Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 2
2 22. maí 2005 SUNNUDAGUR Íslensk olíumiðlun ehf. í Neskaupstað: Fékk fyrstu olíuna afhenta OLÍUSALA Íslensk olíumiðlun ehf. fékk afhenta sína fyrstu olíu í Neskaupstað í gær, 3.300 tonn. Fyrirtækið var stofnað í fyrra um olíusölu til skipa. „Við erum komin með einn 4.000 rúmmetra tank sem við fyll- um núna,“ segir Ólafur Þ. Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Olíu- miðlunar, og kvað dælingu hafa gengið vel. „Við höfðum búið okk- ur undir að vera hér í nótt, en klárum þetta á 5 til 6 tímum.“ Hann segir olíusölu þegar geta hafist, en fyrirtækið ætlar að selja íslenskum skipum og erlend- um. Þá hefur verið gerður samn- ingur við Ríkiskaup um sölu til Landhelgisgæslu og Hafrann- sóknastofnunarinnar. Ólafur segist ætla að keppa í verði, en það muni sveiflast eftir heims- markaðsverði á hverjum tíma. „Við vinnum þetta í nánu sam- starfi við Malik [Supply Ltd.],“ segir Ólafur, en það er danskt olíufélag sem á meirihluta í Olíu- miðlun. „Það aðstoðar við mark- aðssetningu gagnvart erlendum skipum, enda með 15 ára reynslu,“ bætti hann við og kvað alla aðstöðu mjög nútímalega. Til dæmis væri verið að koma upp mælum til að fylgjast með birgða- stöðu á hverjum tíma. Viðstaddur þessi tímamót í sögu Olíumiðlun- ar var Sten Möller, framkvæmda- stjóri Malik Supply. - óká Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra: Fékk afhentan lykil a› San Francisco STJÓRNMÁL Við hátíðarkvöldverð í Asíska listasafninu í San Francisco í gær afhenti Gavin Newsom, borgarstjóri San Francisco, Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra lykilinn að borg sinni. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af fyrsta áætlunarflugi Icelandair til San Francisco. Sagð- ist borgarstjórinn fagna þessari ákvörðun stjórnenda Icelandair og vonaðist til að fljótlega yrði flogið daglega. Áður en til kvöld- verðar kom áttu Halldór og Stein- unn Valdís Óskarsdóttir borgar- stjóri stuttan fund með borgar- stjóranum í ráðhúsinu, þar sem skipst var á gjöfum eftir stutt spjall um kosti Íslands og San Francisco. - ss Misþyrmingar á föngum í Afganistan: Karzai krefst refsinga AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for- seti Afganistans, krafðist þess í gær að Bandaríkjaher gengi hart fram í að draga þá liðsmenn hers- ins til ábyrgðar sem gerst hefðu sekir um að misþyrma föngum í Afganistan. The New York Times birti á föstudag upplýsingar sem lekið var úr tvö þúsund síðna skýrslu um rannsókn á ásökunum um fangamisþyrmingar í aðalher- stöð Bandaríkjahers í Afganist- an. Svo vildi til að sama dag lagði Karzai Afganistanforseti upp í fjögurra daga opinbera heim- sókn til Bandaríkjanna. Er hann ávarpaði blaðamenn á Kabúl- flugvelli hét hann því að ræða málið við bandaríska ráðamenn. Hann sagðist líka mundu krefj- ast þess að aðgerðir Bandaríkja- hers í landinu sættu meira eftir- liti, ekki síst skyldi bundinn endi á að bandarískir hermenn réðust inn á heimili manna og hand- tækju án þess að tilkynnt væri um aðgerðirnar til afgönsku stjórnarinnar. Í grein New York Times um illa meðferð bandarískra her- manna á afgönskum föngum í herstöð Bandaríkjamanna við Bagram-flugvöll norður af Kabúl er vitnað í trúnaðarupplýsingar úr skýrslu rannsóknarnefndar sem rannsakaði ásakanirnar. Efnt var til rannsóknarinnar eftir dauða tveggja fanga þar í desem- ber 2002. „Mér ofbýður gersamlega. Við fordæmum þetta. Við viljum að Bandaríkjastjórn grípi til mjög afgerandi ráðstafana til að sjá til þess að slíkir menn starfi ekki í herliði hennar í Afganistan,“ tjáði Karzai blaðamönnum en tók fram að glæpsamlegar gerðir þessara hermanna sem í hlut ættu skyldu ekki verða landsmönnum hans til- efni til að draga þá ályktun að all- ir Bandaríkjamenn væru slæmir. „Íbúar Bandaríkjanna eru vænsta fólk,“ sagði hann. Trent Duffy, talsmaður Hvíta hússins, sagði að George W. Bush Bandaríkjaforseti væri hneyksl- aður á hinum meintu fangamis- þyrmingum og vildi að vandleg rannsókn færi fram. Duffy sagði að rannsóknin beindist nú einkum að sjö sakborningum sem þjónað hefðu í Bagram-herstöðinni. ■ SNÚA BÖKUM SAMAN Fulltrúar á þingi íraskra súnní-araba hlýða á ræðu í Bagdad í gær. Írösk stjórnmál: Súnní-arabar fylkja li›i ÍRAK, AP Súnní-arabar í Írak ákváðu í gær að stofna pólitísk og trúarleg samtök sem ætlað er að vera málsvari þeirra sem minni- hlutahóps í landinu. Ákvörðunin þykir áfangi að því að fá súnní- araba, sem voru kjarninn að baki ríkisstjórnar Saddams, til liðs við aðra þjóðfélagshópa við að móta nýtt Írak. Súnní-arabar sniðgengu að miklu leyti fyrstu lýðræðislegu þingkosningarnar