hiti 0-9 stig að deginum, mildast sunnan til. VEÐUR 4 SUNNUDAGUR 22. maí 2005 - 134. tölublað – 5. árgangur OPI‹ 13-18 Krakka dagar Frábær tilbo›! Ávextirnir skemmta kl. 14 og 16 Tyrkland og ESB: Full a›ild e›a ekkert TYRKLAND, AP Tyrknesk stjórnvöld munu ekki fallast á neitt minna en fulla aðild að Evrópusambandinu. Þessu lýsti talsmaður tyrkneska utanríkisráðuneytisins yfir í gær eftir að tyrknesk dagblöð birtu fréttir af franskri tillögu um að Tyrkjum yrði boðinn samningur um náin tengsl við sambandið frekar en fulla aðild. Hugmyndin um að Tyrkland fái fulla aðild að ESB er óvinsæl víða í núverandi aðildarríkjum þess, ekki síst í Frakklandi. Þar er búist við að margir kjósendur greiði at- kvæði gegn samþykkt hins nýja stjórnarskrársáttmála í þjóðarat- kvæðagreiðslu um næstu helgi, beinlínis vegna þess að þeir vilji hindra að Tyrkland fái að semja um inngöngu. ■ Arsenal bikarmeistari Jens Lehmann var hetja Arsenal þegar liðið vann Man. Utd. í úrslitum ensku bikar- keppn- innar í gær. ÍÞRÓTTIR 61 Forystan er hópstarf Tveir af hverjum flremur kusu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til a› gegna embætti formanns Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn varaforma›ur. Flokkurinn er stór og til alls líklegur, segir n‡kjörinn forma›ur. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON VARAFORMAÐUR OG INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR FORMAÐUR Flokkurinn fól þeim að leiða Samfylk- inguna næstu ár. Ingibjörg vann öruggan sigur á Össuri Skarphéðinssyni og Ágúst Ólafur var kjörinn varaformaður með miklum meirihluta. SAMFYLKINGIN Liðlega tólf þúsund manns, um 60 prósent af tuttugu þúsund flokksmönnum, greiddu at- kvæði í formannskjöri Samfylk- ingarinnar. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hlaut 7.997 gildra atkvæða en Össur Skarphéðinsson 3.970. Ingibjörg Sólrún hlaut því tvö af hverjum þremur gildra atkvæða. Össur Skarphéðinsson, fráfar- andi formaður Samfylkingarinn- ar, sagði í ávarpi eftir að úrslit voru kynnt á hádegi í gær að sigurinn væri sterkur fyrir Sam- fylkinguna og sterkur fyrir Ingi- björgu Sólrúnu. „Tækifæri Samfylkingarinnar felst ekki í því hvort okkar Össur- ar leiðir flokkinn í næstu kosning- um,“ sagði Ingibjörg Sólrún í ávarpi sínu. „Forysta er hópstarf en ekki einstaklingsframtak. For- maður er fremstur þeirra jafn- ingja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér,“ sagði Ingibjörg Sólrún jafnframt og bar lof á drenglyndi Össurar og stuðningsmanna hans. „Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið að ég hlakka til að vinna með honum að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár,“ sagði Ingibjörg Sólrún enn fremur í ávarpi sínu. Össur þakkaði hlý orð keppinaut- arins í sínu ávarpi og hét því að halda lengi áfram í stjórnmálum enn, enda þætti honum þau bæði skemmtileg og göfgandi. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið að hún teldi að lands- fundurinn nú væri tímamótafund- ur. „Fundurinn er gríðarlega fjöl- mennur og málefnalega vel undir- búinn. Hér er mikil hugmyndaleg deigla og forystan er ný. Flokkur- inn er nú þeirrar stærðar og styrk- ur hans það mikill að hann er til alls líklegur í næstu þingkosningum.“ Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar í gær. Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn vara- formaður og sigraði Lúðvík Berg- vinsson með nokkrum yfirburðum. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, bauð sig fram til varaformanns í gær en hlaut aðeins fáein atkvæði. Sjá einnig síður 6 og 16 johannh@frettabladid.is Er guð til? Ólafur H. Torfason segir Stjörnustríðs- myndirnar skrifaðar til þess að fá ungt fólk til að velta því fyrir sér hvort guð sé til. BÍÓ 23 Talar fyrir Sollu stirðu Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir er hörku- dugleg og ekkert stirð. FÓLK 38 FAGRA ÍSLAND SKOÐANAKÖNNUN Hvaða staður á Íslandi er fallegastur? Sitt sýnist hverjum og margir staðir kallaðir til. Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins um fegursta stað lýð- veldisins stóð þó einn staður upp úr: Þjóðardjásnið Þingvellir. KÖNNUN 18 VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Í BÓLI BJARNA Pólskur lögreglumaður á vettvangi í bjarnargryfjunni eftir slysið. Slys í dýragarði: Kona lendir í bjarnarkjafti PÓLLAND, AP Fimm birnir í pólskum dýragarði fengu óvænta máltíð á föstudaginn. Kona nokkur sem var gestkomandi í garðinum féll ofan í gryfjuna til þeirra og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún hafði klifrað upp á grindverkið sem um- lykur bjarnargryfjuna og féll ofan af því. Konan var að sögn lögreglu um fertugt. Ekki hafði reynst unnt að bera kennsl á hana er AP-frétta- stofan náði tali af talsmanni lög- reglunnar í Chorzow, þar sem dýragaðurinn er. „Þeir tættu hana í sig,“ sagði talsmaðurinn, „þetta er sorglegt slys“. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BANDARÍKIN, AP Nýjasta Star Wars- myndin, sú síðasta í myndaflokkn- um, sló tekjumet á fyrsta sýningar- degi er 3.661 kvikmyndahús í Bandaríkjunum með yfir 9.000 sýn- ingarsölum hóf sýningar á „Star Wars: Episode III: Revenge of the Sith“ á fimmtudag. Aðgöngumiðar seldust fyrir rétt rúmar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um 3.250 milljónir króna. Fyrra tekjumet á einum sýning- ardegi setti „Shrek 2“ í maí í fyrra, er 44,8 milljónir dala, 2,9 milljarðar króna, komu í kassann á einum laugardegi. ■ SVERÐUM SVEIFLAÐ FYRIR FULLU HÚSI Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywalker sveifla geislasverðunum í lokamynd Star Wars-myndaflokksins. LU C AS FI LM /T W EN TI ET H C EN TU RY F O X/ AP Stjörnustríðsmyndin Star Wars - Episode III - Revenge of the Sith: Sló tekjumeti› á fyrsta degi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.