Fréttablaðið - 22.05.2005, Side 4

Fréttablaðið - 22.05.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,60 64,90 118,72 119,30 81,55 82,01 10,95 11,02 10,04 10,10 8,87 8,93 0,60 0,60 96,26 96,84 GENGI GJALDMIÐLA 20.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,10 -0,25% 4 22. maí 2005 SUNNUDAGUR Kosið í Nordrhein-Westfalen: Helsta vígi krata gæti falli› ÞÝSKALAND Úrslit héraðsþingkosn- inga sem fara fram í dag í Nord- rhein-Westfalen, einu hinna sextán sambandslanda Þýskalands og því fjölmennasta, þykja líkleg til að verða forboði þess hver örlög ríkis- stjórnar Gerhards Schröder kansl- ara verða er næst verður kosið til Sambandsþingsins að rúmu ári. Jafnaðarmannaflokkur Schröd- ers hefur haldið um héraðsstjórn- artaumana í Nordrhein-Westfalen – sem nær meðal annars yfir Ruhr- dalinn – síðan árið 1966. En óánægja með gerðir ríkisstjórnar Schröders hefur hrakið marga kjósendur frá stuðningi við jafnað- armenn og því hefur Peer Stein- brück, sem farið hefur fyrir hér- aðsstjórninni undanfarið kjörtíma- bil, átt á brattann að sækja í kosn- ingabaráttunni, þrátt fyrir per- sónulegar vinsældir. Síðustu mán- uðina hafa kristilegir demókratar, undir forystu Jürgens Rüttger, mælst í skoðanakönnunum með mjög afgerandi forskot. En í þessu rótgróna vígi krata virtist á endaspretti kosningabar- áttunnar sem allnokkur hluti óákveðinna kjósenda ætlaði að snúast aftur á sveif með jafnaðar- mönnum og skoðanakannanaspek- ingar sögðu að af þessum völdum mætti búast við því að mjög mjótt yrði á mununum, að því er fram kom á fréttavef Der Spiegel. - aa Karlar fá margfalt fleiri punkta Karlar fá fleiri refsipunkta og valda fleiri alvarlegum slysum en konur. fió telja fleir sig mun betri ökumenn. N‡leg rannsókn segir fló engan mun á kynjunum flegar kemur a› ökuleikni. UMFERÐ Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsi- punktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkis- lögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slík- an til þessa, en áður hafa tveir á ní- ræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. „Við sjáum líka á slysaskýrsl- um að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum,“ segir Ein- ar Magnús Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörg og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysa- valdar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynj- anna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfa- son og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á töl- fræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karl- ar fá ekki sýna vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. „Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í um- ferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðveg- um úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur,“ segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konur, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum, konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig kon- um fremri í ökuleikni, en það kom fram í könnun Ríkislögreglu- stjóra. jse@frettablaðið.is Alcan á Íslandi: Nor›urál fær súrál lána› ÁLVER Alcan á Íslandi lánar Norður- áli 10.000 tonn af súráli, að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsinga- fulltrúa Alcan. „Þetta er aðalhráefnið sem álver vinna með. Það yrði algjört neyðar- ástand ef aðeins væri eitt álver í landinu og þetta vantaði. Súrálið átti að koma beint til okkar með skipi en í staðinn fer skipið fyrst í Norðurál með tíu þúsund tonn. Þegar þeirra skip kemur skila þeir svo tonnunum aftur.“ Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Norð- uráls, vildi þó ekkert kannast við súrálsskortinn. - bg Rótarýklúbbur í Reykjavík: Fórnarlömb fá báta gefins INDLAND Rótarýklúbburinn Reykjavík-Austurbær hefur ákveðið að styrkja fórnarlömb flóðbylgjunnar í Asíu og gefur fjóra báta ásamt veiðarfærum til fiskimannafjölskyldna í Andra Pradesh-héraði á Indlandi. Það var á þess- um slóðum sem þús- u n d i r misstu al- eigu sína í flóðbylgj- unni og er g j ö f i n hluti af samstarfs- v e r k e f n i rótarýhreyfingarinnar í Andra Pradesh og 65 rótarýklúbba í tíu löndum. Alls voru 180 bátar gefn- ir til íbúa svæðisins, ásamt veið- arfærum. Þetta ætti að koma íbú- um svæðisins vel þar sem fisk- veiðar eru meginatvinnugrein íbúanna og með einum báti er mögulegt að sjá tveimur fjöl- skyldum farborða. ■ Samningur gegn mansali: Amnesty fagnar MANNRÉTTINDI „Íslandsdeild Am- nesty International fagnar undir- skrift Íslands á nýjum samningi gegn mansali.“ Svo segir í fréttatil- kynningu frá Amnesty hér á landi. Davíð Oddsson skrifaði nýver- ið undir samning Evrópuráðsins fyrir hönd Íslands þar sem lögð er áhersla á að mansal sé brot á mannréttindum og árás á mann- lega reisn. Ríki sem gerast aðilar að samningnum skulu gera ráð- stafanir til að koma í veg fyrir mansal, sækja þá til saka sem stunda mansal og virða réttindi fórnarlamba mansals. -oá Samkeppniseftirlit: N‡ stjórn skipu› STJÓRNMÁL Ný stjórn Samkeppnis- eftirlits hefur verið skipuð af við- skiptaráðherra og tekur stjórnin til starfa hinn 1. júlí næstkomandi samkvæmt nýjum samkeppnis- lögum. Þriggja manna stjórn skip- uð af viðskiptaráðherra fer með yfirstjórn Samkeppniseftirlitsins og eru þrír varamenn skipaðir með sama hætti. Ráðherra skipar svo einnig formann stjórnarinnar, en hlutverk hennar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppnis- eftirlitsins. - bg LÖGREGLUMÁL ÖLVUNARAKSTUR Lögreglan í Dal- vík tók mann fyrir ölvunarakstur um klukkan hálfellefu að kvöldi föstudags. Bílstjóri keyrði út af veginum á leið til Akureyrar en slasaðist þó ekki og bifreiðin slapp vel miðað við aðstæður. Maðurinn er á fertugsaldri. HRAÐAKSTUR Lögreglan á Ólafs- vík tók sex manns fyrir hraðakst- ur á Snæfellsnesvegi seinnipart föstudags. Ekki var um veruleg- an hraðakstur að ræða en einn bílstjórinn var þó látinn blása vegna gruns um ölvunarakstur. Sá var þó talsvert undir mörkun- um og því ekki sektaður en var gert að hætta akstri. BANDARÍKIN TÓKU BÍL MEÐ BARNI Innheimtu- menn í San Antonio í Texas gerð- ust fullfrekir til fjörsins í vik- unni. Þeir tóku í vörslu sína bif- reið sem kona nokkur hafði ekki greitt afborganir af en gáðu ekki að því að í bílnum var barn sof- andi í bílstól. Konan hafði sam- band við lögreglu og tókst að hafa uppi á bílnum áður en króg- inn vaknaði. • Vefsmíði – MySQL & ASP 24. maí • FrontPage grunnur 23. maí • FreeHand 23. maí • Excel grunnur 25. maí • Flash 1. júní Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is N Æ S T U N Á M S K E I Ð : VEÐRIÐ Í DAG BARÁTTUGLAÐIR Þeir Franz Müntefering, formaður SPD, Gerhard Schröder kanslari, spænski forsætisráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero og Peer Steinbrück, forsætisráðherra héraðsstjórnar Nordrhein- Westfalen, reyndu sitt besta til að hleypa hug í mannskapinn á lokafundi kosninga- baráttunnar í Dortmund á föstudaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P UMFERÐARÓHAPP Karlmenn telja sig betri ökumenn en konur, en það endurspeglast þó ekki í refsipunktagjöf lögreglu, því karlar fá þar þrjá af hverjum fjórum punktum. Myndin sýnir frá óhappi þegar jeppabifreið rakst á strætisvagn í apríl síðastliðnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ANDRA PRADESH Einn bát- anna sem Rótarýklúbburinn gaf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.