sem haldnar voru í landinu í janúar og eiga því fáa fulltrúa í stjórn landsins. Ákvörðunin um stofnun nýrra samtaka var tekin á samkomu um eitt þúsund fulltrúa ættbálka súnní-araba, stjórnmálaflokka og trúarhreyfinga í Bagdad nú um helgina. ■ SINUBRUNI Kristján Einarsson, slökkviliðs- stjóri á Selfossi, segir sinu skapa hættu bæði fyrir byggingar og fuglalíf. Sinubrunar á vorin: Óvitar a› verki ELDVARNIR Aðfaranótt laugardags var slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins kallað út vegna sinuelds við Rauðavatn. Vel gekk að slökkva eldinn og engin slys urðu af honum. Þurrt veður sunnan- og suð- vestanlands undanfarið eykur sinubrunahættu og biður Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, fólk að fara varlega með eld og hafa var- ann á. „Það eru aðallega krakkar að fikta með eld sem valda sinu- bruna,“ segir hann. „Ég vil bara biðja foreldra um að brýna þetta fyrir börnunum sínum og fela eld- spýtustokka,“ bætti hann við. -bg LÖGREGLUFRÉTTIR HRAÐAKSTUR OG ÖLVUNARAKST- UR Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af manni í gærmorgun sem grunaður er um ölvunarakst- ur. Grunurinn reyndist réttur og fékk maðurinn meðhöndlun eftir því. Í gærkvöldi stöðvaði lögregl- an svo mann sem ók á 147 km hraða. Hann var tekinn rétt hjá Djúpadal og reyndist vera á leið- inni frá framhaldsskólaballi FSU sem að sögn lögreglu fór vel fram fyrir utan tvær líkamsárás- ir sem lögreglan hafði afskipti af. INDLAND VOPNASKAK Í KASMÍR Sex manns féllu í átökum í hinum indverska hluta Kasmír í gær og þúsundir heimamanna söfnuðust saman í kirkjugarði í Srinagar til að minnast þeirra sem hafa barist hafa fyrir aðskilnaði héraðsins frá Indlandi og fallið í átökunum þar síðastliðin fimmtán ár. Forsætisráðherra Úkraínu: Segist ekki á förum ÚKRAÍNA, AP Júlía Tímosjenkó, for- sætisráðherra Úkraínu, bar í gær til baka fréttir þess efnis að forsetinn Viktor Jústsjenkó hefði lagt að henni að segja af sér. Það hygðist hún ekki gera og fréttir af djúp- stæðum ágreiningi milli hennar og forsetans væru úr lausi lofti gripnar. T í m o s j e n k ó fullyrti að sam- band hennar og forsetans væri „eins innilegt og ævinlega“, að því er Unian-fréttastofan greindi frá. Hún lét ummælin falla eftir að vikublaðið Zerkalo Nedely, sem gefið er út í Kíev, birti frétt um að Jústsjenkó hefði lagt að henni að segja af sér vegna meintra mis- taka við að reyna að bæta úr elds- neytisskorti í landinu. ■ Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 114.990 kr. Hua Hin 2 vikur í júlí Verð á mann í tvíb. með sköttum 129.995 kr. 5 stjörnu lúxus 2 vikur í ágúst Verð á mann í tvíb. með sköttum 118.900 kr. Pattaya 2 vikur í júní Verð á mann í tvíb. með sköttum 133.700 kr. Bali 2 vikur í júlí Verð á mann í tvíb. með sköttum Fjölmargir möguleikar í sumar og haust Mannlífið í Taílandi og á Bal i á ómótstæðilegu verði Ævintýraleg sumarsól í Austurlöndum draCretsaM udnuM !aninusívá aðref Nánari upplýsingar um verðdæmin er að finna á heimsíðunni www.kuoni.is Verðdæmi SPURNING DAGSINS Palli, á fletta ekki bara a› vera flátttaka í hinsta sinn? „Nei, auðvitað höldum við áfram að taka þátt í Eurovision og berum höfuðið hátt alveg sama hvernig gengur.“ Páll Óskar Hjálmtýsson flutti á eftirminnilegan hátt lagið „Minn hinsti dans“ í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1997 og varð í 20. sæti í að- alkeppninni. Síðasta fimmtudag datt Ísland úr leik í forkeppni söngvakeppninnar og var því ekki með í aðalslagnum sem fram fór í gærkvöldi. OLÍA AFHENT Í NESKAUPSTAÐ Framkvæmdastjóri Olíumiðlunar segir að í Neskaupstað sé fyrirtækið með öflugan búnað til afgreiðslu olíu. Þá verði sá háttur á við afgreiðslu að tekin verði sýni úr olíunni, eitt handa viðskiptavininum og annað handa fyrirtækinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E LM A G U Ð M U N D SD Ó TT IR JÚLÍA TÍMOSJENKÓ Forsætisráðherra Úkraínu. Á LEIÐ VESTUR Hamid Karzai Afganistanforseti ávarpar blaðamenn í Kabúl í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STJÓRNMÁL GEKKST UNDIR UPPSKURÐ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gekkst undir uppskurð í gær vegna brjóskloss í baki. Aðgerðin fór fram á Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi og verður ráðherrann í veikindaleyfi um óákveðinn tíma. Þetta kom fram í tilkynn- ingu sem Bergþór Ólason, aðstoð- armaður samgönguráðherra, sendi frá sér í gær. LYKILL AFHENTUR Gavin Newsom afhenti Halldóri Ásgrímssyni lykilinn að San Francisco-borg á föstudagskvöld. Gavin sagðist vonast til að sjá sem flesta Íslend- inga í borginni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.