Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 6
6 22. maí 2005 SUNNUDAGUR LANDSFUNDUR „Hvað get ég sagt? Ég hef tapað og er hafinn upp til skýj- anna bæði af ykkur og þeim sem vinnur,“ sagði Össur Skarphéðins- son að loknu sigurávarpi Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur á lands- fundi Samfylkingarinnar í gær. Össur hlaut um þriðjung gildra atkvæða í formannskjörinu. „Við höfum vissulega gefið hvort öðru olnbogaskot. En það er rétt sem Ingibjörg sagði, að þráðurinn hefur aldrei slitnað millum okkar,“ sagði Össur jafnframt. Hann kvað úrslitin í formanns- kjörinu sterk fyrir Samfylkinguna og sterk fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. „Ingibjörg Sólrún hefur sýnt það að hún er ákaflega sterkur leiðtogi og hún hefur líka sýnt það í þessari baráttu að það býr í henni mikill kraftur. Hún sigraði vegna sinna kosta og vegna þolgæðis síns,“ sagði Össur meðal annars og gat einnig um sigra hennar í borgar- stjórnarkosningum. „Ingibjörg Sólrún sýndi það að með hjálp okk- ar á þeim tíma tókst henni að breyta Reykjavík. Og nú er það hlutverk okkar allra sem hér erum að hjálpa henni að breyta Íslandi.“ Össur Skarphéðinsson þakkaði stuðningsmönnum í ávarpi sínu og kvaðst þakklátur fyrir fimm ár á formannsstóli Samfylkingarinnar. Hann lauk ávarpinu með yfirlýs- ingu um að hann ætlaði áfram að gera það sem honum þætti gaman, það er að vera miklu lengur í stjórn- málum. - jh Ágúst Ólafur Ágústsson er nýr varaformaður Samfylkingarinnar: Kjörinn me› 62 prósentum atkvæ›a VARAFORMAÐUR Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sigraði í varafor- mannskjöri flokksins í gær. 839 landsfundarfulltrúar kusu. Þar af hlaut Ágúst Ólafur 519 atkvæði, um 62 prósent. Lúðvík Bergvins- son, þingmaður Samfylkingarinn- ar, hlaut 297 atkvæði, liðlega 36 prósent. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar, bauð sig einnig fram en hann uppskar einungis 10 at- kvæði. „Ég tel að flokkurinn hafi sýnt djörfung og þor og ég er ykkur af- skaplega þakklátur fyrir þessa útkomu,“ sagði Ágúst Ólafur í ávarpi sínu þegar úrslit voru kunn og þakkaði landsfundarfull- trúum stuðninginn. Mörgum viðmælendum Frétta- blaðsins á landsfundinum þótti stuðningsmenn Ágústs Ólafs hafa gengið langt í smölun meðal ungliða og þátttaka þeirra í atkvæðagreiðsl- unni óeðlileg. „Svona sögur fara alltaf af stað,“ segir Ágúst. „Úrslitin sýna að stuðningurinn við mig var breiður og víðtækur. Það er mikill áhugi á landsfundinum og ekkert óeðlilegt við það. Það voru þús- undir sem skráðu sig í flokkinn fyrir formannskjörið,“ sagði Ágúst Ólafur í samtali við blaða- mann Fréttablaðsins. johannh@frettabladid.is NÝR FORMAÐUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut 7.997 af 12.007 gildum atkvæðum í formanns- kjöri Samfylkingarinnar. Össur Skarphéðinsson hlaut 3.979 at- kvæði. Því sem næst tveir af hverjum þremur greiddu því Ingibjörgu Sólrúnu atkvæði sitt. Henni var ákaft fagnað á hádegi í gær þegar úrslit kosninganna voru kunngerð á landsfundi Samfylkingarinnar. „Úrslitin í dag skipta því að- eins máli ef sigur vinnst í næstu kosningum. Þar skrifum við sög- una og mótum framtíðina,“ sagði Ingibjörg í ávarpi sínu. Fulltrúar á landsfundinum biðu spenntir eftir viðbrögðum frambjóðendanna tveggja við úrslitunum. Ingibjörg Sólrún sagði að engum dyldist að verkefni henn- ar og Össurar allt frá síðustu al- þingiskosningum hefði ekki verið auðvelt en kvaðst hreykin af því að þeim hefði báðum tekist að leysa verkefnið af hendi með þeim hætti að Sam- fylkingin hefði ekki skaðast. Þvert á móti stæði hún sterkari á eftir. „Þessi kosningabarátta er Össuri og hans liðsmönnum til sóma. Ég vil þakka honum fyrir drengilega baráttu og segi honum um leið að ég hlakka til að vinna með honum að málefn- um Samfylkingarinnar um ókomin ár,“ sagði Ingibjörg. Jafnframt sagði hún að mestu máli skipti að þráðurinn milli hennar og Össurar hefði aldrei slitnað. „Tækifæri Samfylking- arinnar felst ekki í því hvort okkar Össurar leiðir flokkinn í næstu kosningum. Foysta er hópstarf en ekki einstaklings- framtak. Formaður er fremstur þeirra jafningja en hann kæmist hvorki lönd né strönd ef hann hefði ekki góðan málstað og gott fólk til að vinna með sér.“ Ingibjörg Sólrún þakkaði stuðningsmönnum sínum og sagði að undirbúningur að næstu alþingiskosningum hefði hafist þegar eftir síðuustu þing- kosningar. „Við höfum ekki setið auðum höndum og við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr... Við erum á réttri leið og ætlum alla leið.“ Ingibjörg Sólrún sagði í sam- tali við Fréttablaðið að úrslitin hefðu ekki komið sér alls kostar á óvart. „Þetta er nokkuð í takt við skoðanakannanirnar sem hafa verið gerðar. Þetta var per- sónukjör og í því fólst ekki einu sinni dómur yfir störfum okkar í fortíðinni. Hér ráða væntingar um framtíðina. Um hana erum við að kjósa,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. johannh@frettabladid.is Samfylkingin: Forystan endurn‡ju› NÝ FORYSTA Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum í gær. Gunnar Svav- arsson, forseti bæj- arstjórnar Hafnar- fjarðar, var kjörinn formaður fram- kvæmdast jórnar Samfylkingarinnar. Hann tekur við af Stefáni Jóni Hafstein, sem gaf ekki kost á sér í embættið. Helena Karlsdóttir var kjörin ritari Samfylkingarinnar en mót- frambjóeðndur hennar í embættið voru Stefán Jón Hafstein og Val- gerður Bjarnadóttir. Helena hlaut um 49 prósent atkvæða, Stefán Jón um 34 prósent og Valgerður tæp 17 prósent. Ari Skúlason var kjörinn gjald- keri flokksins. - jh Átti Ísland skili› a› detta út í forkeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstö›va? SPURNING DAGSINS Í DAG: Koma n‡fengin úrslit í for- mannskjöri til me› a› styrkja Samfylkinguna? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 64% 36% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, FRÁFARANDI FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Össur segir úrslitin sterk fyrir Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu. Hann kveðst ætla að vera áfram í stjórnmálum um langa hríð. Össur ætlar að vera miklu lengur í stjórnmálum: Afgerandi úrslit og sterk fyrir flokkinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FOR- MAÐUR SAMFYLKINGARINNAR Munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við höfum komið frá þeirri ríkisstjórn misskiptingar og valdstýringar sem nú situr. Á réttri lei› og ætlum alla lei› Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlaut tvö af hverjum flremur greiddum atkvæ›um í formannskjöri Samfylk- ingarinnar. Eftir a› úrslit voru kunngjör› kva›st hún hlakka til a› vinna me› Össuri Skarphé›inssyni a› málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár. Titringur vegna varaformanns: Yfirbur›ir Ágústs Ólafs VARAFORMAÐUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fagnar nýkjörnum varaformanni Samfylkingarinnar. „Ágúst Ólafur Ágústsson stimplar sig mjög sterkt inn í pólítíkina með framboði sínu til varafor- mannsembættisins. Hann fékk af- gerandi stuðning og það skiptir máli,“ segir Ingibjörg. Hún kveðst ekki hafa forsendur til þess að tjá sig um aðferðir stuðningsmanna Ágústs í varaformannskjörinu. „Mér sýnist munurinn hafa verið það mikill á honum og Lúðvík Bergvinssyni að þær hafi ekki skipt sköpum,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. ■ AÐ LOKNUM VARAFORMANNSKOSNINGUM Lúðvík Bergvinsson og Ágúst Ólafur Ágústsson takast í hendur eftir að ljóst var að Ágúst hafði haft betur í kosningunum. GUNNAR SVAVARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.